Morgunblaðið - 19.03.1982, Blaðsíða 10
42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1982
HVAD ER AD GERAST UM HELGINA?
Nýstárleg sýning
í gróðurhúsi
Um þessa helgi verður opnuð nýstárleg
skreytingasýning í gróðurhúsi Blómavals,
þar sem unnið er úr fjölbreyttu úrvali alls
kyns þurrkaðra plöntuhluta: blóma, blaða
og jafnvel róta.
Hollenskur skreytingalistamaður, Berty
Mur, annast uppsetningu sýningarinnar og
vinnur skreytingarnar ásamt skreytinga-
fólki staðarins.
Sýningin verður opnuð á morgun, laug-
ardag 20. marz, og stendur til sunnudags,
28. marz.
21.00. Þetta er liður í hinni árlegu Jóhann-
esarvöku sem haldin er í tengslum við
árshátíð skólans.
Tónleikar í
Háskólabíói
Hljómsveit og lúðrasveit Tónmennta-
skóla Reykjavíkur ásamt unglingadeild
lúðrasveitarinnar Svansins halda tónleika
í Háskólabíói á morgun, laugardag 20.
mars, kl. 2 e.h.
Efnisskráin er fjölbreytt og er aðgangur
ókeypis og öllum heimill.
Listavaka
Árbæjarsafnaðar
Annað kvöld, laugardagskvöldið 20.
mars, efnir Fjáröflunarnefnd Árbæjar-
safnaðar til listavöku til ágóða fyrir vænt-
anlega kirkjubyggingu í Árbæjarsókn á
vori komanda. Verður listavakan haldin í
hátíöarsal Árbæjarskóla og hefst kl. 20.00,
húsið opnað kl. 19.30. Samkoman hefst
með ávarpi sóknarprestsins sr. Guðmund-
ar Þorsteinssonar. Þá mun Lúðrasveit
Árbæjar og Breiðholts leika undir stjórn
Ólafs L. Kristjánssonar. Skólakór Árbæj-
arskóla syngur undir stjórn Jóns Stefáns-
sonar og Áslaugar Bergsteinsdóttur. Ómar
Ragnarsson fréttamaður flytur skemmti-
þátt. Kristinn Hallsson syngur einsöng við
undirleik Krystyna Cortes, Kjartan Ragn-
arsson leikritaskáld les upp og Ketill Lar-
sen leikari skemmtir. Kynnir á samkom-
unni verður Bryndís Schram og annast
hún jafnframt köku- og bögglauppboð.
Málþing um notkun
kvikmynda í kennslu
Henrik Jul Hansen, ritstjóri danska
kvikmyndatímaritsins „Levende Billeder“,i
heldur fyrirlestur í Norræna húsinu á veg-
um dönsku félaganna föstudaginn 19.
mars kl. 20.30 og nefnist hann „Dansk
TV-underholdning í dag“.
Á morgun, laugardaginn 20. mars, stýrir
hann málþingi í Norræna húsinu á vegum
Félags dönskukennara um notkun kvik-
mynda í kennslu. Hefst það kl. 9 um morg-
uninn.
Sunnudaginn 21. mars kl. 16.00 heldur
Henrik Jul Hansen fyrirlestur í Norræna
húsinu og talar um danskar kvikmyndir í
dag.
Þursaflokkurinn
á heimavelli
Þursaflokkurinn leikur á sínum eigin
heimavelli í Menntaskólanum við Hamra-
hlíð mánudaginn 22. mars og kynnir hina
nýútkomnu plötu sína og verður hún einn-
ig seld árituð og með afslætti. Tónleikarn-
ir verða í hátíðarsal MH og hefjast kl.
Einsöngs-
og kórtónleikar
Ragnheiður Guðmundsdóttir og Kór
Tónlistarskólans í Njarðvík halda tónleika
í Ytri-Njarðvíkurkirkju á morgun, laug-
ardag 20. mars, kl. 16.00, i Samkomuhús-
inu Sandgerði sunnudag 21. mars kl. 14.00
og í Tónlistarskólanum Seltjarnarnesi
sunnudag kl. 17.30.
Á söngskránni er blandað efni, íslenskt
og erlent. Kórinn hefur verið virkur í vetur
og er meðal annars stefnt að öðrum tón-
leikum og söngferðalögum í vor. Á mynd-
inni má sjá stjórnanda Kórs Tónlistar-
skólans í Njarðvík, Gróu Hreinsdóttur, og
er hún jafnframt undirleikari á tónleikun-
um.
Leikfélag Reykjavíkur:
Þrjár sýningar
eftir á ROMMÍ
í kvöld, föstudagskvöld, er bandaríska
leikritið ROMMÍ á fjölunum í Iðnó, en nú
eru aðeins eftir 3 sýningar á verkinu. Þau
Gísli Halldórsson og Sigríður Hagalín
leika þar roskið fólk á elliheimili, sem
styttir sér stundir við að spila rommí og
kynnist þannig æ betur. Leikritið hefur
verið sýnt yfir 130 sinnum. Leikstjóri er
Jón Sigurbjörnsson.
