Tíminn - 22.07.1965, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 22. júlí 1965
TÍMINN
Rannsaka ystu
undraefni, er
bindur jarðveginn
Nýloga er komið á markaðinn
kemískt efni, sem mun í fram-
tíðinni auðvelda mjög byggingu á
stíflum, brúm, jarðgöngum, og
einnig við námugröft. Þetta efni
er kallað „AM—9 Chemical
Grout“ og er framleitt af Ameri-
can Cynanamid Company í New
York. „AM—9“ er dælt ofan í
jörðina í gegnum sérstaklega bor
aðar holur, og þar myndar það
hart vatnshelt lag, sem styrkir
jarðveginn og kemur í veg fyrír
skriður og jarðföll.
Þetta efni er að því leyti betra
en önnur svipuð efni, að það get
ur hæglega bundið hvaða jarðveg
sem er. Þessir eiginleikar ,,AM—9“
draga úr heildarkostnaðinum við
áður nefndar framkvæmdir, þar
sem erfitt er að halda jarðveginum
í skefjum meðan verið er að vinna
að verkinu. Efnið „AM—9“ hefur
t. d. þegar verið notað til að
styrkja jarðvegi þar sem verið er
að byggja brýr og stíflur.
„AM—9“ er blandað á staðn
um, þar sem það verður notað, og
tilbúið lítur það svo til eins út
og venjulegt vatn. Efninu er dælt
ofan í jörðina í gegnum þar til
gerðar borholur og þar síast það
í gegnum jarðveginn, og þegar það
þornar myndar Það vatnshelt lag,
sem vamar hruni eða skri/'uföllum.
Þeir, sem hafa notað þetta undra
efni hafa sagt, að það hafi mikla
hæfileika til að binda lausan sand.
Það byggist á jarðveginum sjálf
um hvernig „AM—9“ er blandað.
Eins má ráða hve lengi það tekur
enfið að þorna í jörðinni og
hvernig varnarvegg það skapar.
Undraefnið „AM—9“ hefur nú
veríð notað á nokkrum stöðum og
hefur það reynzt mjög vel að sögn
verkfræðinga og annarra sem ihafa
notað það.
Lengsta
loftnet
Lengsta loftnet sem um getur
var nýlega reist á Suðurpólnum
af bandarískum vísindamönnum,
sem eru að rannsaka undarlegan
hljóðburð utan úr geimnum. Loft
netið, sem er varið
er 21 míla á iengd.
mjög vel einangrað, þar sem
stendur á ísnum, sem er á
km. á þykkt, og verður
ekki fyrir áhrifum frá jörðinni.
Það tók tvo mánuði að rejsa
og reyna getu þess, og er áætlað
að það verði tekið í notkun í
október í haust. Vísindamennimir
hafa í huga að lengja það seinna
um einar 10 mílur.
Framhald á bls. 12
Hér sést hvar sandi er helt í til-
raunaglas, og vi3 hliðina er glas með
„AM—9“
Efninu „AM—9" er sprautað í
sandinn og hann látinn vökna mjög
vel.
Efnið harðnar á 30 sekúndum og
myndar mjög hart vatnshelt lag.
þegar barið er á sandinn í glasinu,
eftir að hann er orðinn harður, hef-
ur það engin áhrif og ekkert molnar
Úr honum, enda hafa efnaskipti orð-
íð til þess að gera sandinn harðan
sem grjót.
Hérna má sjá hvernig bindiefnið „AM—9“ er notað og hvernig jarð-
vegurinn er undirbúinn fyrir notkun efnisins. Fyrst eru boraðar sérstak-
ar holur, sem efninu er dælt í gegnum, djúpt ofan í jörðina. Varnar-
lagið eða varnarveggurinn, sem efnið myndar, kemur í veg fyrir að
lög jarðarínnar
vatn geti grafið sundur jarðveginn og orsakað skriður eða jarðföll.
Jökfor í Sovét-
ríkjunum minnku
Tímaritið Soviet Weekly segir frá því nýlega, að mik-
iM samdráttyr hafi orðið á öllum jöklum innan Sovétríkj-
anna á s.l. 14 árum, þ.á.m. nafl stærsti jökullinn, sem
er utan heimsskautanna, Fedchenko í Mið-Asíu, minnkaS
um hálfa mílu.
Jöklafræðingurinn Vladimir Ratsek varar við, að kola-
ryk sé notað til að flýta fyrir bráðnun jökla á þeim svæð-
um, þar sem mikil þörf er fyrir jökulvatn til ræktunar
landsvæða. Jökulvatn hefur verið mikið notað á eyði-
merkur og sléttur, sem verið er að rækta upp. Eins og i
vitað er, dregur kolarykið í sig hita frá sólinni. Ratsek
leggur áherzlu á, að Sovétríkin fari gætilega með jöku)
vatnið og fylgist vel með þessari öru minnkun á jöklum
landsins.
Rússneskir vísindamenn eru að
undirbúa mikilvægar jarðfræði-
rannsóknir á Kólaskaganum. Þeir
ætla að bora f jórar holur níu mílur
niður í jörðina, til þess að geta
rannsakað m. a. basaltlög þau
sem mynda yztu lög jarðarinnar.
