Morgunblaðið - 13.01.1982, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1982
13
Rúnar Bjarnason slökkviliðsstjóri:
Hrólfur var
besti kosturinn
ÞBGAR Mbl. hafði samband við Rúnar Bjarnason, slökkviliðs-
stjóra hjá Slökkviliði Reykjavíkur, og innti hann eftir viðbrögð-
um hans við þeirri gagnrýni sem komið hefur á veitingu vara-
slökkviliðsstjórastöðu til Hrólfs Jónssonar. Vísaði Rúnar í um-
sögn sína um starf varaslökkviliðsstjóra, sem hann sendi Borg-
arráði.
Þar segir m.a. að starf vara-
slökkviliðsstjóra sé annars veg-
ar í því fólgið að gegna störfum
slökkviliðsstjóra að fullu og
öllu leyti sé slökkviliðsstjóri í
orlofi eða forfallaður, hins veg-
ar að starfa sem deildarstjóri í
varðliðsdeild Slökkvistöðvar-
innar og hafa daglega umsjón
með starfi og þjálfun á vöktun-
um. Einnig að hafa umsjón með
allri starfsemi og skipulagn-
ingu í þessari fjölmennu deild,
64 starfsmenn og 12 til afleys-
inga í sumarorlofi. Auk þess
hefur varaslökkviliðsstjóri
daglega yfirumsjón með
slökkvibílum og sjúkrabílum,
sem og öðrum tæknibúnaði
liðsins.
Seinna segir í umsögninni að
ef litið sé yfir hóp umsækjenda
megi flokka þá niður í þrjá
flokka: 1. Tæknifræðinga m.m.
2. Yfirmenn úr slökkviliðum
sem ekki hafa æðri tækni-
menntun. 3. Brunaverði án æðri
tæknimenntunar. Segir að
flokkur þrjú komi ekki til
greina og að væri ekki talið
nauðsynlegt að í starfið veldist
maður með æðri tæknimenntun
og væru ýmsir umsækjendur í
öðrum flokki mjög frambæri-
legir. í fyrsta flokki segir í um-
sögninni, að þrír af fjórum
komi til greina og segir svo í
niðurlagsorðum Rúnars: „Eg
tel, að ef litið er til framtíðar-
innar væri hag slökkviliðsins
og borgarinnar vel borgið ef
Hrólfur Jónsson yrði ráðinn í
starf varaslökkviliðsstjóra."
Fyrsta lýsissendingin til Póllands
KÖSrri'DAGINN 8. janúar kom fyrsta
sonding frá Kauða krossi íslands til
Gdynia en það eru um 15,4 tonn af
þorskalýsi. lyetta er fyrsta sending
hjálpargagna frá íslandi sem berst til
Fóllands. Önnur lýsissending Kauda
krossins er væntanleg til Póllands síd-
ar í þessum mánuði.
Auk Rauða kross íslands hafa
Rauða kross-samtök í 25 löndurri
heitið aðstoð sinni og talið er að
fjárframlög, matvæli, fatnaður og
lyf, sem send hafa verið til Póllands
eða eru á leiðinni, séu 26,5 millj. kr.
virði.
Fimm manna sendinefnd frá Al-
þjóða Rauða krossinum er nú í
Varsjá pólska Rauða krossinum til
Útför Stefáns Sigurðs-
sonar á Geirastöðum
Mývatnssveit, 11. janúar.
írTFÖR Stefáns Sigurðssonar, bónda
á Geirastöðum, var gerð frá Skútu-
staðakirkju sl. þriðjudag. Stefán var
búinn að dvelja á sjúkrahúsinu á
Húsavík allmörg ár og þar andaðist
hann 25. desember.
Stefán fæddist 27. mars 1928.
Kona hans, Kristbjörg Jónsdóttir,
fæddist 9. mars 1896. Er hún látin
fyrir alllöngu. Þau eignuðust 6 börn,
sem öll eru á lífi. Kristján.
„Heimilis-
bókhald“ frá
Pennanum
PENNINN hefur gefið út bók sem
ætluð er til að færa í bókhald heimilis-
ins.
í frétt frá Pennanum segir m.a.:
„Á þessum síðustu og verstu tímum
kvarta allir undan háum vöxtum,
flóknum lánskjörum, skuldabyrði,
dýrtíð og verðbólgu. Sagt er að
heimilin séu að sligast undan efna-
hagsáhyggjum.
En hvernig geta heimilin brugðist
við þessum vanda fram að næstu
kosningum? Með endurskipulagn-
ingu, eftirliti og aðhaldi. Þess vegna
var „heimilisbókhaldið" hannað.