Annað kvöld, laugardagskvöld, er 53.
sýning á JÓA Kjartans Ragnarssonar. Jó-
hann Sigurðarson fer með titilhlutverkið,
en með önnur stærstu hlutverk fara Sig-
urður Karlsson og Hanna María Karls-
dóttir.
í Austurbæjarbíói er miðnætursýning á
revíunni SKORNUM SKOMMTUM annað
kvöld, laugardagskvöld, og mun það næst-
síðasta sýning. Revían hefur nú verið sýnd
55 sinnum og hafa yfir 20 þúsund manns
séð sýninguna. Þeir Jón Hjartarson og
Þórarinn Eldjárn eru höfundar, en mikill
fjöldi söngva er í sýningunni, bæði ný og
gömul lög. í hlutverkunum eru flestir
helstu leikarar Leikfélagsins.
Á sunnudagskvöld er 17. sýning á
SÖLKU VÖLKU Halldórs Laxness og hef-
ur verið uppselt á allar sýningar til þessa.
í hlutverkum mæðgnanna Sölku og Sigur-
línu eru Guðrún Gísladóttir og Margrét
Helga Jóhannsdóttir. Leikstjóri er Stefán
Baldursson, leikmynd eftir Þórunni S.
Þorgrímsdóttur og tónlist samdi Áskell
Másson.
Textílsýning á
Akranesi
Sýning á vegum Textílfélagsins verður
opnuð sunnudaginn 21. marz kl. 15 i Fjöl-
brautaskólanum á Akranesi. Þær sem taka
þátt í þessari sýningu eru Auður Vé-
steinsdóttir, Hólmfríður Bjartmarsdóttir,
Guðrún Auðunsdóttir, Guðrún Gunnars-
dóttir og Sigrún Guðmundsdóttir.
Við opnun sýningarinnar mun skólakór
Fjölbrautaskólans syngja undir stjórn
Jensínu Waage og sjá um kaffiveitingar til
ágóða ferðasjóði kórsins, en kórinn mun
halda í sína fyrstu utanlandsferð til Nor-
egs í sumar.
Sýning Textílfélagsins er opin á skóla-
tíma, en laugardag og sunnudag frá kl.
16—20. Sýningunni lýkur sunnudaginn 28.
marz.
Háskólafyrirlestrar
Dr. Z.A. Pelczynski, kennari í stjórn-
málafræði í Oxford-háskóla, flytur tvo
opinbera fyrirlestra í boði heimspekideild-
ar Háskóla íslands nú um helgina. Fyrri
fyrirlesturinn fjallar um frelsishugtakið í
heimspeki Hegels og nefnist: „Freedom
and Community in Hegel’s Political Philo-
sophy“. Verður hann fluttur á morgun,
laugardag 20. mars, kl. 15.00 í stofu 101 í
Lögbergi. I siðari fyrirlestrinum fjallar dr.
Pelczynski um aðdragandann að setningu
herlaga í Póllandi. Nefnist hann: „What
went wrong in Poland?" og verður fluttur
á sunnudag, 21. mars, kl. 14.00 í hátíðasal
háskólans.
Dr. Pelczynski er af pólskum uppruna,
en hann hefur einkum fengist við þýska
hugmyndasögu og er vel þekktur fyrir rit-
gerðir um stjórnmálaheimspeki Hegels.
Fyrirlestrarnir verða fluttir á ensku.
Öllum er heimill aðgangur.
„Skýin“ frumsýnd
á Akureyri
Sunnudaginn 21. mars kl. 20.30 frum-
sýnir LMA gamanleikinn „Skýin" eftir Ar-
istofanes í Samkomuhúsinu á Akureyri.
Þetta er í fyrsta sinn sem þetta verk er
sýnt á Íslandi, þó rúm 2000 ár séu liðin
síðan Grikkinn samdi það.
Karl Guðmundsson leikari er þýðandi,
en hann hefur m.a. þýtt „Don Kíkóte" og
„Sköllóttu söngkonuna". Andrés Sigur-
vinsson er leikstjóri, en þetta er fjórða
menntaskólasýningin sem hann leikstýrir.
Áður hjá MH „Sköllótta söngkonan",
„Vatzlav" og hjá Herranótt í fyrra „Ys og
þys“ Shakespeares.
Gerð leikmynda, búninga, leikhljóöa auk
tónhljóða er verk hópsins sem telur um 40
manns. Lýsingu hannar Lárus Björnsson.
