Morgunblaðið - 21.03.1982, Blaðsíða 21
68
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MARZ 1982
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MARZ 1982
69
Melvin hittir
Howard Hughes
Mjólkurpósturinn Melvin litur vonaraugum út í heiminn.
Kvíkmyndír
Ólafur M. Jóhannesson
Nafn á frummáli: Melvin and How-
ard
Loiksljórn: Jonathan Demme.
’ Handrit: Bo Goldman.
Tónlist: Bruce Langhorne.
Myndataka: Tak Fujimoto.
Laugarásbíó.
Howard Hughes var eins og allir
vita einhver fuðurlegasta persóna
sem um getur. Ekki einasta var
maðurinn flugkappi slíkur sem
ekki hafði áður sést, heldur frjór
uppfinningamaður og á endanum
náði Huges því takmarki að verða
einn ríkasti maður Bandaríkjanna.
Má segja að allt hafi orðið að gulli
í höndum hans, hvort sem hann
fékkst við að smíða vopn, flugvél-
ar, kasínó, eða framleiða kvik-
myndir. En að lokum endar svo
þetta séní líf sitt lokaður inní
súrefnistjaldi, neytandi sterkra
eiturlyfja, horfandi á gamlar
kvikmyndir dag og nótt. Sannast
hér enn einu sinni hve skammt er
á milli snilligáfu og brjálsemi.
I svo til nýrri mynd sem Laugar-
ásbíó sýnir um þessar mundir og
nefnist á frummálinu Melvin og
Howard, er svolítið fjallað um
fyrirbrigðið Howard Hughes.
Kemur kappinnn raunar ekki við
sögu nema fyrst í myndinni þar
sem hann leikur sér á mótorhjóli í
Nevada-eyðimörkinni, dettur af
hjólinu og er pikkaður upp af gæf-
lyndum mjólkurbílstjóra, Melvin
Dumar að nafni. Síðan verða
áhorfendur svolítið varir við
Hughes síðast í myndinni er Melv-
in fær béf með rithönd Hughes —
þess efnis að mjólkurpósturinn
erfi hér með 156 milljónir dollara.
En þrátt fyrir að mynd þessi snú-
ist að mestu um líf mjólkurbíl-
stjórans Melvin Dumar, og How-
ard Hughes sé aðeins getið laus-
Iega fyrst og seinast, þá svífur
andi Hughes allan tímann yfir
vötnunum. Ahorfandinn bíður
nefnilega allan tímann spenntur
eftir því að rætist úr peninga-
vandræðum mjólkurpóstsins, að
skyndilega komi gullhönd Hughes
niður af bláum himni og strái döl-
unum í tóma lófa Melvin Dumar.
En það er ekki aðeins áhorfand-
inn sem bíður eftir að dollurunum
rigni af himni. Melvin horfir sífellt
■til himins í von um kraftaverk. Og
loksins gerist kraftaverkið. Kona
Melvins vinnur í sjónvarpsþætti
tíu þúsund dollara. Melvin er
skyndilega ríkur, að minnsta kosti
á eigin mælikvarða. Þau hjóna-
kornin fjárfesta í húsi í gósenland-
inu Kaliforníu. En Melvin lætur
ekki þar staðar numið. Hann kem-
ur einn daginn heim með eldrauð-
an Cadillac Eldorado sem dregur á
eftir sér forláta spíttbát. Og þar
með eru peningarnir búnir og
Melvin. kallinn stendur enn einu
sinni uppi með tvær hendur tómar
og krakka og konu flúna úr híðinu.
Þannig er saga Melvin Dumar
mjólkurpósts. Sífelldur eltingar-
leikur við drauminn um að verða
ríkur. Draum sem aðeins rætist
hjá þeim sem berjast uppá líf og
dauða með báða fætur á jörðinni.
En þrátt fyrir að Melvin kallinn
skorti þá áræðni, seiglu og smá-
munasemi sem þarf til að sigra
gullkálfinn, þá slær í brjósti hans
blítt og gott hjarta. Þessa einlægni
og hlýju skynjaði Howard Hughes
þar sem hann lá hjálparlaus í
Nevada-eyðimörkinni og minnist
þess vegna bjargvættarins í erfða-
skrá sinni. En þegar Melvin loks-
ins eygir vonina um að verða ríkur
fyrir tilstilli erfðaskrárinnar,
bregst hann undarlega við. Verða
þau viðbrögð ekki rakin hér. En
einhvern veginn finnst manni að
Melvin hafi loksins varpað frá sér
draumnum um fé og frama, hafi
sætt sig við að vera bara meðaljón.
