Morgunblaðið - 13.01.1982, Page 16

Morgunblaðið - 13.01.1982, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1982 ftJnfpJl Útgefandi nMafrib hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Askrift- argjald 100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 6 kr. eintakiö. Vísitölu- skerðingin Hafífræðin(íar munu almennt þeirrar skoðunar, að ráðið gegn verðbólgu sé að rjúfa vítahring veðrbólguhjólsins. í því felst, að 'setja fleyg í kerfið og skera einhvers staðar á það. Menn eru til dæmis sammála um, að tvær meginástæður liggi því til grundvallar, að heldur dró úr hraða verðbólgunnar á síðasta ári, 7% vísitölu- skerðing Iauna 1. mars síðastliðinn og hækkun dollarans, sem minnkaði þörfina á að fella gengi íslensku krónunnar. Samhliða því að ákveðið var að skerða vísitölubætur á laun í efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar frá 31. desember 1980, var tekin upp sú stefna að festa gengi íslensku krónunnar. Nú er ljóst, að innan ríkisstjórnar- innar eru ekki uppi nein áform um að festa gengið, þvert á móti er bæði rætt um „stórt gengissig í einu stökki" og síðan samfellt sig krónunnar. Á vettvangi ríkisstjórnarinnar er, eins og fyrir rúmu ári, verið að ræða um skerðingu vísitölubóta á laun. Eigi að nást árangur í viðureigninni við verðbólguna, sem er markmið ríkisstjórnarinnar, þarf vísitöluskerðingin í ár að vera mun meiri en 1981. Eins og Morgunblaðið sagði frá í frétt í gær, hafa framsóknar- menn gert tiilögu um það innan ríkisstjórnarinnar, að skertar verði vísitölubætur á laun. Þetta kemur ekki á óvart, því að undanfarna mánuði hafa framsóknarmenn hvað eftir annað haldið því á loft, að telja verði niður launin eins og annað, má þar sérstaklega nefna yfirlýsingar Tómasar Árnasonar, en hann naut sín til dæmis vel í desember, á meðan Steingrímur Hermannsson dvaldist tvær vikur í útlöndum. Fyrir jólin tóku alþýðubandalagsmenn því afar illa, þegar framsóknarmenn létu í ljós nauðsyn launaskerðingar til að vinna á verðbólgunni. Síðan hafa farið fram miklar umræður um efna- hagsmál innan ríkisstjórnarinnar og ráðherrar gefið til kynna, að þeir séu tilbúnir með samræmdar aðgerðir, um leið og sjómenn og útgerðarmenn hafi samið um kaup og kjör. Sé yfirleitt nokkuð að marka yfirlýsingar ráðherra um samlyndið innan ríkisstjórnarinnar, verður að túlka fastheldni framsóknar- manna á vísitöluskerðinguna sem staðfestingu á því, að alþýðubandalagsmenn hafi enn og aftur failist á það úrræði. Miðað við stóru orðin, sem forvígismenn Alþýðubandalagsins nota, þegar þeir í orði lýsa fyrirlitningu á vísitöluskerðingu, hljóta þeir að hafa fengið talsvert fyrir sinn snúð í ríkisstjórninni fyrir að fallast á þetta baráttumál framsóknarmanna. Eitt af skilyrðunum fyrir sam- þykktinni hefur vafalaust verið það, að framsóknarmenn játuðu ekki opinberlega á þessu stigi, að vísitöluskerðing stæði fyrir dyrum, enda sjá menn hér í blaðinu í gær, hve illa Steingrímur Hermannsson bregst við, þegar hann er um þetta spurður. Nú er það svo, að aðilar að ríkisstjórninni eru þrír. Lítið virðist fara fyrir sjálfstæðismönnunum þar, meðal annars sjálfum forsæt- isráðherra, en