Morgunblaðið - 19.03.1982, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1982
43
Tónleikar
í Háteigskirkju
Sunnudaginn 21. mars verða haldnir
tónleikar í Háteigskirkju. Flutt verða:
Rhapsodie fyrir altrödd, karlakór og
hljómsveit, „Nánie“, harmljóð eftir
Brahms, „Der Geist hilft unser Schwach-
heit auf“, mótetta fyrir tvo fjórraddaða
kóra eftir Bach. Flytjendur eru: Rut
Magnússon, Kór og Hljómsveit Tónlist-
arskólans í Reykjavík. Stjórnandi: Mart-
einn H. Friðriksson. Tónleikarnir hefjast
kl. 17 og er aðgangur ókeypis.
Kynning á grafík og
grafískum aöferöum
Kynning Ingibergs Magnússonar á graf-
ík og grafískum aðferðum sem fram fór í
Gallerí Lækjartorgi síðastliðinn sunnudag
verður endurtekin nk. sunnudag kl. 15.00
og um leið fest á filmu, en galleríið og
Handmenntaskóli íslands vinna sameig-
inlega að gerð þáttar um sýningu Ingi-
bergs. Tilgangurinn er sá, að í framtíðinni
verði hægt að fá þær sýningar sem haldn-
ar eru í Gallerí Lækjartogri á myndbönd-
um og skapa þannig aukna möguleika á
kynningu þeirra listamanna sem í gallerí-
inu sýna og gera landsmönnum auðveldara
að fylgjast með því sem er að gerast í
myndlistarlífinu hverju sinni.
Sýningu Ingibergs lýkur nú um helgina,
en yfir 20 myndir hafa þegar selst. Opið er
virka daga kl. 10.00 til 18.00, laugard. 14.00
til 18.00 og sunnudaga 14.00 til 22.00.
Fyrirlestur
í guðfræðideild HÍ
Mánudaginn 22. mars heldur prófessor
William Swatos frá Bandaríkjunum al-
mennan fyrirlestur í guðfræðideild Há-
skóla Íslands. Efni fyrirlestrarins er: Sam-
ræðurnar milli lúthersku kirkjunnar og
biskupakirkjunnar í Bandaríkjunum.
Prófessor Swatos dvelst hér á landi á
vegum Fulbright-stofnunarinnar og gegn-
ir kennslu við guðfræðideild þetta misseri.
Hann tilheyrir amerísku biskupakirkj-
unni.
Fyrirlestur próf. Swatos verður í stofu V
og hefst kl. 10.15.
30. sýning
á Sígaunabaróninum
í kvöld, föstudag 19. mars, verður 30.
sýning íslensku óperunnar á Sígaunabar-
óninum eftir Jóhann Strauss. Uppselt hef-
ur verið á allar sýningar til þessa.
Páll Pampichler Pálsson tók við
hljómsveitarstjórn af Robin Stapleton á
22. sýningu. 1 aðalhlutverkum eru m.a.
Anna Júlíana Sveinsdóttir, Garðar Cortes,
Halldór Vilhelmsson og Ólöf Kolbrún
Harðardóttir, ásmt kór og hljómsveit ís-
lensku óperunnar.
Sýningar nú um helgina verða: Föstudag
kl. 20.00, laugardag kl. 16.00 (ath. breyttan
sýningartíma) og sunnudag kl. 20.00.
Kópavogsleikhúsiö:
„Aldrei er friður“
í næstsíðasta sinn
Á laugardagskvöld kl. 20.30 verður átt-
unda sýning á „Leynimel 13“ eftir Þrí-
drang, í nýrri leikgerð Guðrúnar Ás-
mundsdóttur. Jón Hjartarson samdi
söngtexta við stríðslög, sem Magnús Pét-
ursson leikur á píanó. Á sunnudaginn kl.
