Morgunblaðið - 21.03.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MARZ 1982
61
hliðsjón af og í anda pólsku vald-
byltingarinnar.
Engum einráðum harðstjóra
hafði nokkurn tíma áður látið sér
til hugar koma að loka fyrir síma
landsmanna um ótiltekinn tíma,
banna sölu á bensíni á einkafar-
artæki þegnanna, banna sölu á
bakpokum og á skrifpappír. Allt
þetta er aðeins hluti af gjörræðis-
legum aðgerðum, sem ekki er að-
eins ætlað að gilda í 24 klukku-
stundir, heldur er hér um að ræða
einfaldlega upphafið á nýjum
lifsstíl — því gildistaka herlag-
anna hinn 13. desember í fyrra
hefur leitt til algjörrar stöðvunar.
Það er augljóst, að ekki er hægt
að lifa við það ástand. Og samt er
ekki heldur hægt að aflétta því aft-
ur, þrátt fyrir þau loforð, sem
pólska valdstjórnin gaf í fyrstu. Sú
ríkisstjórn, sem nú er við völd í
Póllandi, hefur ekki einungis til-
einkað sér aðferðir fasískrar vald-
stjórnar, heldur hefur hún nú þeg-
ar lagt af mörkum heil ógrynni af
nýjum aðferðum, sem koma að
notum við fasíska stjórnun.
Allt er þetta augljóst og liggur
beint við, ef notað er um það
orðið „fasísk" pólsk stjórn, sem
núna situr að völdum. En ég vil þó
nota orðið í enn víðari merkingu.
Það sem hinir síðustu atburðir í
Póllandi gera lýðum Ijóst, er ekki
eingöngu þetta, að fasísk vald-
stjórn getur einnig komist á lagg-
irnar, innan ramma hins kommún-
íska þjóðskipulags, þar sem lýð-
ræði og sjálfræði verkamanna er
óleyfilegt og verður aldrei leyft. Ég
vil koma fram með þá fullyrðingu,
að atburðirnir í Póllandi leiði
sannleikann mjög skýrt í ljós,
sannleika, sem við hefðum þegar
fyrir löngu átt að vera búin að
skilja: nefnilega þetta, að komm-
únismi er fasismi, og það vel-
heppnaður og árangursríkur fas-
ismi, ef svo má að orði komast.
Þetta, sem við hingað til kölluð-
um fasisma, er aftur á móti sú út-
gáfa af gjörræðisstjórn, sem hægt
er að steypa af stóli — harðstjórn,
sem hefur sem sagt brugðist í
flestu tilliti.
Ég endurtek: fasismi (og ódulbú-
in valdstjórn hersins) er ekki að-
eins hið sennilega hlutskipti allra
kommúniskra þjóðfélaga — og al-
veg sérstaklega þá, þegar þegnar
þessara þjóðfélaga taka að ókyrr-
ast og fara að sýna einhvern mót-
þróa — heldur er kommúnisminn í
sjálfu eðli sínu fasismi, og það
meira að segja sú útgáfa af fas-
isma, sem náð hefur lengst í full-
komnun og hefur tekist best að ná
fram sínum markmiðum.
Fasismi með manneskjulegu yf-
irbragði.
Það er einmitt þetta, leyfi ég
mér að fullyrða, sem er sjálft
upphafið á öllum þeim lærdómi,
sem hægt er að draga af atburðum
þeim, sem eru að gerast þessa
stundina í Póllandi. Og í viðleitni
okkar til að gagnrýna og koma á
endurbótum í okkar eigin þjóðfé-
lögum, erum við þó um leið skyld-
ug gagnvart þeim, sem berjast í
fremstu víglínu gegn harðstjórn-
inni, að segja sannleikann ótrauð
upphátt, án þess að fegra þann
sannleika, til þess að sannleikur-
inn samsvari réttilega þeim hags-
munamálum, sem við álítum rétt-
látari.
Þessi hörðu sannleiksorð þýða,
að við verðum að varpa fyrir borð
mörgum sjálfumglöðum skoðunum
vinstri manna, þýðir að við verðum
að taka til gaumgæfilegrar endur-
skoðunar þetta, sem við höfum í
svo mörg ár átt við með orðalaginu
„róttækur" og „framfarasinnaður".
Það kann vel að vera, að þetta
tilefni til að endurmeta og skoða í
nýju ljósi alla okkar pólitísku af-
stöðu og til að gefa allt hið gamla,
spillta og úr sér gengna pólitíska
málskrúð upp á bátinn, sé ekki
beinlínis hið léttvægasta af öllu
því, sem við eigum að þakka hinum
hetjulunduðu Pólverjum, og það
kann að vera besta leiðin til að láta
í ljósi samstöðu okkar með þeim.
I naupmannanom
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI
ORUnDIC
LITSJÖNVARPSTÆ KI
10%
STAÐGREIÐSIU-
AESLATTOR
GÓÐ KJÖR- EINSTÖK GÆÐI
LAUGfiVEGI D, SÍMI27788
ÁBYRGOARTÉKKAR Á ÚTVEGSBANKANN ERU
ÖRUGGUR
GJALDMIÐILL
Útgeíandinn sýnir þér skilríki sem sannar heimild hans til útgáíu
ábyrgðartékka. Á skírteininu stendur hve hár tékkinn megi vera.
Bankinn ábyrgist innlausnina.
ÚTVEGSBANKINN
Greinilega bankinn íyrir þig líka.