að öðru jöfnu heyra efnahagsmál undir þann ráð- herra. Hvaða úrræði telja forsætisráðherra og fylgismenn hans heppilegust í efnahagsmálum þjóðarinnar? Vonandi bregðast þeir ekki illa við, þótt um það sé spurt. Samstaða Vesturlanda Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsríkjanna komu saman til fundar á mánudaginn til að ráða ráðum sínum um afstöðuna til Póllands. Á því hefur verið alið, að árekstrar séu á milli vest- rænna ríkja um, hvernig bregðast skuli við því, að herlög voru sett í Póllandi. Eins og Morgunblaðið hefur áður bent á, er ekki rétt að tala um árekstra í þessu samhengi, Vesturlönd fylgja samhliða stefnu. Á ráðherrafundinum á mánudaginn ríkti samstaða um markmið þess- arar stefnu og meiri einhugur um leiðir að markmiðinu, en jafnvel ráðherrarnir, sem fundinn sátu, áttu von á, áður en hann hófst. Samþykkt var ályktun í 16 atriðum, þar sem í senn er fordæmt framferði pólsku herstjórnarinnar og þáttur Sovétmanna við setn- ingu herlaganna. Einnig urðu ráðherrarnir sammála um gagnráð- stafanir af sinni hálfu. Vart er við því að búast, að ályktanir ráðherr- anna hafi í för með sér snöggar breytingar til hins betra í Póllandi, hitt er ljóst, að með samræmdum aðgerðum verður af vestrænni hálfu brugðist við framvindu mála þar. Engin skýring hefur verið gefin á því, hvers vegna utanríkisráð- herra Islands lét hjá líða að sækja þennan fund. Erfiðleikar innan Framsóknarflokksins og ríkisstjórnarinnar ráða þar vafalaust mestu. F’astafulltrúi íslands hjá Atlantshafsbandalaginu sat fund- inn og niðurstöður hans ná til íslensku ríkisstjórnarinnar eins og annarra. Verður sérstaklega fróðlegt að fylgjast með því, hvort ís- lensk stjórnvöld komast að þeirri niðurstöðu eftir athugun sam- kvæmt ályktuninni, að hefta ferðafrelsi sóvéskra og pólskra sendi- ráðsmanna, draga úr vísindalegum og tæknilegum samskiptum við Sovétríkin og takmarka afnot sovéskra skipa af íslenskum höfnum og innflutning frá Sovétríkjunum. Áhrif sjómanna- verkfallsins á rekstur bæjar- félaganna Morgunblaðið hafdi samband við á annan tug bæjar og sveitarstjórnarmanna í kaupstöðum á landinu og innti þá eftir hver áhrif verkfall sjómanna hafi haft á rekstur bæjarfélag- anna og muni koma til með að hafa, dragist sjómannaverkfall- ið á langinn. Fara viðtölin hér á eftir. Grundarfjörður: „Má búast við greiðsluerfiðleikum þótt úr þessu greiðist strax“ „Eg sé fram á þó nokkurt vandamál í sambandi við innheimtu gjalda. Fyrsti gjalddagi fasteignagjalda er núna á föstudaginn og jafnframt fyrsta útsvarsgreiðsla og ég óttast að þá verði þröngt í búi hjá mörgum hér í bæ. Jafnvel þótt úr þessi greiðist strax má búast við greiðsluerfiðleikum hjá fólki. Þetta er mikið áhyggjuefni, því það er jú ekki hægt að loka skólum eða draga úr starfsemi á vegum sveitarfé- lagsins á annan slíkan hátt,“ sagði Guðmundur Osvaldsson, sveitarstjóri á Grundarfirði er Mbl. hafði samband við hann í gær. Sagði Guðmundur að þar hefðu 108 manns verið skráðir at- vinnulausir sl. mánudag og að þar lægju nú allir bátar og tveir togarar við bryggju. „Það má segja að hér sé allt stein- dautt, hvað varðar atvinnulíf. Þetta