Tíminn - 22.07.1965, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.07.1965, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 22. júlí 1965 TÍMINN NÝJAR ERLCNDAR BÆKUR Louis XVI Furinture. Höf- u-ndur: F.J.B. Watson. Útgef- andi: Alec Tíranti 1960. Verð: 50/-. Húsbúnaður hefur sjaldan verjð íburðarmeiri en á 18. öld í Frakklandi. Forsendurnar fyr ir þessari blómstrun voru, mik il eftirspum og fagfélög, sem gerðu mjög strangar kröfur til félagannna. Það verða miklar framfarir í iðninni á öldinni, rókókó tekur við að barrok stílnum og Lúðvík XVI stíll á þangað rætur sínar að rekja. Það sem sérkennir þann stíl er einhverskonar blanda af ró- kókó og klassjsisma, en klassis- isminn kemst mjög í tízku í Frakklandi á síðasta hluta ald- arinnar. Það fer þó að bera á þessu fyrr, strax þegar farið var að grafa í rústir Herculane um og Pompeii vaknar mikill áhugi í Evrópu fyrir þeim leif- um fornmenningarinnar, sem þar birtist. Rétt upp úr miðri öldinni birtist rit Winckel- manns og við það eykst þessi áhugi mjög, fjöldi rita kemur út helgaður þessum efnum og ferðir til Ítalíu komast í tízku og með ferðamönnunum berast stöðugt áhrif norður yfir Alpa. Það er farið að safna fornum minjum, höggmyndum, kerum og smástyttum og bráðlega er farið að sækja fyrirmyndir að húsgögnum til Pompeii. Hús- gögn þessara tíma voru marg- þætt smíði, sem margir unnu að, hver á sínu sviði, enda voru þau mjög dýr. Nú er mest um þessi húsgögn á Englandi, sök- um þess að á byltingaárunum var mikið magn þeirra selt úr landi og einnig eftir Napóle- onsstyrjaldirnar, það var alltaf mikil eftirspurn eftir frönsk- um húsgögnum í Englandi fram á 19. öld. Þessi bók er mjög vönduð, ítarlegur inn- gangur um mótun þessa stíls og getið helztu iðnaðarmanna, svo fylgir skrá yfir munina, þeim lýst og getið hver hafi smíðað og ferill þeirra rak- inn ef unnt hefur reynzt, 242 myndir fylgja af mununum, einnig fylgir bókaskrá. Þetta er hin fegursta bók. Die Kaiserin Galla Placidia. Höfundur: Henry Benrath. Út- gefandi: Droemer Knaur 1964. Verð: DM 3.80. Henry Benrath er höfundar nafn Alberts H. Rausch, sem fæddist í Friedberg í Hessen 1882. Hann lagði stund á ger- mönsk og rómönsk mál í París og Genf, las einnig sögu og heimspeki. Bækur hans um drottningarnar, Konstönu, Þeó dóru og Göllu Placidiu urðu vinsælastar bóka hans, auk þess setti hann saman kvæði og greinar um heimspekileg efni. Ævi Placidiu var storma- söm, hún var drottning, marg- gift og varð að þola útlegð og fangelsisvist. Grafhýsi henn ar í Ravenna, er eitt fegursta dæmi byggingarstíls þessa tíma bils. Hún lifir á þjóðflutninga- tímunum, tímum upplaysnar i og , öryggislQysis. Persór .. ’ 'sem I ágætt efni i skáldsögu. Höfund ur viðaði að sér ýmsum heim- ildum til þess að geta lýst ald- arfarinu og ferðaðist mikið um þær slóðir sem sagan gerist á. Höfundi hættir til að gera veg Rómverjanna eitthvað lakari, en efni standa til, en mikla aftur á móti germönsku þjóð- flokkana, sem koma svo mikið við sögu um þetta leyti. Sam- töl og orðræður persónanna vilja oft vera heldur langdregn ar og smekkur manna og við- horf minna oft fullmikið á við horf samferðamanna höfundar. Ring Rat. Höfundur. James Clavell. Útgefandi: Panther Books 1965. Verð: 5/- Þeessi saga gerist í fangabúð- um. Japanir ráða hér ríkjum með aðstoð svikara úr hópi fanganna. Þetta er hryllilegt líf, menn verða að skepnum og gera hvað sem er fyrir auka skammt og vindling. Þeir, sem eru í náðinni hjá Japönum hafa það, sem þeir óska, en hinir eru auðmýktir og bækl- aðir af harðstjórn og skortj. Það hefur mikið verið skrifað um fangabúðalíf undanfama áratugi bæði sannferðugar skýrslur, frásagnir og skáldsög ur, en raunveruleikinn verður hér áhrifameiri en skáldsagan, þótt hann birtist í þurr- um skýrslum. í þessari sögu er áherzlan lögð á baráttu svik- arans og landa hans.fyrst í stað eru fangarnir fullir heiftar í garð svikarans, en . eftir • því . sem á líður kúgast .þeiir.^yfull- ! kominnar uppgjafar og verða einhverskonar hálf-menn, vilja laus skriðkvikindi. Þessi bók er hrollvekja. ÞAKKARÁVÖRP Þökkum hjartanlega hlýhug og vinakveðjur á fimm- tíu ára hjúskaparafmæli okkar, 25. júní s.l. Jón Helgason, Hólmfríður Þórðardóttir. Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför mannsins míns, föður og bróður, Ásgeirs Jónssonar frá '1+vammi, Landssveit Hanna Ólafsdóttlr og synlr, Guðmundur Jónsson og Vilhjálmur Ólafsson. VITA- OG HAFNARMÁL Framhald af bls. 1 Unnið hefur verið undanfarið við endurbætur á Grindavíkur- höfn og standa vonir til að við það verk verði lokið í ár. Verður að þeim mikil bót, enda hefur bryggjupláss verið þar lítíð, en nú eiga þúsund tonna skip að geta athafnað sig þar með góðu móti. Þá er verið að dýpka innsigling una í Sandgerði og eiga þá flestir bátar að geta komjzt þar hindrun arlaust án þess að þurfa að sæta sjávarföllum, eins og nú er. Stærstu framkvæmdimar eru í Njarðvík og Þorlákshöfn. Lokið verður viðgerð ytri hafnargarðs ins í Njarðvík í sumar, ef allt fer fram sem horfir, og í Þorlákshöfn verður gerð 40—50 metra lenging á innri bryggjunni. Litlar framkvæmdír hafa verið í Rifi í sumar, en í ólafsvík er unnið að dýpkun og stendur til að byggja þar nýja bátabryggju í sumar. Nú er að Ijúka smíða slipps fyrir 250 tonna báta í Stykkis- hólmi. Ekki er mikið um nýbyggingar vita í sumar, en eðlilega mikið að gera við viðhald þeirra að venju. Þó verða byggðir tveir vitar, báð- ir fremur smáir. Annar þeirra er við Gjögurtá við Eyjafjörð og er hann stærri, en hinn vitinn verð ur á Krísuví'kurbjargi. Verður byrjað á báðum þessum bygging um innan hálfs mánaðar. BRÚ Framhald af 16. síðu. Björn Ólafsson verkfræðingur sagði okkur, að verið væri að undir byggja veg frá brúnni og austur í hraunbrúnina, og frá enda hans er eftir um 1700 metra spölur austur á vestari enda nýja vegar ins í Eldhrauninu, en austan nýja vegarins er enn eftir þriggja og hálfs kílómetra spölur austur úr hrauninu. Björn kvaðst gera sér vonir um að árið 1967 yrðj kom inn nýr, beinn og breiður vegur austur úr hrauninu, en eins og þeir bezt vita, sem ekið hafa um Skaftáreldahraun, er ekki van þörf á að nýr vegur komi þar og má telja kraftaverki næst að stór slys gk^ili^ekki oft.hafa orðið á hinu^jý, gájnla þrpnga vegi, með öllum sinum beygjum og blindhæð um. HJALTLAND Framhald af bls. 1 hún var fyrir flotann um daginn, þegar síldin veiddist rétt við Jan Mayen. í kvöld var komin bræla á mið unum fyrir austan og hálfgerðar mæðutónn var í Samræðum skip stjóranna. Munu margir þeirra halda tú Vestmannaeyja og sumir hafa hugsað sér ag taka sér smá- frí, þar til veður og veiðihorfur batna, að sögn manna í landi, sem fylgdust með talstöðvarvið- skiptum síldarflotans. DUNSÆNGUR Vöggusængur, ÆÐARDÚNN Gæsadúnn, Fiður. Hálfdúnn, Fiðurhelt og dúnhelt léreft. Damasksængurver. Koddar, þrjár stærðir, Lök. Svefnpokar m. kodda GALLABUXUR, Teri- lyn drengjabuxur Stakir drengjajakkar Drengjajakkaföt frá 6—14 ára. Telpubuxur, teygju- nylon 2—6 ára, grænar, rauðar og bláar. PATTONSULLAR- GARNIÐ, allir litir og grófleikar. Póstsendum. Vesturgötu 12 — Simi 13570 GJAFA- HLUTA- BRÉF Hallgrimsklrklu fást bjá prest- um landsins og 1 Reykjavík hjá: Bókaverzlun Sigf. Eymundssonar. Bókabúð Braga Brynjólissonar. Samvinnubankanum Bankastrætl. Húsvörðum KFUM og K og bjá Kirkjuverði og kirkjusmiðum HALLGRÍMSKIRKJU á Skólavörðu hæð. Gjafir til kirkjunnar ma draga frá telcjum við framtöl til skatts Dóttir mfn og systir okkar, Laufey Ása ÞórSardóttir frá Reykjum andaðist 19. þ. m. Útförin fer fram frá Selfosskirkiu, laugardaginn 24. þ. m. kl. 1,30 e. h. jarSsett verSur aS Ólafsvöllum. Blóm vinsamlegast afþökkuö. GuSrún Jónsdóttir og börn. Eiginkona mín og móSir okkar Fríða Björnsdóttir andaStst á sjúkrahúsinu Sólvangi hinn 20. þ. m. JarSarförin ákveSln s|Sar. Kristján Jensson og börn. Hjartkaer eiginmaSur minn, faöir, tengdafaSir og afi • Guðmundur Guðjónsson gjaldkeri, Kariagötu 21. andaSist á Landsspítalanum 21. júlí. Kristín Rrynjólfsdóttir. börn tengda börn og barnahörn Fyrjr skömmu kom liingað til lands Finninn Kivikoski. sem i vetur bar sigur af hólmi i getraunakeppni þeirri, sem Jón Hclgason prófessor i Kaup mannahöfn stjórnaði og sýnd var i fjölmörgum sjónvarps- stöðvuni á Norðurlöndum Kivikoski kom hingað til þess að eyða hér hveitibrauðsdög unum með brúði sinni Taimi Poutiainen, en þau gengu i hjónaband 16. júlí. Myndin er af þeim hjónum og finnsku ■w—.vr,. flugfreyjunnj Susanna Rydman frá Helsinki, sem starfar nú hjá Loftleiðum .1 verðlaun í keppninni fékk Kivikoski 600 krónur sænskar og auk þess þriggja vikna ferðalag til fs- lands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.