„Heimilisbókhaldið" auðveldar
heimilunum að búa sig undir að
mæta stóru afborgununum, skött-
um, fasteignagjöldum og heimilis-
útgjöldum. „Heimilisbókhaldið"
gerir heimilunum kleift að gera
skipulegar greiðsluáætlanir, skrá
útgjöldin skipulegar niður og fylgj-
ast með skuldum og vöxtum."
aðstoðar við hjálparstarfið og átti
fund 4. janúar með fulltrúum 41
hinna 49 pólsku Rauða kross-deilda.
Þar kom m.a. fram að hjálparstarfið
hefur gengið greiðlega þótt eldsneyti
í landinu sé af skornum skammti og
samgöngur því tregar.
Lestunar-
áætlun
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands
á næstunni sem hér
SINE:
Fordæmir ástand-
ið í Póllandi
MORGIINBLAÐINU hefur borizt eft-
irfarandi fréttatilkynning frá SÍNE:
Jólafundur SÍNE var haldinn í
Árnagarði hinn 28. des. síðastliðinn.
Á fundinum var samþykkt eftirfar-
andi ályktun:
Fundur haldinn í SÍNE, Sam-
bandi íslenskra námsmanna erlend-
is, 28.12.’81 mótmælir harðlega her-
lögum þeim er pólska ríkisstjórnin
setti hinn 13. des. síðastliðinn.
Fundurinn krefst þess að herlögin
verði þegar afnumin, að Eining
verði viðurkennd sem lögmætt félag
verkafólks og vinnandi alþýðu, að
pólskir fangar, félagar Einingar og
þeirra stuðningsmenn, verði leystir
úr varðhaldi. Ennfremur fordæmir
fundurinn harðlega manndráp þau
er þegar hafa verið framin á með-
limum Einingar og þeirra stuðn-
ingsmönnum.
Fundurinn hvetur pólsk stjórn-
völd til að hafna afskiptum sovéskra
yfirvalda af innanríkismálum í Pól-
landi.
GENERAL^pELECTRIC
KENWOOD
HEIMILISTÆKI
A GAMLA VERÐINU
Kenwood Mini
Verð kr. 565.-
Kenwood Chefette
Verð kr. 1.182.-
GE. Hrærivél
Verð kr. 1.036.-
KENWOOD
Chef hrærivél Kr.
Major hrærivél Kr.
Strauvél Kr.
Djúpsteikingarpottur Kr.
Grænmetis og ávaxtakvörn Kr.
Rafhlöðuþeytari Kr.
Gufugleypir Kr.
WICO
Kaffivél Kr. 800.
Kaffivél Kr. 921.
Eggjasjöðari Kr. 317.
3.250.
5.030.
3.086.
1.862.
399.
123.
2.895.
GENERAL ELECTRIC
Kæliskápur 487 1. Kr.
Kæliskápur 589 I. Kr.
Kæliskápur 586 I. Kr.
Kæliskápur 555 1. Kr.
Straujárn Kr.
Gufustraujárn Kr.
Dósahnífur Kr.
Rafmagnskjöthnífur Kr.
Brauðrist Kr.
Gærnmetis og kjötkvörn Kr.
Tölvuvog Kr.
14.500.-
15.200.-
20.550.-
21.120.-
353.-
444.-
436.-
484.-
512,-
1.177.-
469.-
HF
I Laugavegi 170-172 Símar 21240 -11687
segir:
GOOLE:
Arnarfell .. 14/01
Arnarfell .. 25/01
Arnarfell .. 8/02
Arnarfell .. 22/02
ROTTERDAM:
Arnarfell .. 27/01
Arnarfell .. 10/02
Arnarfell .. 24/02
ANTWERPEN:
Arnarfell ... 28/01
Arnarfell ... 11/02
Arnarfell ... 25/02
HAMBORG:
Helgafell ... 25/01
Helgafell ... 12/02
Helgafell ... 02/03
LARVIK:
Hvassafell ... 18/01
Hvassafell ... 1/02
Hvassafell ... 15/02
Hvassafell ... 1/03
GAUTABORG:
Hvassafell ... 19/01
Hvassafell ... 2/02
Hvassafell ... 16/02
Hvassafell ... 2/03
KAUPMANNAHÖFN:
Hvassafell ... 20/01
Hvassafell ... 3/02
Hvassafell ... 17/02
Hvassafell ... 3/03
SVENDBORG:
Hvassafell ... 21/01
Helgafell .... 26/01
Hvassafell ... 4/02
Helgafell .... 13/02
Hvassafell .... 18/02
Dísarfell .... 24/02
HELSINKI/HANGÖ:
Dísarfell .... 5/02
Disarfell .... 10/03
GLOUCESTER, MASS.:
Skaftafell .......: 8/02
Skaftafell .......... 9/03
HALIFAX, KANADA:
Skaftafell ......... 10/02
Skaftafell ......... 12/03
m.
SKIPADEILD "
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavík
Sími 28200 Telex 2101
JÞ
<*