Morgunblaðið - 19.03.1982, Qupperneq 22
54
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1982
0
...að bjóða henni út að
borða.
TM Ftog. U.S. Pit Off.-ll rtgtm rMrnd
•1963 Lm Angatas Tkiw* SyndlcaM
U> C u> ^ í
Ég legg til að við hættum að hu(rsa
um boltann, og höldum áfram og
Ijúkum hringnum!
HÖGNI HREKKVÍSI
S'Ss'.----------r-Vy-.
lí t)™is uBxœmxmB,
„ Répisr RisAKföAeBi ’a \>i& ?!"
Arnfríður Guðmundsdóttir skrifar:
Eflum verdskyn neytenda
Til Velvakanda.
í blaðinu „Norðurljósið" sem
hóf göngu sína á Akureyri 10.8.
1886, birtist í öðru tölublaði
1887, grein sem nefndist „Kaup-
félag Þingeyinga". í greininni er
gerður samanburður á verslun-
arkjörum hjá Kaupfélagi Þing-
eyinga og Húsavíkurverslunar.
Höfundur greinarinnar lætur
kaupfélagsmann kaupa tíu vöru-
tegundir í pöntun fyrir verð
væns sauðar, sem gerði kr. 16.75
og ber saman við verð varanna
hjá Húsavíkurverslun.
Sennilega mun þetta vera
fyrsta verðkönnun sem kemur
fyrir almenningssjónir á íslandi.
Niðurtöður verðkönnunarinnar
fyrir 95 árum voru þessar.
50 pund rúgmjöl
25 pund overheadin
15 pund bankabygg
10 pund baunir
10 pund flúrmjöl
4 pund kaffi
10 pund sykur
1 pund munntóbak
15 ptind steinolía
4 pund fatasápa
Samtals
Mismunur kr.
Sennilega mun verðkönnunin
1887 hafa átt stóran þátt í hin-
um geysilega áhuga Þingeyinga
fyrir bættum verslunarkjörum,
og jafnframt lyftistöng fyrsta
kaupfélagsins á íslandi.
Neytendasamtökin, sem í dag
gegna sama hlutverki og braut-
ryðjendur samvinnustefnunnar
gegndu á sínum tíma, hafa und-
anfarin ár birt athyglisverðar
verðkannanir er vakið hafa
verðskuldaða athygli almenn-
ings. Þá mun Verðlagsstofnun
einnig á allra siðustu misserum
hafa birt verðkannanir.
Astæðan fyrir því að ég sendi
frá mér þessar línur er sú að ég
Kaupfélagsv. Verslunarv.
3.56 4.25
1.75 2.50
1.40 1.88
1.05 1.25
1.35 2.50
1.88 2.40
2.25 3.50
1.33 2.00
1.12 3.00
1.06 2.00
16.75 25.28 -16.75
8.53
vil beina þeim eindregnu tilmæl-
um til stjórnar Neytendasam-
takanna að þau auki tiðni verð-
kannana. Mér er kunnugt um að
almenningur er farinn í æ ríkara
mæli að notfæra sér þær. Með
því að afla sér upplýsinga og
bera saman vöruverð, þá gerir
maður betri kaup og eflir verð-
skyn.
Nýlega sagði viðskiptaráð-
herra á Alþingi: „Það þarf mik-
inn fjölda, allt að því herskara
eftirlitsmanna, til að tryggja að
hinni opinberu álagningu sé
fylgt." Ráðherrann lagði áherzlu
á að fyrirhugaðar breytingar á
verðlagslöggjöfinni leggi auknar
skyldur á herðar neytendum.
Þarna gefur viðskiptaráðherra
óbeint í skyn að starfsemi Verð-
lagsstofnunnar verði harla létt-
væg eftir breytingar á verðlags-
löggjöfinni.
Húsmæður, ungar sem aldnar!
Eg skora á ykkur að taka nú
höndum saman og stórefla þann
eina virka aðila í landinu sem
vill og reynir að standa gegn og
sporna við þessu andstyggilega,
síhækkandi vöruverði — öllum
landslýð til óheilla. Þetta eina
afl eru Neytendasamtökin.