Framkvæmdir eiga að hefjast að
næsta ári, og áætlað er að fyrstu
fjórar mílurnar verði boraðar
með venjulegum jarðborum. Þá
taka við öllu fullkomnari borar,
sem geta borað á miklu dýpj
Sérstakur rafbor með demants-
oddi mun mylja steinlögin, en
grjótmyslnan verður flutt upp á
yfirborðið með lofti, en ekki
vökva eíns og nú er oftast gert.
Vísindamennirnir ætla að nota
borholurnar til að kanna basalt
jarðlög, og eins til að rannsaka
hljóðburð, segulsvið. geislavirkni,
og m. fl.
Borskaftið verður úr sérstaklega
léttum málmi; stál verður ekki
notað vegna þess hve Þungt það
er. Þá hafa veríð búin til sérstök
tæki, sem munu gefa til kynna
á yfirborðinu hvað sé að ske niðri
í holunni. Tækið mun segja til
um í hvaða stefnu borinn er að
vinna, flytja upp steinsýnishorn,
og segja til um hvernig ástandið
er á bornum sjálfum.
Um 20 sovézkar vísindastofnan
ir eiga hér hluta að verki, enda
er um að ræða mjög merkilegar
rannsóknir.
■
Þann 11. febr. skutu Bandaríkja
menn eldflauginni Títan—3A á
loft frá Kennedyhöfða Þetta er
| fyrsta eldflaugin sem þeir hafí
| getað stöðvað og startað aftur, úti
1 í geimnum. Þá tókst þeim eínnig
að láta flaugina snúa sér í heilan
hring. þar sem hún var á fullri
I ferð á sporbraut umhveríis jörðu.
3
Á VÍÐAVANGI
Gjaldahækkunin.
Rógur Þjóðviljans um Krist-
ján Benediktsson, borgarfull-
trúa Framsóknarflokksins,
vegna afstöðu hans í borgar-
ráði og borgarstjórn til hækk
ana á gjöldum sirætisvagna og
hitaveitu, hefur algerlega misst
marks og er orðinn beinlínis
hlægilegur. Gjöld þessara fyrir
tækja borgarinnar hafa ekki
verið hækkuð all lengi en á
sama tíma hefur dýrtíðarflóð-
ið af stefnu ríkjsstjórnarinnar
hellzt yfir, og reksturskostnað
ur fyrirtækjanna vaxið stór-
lega. Var fyrirsjáanlegur rekst-
urshalli á strætisvögnunum,
sem borgararnir yrðu að bera
uppi með útsvörum sínum.
Einnig var hætt við að draga
myndi úr nýbyggingum hita-
veitunnar og lagnjr í ný hverfi
tefjast, en margir bíða þess nú
með óþreyju að fá notið þess
hagræðis, sem af hitaveitunni
er, og þeirrar lækkunar á hita
kostnaði sem hún hefur í för
með sér.
GuSmundur samþykkur
Voru fjármál þessara fyrir-
tækja til umræðu í borgarráði
og var skipuð einskonar undir
nefnd til að athuga málið og í
henni var m. a. Guðmundur
Vigfússon, borgarfulltrúi Sósí
alistaflokksins. Komst þessi
undirnefnd að samkomulagi um
hækkunarprósentuna og viður
kenndi Guðmundur Vigfússon
fullkomlega nauðsyn hækkun
arinnar og lýsti sig henni fylgj
andi. Höfðu þá engir nýir
kjarasamningar verið gerðir og
sést af því hve fráleitt er að
blanda þeim inn í þetta mál.
Um þessar mundir var Ein
ar Olgeirsson seztur í stól Magn
úsar Kjartanssonar á Þjóðvilj
anum, meðan Magnús brá sér
austur á bóginn til að ná betri
fótfestu á nýju línunni.
Bitið í skottið.
Svo kom málið fyrir borgar-
ráð að nýju. Var Einar Olgeirs
son þá búinn að skrifa sig upp
í hinn mesta úlfsham og beit
í skottið á Guðmundi og heimt
aði að hann yrði á móti þess
ari hækkun af hrejnum pólitísk
um ástæðum. Guðmundur er
hinn þægasti og tryggasti þjónn
Einars. En samt treysti hann
sér ekki að ganga lengra í
óvirðingu á eigin persónu, en
bera fram tillögu um að hækk
ununum yrði frestað í 2—3
mánuði. Skv. þcirri tjllögu var
hann alls ekki á móti hækkun-
unum, heldur bað aðeins um
frest meðan skapið væri að
ganga niður í Einari.
Vindmylluriddari.
Einar taldi þessa skrautfjöð-
ur sína þó nægjlega til þess að
slá dag eftir dag yfir þvera for
síðu Þjóðviljans miklum upp-
hrópunum um hvað það væru
vondir menn i Framsókn, sem
vildu ræna verkamenn ávinning
af nýgerðum kjarasamningum
og svo með vaxandi hita eftir
því sem víman varð meiri hjá
Ejnari, að Framsóknarmenn
væru helmingi verri en íhald-
ið. Það væri nú bara hátið
hjá Framsókn! Ekki virtist Ein
ar meta hátt mannorð Guðmund
ar skósveins síns Vigfússonar í
þessum skrifum. en eftir þau
er Guðmundur orðinn hinn
sanni Don Qujxote islenzkra
stjórnmála. vindmylluriddari
Einars Olgeirssonar.
Frambald n o's 12