Morgunblaðið - 13.01.1982, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1982
17
• ^
3, fjöldi skipa bundinn við bryggju. Sjómannaverkfall hefur nú staðið hátt í þriðju
inu, t.d. hefur gengisskráning ekki farið fram síðan á árinu 1981 og atvinnuleysi er
Hornafirði.
uður hvað þetta áhrærir og ekkert
innheimt nema eftirstöðvar, en það
hefur vissulega verið lítil hreyfing á
innheimtu þeirra. Ef þetta ástand
helst hins vegar fram í febrúar, má
búast við að áhrifin verði veruleg,"
sagði Sigurður Hjaltason sveitarstjóri
á Höfn í Hornafirði er Mbl. hafði sam-
band við hann í gær. Sagði hann að
síðdegis í gær hefðu 36 verið búnir að
skrá sig atvinnulausa í bænum. „Hér
hefur aldrei nokkur maður verið at-
vinnulaus áður og maður hefði ekki
spáð því. Hér hefur þvert á móti jafn-
an vantað fólk til starfa. í gær var
hins vegar 70 eða 80 manns sagt upp
störfum í fiskvinnslunni."
Siglufjörður:
„Hefur óheilla-
vænleg áhrif á
bæjarfélagið“
„Ef verkfallið stendur lengi yfir get-
ur það haft óheillavænleg áhrif á bæj-
arfélagið ekki síður en önnur fyrir-
tæki,“ sagði Ingimundur Einarsson,
bæjarstjóri á Siglufirði, í samtali við
Mbl. „Þessa dagana erum við að leggja
á fasteignagjöldin og það má segja að
hér sé dauft um að litast og hefur
verið síðan verkfallið hófst.
Menn eru hræddir um að innheimta
verði ekki eins góð og verið hefur og
það gerir peningaleysi fólks en þess er
sem betur fer ekki enn farið að gæta.
Það kemur fljótt í ljós hvort svo verð-
ur eftir álagningu fasteignagjalda.
Komi verkfallið til með að standa
mikið lengur lamar það allt bæjarlífið
og bæjarfélagið með.“
Ólafsvík:
„Þar sem 90% bæj-
arbúa vinna í fiski
hlýtur það að hafa
áhrif á rekstur bæj-
arfélagsins“
„Standi verkfallið lengur en orðið er
hefur það mikil áhrif á alla innheimtu
bæjarfélagsins og samskipti fólks við
það,“ sagði Jóhannes Pétursson, sveit-
arstjóri á Ólafsvík, í samtali við Mbl.
„Allar framkvæmdir á vegum bæjar-
félagsins munu sennilega koma til
með að leggjast niður ef verkfallið
verður mjög langvarandi því í bæ eins
og Ólafsvík þar sem 80 til 90 prósent
fólks vinnur við fiskinn og missir at-
vinnu sína hefur það áhrif á alla þætti
bæjarlífsins.
Framkvæmdir hjá einstaklingum
htjóta einnig að dragast saman vegna
fjárskorts og tekjur bæjarfélagsins
minnka ef fólk hefur ekki atvinnu.
Verkfallið er farið að hafa þau áhrif
nú þegar að ekkert innheimtist og hef-
ur ekki gert það sem af er janúarmán-
uði. Þó er það kannski verst af öllu að
sjá hér fullorðna menn labba um göt-
urnar með hendur í vösum og hafa
ekkert að gera. Sjómannaverkfallið
hefur ekki síður áhrif á fólk en fyrir-
tæki,“ sagði Jóhannes Pétursson í lok-
in.
Patreksfjörður:
„Gerum ráð fyrir
tapi vegna tekju-
missis fólks“
„Verkfallið er þegar farið að hafa
bein áhrif á rekstur sveitarfélagsins
því það berast til dæmis enginn afla-
gjöld frá höfninni, sem annars hefði
verið, ef afli kæmi á land,“ sagði Úlfar
Thoroddsen sveitarstjóri á Patreks-
firði í samtali við Mbl.