er sérlega slæmt hér hjá okkur, því Grundarfjörður er alger útgerðarbær og hér er engin önnur vinna," sagði Guðmundur að lokum. Grindavík: Atvinnulaust fólk á erfitt med ad borga „Það er kannski ekki ennþá farið að hafa mikil áhrif á rekstur bæjarfé- lagsins, sjómannaverkfallið, en ef teygist mikið úr því, kemur það til með að hafa alvarleg áhrif, því það stoppa allar greiðslur til bæjarfélags- ins ef illa árar hjá atvinnufyrirtækj- unurn." Þetta sagði Eiríkur Alexand- ersson, bæjarstjóri í Grindavík, í sam- tali við Mbl. 15. janúar er fyrsti gjalddagi fast- eignagjalda og það er vísast að sjó- mannaverkfallið hafi áhrif á greiðslur þeirra gjalda. Fólk, sem hefur ekki at- vinnu, á vissulega erfitt með að borga. Sagði Eiríkur að tekjumissir fólksins og fyrirtækjanna kæmi til með að hafa áhrif á innheimtu bæjarfélagsins seinna meir. Einnig er það mikil óheillaþróun fyrir atvinnugreinarnar á staðnum ef þær fara ekki að fara í gang. Og vissulega skerðast tekjur bæjarfélagsins ef tekjur fólksins skerðast og því meira sem líður á verkfallið. 56 manns eru skráðir á atvinnuleys- isskrá í Grindavík og flestir þeirra konur, en öll starfsemi sem snýr að sjávarútveginum er gersamlega stopp. Neskaupstaður: „Sjáum f næstu viku hve mikil áhrif þetta hefur“ „Ég reikna með að við munum sjá það í næstu viku, hvort og þá hve mikil áhrif þetta ástand hefur á innheimtu gjalda, en fyrsti gjalddagi fasteigna- gjalda er 15. janúar," sagði Logi Krist- jánsson, bæjarstjóri á Neskaupstað, í ssmtali við Mbl. í gær. Sagði Logi að enn hefði stöðvun fiskiskipaflotans ekki haft veruleg áhrif á atvinnulíf á Neskaupstað og hefði starfsfólki frystihússins ekki borist uppsagnar- bréf fyrr en í gær, en nú væru þar 29 manns á atvinnuleysisskrá, 27 konur úr frystihúsinu og tveir bílstjórar. „Ríflega helmingur vinnandi fólks hér hefur unnið beint við sjávarútveg og þar að auki eru mörg þjónustufyr- irtæki nátengd útgerðinni og fisk- vinnslunni, svo það má segja að hér byggist mest allt á sjávarútveginum. Ef skipin komast ekki út í þessari viku verður næsta vika eflaust mörgum erfið." ísafjörður: „Viðbúið að erfitt verði að innheimta fasteignagjöldin“ „Það leiðir af sjálfu sér að eftir jólin hefur fólk meiri þörf fyrir peninga, en á flestum öðrum tímum, en það fær enga peninga ef það hefur enga vinnu. Við erum um þessar mundir að leggja á fasteignagjöld og það er viðbúið að það geti orðið erfitt að ná þeim inn með þessu áframhaldi,“ sagði Magnús Reynir Guðmundsson, bæjarritari á ísafirði, í samtali við Mbl. í gær. Haraldur L. Haraldsson, bæjar- stjóri, tjáði Mbl. að á Isafirði hefðu alls 337 manns skráð sig atvinnulausa. Sagði Haraldur að þar af væru 78 sjó- menn, 76 verkamenn, 173 verkakonur, 9 bílstjórar og 1 verslunarmaður. „Öll fiskvinnsla liggur niðri og í dag hefur verið stanslaus straumur af fólki að láta skrá sig atvinnulaust. Þó má segja að hér snúist hjólin enn, en ef þetta ástand helst eitthvað fram í næstu viku, held ég að sá snúningur fari að gerast hægur. Þetta fer að koma illilega við pyngju fólksins," sagði Haraldur að lokum. Akureyri: „Aðaltekjuskerðing bæjarins kemur f ljós á