15.00 sýnir Kópavogsleikhúsið „Aldrei er
friður", eftir Andrés Indriðason. Fer hver
að verða síðastur að sjá þetta fjölskyldu-
leikrit, því það verður sýnt í næstsíðasta
sinn. Miðasala er opin frá kl. 17.00 til 20.30
virka daga og frá kl. 13.00 til 15.00 sunnu-
daga.
Ferðafélag íslands:
Skíðaganga
frá Bláfjöllum
í Grindaskörð
Kl. 11 f.h. sunnudaginn 21. marz verður
skíðaganga frá Bláfjöllum í Grindaskörð,
meðfram Lönguhlíð í Vatnsskarð.
Kl. 13 á sunnudaginn verður gönguferð
frá Vogum um Vogastapa til Njarðvíkur.
Á þessari leið er mikið um rústir frá eldri
byggð, en útræði var mikið frá þessu svæði
fyrr á tímum. Þetta er létt ganga fyrir alla
fjölskylduna.
í dag, föstudag 19. marz, kl. 20 verður
farin helgarferð upp í Borgarfjörð. Gist er
í Kleppjárnsreykjaskóla, þar sem er góð
aðstaða. Á laugardag er fyrirhuguð skíða-
ganga á OK eða annað eftir aðstæðum.
Bíllinn verður til taks að aka farþegum
áleiðis í skíðagönguna. Nauðsynlegt er að
hafa gönguskíði og hlýjan fatnað í þesSa
ferð.
Þjóðleikhúsið:
Uppselt á allar
sýningar helgarinnar
í kvöld, föstudagskvöld, verður 5. sýning
á ballettinum Giselle og er uppselt á hana
og gilda blá aðgangskort. Á sunnudags-
kvöldið verður 6. sýningin og er einnig
uppselt á hana, en hvít aðgangskort gilda
þá. 7. sýningin á Giselle verður hinsvegar
kl. 14.00 síðdegis á sunnudag og gilda þá
ljósbrún aðgangskort. Síðasttöldu sýning-
unni var bætt á dagskrána er uppselt var
orðið á hinar sýningarnar.
María Gísladóttir, sem er aðaldansari
við ballettinn í Wiesbaden, mun dansa tit-
ilhlutverkið á þessum sýningum og Helgi
Tómasson dansar hlutverk Albrechts. Áð
öðru leyti er hlutverkaskipan óbreytt.
Barnaleikritið Gosi verður sýnt í 25.
sinn á laugardag kl. 14.00 og er aðeins
þessi eina sýning á stykkinu um þessa
helgi. 12.000 áhorfendur hafa þegar séð
þessa sýningu og þegar er uppselt á laug-
ardaginn.
Amadeus eftir Peter Shaffer nýtur vin-
sælda og er jafnan uppselt á sýningarnar
og svo er einnig nú á laugardagskvöldið.
Nokkrar breytingar eru orðnar á upphaf-
legri hlutverkaskipan. Andri örn Clausen
tekur nú við hlutverki „Venticelli" af Sig-
urði Skúlasyni, en áður höfðu Sigríður
Þorvaldsdóttir og Kristján Viggósson tek-
ið við af Bryndísi Pétursdóttur og Jóni S.
Gunnarssyni. Sigurður Skúlason er á för-
um til frekara náms í Finnlandi, en þau
Bryndís og Jón leika um þessar mundir í
Kisuleik, sem gengur við miklar vinsældir
á Litla sviðinu.
Útivist
Húsafell — Ok
í kvöld klukkan 20.00 fer Útivist helgar-
ferð að Húsafelli í Borgarfirði. Fyrirhugað
er að ganga á Ok á skíðum. Einnig verða
farnar styttri gönguferðir um nágrenni
Húsafells. Á Húsafelli er eins og kunnugt
er gistiaðstaða, sundlaug, hitapottur og
saunabað. Kvöldvaka með Útivistartrukki.
Fararstjóri Kristján M. Baldursson.
Á sunnudag kl. 13.00 fer Útivist í göngu-
ferð að Tröllafossi og nágrenni. Tröllafoss
er nú í klakaböndum og hinn mikilúðleg-
asti á að sjá.