„Samhliða þessu og öðru verður að
gera ráð fyrir hugsanlegu útsvarstapi
vegna þeirra tekna sem ekki er aflað í
verkfallinu. Það er erfitt að gefa það
upp í tölum, hugsanlegt tap. Hér eru 53
á atvinnuleysisskrá og þá má segja að
bæjarfélagið hafi misst þær útsvars-
tekjur sem þetta fólk hefði aflað, hefði
það haft vinnu.
Þá má líka gera ráð fyrir einhverj-
um greiðsluerfiðleikum á fasteigna-
gjaldi og eflaust verður það greitt
seinna en áður. Ef verkfall sjómanna
dregst mjög á langinn hefur fólk úr
minna að moða og peningarnir ganga
allir í brýnustu nauðsynjar og síðan
verður farið að borga skuldir".
Húsavík:
„Hefur f för með sér
minnkandi tekjur
bæjarfélagsins“ -
„Áhrifa verkfallsins á rekstur bæj-
arfélagsins er ekki enn farið að gæta í
stórum stíl, en það segir fljótt til sín ef
það dregst á langinn," sagði Bjarni
Aðalgeirsson bæjarstjóri á Húsavík í
samtali við Mbl. „Við höfum misst
góðan tíma hér á Húsavík sem venju-
lega nýtist mjög vel til veiða.
Og þó verkfallið leysist einhvern
næstu daga, þá þarf að ræsa bátaflot-
ann og það tekur uppundir viku tíu
daga að koma fiski á land. Helstu
áhrifin eru minnkandi tekjur bæjarfé-
lagsins enda er það ekki nema von
þegar um 40 prósent af atvinnunni
sem fæst í bænum eru nátengd sjón-
um.“
Keflavík:
„Ef ástandið helst,
kemur það niður á
innheimtunni“
„Enn sem komið er hefur ástandið
ekki haft nein áhrif á innheimtu
gjalda til bæjarfélagsins, enda er
janúar steindauður mánuður í inn-
heimtu. Fyrsti gjalddagi er að vísu nú
fimmtánda janúar, en dráttarvextir
eru ekki reiknaðir fyrr en frá 15.
febrúar. Ef þetta núverandi ástand
helst hins vegar eitthvað, þá mun það
að sjálfsögðu koma niður á innheimtu
gjalda," sagði Steinþór Júlíusson, bæj-
arstjóri í Keflavík í samtali við Mbl. í
gær. Sagði Steindór að hann byggist
þó ekki við að stöðvun flotans hefði
merkjanleg áhrif á innheimtuna,
nema ástandið héldist fram í febrúar.
Matthías Bjarnason alþingismaður:
„Fyrsta skilyrðið til að
lækna meinsemdina er
að viðurkenna hanau
„ÞAÐ ER sjáanlegt að sú stjórn-
arstefna, sem hér var viðhöfð á
síðastliðnu ári, hefur beðið algjört
skipbrot, eins og raunar flestir
sjáandi menn vissu fyrir,“ sagði
Matthías Bjarnason, alþingismað-
ur og fyrrverandi sjávarútvegsráð-
herra, þegar Morgunblaðið ræddi
við hann.
„Þegar talað er um að verð-
bólgan hafi verið frá ársbyrjun
til ársloka í kringum 40%, þá er
sá útreikningur fenginn með því
að liggja á hækkunarbeiðnum
sem síðan leiðir til tjóns og má
þar nefna Hitaveitu Reykjavík-
ur og Landsvirkjun. Fleiri fyrir-
tæki eru rekin með stórhalla og
svo er einnig með flestar stofn-
anir ríkisins sem tilheyra hin-
um svokallaða B-hluta fjárlaga.
En hallinn hefur orðið mestur
hjá útflutningsatvinnuvegun-
um, eins og eðlilegt er, þegar
tilkostnaður við framleiðslu
hefur hækkað um 50—60% á
árinu, en tekjurnar aðeins um
20—30%. Arangur alls þessa er
hörmuleg staða útflutningsat-
vinnuveganna, einkum í sjávar-
útvegi og sömuleiðis er staða
samkeppnisiðnaðarins á engan
hátt betri.