Þrátt fyrir að handritið sem
mynd þessi byggir á sé mjög at-
hyglisvert (handritshöfundurinn
Bo Goldman fékk raunar Óskarinn
fyrir Melvin og Howard) er leik-
stjórn Jonathan Demme dálítið
losaraleg. Hlutirnir gerast nefni-
lega ansi skrykkjótt eins og án að-
draganda. Þannig hleypur til
dæmis konan frá Melvin án undan-
gengins rifrildis. Þessi hraða
skipting milli atriða gerir myndina
að vísu líflegri en söguþráðinn dá-
lítið ósannfærandi. Svipbrigða-
leysi Paul Le Mat í hlutverki Mel-
vins er líka dáldið hvimleitt, en
Jason Robards í hlutverki Howard
Hughes segir heila ævisögu með
fáeinum svipbrigðum. Slíkur leik-
ur er sjaldgæfur.
Kvikmyndin Leitin að
eldinum komin til landsins
KVIKMYNDIN „Leitin að eldin
um“, sem upphaflega átti að taka að
hluta til í Þórsmörk á íslandi en
ekki varð þó af vegna verkfalls er-
lendra leikara, er nú komin til lands-
ins. Það er Háskólabíó sem hefur
fengið myndina og syndi hana á
Ibstudag skólastjnrum framhalds-
skóla og grunnskóla, fræðslustjóra
o.n. með tilliti til fræðslugildis henn-
ar.
En ætlunin mun að þetta verði
páskamyndin í Háskólabiói o g
e.t.v. sýnd skólafólki sérstaklega.
Myndin, sem tekin var í Kenýa,
Skotlandi og Kanada, fjallar um
frummanninn á forsögulegum
tíma og hvernig hann þróast. Sag-
an segir frá því þegar hópur fólks
af einum kynþætti missir eldinn,
sem menn af öðrum kynþætti
ræna frá honum. Sýnir hve lífs-
nauðsynlegur eldurinn var þá orð-
inn og hvernig 3 úr hópnum fara
að ná aftur í eldinn. Kynnast í
ferðinni fleiri kyþáttum, sem eru
misjafnlega langt komnir á þróun-
arbraut og læra af þeim. Er ákaf-
iega vandað til hins sögulega þátt-
ar, útlits fólks og dýra, svo komi
heim við það sem vitað er um
þessa frummenn og háttu þeirra.
Tók 4 tíma að búa til gerfi og aðra
4 til að taka það af. Og hefur sýni-
lega verið mikið lagt í gerð þessar-
ar myndar. M.a. eru fílarnir, sem
búið var að fá leyfi til að flytja til
Islands, þarna dulklæddir sem
mammútar. Dýrafræðingur
kenndi leikurum að ganga og
hreyfa sig og búin eru til hljóð-
fræðileg samskiptamál, svo að
ekki þarf að skilja tungumál til að
átta sig á myndinni. enda raun-
„Þrælgóð ferð“
- segir Ragnhildur Gísladóttir um ferð Grýlanna til Svíþjóðar og Danmerkur
EINS og sagt hefur verið frá í frétt-
um var Grýlunum hoðið að koma
fram í vinsælum sænskum skemmti-
þætti, „Mandagsbörsen", og í fram-
haldi af því í danska sjónvarpinu í
þætti sem heitir „Hjörnet“. Tilboðiö
frá Svíþjóð kom afar óvænt. Hringt
var í stelpurnar eftir hádegi á lostu-
dag og þá áttu þær eftir að „græja"
gjaldcyri og aðra hluti. Á laugardeg-
inum voru þær svo komnar upp í
flugvél og voru á leið til Sviþjóðar.
Ætli nokkur hljómsveit hafi fengið
svo lítinn undirbúningstíma undir 10
daga hljómlcikaferöalag? Nú eru
Grýlurnar nýkomnar heim aftur.
Hvernig gekk ferðin, Ragnhild-
ur?
„Þetta var þrumugott ferðalag."
Fóruð þið víða um Svíþjóð?
„Við spiluðum í nokkrum litlum
klúbbum í Stokkhólmi, einnig
fyrir Islendinga sem búa í Svíþjóð
og loks fórum við til Uppsala og
spiluðum í háskólanum þar . .. það
var æðislegt ... eiginlega
skemmtilegasta giggið.“
Hvernig var ykkur tekið?
