Morgunblaðið - 13.01.1982, Side 25

Morgunblaðið - 13.01.1982, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1982 25 Fagnað nýju ári + Víða í útlöndum flykkist fólk á stræti út seint á gaml- árskvöld aðfagna nýja árinu og svo er á Englandi. Þessi mynd var tekin á Trafalgar- torginu í Lundúnum, þar sem lýðurinn klifraði uppá gosbrunn einn og hafði hátt, bíðandi þess að Big Ben- klukkan fræga hringdi gamla árið út. Borgaryfirvöld höfðu skrúfað fyrir vatnið í gos- brunninum, því þau vissu hvað var í aðsigi og fannst ekki hæfilegt að blessað fólk- iðfagnaði nýju ári holdvott félk f fréttum Helmut + Helmut Schmidt, kanslari Vestur-Þýskalands, dvaldi yfir ára- mótin í Bandaríkjunum og ræddi þá fyrst við Ronald Reagan, forseta, en brá sér svo í sólina á Flórída með konu sinni, Hannelore. Þar var þessi mynd tekin af Helmut, þar sem hann gantast við konu sína, en hann var þarna í sínu fínasta pússi af því hann var rétt í þann veginn að koma sér fyrir frammi fyrir sjónvarpsvélum að flytja ávarp til þjóðar sinnar í beinni útsend- ingu frá Flórída . .. Oliveira keppir aldrei meir + Joao Carlos de Oliveira, Brasilíumaður og heims- methafi í þrístökki frjálsra íþrótta, I iggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi í ('ampinas eftir bifreiðar slys. Hann er höfuðkúpu- brotinn, mjaðmagrindar- brotinn, skaddaður á lunga, illa brotinn á hægra fæti, kjálkabrotinn og með slæman heila- hristing. Það þykir því sýnt að Oliveira keppi aldrei framar í þrístökki. Hann setti heimsmetið á Pan America-leikunum 1975 og á síðasta ári sigr- aði hann í þrístökki á heimsleikunum í Róm ... Fimleikafélagið Björk Innritun í frúarleikfimi verður miövikudaginn 13. jan. milli kl. 18.00—19.30 í síma 51932. 1/2" borvélar fyrir tré og járn til afgreiðslu strax. G. Þorsteinsson og Johnson Ármúla 1, sími 8-55-33. Flugeldar 1982 Við viljum benda á aö við höfum söluumboð fyrir eftirtalin fyrirtæki: Standard Fireworks\xd - Engiand FEISTEl E^íl FEUERWERK V-Þýskaland • STJORNULJÓS ROKELDSPYTUR Þýska alþýðulýðveldid HANSSONS PYRO /i TEKNISKA A.B / v — Svíþjóð Flugeldaiðjan ÞÓRSMÖRK - ÍSLAND Þau félagasamtök sem selja flugelda og hafa áhuga á að versla við okkur fyrir næstu áramót þurfa að gera pant- anir fyrir 20. janúar nk. Pöntunarlistar eru fáanlegir á skrifstofu Landsambands hjálparsveita skáta og þar eru veittar allar nánari upplýsingar. Skrifstofan er opin milli klukkan 9—12 alla virka daga. IL>=IEI FLUGELDAR Hverfisgötu 49, Pósthólf 5126 125 Reykjavík. Sími: 91-26430.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.