Arnfríður Guðmundsdóttir
Magnús Skarphéðinsson skrifar:
Greiða Seltirningar SVR-
gjöld sín, eða önnur gjöld
samneyslunnar sem þeim ber
— athugasemdir við fyrirspurn
„ReykvíkingsM og svar forstjóra SVR
Því er best og styst svarað strax neil
Seltirningar greiða alls ekki þann hiuta
SVR-kostnaðar sem þeim ber, miðað
við þjónustuna sem þeir fá frá okkur
Reykvíkingum. Né heldur nokkra þá
þjónustu að fullu er þeir njóta við ná-
býlið frá okkur, a.m.k. ekki stóra pósta
félagslegu samneyslunnar sem mér er
kunnugt um. Á ég þar við m.a. þjónustu
heilbrigðismála, skólamála, íþrótta-
mála, menningarmála, öryggismála
o.fl. o.fl.
Rétt er það hjá Eiríki Ásgeirssyni,
forstjóra SVR, að Seltirningar greiða
3,18% af árlegum rekstrarhalla SVR, í
hlutfalli við ekna kílómetratölu SVR á
Seltjarnarnesinu o.fl. En samt er það
ekki sá heildarkostnaður sem við
Reykvíkingar höfum af SVR. Ég vil
benda m.a. á það atriði í rekstri allra
þessara fyrirtækja og stofnana s.s.
SVR, Slökkviliðs Reykjavíkur, Borg-
arspítalans og fleiri slíkra að alls ekki
er raunvenilegur fjárfestingarkostnaður
inni í rekstrarhalla hvers árs. Þó að ein-
hverjar málamyndaafskriftir séu við-
hafðar i reikningum þessara stofnana
um afskriftir er það alls ekki hinn
raunverulegi afskriftarkostnaður sem
borgaður er af okkur Reykvikingum.
Ég vil taka þekkt dæmi sem sýnir þetta
nokkuð vel. Strætisvagnar Reykjavíkur
standa nú í 5 ára áætlun við endurnýj-
un 60% vagnaflota síns og ca. 10%
aukningu, sem nemur rúmlega 40
strætisvögnum. Kostnaður þessara
vagnakaupa er ca. 50 milljónir nýkr.
eða 5.000 miltjónir gamlar. Sem sagt
allmiklir peningar. Hér á ég að visu við
alvöru strætisvagna frá vesturlöndum
sem kosta töluverða fjármuni, en ekki
hægfara endingarlítil austantjalds
landbúnaðartæki sem kölluð eru Ikarus
strætisvagnar (?). En hvaðan koma
þessar 50 millj. nýkr.? Jú, beint úr
Borgarsjóði Reykjavíkur og hvergi
annars staðar frá! Ekki úr Bæjarsjóði
Seltjarnarness eða öðrum afætum
Reykjavíkurborgar (fyrirgefið orð-
bragðið, en ég fann ekkert hentugra).
Að visu er um einhverja máttlitla og
óraunhæfa verðbólgna afskriftarliði
hjá SVR í 10—15 ár á eftir af þessum
vöngum að ræða, en allir sem vit hafa á
sjá að þessi fjármagnskostnaður er
greiddur af Borgarsjóði fyrst og síðast.
Og sama er að segja t.d. um öll mann-
virki SVR að Kirkjusandi og á Hlemmi
og víðar, sem í liggur gífurlegt fjár-
magn, að allt kom og kemur það frá
Borgarsjóði Reykjavíkur sem viðbótar-
eða aukaframlög til SVR. Þetta getur
hver maður lesið í reikningum Reykja-
vikurborgar. Og öll ganga þessi mann-
virki úr sér og úreldast með tímanum.
Og sama er að segja um öll þessi
fyrirtæki sem þjóna meira og minna
öllum nágrannasveitarfélögunum hér í
kring jafnt og okkur Reykvíkingum.