„Mjög vel. Ég held að fólk hafi
talið það nokkuð merkilegt fram-
lag að koma með kvengrúppu, sem
stendur jafnfætis þessum hörðu
karl-rokkgrúppum.“
Eru ekki starfandi kven-
hljómsveitir í Svíþjóð?
„Jú, en það fer lítið fyrir þeim.“
Hvað var hljómsveitin kölluð
þarna úti?
„Hekserne, við vorum ekkert
ofsalega hressar með það.“
Bæði i Svíþjóð og Danmörku
komuð þið fram í mjög vinsælum
þáttum. Voruð þið ekkert stress-
aðar?
„Ekki nógu stressaðar, — við
höfum líklega ekki nógu mikla
stjörnukomplexa."
Hvernig barst ykkur tilboðið frá
danska sjónvarpinu?
„Það var hringt í umboðsmann-
inn okkar þarna úti, hann Arnar
Hákonarson, og við beðnar að
spila eftir eina viku, þess vegna
framlengdum við ferðina."
Fenguð þið einhver fleiri tilboð í
ferðinni?
„Það eru alltaf einhverjar pæl-
ingar, því íslenskar grúppur eru
mjög góðar samanborið við það
sem gerist í nágrannalöndunum."
Hvernig var með kostnaðarhlið-
ina, þurftuð þið að eyða miklu af
eigin fé?
„Við vissum fyrirfram að ferðin
yrði fjárhagslegt happdrætti og
við gátum búist við að fara út úr
þessu á sléttu eða með töluverðu
tapi. Þegar upp er staðið erum við
í mínus, en ekki stórum mínus. —
En ferðin var vel þess vic5i.“
Var þetta samt ekki erfitt ferða-
lag?
„Auðvitað reyna svona ferðalög
á mann, en það hefur enginn
slæmt af því að reyna á sig. Auk
þess var mórallinn í ferðinni æð-
islega góður."
Hafið þið ef til vill í hyggju að
fara í hljómleikaferð, til dæmis
um Norðurlöndin?
„Það er ekkert hægt að ræða
þessa hluti að svo stöddu."
Hafið þið eitthvað sérstakt á
prjónunum?
„Linda þarf að fara á spítala á
næstunni, því það þarf að gera að-
gerð á bassatrommuhnénu. Hún
verður í gifsi í 6 vikur svo við er-
um að pæla í því að fá okkur ann-
an trommara á meðan, svo við
stoppum ekki.“
Kventrommara?
„Ég veit ekki um neinn kven-
trommara svo ætli það verði ekki
karlmaður."
Nú eiga Grýlurnar 1 árs afmæli
þann 1. apríl, hvað hyggist þið
gera í tilefni dagsins?
„Ætli við kaupum ekki marsi-
pantertur og skutlum þeim hver
framan í aðra.
— HE.
Myndlíst
Bragi Asgeirsson
„Vetur“
Sýning Hjálmars
Þorsteinssonar
Það er mikil gróska í starf-
semi Listasafns Alþýðu um þess-
ar mundir og forsvarsmenn þess
virðast vera í óða önn við að
marka safninu lífrænan ramma
um langa framtíð. Verður fróð-
legt að fylgjast með vexti þess og
viðgangi næstu árin en hér
ræðst margt af stuðningi al-
mennings og skilningi myndlist-
armanna og gerir raunar útslag-
ið.
Hverja stórsýninguna hefur
rekið af annarri undanfarið og
margar forvitnilegar sýningar
eru væntanlegar á árinu. Um
þessar mundir og til 4. apríl sýn-
ir í sölum safnsins Hjálmar
Þorsteinsson frá Akranesi og er
þetta fyrsta sýning hans í
Reykjavík, en áður hefur hann
haldið þrjár sýningar á Akranesi
1968, 1973 og 1979 svo og eina
sýningu á Akureyri.
Það er nokkuð óvenjulegt, að
listamenn haldi sína fyrstu sýn-
ingu í jafn virðulegum húsa-
kynnum, sem síður en svo eru
öllum opin og sýnir það hvort
tveggja, hugrekki sem frjáls-
lyndi ráðamanna safnsins. Hér
mun það einnig koma til, að
kynna þá hlið íslenzks myndlist-
arvettvangs, sem snýr að lands-
byggðinni og metnaðargjarnan
fulltrúa íslenzkrar mynd-
menntafræðslu. Slíkir eru
ósjaldan með listamannsblóð í
æðum og eiga eiginlega undan-
tekningarlaust, að vera það því
annars eru þeir óhæfir til að
miðla myndlist innan veggja
skólastofnana.