Til þess að koma í veg fyrir
atvinnuleysi hafa verið tekin
stórfelldari lán erlendis en
nokkru sinni. Mörg fyrirtæki
standa ekki í stykkinu í sam-
keppni við innflutning eins og
dæmin sanna og má þar nefna
húsgagnaiðnaðinn. Allt þetta
hefur leitt til þess, að nú er
stíflan að bresta og margir þeir,
sem áður voru stuðningsmenn
þessarar ríkisstjórnar, er nú
situr, hafa þegar tekið til fót-
anna, því þeir hafa séð í hvert
óefni er komið.
Hins vegar er það svo, að um
miðjan desember síðastliðinn
virtist forsætisráðherra ekki
sjá hvert stefndi samanber
ræðu þá, sem hann flutti á Al-
þingi þann 16. desember. Þar
staðhæfði hann að útgerðin í
heild stæði betur nú en síðast-
liðin 10 ár. — Tölur þær sem nú
liggja fyrir, bæði hvað snertir
útgerð og fiskvinnslu, sýna þó
allt annað eins og komið hefur
fram opinberlega nú síðustu
daga.
— Hvað viltu segja um
samningamál sjómanna og fisk-
verðshækkun?
„Mér finnst margt hafa farið
í þann veg, að erfiðara er að ná
saman endum, en þurft hefði að
vera og á það bæði við fiskverð
og samningana.
Ef við lítum á breytingu fisk-
verðs annars vegar og allra
kauptaxta hins vegar á tímabil-
inu 1974 til ársloka 1981, þá
kemur í ljós að vísitala fisk-
verðshækkunar hefur hækkað
úr 100 stigum í 1080 (hér er átt
við botnfiskafla) og er miðað við
hreinan verðþáttarsamanburð,
aflabrögðin koma ekkert hér
inn í. Kauptaxtavísitala allra
launþega annarra en sjómanna
hefur hins vegar hækkað úr 100
stigum í 1432 á þessu tímabili.
Ef við berum saman fiskverð
og kauptaxta kemur í ljós, að
fiskverð hækkaði meira en
kauptaxtar á fyrstu árum þessa
tímabils (1974—1981) og árið
1976 var fiskverðsvísitalan 111
Gengisfellingin
adeins stadreynd
á því sem þegar
er orðið
stig. Svo gerist það árið 1978,
eftir áhrif fiskverðsbreytingar
vinstri stjórnarinnar að vísitala
fiskverðs fór niður í 92 stig og
hefur oftast síðan verið að
lækka. Um síðastliðin áramót
var vísitala fiskverðs 75,5 stig
og hefur því lækkað um 35,5 stig
miðað við vísitölu kauptaxta á
undanförnum 5 árum. Ég skil
því mjög vel óánægju sjó-
mannasamtakanna, en jafn-
framt er mér ljóst að staða út-
gerðarinnar hefur breyst til
hins verra og staða stærstu
greinar fiskvinnslunnar, fryst-
ingarinnar, hefur farið sífellt
versnandi og þá ekki síst vegna
rangrar og óhyggilegrar stjórn-
arstefnu.
— Hvað er til bóta, gengis-
lækkun?
„Gengislækkun er engin alls-
herjarlausn á efnahagsvandan-
um og það eru aðgerðir sem
enginn óskar eftir. En þegar
verðbólgan er svo miklu meiri
hér en í okkar viðskiptalöndum,
þá fellur gengi krónunnar og
því ber mönnum að hlíta stað-
reyndum á hverjum tíma. Fisk-
urinn í sjónum, í skipunum, í
vinnslunni og á leið á erlenda
markaði er fyrst og fremst
gullforði þessarar þjóðar og
þegar kostnaður við öflun hans
og verkun er miklu meiri en
verðið í erlendum gjaldeyri, þá
rýrnar verðgildi hans fyrir
okkur."
— Er ekki eitthvað annað til
bóta en gengisfelling?
