Morgunblaðið - 21.03.1982, Side 18

Morgunblaðið - 21.03.1982, Side 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MARZ 1982 Verkpallar til sölu og leigu Eigum fyrirliggjandi ál- verkpalla á mjög hagstæóu veröi. Seljum einnig stálloftaund- irslátt á mjög góöu veröi. Þyngd aöeins 12 kg, þaö léttasta í dag. Leigjum út álstiga í mörgum lengdum. Ath. Sparió fé og tíma, mjög fljót uppsetning. Pallar bf. VERKPALLAR STIGAR Vesturvör 7, Kópavogi. Sími 42322. 75 ára á morgun: Björgvin Ólafs- son Akranesi Einn er sá maður, sem flestir Akurnesingar, ef ekki allir, kann- ast við, sömuleiðis fólkið hér í næstu sveitum. Maðurinn er og hefur verið vörubílstjóri á Akra- nesi allar götur frá 1930 eða í hálfa öld og tveim árum betur. Reyndar er hann einn af fyrstu bílstjórum hér á Akranesi. Maður- inn heitir Björgvin Ólafsson. Fæddur að Katanesi á Hvalfjarð- arströnd, 22. mars 1907. Hann var fjórða og yngsta barn þeirra heið- urshjóna, sem þar bjuggu um þær mundir, Ólafs Jónssonar bónda og Guðrúnar Rögnvaldsdóttur Jóns- sonar útvegsbónda og formanns að Skálatanga á Akranesi. Guðrún var þrettánda barn föður síns, en þau voru 18 alls. Hann átti tvær konur, sem voru alsystur. Með fyrri konunni, Guðrúnu Jónsdótt- ur formanns á Akranesi Hansson- ar, átti hann 12 börn. Með seinni konunni, Arnbjörgu, átti hann 6 börn og var Guðrún þeirra elst. Rögnvaldur og konur hans voru af borgfirskum ættum, en Ólafur, faðir Björgvins, var ættaður úr Mosfellssveitinni og nágrenni Reykjavíkur. Ólafur og Guðrún bjuggu í 12 ár í Katanesi, 1899 til 1911. Á Geitabergi í sama hreppi bjó Ólafur í 18 ár og þar áöur í 12 ár á Þorbjarnarstöðum í Straums- vík við Hafnarfjörð. Guðrún kom ung stúlka sem ráðskona til Ólafs stórbónda á Geitabergi. Sú vist- ráðning varð þetta varanleg að þau urðu hjón, eignuðust 4 börn. Þau dóu sitt vorið hvort, hún 1922, hann 1912. Þannig fer stundum, ungur má en gamall skal. Hún var sem sagt að verða fertug, en ald- ursmunur þeirra hjóna var 33 ár og 5 mánuðum betur. Þegar Guð- rún dó vorið 1911 leysti Ólafur upp heimilið og hætti að búa, þó var hann sitt síðasta ár í Katanesi g dó þar 22. maí 1912. Þegar hann var búinn að missa konuna og hafði leyst upp heimilið, var tveim yngstu börnunum komið fyrir, Guðný 6 ára fór að Kalastaðakoti, en Björgvin 4 ára til Guðjóns Sig- urðssonar og Signýjar Jónsdóttur í Dægrunni, Innri-Ákraneshreppi. Þau heiðurshjón voru vinafólk þeirra Ólafs og Guðrúnar, hjón- anna í Katanesi. Hjá þeim fengu þau aðstöðu í Katanesi til að búa sitt fyrsta búskaparár. Þetta heið- ursfólk var trygglynt og vildisvin- ir. Litli drengurinn frá Katanesi mundi foreldra sína og saknaði þeirra sárt, þótt hjá góðum væri. Maðurinn er að eðlisfari trygg- lyndur, vanafastur og þéttur fyrir, lítt gefinn fyrir breytingar eða bústaðaskipti, það hefur hann löngum sannað okkur. Frá fyrstu ævinnar árum, býr átthagatryggð- in í brjósti hans. Honum var föð- urgarðurinn kær, þar sem hann mundi sína fyrstu daga. Því fór vel á því að þar ætti hann nokkurt land, til að athafna sig á og njóta kærra heimahaga. Það var alla tíð kært með þeim bræðrum, Jóni bónda í Katanesi og Björgvin bróður hans. Jón fann hvað hjart- að sló hjá bróðurnum eina, seldi Própangasbílar á markaðinn ('hicago, 19. mars. Al*. FYRSTU própangas-bifreiðirnar, sem framleiddar eru i Bandaríkjun- um, komu úr verksmiðjum Ford- fyrirtækisins í dag. Um er að ræða 200 bíla af tegundinni Granada, sem afhentir verða Ll’-GAS-fyrirtækinu, sem er sölusamband þeirra er versla með fljótandi gas. Fyrstu bílarnir, sem almenningi standa til boða, koma á markað í haust, árgerð 1983. Ford-fyrirtæk- ið telur sig geta framleitt á milli 3 og 4000 bíla af 1982-árgerðinni. Fyrirtækið gerir ráð fyrir, að meira en 10.000 bílar af þessari tegund seljist á næsta ári. Bílar þessir eru að öllu leyti svipaðir að, gerð og aðrir Gran- ada-bílar frá Ford, en munu kosta um 800 dollurum meira en bens- ínbílar. Bandaríkin: Nýir yfirmenn