Hjáimar Þorsteinsson, er einn
af áhugasömustu myndmennta-
kennurum, sem ég hefi kynnst og
nær áhugasvið hans raunar yfir
breitt svið lista og náttúru.
Hann er einn af þeim, sem eru
læsir á umhverfi sitt ef svo má
að orði komast, — þekkir vel til
staðhátta á Akranesi og um-
hverfi og einnig söguna að baki.
Hjálmar er ekki menntaður
myndlistarmaður í þá veru, að
hafa gengið í gegnum listaskóla
en hann hefur verið mikill
áhugamaður um myndlist frá
því að hann naut kennslu Jó-
hanns Briem í Kennaraskólan-
um. Þá hóf hann snemma söfnun
listaverkabóka, sótti sýningar og
kynntist ýmsum listamönnum
persónulega, — höfðu kynni
hans af Gunnlaugi Scheving
einkum mikil áhrif á hann.
Hjálmar dvaldi í Danmörku
og Frakklandi veturinn 1973 og
helgaði sig óskiptur myndlist-
inni í fyrsta skipti. Hann málaði,
skoðaði söfn og sýningar og fór
m.a. í pílagrímsferð á slóðir van
Gogh í suður Frakklandi og að
gröf hans í Auvers, smábæ ná-
lægt París. Vincent van Gogh er
sá málari, sem Hjálmar dáir
öðrum fremur og er það um
Hjálmar Þorsteinsson
frá Akranesi.
margt auðséð á myndum hans
sjálfs og þá einkum pensilförun-
um, — en slíkt má raunar einnig
sjá í sumum myndum sjálfs
Kjarvals.
Hjálmar sækir yrkisefni sín
öllu öðru fremur til náttúrunnar
og því er það eðlilegt, að þeir
sem hafa umbúðalaust málað í
anda síhvikular náttúrunnar
skuli hafa einna víðtækust áhrif
á hann. Hér mætti einnig nefna
de Stáel til viðbótar van Gogh og
einnig sækir hann áhrif til
danskrar náttúruhefðar auk
þess, sem merkja má áhrif frá
Kjarval t.d. í myndinni „Skessu-
horn“ (nr. 4). Af öðrum myndum
er vöktu athygli mína vil ég
nefna „Langisandur" (5L „Vet-
ur“ (10), „í fjöru" (11), „I fjöru“
(12), „Stúlka í skýi“ (13), „Kal-
mansvík" (14) og „Kólga“ (15).
Allt eru þetta myndir er bera
vott um ríka tjáþörf og skap-
gerðarhita.
Á síðasta ári fékk Hjálmar
leyfi frá kennslustörfum og hef-
ur dvalið í Danmörku síðan og
málað af miklu kappi svo sem
sjá má á sýningunni, en meiri
hluti myndanna er frá dvöl hans
ytra. Þar vekja einkum athygli
mína myndir eins og nr. 20
„Vesterhavet", 28 „Haust í
Vendsyssel", einnig samnefndar
nr. 29, 32 og 33. Allt ólgandi
myndir, málaðar hratt og af
miklum skaphita. Síðast nefni ég
myndina „Inn í skóginn" (48) en
sú mynd er mjög safarík í lit og
kann að marka tímamót í list
Hjálmars Þorsteinssonar.
Það er óhætt að mæla með
innliti í Listasafn Alþýðu.
Electrolux ryksugan er hljóðlát,
sogkrafturinn rafeindastýrður og
aðlagar sig sjálfkrafa að þykku
teppi eða trégólfi.
Fótrofi til að ræsa mótorinn
og til að draga inn snúruna.
Stýrishjól undir henni miðri
auðveldar keyrslu, gúmmípúðar
á hliðum og lipur sogbarki.
AUKAHLUTIR:
SOGSTYKKl með ljósi og
rafknúnum bursta sem bankar
teppið um leið og sogað er.
PÚSSKUBBUR sem sveiflast
upp í 18000 snúninga á mín.
Sogið hreinsar allt ryk undan
kubbnum.
ryksugum
Vörumarkaðurinn hf.
ÁRMÚLAIa