Morgunblaðið - 30.04.1982, Page 15

Morgunblaðið - 30.04.1982, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982 4 7 Eldmóður Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson NÝJA BÍÓ: ELDVAGNINN („Chariots of Fire“) Leikstjóri: Hugh Hudson. Fram- leiöandi: David Putnam. Handrit: Colin Welland. Tónlist: Vangelis. Aðalhlutverk: Ben Cross, lan Charleson, Nigel Havers, Alice Krige, Nick Farrell, Daniel Ger- roll. Bresk frá 1981. 20th Century — Fox. Kvikmyndaúrvaliö í borginni er meö eindæmum gott um þessar mundir. Á boðstólum eru m.a. tvær, glænýjar íslenskar myndir, í Háskólabíói er veriö aö sýna nokk- harðan áróöur. Eldvagninn fjallar að auki um harla óvenjulegt efni, er dásamlega laus vió allan „glam- our“, sem löngum hefur gengió í augun á meölimum kvikmynda- akademíunnar. Þá prýöa ekki myndina heimsfrægar stórstjörn- ur, öfugt viö hinar tvær, aftur á móti fara alls óþekktir leikarar meö aðalhlutverkin erfiðu. Og þá er myndin bresk, meira aö segja mjög bresk. Eldvagninn fjallar um eldmóð tveggja fótfrárra Englendinga á öndveröri öldinni. Þeir stefna báöir aö því marki aö vinna til sigurverö- launa í 100 yarda hlaupi á ólympíu- leikunum í París áriö 1924, en ást- æðurnar eru gjörólíkar. Annar lan Holm ( hlutverki Mussabini. vönduö, búningar og munir gjöröir af miklum metnaöi og kostgæfni. Kvikmyndataka David Watkins er sérstakur kafli og atriöin á Ben Cross sem Harold Abra- hams. hlaupabrautinni í einu oröi sagt hrífandi. Hinir óþekktu leikarar sem fara meö aöalhlutverkin, Ben Cross og lan Charleson, eru sem sniðnir i gervi hinna frægu íþróttagarpa, jafnt andlega sem líkamlega. Ein- staklega vel hefur og tekist aö velja í aukahlutverkin, en þar bregður fyrir vel þekktum leikurum eins og Sir John Gielgud, Patrick Magee, Nigel Davenport og leik- stjóranum Lindsay Anderson. Af þeim öllum ber þó lan Holm í hlut- verki þjálfarans Sam Mussabini, hefur hann tæpast veriö aöra tíö betri. Tónlist Grikkjans Vangelis er styrkur þáttur í Eldvagninum og bindur hana saman á hæggeng- ustu köflunum. Þessi frumraun Hugh Hudsons, sem áður hefur einungis fengist viö sjónvarp og aðallega margverölaunaöar aug- lýsingamyndir, er eftirminnilegt listaverk sem í látleysi sínu er bæöi hrífandi og mér liggur viö að segja, á þessum síóustu og verstu tímum, uppbyggjandi. j‘ Eric Liddell (lan Charleson), hylltur eftir óvæntan sigur í 440 yarda hlaupi á Olympíuleikunum ( París 1924. urra mánaöa gamla, umtalaöa stórmynd, Leitina aö eldinum, sem snertir okkur íslendinga vissulega. Austurbæjarbió státar af The Shining, ágætri hrollvekju þeirra Kings og Kubricks. Og rúsínan í pylsuendanum er nátturlega hin nýkjörna Oscarsverðlaunamynd, Eldvagninn — Chariots of Fire. Þúsund þakkir. Þaö sem kom hvaö mest á óvart á Oscarsverölaunaafhendingunni á dögunum var tvímælalaust útnefn- ing Eldvagnsins sem besta mynd ársins. Hún átti viö ramman reip aö draga þar sem voru stórmynd- irnar bandarísku, Reds og On Golden Pond. Báöar geröar af miklum efnum og hinir frægu bakhjarlar þeirra ráku fyrir þeim þeirra, Harold Abrahams, er gyö- ingur og andúó almennings á kyn- þætti hans knýr hann til dáöa. Keppinautur hans, Eric Liddell, er hinsvegar kominn af strangtrúuöu foreldri, kristniboöum. Hann hleypur Drottni til dýröar. Þessi athyglisveröa, breska mynd er óöur um stálvilja tvímenn- inganna, fórnir þeirra og þann, næsta ómennska styrk sem nauö- synlegur er til afreka. Vafamál er aö líku efni hafi nokkurn tímann veriö gerð jafn góö skil á filmu fyrr. Þá lýsir hún firna vel tíöarandan- um, en í aldarbyrjun þóttu sprett- hlaup og aðrar frjálsíþróttir tæpast við hæfi aðalsmanna né hástétta og sannir herramenn áttu helst aö hlaupa berfættir. Umgjöröin er ov\» 2a.oo TIMBUR BYGGINGAVÖRUR Flísar • Hreinlætistæki • Blöndunartæki • Máln- ingarvörur • Verkfæri • Baöteppi • Baöhengi • Baðmottur Haröviöur • Spónn • Spónaplötur • Viöarþiljur • Einangrun • Þakjárn • Saumur • Fittings • Rör • Panill • Parket Ótrúlega hastæöir greiösluskilmálar allt niöur í 20% útborgun oa eftir*»KAu«> -»* * '.A_1118viimálar Ótrúlega hagstæöir greiöslusku Mánudaga til fimmtudaga frá kl. 8—18 Föstudaga frá kl. 8—22 Laugardaga frá kl. 9—12 í 3 3 [BYI G G 1 N GA VO RU R) HRINGBRAUT119, SÍMAR10600-28600 ityjpy HÚSIÐ Reykjavíkurvegi 78,Hafnarfiröi,sími 54499 URVALS HUSGOGN á hagstæöu veröi Sófasett í öllum veröflokkum kr. 6.000 Hornsófar í öllum verðflokkum frá kr. 6.000 Hillusamstæður 10 gerðir, hjónarúm margar gerðir, sófa- borö og m.fl. Opið til kl. 10 í kvöld

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.