„Gengisfellingin er aðeins
staðfesting á því sem þegar er
orðið. Fyrsta skilyrðið til þess
að lækka meinsemd efnahags-
lífsins er að viðurkenna að
meinsemdin sé fyrir hendi og
segja þjóðinni satt um hvernig
ástand og horfur eru.
Víxlhækkanir kaupgjalds og
verðlags er vítahringur sem
heldur áfram, ef ekki verður
höggvið á þennan hnút. Það
verður fyrst og fremst gert með
því að draga úr umsvifum hins
opinbera, lækka skattheimtu og
tollaálögur. Ráðstafanir sem
þessar draga úr verðbólgu og
með þeim er ráðstöfunarfé ein-
staklingsins og fyrirtækja auk-
ið. Um leið dregur úr þeirri
miklu spennu hér hjá fólki. Það
er kapphlaupið um að hafa sí-
fellt fleiri krónur á milli hand-
anna. Þeir sem hafa lægstu
launin hafa ávallt farið verst út
úr verðbólgunni og því verður
að draga úr henni. Ekki með
falsaðgerðum, heldur með
hreinum aðgerðum, sem koma
að gagni.
Það má líka benda á að við
getum dregið mikið úr innflutn-
ingi til þess að minnka skulda-
söfnunina erlendis. Til dæmis
er algjör óþarfi að flytja inn
skip í bili, svo eitthvað sé
nefnt."
— Eiga ekki áhrif sjómanna-
verkfallsins og vandamálið með
fiskverðshækkunina eftir að
hafa víðtæk áhrif á hagi fólks,
og þá sérstaklega úti á landi?
„Vissulega hefur þessi vandi
áhrif á allar fiskveiðar — og
verkun alls staðar á landinu. I
raun skiptir ekki máli hvar fólk
er á landinu, ef það missir vinn-
una af þessum sökum. Áhrifin
eru eins. Hins vegar kemur
þetta misjafnlega niður á veið-
um bátanna. Á Vestfjörðum er
vertíð í fullum gangi hjá bátum
frá hausti til vors, en-við Faxa-
flóa og á Suðvesturlandi er
vetrarvertíð að öllu jöfnu ekki
hafin af fullum krafti á þessum
tíma.
Hlutfallsleg skipting mann-
afla á atvinnugreinina er mjög
misjöfn eftir því hvar á landinu
um er að ræða. í útreikningum
Framkvæmdastofnunar ríkisins
frá 1979 er talið að 14,3%
mannaflans vinni við fiskveiðar
og fiskvinnslu og er þá miðað
við slysatryggðar vinnuvikur.
Ef miðað er við kjördæmin
kemur yfirstandandi verkfall og
deila langminnst við þá, sem
búa í Reykjavík, en aðeins 3,1%
vinna við fiskveiðar og -vinnslu,
í Reykjaneskjördæmi vinna
17,3% íbúanna við fiskveiðar og
-vinnslu, en stóru bæirnir í
nágrenni Reykjavíkur draga
hlutfallið mjög niður, í Norður-
landskjördæmi eystra vinnur
18,6% mannafls við umrædd
störf, í Norðurlandskjördæmi
vestra 19,8%, í Suðurlands-
kjördæmi 22,1%, í Vesturlands-
kjördæmi 25,6%, í Austurlands-
kjördæmi 32,1% og í Vest-
fjarðakjördæmi vinnur 43,1%
mannafls við fiskveiðar og fisk-
vinnslu.
Það gefur því auga leið hvar
ríkjandi ástand kemur verst
niður, þegar á heildina er litið."
— Er samkomulag að nást í
yfirstandandi kjaradeilu?
„Ég hvorki get né vil spá
neinu um hvort yfirstandandi
kjaradeilu er að ljúka. Ég vona
aðeins að samkomulag sé í
augsýn og skipin fari til veiða
og vinnsla hefjist sem fyrst, því
ekki lifum við lengi á því, að
hafa þennan atvinnuveg óvirk-
an lengi.
— Þ.Ó.