Raunverulegur rekstrarkostnaður er
hærri en opinberar greiðslur eru mið-
aðar við. Og samt njóta þeir næstum
alveg sömu eða sums staðar alveg sömu
þjónustu og við Reykvíkingar þar.
Og enn eitt, sem er enn augljósara,
hvað sem Sigurgeir bæjarstjóri Sel-
tjarnarness segir um aukna nýtingu
o.s.frv. Stofnanir s.s. Sundlaug Vestur-
bæjar þjóna Seltirningum jafn vel og
Reykvíkingum, ef ekki hlutfallslega
betur miðað við íbúatölu. Hún er sem
kunnugt er rekin með halla eins og nær
öll þjónustufyrirtæki Reykjavíkurborg-
ar. En þar eru engar greiðslur til
Reykjavíkur frá Bæjarsjóðnum. Og
tapið þarf að greiða samt hvað sem
framtíðarsundlaug á Seltjarnarnesinu
líður, og hefur þurft að greiða sl. 20 ár.
Svona mætti lengi telja en það er ekki
staður til þess hér. Ég vildi nú aðeins
benda á þessi tvö dæmi máli mínu til
stuðnings.
Margfalt fleiri slík er hægt að drepa
á. Og óupptalin eru öll útgjöldin er fara
til lista og menningarmála hér í
Reykjavík. Að vísu vildu sumir að þau
væru miklu mun meiri, en það er önnur
og óskyld saga. Ég vil rétt nefna þar að
Sinfóníuhljómsveitin nýtur fjárhags-
fyrirgreiðslu Reykjavíkurborgar, sem
allir höfuðborgarbúar njóta saman. Og
ekkert greiðir Bæjarsjóður Seltjarn-
arness né aðrir bæjarsjóðir hér í kring
til alls rekstrar Leikfélags Reykjavíkur
eða hinnar veglegu leikhúsbyggingar er
nú er í byggingu því til handa. Fleira
má telja upp á menningarsviðinu en
sleppi ég því hér einnig. Svo sammála
er ég Sjöfn Sigurbjörnsdóttur, borgar-
fulltrúa Reykjavíkur og fleirum að
Magnús H. Skarphéðinsson
sjálfsagt, og reyndar meira en sjálf-
sagt, er nauðsynlegt að hafa sem nán-
asta samvinnu milli allra sveitarfélag-
anna á höfuðborgarsvæðinu í sem flest-
um málum. En hver á að greiða til
hennar jafnt og hann nýtur af sann-
girni og réttsýni. Annað gengur ekki til
lengdar.
Ég er sannfærður um að æskilegast
væri að öll sveitarfélögin sameinuðust
um flest alla almenningsþjónustu. Slíkt
væri hlutfallslega ódýrast. Og vel
mætti velferð einstaklingsins vera
borgið í slíku Golíatkerfi ef þess er
gætt að hafa félagslegu einingarnar
ekki of stórar hverja fyrir sig. Hafa t.d.
töluvert sjálfstæðar hverfastjórnir sem
sæju um vissan hluta félagsmálanna,
s.s. tómstundastörf og umsjón kynslóð-
anna, yngstu og elstu. En rétta leiðin er
ekki að eitt sveitarfélagið standi ávallt
undir mestum hluta þessara útgjalda
falið og Ijóst. Og ódýrar finnast mér
þær rósir í hnappagötum Sigurgeirs
bæjarstjóra og félaga, þegar þeir hrósa
sér af því að vera með miklu lægri
opinber gjöld hjá sér en t.d. hér hjá
okkur Reykvíkingum. Þetta er hægt
með ódýrum hugsunarhætti og ódýrum
málstað. En ekki fljúga hugsjónirnar
hátt þar. En þetta heitir víst sums
staðar á fagmáli „frelsi einstaklings-
ins“. Og sumum gengur ennþá vel að
kalla það „hagkvæmni og útsjónarsemi
í rekstri sveitarfélaga".
Lifið heii.
Magnús H. Skarphéóinsson,
vagnstjóri hjá SVR nr. 99.