Á sunnudag kl. 13.00 fer Útivist einnig í
skíðagönguferð á Mosfellsheiði. Farar-
stjóri Þorleifur Guðmundsson.
í Útivistarferðir eru allir velkomnir,
jafnt félagar sem aðrir. í allar ferðirnar er
farið frá BSÍ að vestanverðu.
Þriðjudaginn 23. marz kj. 20.30 verður
Útivistarmyndakvöld að Ásvallagötu 1.
Sýndar verða myndir frá Útivistarsvæðinu
Reykjanesfólkvangi sem félagið kynnir
sérstaklega á þessu ári. Allir velkomnir.
Árnesingakórinn
og Samkór Selfoss
Árnesingakórinn í Reykjavík og Samkór
Selfoss halda sameiginlega tónleika á
morgun, laugardag 20. mars. Tónleikarnir
verða haldnir í sal Menntaskólans við
Hamrahlíð og hefjast kl. 17.00.
Samstarf þessara tveggja kóra hófst
með samsöng í Reykjavík 1980, en síðan á
síðasta ári á Selfossi, svo segja má, að
samsöngur sé orðinn fastur liður í starf-
semi kóranna.
Efnisskrá verður fjölbreytt, og má þar
nefna þjóðlög frá ýmsum löndum og lög
eftir Árnesinga, svo sem Pálmar Þ. Eyj-
ólfsson, Pál ísólfsson og Sigurð Ágústsson,
og munu kórarnir flytja saman m.a. nýlegt
verk eftir Sigurð Ágústsson, Jörfagleði við
ljóð Davíðs Stefánssonar.
Formaður Ámesingakórsins er Hjördís
Geirsdóttir og Samkórs Selfoss Guðrún
Guðnadóttir. Stjórnendur eru Guðmundur
Ómar Óskarsson og Björgvin Valdimars-
son. Einsöngvari með Samkór Selfoss er
Júlíus Vífill Ingvarsson. Undirleikarar eru
þær Kolbrún Oskarsdóttir og Geirþrúður
Bogadóttir.
Alþýðuleikhúsið:
Don Kíkóti
frumsýndur
í dag, föstudag, kl. 14.00 verður sýnt
leikritið „Súrmjólk með sultu“ í Hafnar-
bíói. Þá um kvöldið kl. 20.30 verður frum-
sýning á leikritinu Don Kíkóta, eða Sitt-
hvað má Sánki þola. Á laugardagskvöld
verður svo sýning á leikriti Vitu Andersen,
„Elskaðu mig“, en það er næstsíðasta sýn-
ing. Á sunnudaginn kl. 15.00 verður aftur
sýnt leikritið „Súrmjólk með sultu“ og um
kvöldið kl. 20.30 verður önnur sýning á
Don Kíkóta.
Stórgrísaveisla
á Broadway
Á sunnudagskvöldið stendur Ferða-
skrifstofan Útsýn fyrir „stórgrísaveislu" á
Broadway. í þessu tilefni verða sett upp
langborð, svo að myndist dæmigert and-
rúmsloft spánskrar grísaveislu.
Húsið verður opnað kl. 19.00 og verða
gestir boðnir velkomnir með fordrykk.
Spánarferðir Útsýnar verða sérstaklega
kynntar á þessu kvöldi, en Útsýn hefur á
boðstólum ferðir til Mallorca og tveggja
staða á Costa Del Sol þ.e. Torremolinos og
Marbella.
Framreiddur verður sérstakur grísa-
veisluréttur að hætti Spánverja. Nýstofn-
uð hljómsveit Örvars Kristjánssonar mun
sjá um tónlistina. Á dagskrá verða síðan
fjölmörg skemmtiatriði. Öllum gestum
kvöldsins gefst kostur á að taka þátt í
bingói, happdrætti og getraun, en vinn-
ingar eru samtals sex ferðavinningar til
sólarlanda sem dregið verður úr um kvöld-
ið.