„Skýin“ snúast um brölt bónda karlsins
Strepsiadesar og sonar hans að leit „pat-
ent“ lausnar, gegn blankheitum. Þeir fara
báðir í nám hjá froðusnakknum Sókratesi
sem ásamt lærisveinum sínum rekur hug-
arvinnustöð. Misvel gengur þeim að temja
sér „gaparabbs" hugarþel og visku meist-
arans. Þeir komast í kynni við hinn nýja
hugsunarhátt og hinn gamla — Órétt og
Rétt, kóraský sem reynast vera hinar
mestu þokkagyðjur og Hermes, sendiboða
guðanna, en hann hefur ákveðin fyrirmæli
bónda til handa.
Sýningar geta aðeins staðið í eina viku á
Akureyri og verða auk frumsýningar 23.,
24., 25. og 26. mars, en föstudaginn 26.
mars verða tvær sýningar, hin fyrri hefst
kl. 20.30 eins og allar hinar, en hin síðari,
miðnætursýning, hefst kl. 23.30.
LMA hyggst sýna í Kópavogi 28. og 29.
mars nk. kl. 20.30. Einnig er fyrirhugað að
sýna á Húsavík eftir mánaðamót.
Þess má geta til gamans, að „Lýsistrata"
sem Brynja Benediktsdóttir setti upp fyrir
nokkrum árum, er einnig eftir Aristofanes
og að „Skýin" er ein þriggja heimilda, sem
til eru um karlinn Sókrates.
V ítt og breitt
Sæbjörn Valdimarsson
Sú mynd sem hvað mesta athygli
og aðsókn hefur vakið á nýbyrjuöu
ári er tvimælalaust Quest for Fire —
Leitin að eldinum sem til stóð aö
yrði tekin hérlendis að hluta, á sínum
tíma. Þessi ævintýramynd sem á að
gerast fyrir örófi alda, mætti flokkast
undir vísinda-fantasíu.
Quest for Fire þykir með þeim
frumlegri sem sést hefur lengi og að
auki hefur ekkert verið til hennar
sparað, tæknileg gæði lofuð uppí há-
stert. Tónlistin þykir afar áhrifamikil í
vandaöri Dolby upptöku.
Mér er það því sönn ánægja að
upplýsa lesendur um að þessi umtal-
aða mynd verður frumsýnd hérlendis
10. næsta mánaöar í Háskólabíó,
sem státar nú af mjög svo endur-
bættum Dolby-tækjum sem jafnast á
við það besta erlendis.
í batnandi hemi er best aö lifa.
Fyrir áratug eöa svo, hefði það þótt
óhugsandi aö mynd af þessari
stærðargráðu yrði frumsýnd á sama
degi hér og í West End og að öllum
líkindum skýtur Háskólabíó öörum
kvikmyndahúsum á Norðurlöndum
ref fyrir rass.
Universal-kvikmyndaverið (umboð
hérlendis hefur Laugarásbíó), kynnti
fyrir skömmu þær myndir sem það
frumsýnir á þessu ári. Kennir þar að
sjálfsögöu margra, góðra grasa.
Fyrst skal fræga nefna nýjustu mynd
Costa-Gavras, Missing, sem jafn-
framt er fyrsta kvikmyndln sem hinn
kunni, gríski leikstjóri gerir vestan
hafs. Myndin er hápólitísk, líkt og
margar fyrri myndir leikstjórans (Z,
The Confession, State of Siege),
hér fjallar hann um íhlutun Ðanda-
rikjamanna í málefni Chile. Myndin er
byggö á sannsögulegum heimildum.
Sissy Spaceck og einkum Jack
Schwarzenegger ásamt frföu föruneyti í Conan Villimaöur
Lemmon, hafa hlotiö geysilegt lof
fyrir frammistööu þeirra í aöalhlut-
verkum myndarinnar. Míssing var
frumsýnd i síðasta mánuöi í New
York.
Jack Nicholson er sagöur í topp-
formi í nýfrumsýndri mynd geröri af
Tony Richardson, er nefnist The
Border. Nicholson fer hór með hlut-
verk varöar á landamærum USA og
Mexico og með önnur meginhlut-
verkin fara Harvey Keitel, Valerie
Perrine og Warren Oates.
Góökunningi okkar Morgunblaðs-
lesenda, Conan Villimaður, hefur nú
verið festur á filmu með miklum til-
þrifum og fjármagni. Með hlutverk
svaðamennisins fer enginn annar en
vöövafjalliö Arnold Schwarzenegger
en honum til fulltingis eru m.a. James
Earl Jones og Max Von Sydow.
Myndin, sem frumsýnd verður í
sumar, er leikstýrð af John Milius
sem jafnframt skrifaði handritiö.
Willie kempan Nelson og Gary
(Buddy Holly) Busey, eru sagöir fara
á kostum í vestranum Barbarossa,
sem þykir bæði óvenjulegur og vel
geröur enda er leikstjórnin í höndum
eins hins kunnasta af Áströlsku ný-
bylgjumönnunum, Fred Schepsi, sem