sjó- og flughers W ajshington, 18. mars. Al’. RKAGAN Bandaríkjaforseti hefur útnefnt nýja yfirmenn sjó- og flug- hers Bandaríkjanna. James D. Wat- kins aðmíráll tekur við embætti æðsta manns sjóhersins og ('harles A. Gabriel hershöfðingi verður æðsti maður flughersins. Áður hafði Reag an útnefnt nýjan forseta yfirherráðs- ins (JCS), John Vessey hershöfð- ingja. Fyrsta skipun forsetans var léttvæg. Bað hann herforingjana að þjappa sér betur saman til að skapa betri mynd fyrir þann fjölda ljósmyndara, sem var sam- an kominn til að mynda þá. f KAUPMENN- VERSLUNARSTJÓRAR AVEXTIR IKUNNAR Bananar — Epli rauð — Epli græn — Appelsínur Jaffa — Appelsínur Marokkó — Appelaínur apénskar — Blóð- appelsínur spénskar — Greipaldin Jaffa — Greipaldin rauð — Sítrónur Jaffa — Vínber græn — Vínber blá — Perur — Bananar — Avocado — Ferskjur — Ferskar döðlur — Kiwi — Jarðarber — Pomelos — Melónur — Papaya. EGGERT KRISTJANSSON HF Sundagörðum 4, sími 85300 honum nokkra ha lands, svo hann gæti átt búfé og fengið arð til eig- in nota, í sitt heimili. Þessi smái búskapur Björgvins hefur alla tíð fært honum björg í bú og ánægju búsýslunnar að auki. Fyrir um hálfri öld flutti hann að Uppkoti á Skipaskaga, til henn- ar Önnu Helgadóttur, sem misst hafði unnustann í sjóinn á togar- anum Leifi Heppna í Halaveðrinu 8. febrúar 1925. Anna bjó í sínum föðurgarði, hafði föður sinn hjá sér til lokadags. Hann dó í júlí 1945. Guðrún Sæmundsdóttir, kona Helga, dó í október 1930. Dóttur átti Anna með Þorbirni unnusta sínum. Það er Þorbjörg, kona Helga Ibsen, Akranesi. Þann 16. júní 1933 ganga þau í hjóna- band, Björgvin og Anna. Þeirra börn eru 3: Helgi bílstjóri á Akra- nesi, kvæntur Ingibjörgu Sigurð- ardóttur, Guðrún, hennar maður Snæbjörn Snæbjörnsson, þau búa í Reykjavík, og Sigrún, hennar maður Gunnar Lárusson, Akra- nesi. Barnabörnin eru orðin mörg og sum hafa stofnað sitt heimili, eiga börn og buru. Anna var mikil heiðurskona, stórmyndarleg, góð kona, virt og vinsæl af sinni samtíð. Hún dó 24. ágúst 1970. Þeirra farsæla sambúð hefur því staðið nær fjórum ára- tugum. Það var gestrisið heimili, glaðvært og gott, þeirra Upp- kotshjóna. Þar þótti okkur öllum gott að koma og dvelja með glöðu og góðu fólki, sem vildi hvers manns vanda leysa og öllum gera gott. Það var margs að sakna, þeg- ar blessuð Anna féll frá. Það urðu örlagarik þáttaskil í lífi ástvina, en þetta er lífið, vinir koma og vinir kveðja, en minning getur margan glatt, þó æviárin liði. Þessir góðu vinir eru mér kærir og minnisstæðir. Börn þeirra hjóna, afkomendur og tengdabörn, allt mikið sómafólk, sem við þekkjum öll af mannkostum, dugnaði og manndómi. Björgvin var sá lánsmaður sem fyrr að fá til sín mikla sómakonu, Svanlaugu Pétursdóttur. Sú kona er virt og dáð vegna sinna mann- kosta og manngæða. Björgvin kann vel að meta hennar góðu hjálp og alúðlegu viðkynningu. Björgvin er maður dulur og hlé- drægur, vinfastur, orðheldinn, samviskusamur og vandaður til orðs og æðis, þéttur fyrir og íhug- ull, sem virða ber. Góður heimil- isfaðir, glaður maður og góður sínum vinum, á heimili og utan þess. Frá því á vordögum 1922, þegar sá er þetta skrifar eignaðist heim- ili í Katanesi, hefur þessi heiðurs- maður, frændi og vinur verið mér hugstæður og hjartkær, sem sé 60 ára vinátta, sem vel er þess verð að virða á tímamótum. Öllu fleyg- ir fram, leiðin lengist að baki og styttist í lokamark. Sem betur fer er engu að kvíöa, en margs að minnast og margt að þakka. „Lífið er dásamlegt" er nafnið á einni bók í hillunni hér. Ég tek undir það. Við lifum á landi fögru, Ijóss- ins friðsæla landi, meðal góðra samferðamanna og vina, einn þeirra, frændi vor Björgvin Ólafs- son, er sjötíu og fimm ára. Margt ber að muna, margt að þakka. Gefi Guð að ein sé hamingjan hliðholl fyrir stafni til sólarlagsins síð- asta. Lifðu heill kæri frændi, hjart- ans þökk fyrir samfylgdina, vin- /i*., VI t

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.