Frá því að Útsýnarkvöld hófust á Broad-
way í janúar sl. hefur fjöldi gesta verið á
bilinu 800 til 1200 manns í hvers sinn.
£
Ðútasaumasýning
á Kjarvalsstöðum
Nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum búta-
saumasýning frá Bandaríkjunum á vegum
verslunarinnar Virku sf. Teppin eru um 40
talsins og flest yfir 100 ára gömul og frá
hinum ýmsu ríkjum Bandaríkjanna. Sýn-
ingin er opin daglega frá kl. 14.00 til 22.00
m.a. gerði The Chant of Jimmy
Blacksmith.
Þá eru þeir Universal menn búnir
aö endurgera hina frægu hrollvekju
Cat People, sem leikstýrð er af Paul
Schrader. Með aöalhlutverkin fara
Nastassia Kinski, Malcolm McDowell
og John Heard. Þá er Steven Spiel-
berg aö vinna þar aö næstu vísinda-
ævintýramynd sinni E.T., The Extra-
terrestrial. Þau Burt Reynolds og
Dolly Parton fara meö aðalhlutverkiö
í kvikmyndagerö söngleiksins vin-
sæla, The Best Little Whorehouse
in Texas, en myndinni leikstýrir Colin
Higgins (9—5).
Af öörum forvitnilegum Universal-
myndum komandi mánaöa má nefna
framhald hinnar vinsælu The Sting,
meö Jackie Gleason og Mac Davis í
fornfrægum hlutverkum þeirra Paul
Newman og Robert Redford. Og aö
endingu er hér ánægjuleg frétt, eink-
um fyir fjölmarga aödáendur drauga-
sögunnar Sophie’s Choice, eftir
William Styron, en Universal er nú aö
láta gera kvikmynd eftir metsölubók-
inni. Aöalhlutverkiö er í höndum Mer-
yl Streep, Nestor Almendros sér um
kvikmyndatökuna en Alan J. Pakula
leikstýrir.
Þau ömurlegu tíöindi bárust á
Jeck Nichdeon em landamawavðrAw ( mynd Tony Richardson The
Border
dögunum aö hinn bráöskemmtilegi
og vinsæli gamanleikari, John Bel-
ushi, væri allur. Hann fannst látinn i
hótelherbergi sínu í Hollywood en
dánarorsökin er ókunn.
Hérlendis sló Belushi í gegn i hlut-
verki átvaglsins og anarkistans i
myndinni Delta Klíkan (Natonal
Lampoon's Animal House). Hann
fór á kostum í Blues Brothers og var
einn Ijósasti punkturinn í 1941, sem
sýnd var á dögunum í Stjörnubíó.
Belushi, sem var aöeins 33 ára er
hann lést, var oröinn leiður á þeirri
ímynd sem hann haföi skapað sér í
ofangreindum myndum og ekki síst í
sjónvarpsþáttunum .Saturday night
live og í síöustu myndum sínum.
Neigbours og Continental Divide
lék hann ofur venjulega menn.
Þaö var aöeins minnst á myndina
Sting II, hér fyrir ofan, en fram-
haldsmyndir og endurgeröir
blómstra nú í henni Hollywood. Hjá
Paramount er veriö aö vinna að Star
Trek II, Grease II, Friday the 13th,
Part III og Airplane II. MGM-UA eru
aö framleiða The Black Stallion Re-
turns, Rocky III, Trial of the Pink
Panther (sú sjöunda i flokknum). Þá
má nefna þriöju myndina í Star Wars
flokknum, sem frumsýnd veröur 27.
John Belushi í þekktasta hlutverki
sínu — Bluto í Delta klfkunni
mai aö ári — Revenge of the Yedi,
Death Wish II, sem nú gengur fyrir
fullum húsum fyrir vestan, Amityville
Horror II, Mad Max II, Superman III
og Octopussy, sem er 13. eöa 14.
James Bond myndin. Þvílik frum-
legheit!