næsta ári“ „Það má náttúrulega búast við því að öll innheimta verði erfiðari, sér- staklega ef núverandi ástand verður eitthvað viðvarandi, en aðaltekju- skerðing bæjarfélagsins af völdum þessa kemur þó ekki í ljós fyrr en á næsta ári, þegar útsvar verður lagt á tekjur fólks á þessu ári,“ sagði Helgi Bergs, bæjarstjóri á Akureyri í sam- tali við Mbl. í gær. Sagði Helgi að þar í bæ væru nú 250—300 manns á at- vinnuleysisskrá, en þó mætti segja að bæjarlífið héldi ennþá nokkurn veginn eins og venjulega. „Þótt sjávarútvegur sé ekki eina atvinnugreinin hér í bæ, er hann afskaplega þýðingarmikill fyrir okkur, enda er hér til dæmis rek- ið eitthvert stærsta frystihús á land- inu.“ Þannig er umhorfs í höfnum landsim viku. Afleiðingar eru miklar í þjóðfélagi um land allt. Myndin er tekin á Höfn f Akranes: „Það munar um hvern daginn“ „Það hefur að sjálfsögðu sín áhrif á rekstur bæjarfélagsins þegar á þriðja hundrað manns verður atvinnulaust," sagði Magnús Oddsson, bæjarstjóri á Akranesi, í samtali við Mbl. Það eru margar fjölskyldurnar sem verða fyrir barðinu á verkfallinu. Öll innheimta opinberra gjalda á eflaust eftir að ganga erfiðar fyrir sig en vanalega og framkvæmdir á vegum þess opinbera eiga sennilega eftir að dragast eitt- hvað saman verði ekki samið fljótlega. Þetta er þó daufasti tíminn í öllum útiframkvæmdum. Fólk verður einnig einhvern tíma að koma á nýjum jöfnuði á sitt heimilis- hald og sín útgjöld og kemur dráttur þessa verkfalls eflaust illa niður á fólki sem hefur ekki úr miklu að spila. Það munar um hvern daginn og auð- vitað kemur það fyrst niður á fólkinu sjálfu en það er fljótt að smita út frá sér. Ég hef þungar áhyggjur af þessu ástandi og læt í Ijós þá von að þetta verkfall leysist sem fyrst öllpm til far- sældar. Seydisfjörður: „Hefur geysileg áhrif á rekstur bæj- arfélagsins þegar líður á mánuðinn“ „Það er ljóst, að verkfall sjómanna mun koma til með að hafa geysilega mikil áhrif á rekstur bæjarfélagsins, þegar lengra líður á mánuðinn," sagði Jónas Hallgrímsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, í samtali við Morgunblað- ið. Jónas sagði, að innheimta fast- eignagjalda hæfist 15. janúar og 1. febrúar yrði gjalddagi útsvars og að- stöðugjalda og sagði hann, að þar sem fólk væri atvinnulaust þyrfti varla að taka það fram, að það væri ekki að hlaupa með budduna sína og borga. „Hér byggist allt á sjósókn,“ sagði Jónas, „og vinnslu sjávarafurða og ef blessað fólkið hefur ekki atvinnu, þá verður djúpt í budduna hjá því. Astandið verður orðið mjög alvarlegt þegar líður á mánuðinn og fólk sem hefur mikla skuldabagga á herðunum mun vissulega eiga erfitt með að borga sitt. Það gengur ekkert hér á landi nema með mikilli vinnu eins og allir vita,“ sagði Jónas. Öll vinna landverkafólks liggur nú niðri á Seyðisfirði nema hjá þeim sem vinna að frágangi fullunninnar vöru, en um 50 manns hafa skráð sig at- vinnulausa. Höfn í Hornafirði: „Lftil hreyfing í innheimtu að undanförnu“ „Við höfum enn ekki orðið varir við erfiðleika á innheimtu gjalda til sveit- arfélagsins, enda er janúar frír mán-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.