Morgunblaðið - 06.05.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.05.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1982 13 Gísli Gestsson fyrrv. safnvörður 75 ára .ísli Gestsson og K.E. á Nýfundnalandi 1962. Svo vildi til árið 1951 að laus varð staða safnvarðar í Þjóð- minjasafni íslands. Þá voru ekki á hverju strái menn sem sérstaklega höfðu menntast í háskólum til þess að verða fornleifafræðingar eða safnmenn. Hinsvegar var á næstu grösum vel menntaður maður sem af sjálfsdáðum og lif- andi eðlisgrónum áhuga hafði gert sig hæfan á þessu sviði með þátt- töku í fornleifarannsóknum og ýmisskonar aðstoð og greiðvikni við starfsmenn Þjóðminjasafns- ins, til dæmis með því að vera þeim innan handar með ljósmynd- un, sem söfn þurfa alltaf á að halda, en ekki nema fáir hafa lag á. Þetta var sem sagt maður sem um árabil var búinn að vera í eins- konar tilhugalífi við Þjóðminja- safnið, og nú kom að því að alvara var gerð úr hlutunum og opinber- lega lýst með þeim: Gísli Gestsson frá Hæli, f. 6. maí 1907, var ráðinn safnvörður við Þjóðminjasafnið árið 1951 og skipaður í þá stöðu ári síðar og gegndi því embætti til loka starfsferils síns, síðustu árin sem fyrsti safnvörður við stofnun- ina. Gísli Gestsson er 75 ára í dag. Við áttum langa og góða samleið í Þjóðminjasafninu og stússuðum sameiginlega í mörgu bæði utan húss og innan sem óþarfi er að telja upp en bræðir menn saman býsna fast. Mér er sannarlega ljúft og skylt að senda Gísla þakk- arkveðjur fyrir öll okkar sam- skipti ásamt árnaðaróskum á þessum merkisdegi hans. Ég hef aldrei efast um að það var happ og heillaráð þegar Gísli réðst til Þjóðminjasafnsins, blátt áfram af því að hann hefur svo margt til brunns að bera sem safnmanni er nauðsynlegast að eiga í farteski sínu. Lengi mætti telja, en ég nefni þar til smekkvísi og útsjón- arsemi, hagar hendur og skyn- samlegt vit (kannski það besta af öllu) og síðast en ekki sist hæfi- leika eða náttúru til að festa ást og tryggð við þá stofnun sem hann hefur einu sinni gengið á hönd. Gísli hefur verið Þjóðminjasafn- inu góður stofnunarmaður, og með því á ég við að hann hefur ekki umgengist það eins og einhvern og einhvern vinnustað þar sem mað- ur kemur og fer til daglegrar vinnu en lætur annars eins og hann sé ekki til eða sér óviðkom- andi. Gísli hefur látið sér annt um hag safnsins og borið virðingu þess fyrir brjósti, gert það á viss- an hátt hluta af sjálfum sér, látið sig viðgang þess varða. Slíkir menn eru guðsblessun í hverri stofnun. Ég fæ ekki betur séð en að á eftir áðurnefndu tilhugalifi Gísla og safnsins hafi farið ham- ingjuríkt tryggðaband, órofið og órjúfanlegt, því að Gísli hefur síð- ur en svo slitið samvistum við safnið, heldur gengur þar enn um garða til gagns og gleði fyrir sjálf- an sig og aðra. Gísli Gestsson er Nestor safn- manna hér í borg. Á löngum starfsferli sínum hefur hann orðið allra manna fróðastur um Þjóð- minjasafnið og fjölþætt starfssvið þess. Gísli hefur með afbrigðum gott hlutaskyn, það er að kasta skynsamlegu mati á verðleika hvers safnsgrips sem fyrir augu ber. Og hann kann líka að gleðjast innilega yfir slíkum grip sem upp í hendur berst og það þótt enginn stórgripur sé, bara ef hann segir eitthvað fróðlegt eða skemmtilegt á sínu þögla máli. Slíkt er gott safnmannseinkenni. Þeir eru líka orðnir ófáir safngripirnir sem Gísli Gestsson hefur þurft að spjalla og glíma við með mynda- vélum sínum, því að hann hefur frá upphafi með öðrum safnstörf- um tekið fjöldann allan af mynd- um í safninu og með tímanum náð sífellt betri og betri tökum á því vandasama verki að mynda hluti. Ef til vill ætti að geta þess öllu öðru fremur að mesta stórvirki Gísla Gestssonar er reyndar á sviði fornleifarannsókna. Þar er hann þrautreyndur umfram alla aðra menn hér á landi. Gísli er ágætur uppgrafari. Hjá honum fer saman vandvirkni í vinnubrögð- um, hvort heldur sem er við gröft- inn sjálfan, uppmælingar eða ljósmyndun, sem allt er jafn nauð- synlegt, og framúrskarandi góð dómgreind á það sem fyrir augu ber. Sem eitt dæmi um merkan uppgröft Gísla er rannsókn hans á rústum bæjarins Grafar i Öræf- um, sem grófst í gjósku árið 1362. Það var fallegur uppgröftur og rit- gerð Gísla um hann er ein sú besta sem skrifuð hefur verið af því tagi hér á landi og er raunar klassísk á sínu sviði. Mér er vel kunnugt, að margir dómbærir menn erlendir hafa tekið eftir rannsóknarstörf- um Gísla og fræðilegum skrifum hans um íslensk menningarsögu- leg efni, enda er hann vel metinn í hópi fornleifafræðinga og safn- manna hér í nágrannalöndum öll- um. Ég þakka Gísla Gestssyni fyrir vináttu og samstarf sem raunar hefur aldrei rofnað þótt leiðir liggi ekki saman eins og áður var. Konu hans ágætri, Guðrúnu Sigurðar- dóttur, og fjölskyldunni allri send- um við hjón hér á Staðastað inni- legar hamingjuóskir á þessum góða degi húsbóndans. Kristjin Eldjárn Akureyri: Stíll opnar vinnustofu- gallerí EIGENDUR Teiknistofunnar Stíls sf. á Akureyri, Guðmundur Armann og Kagnar Lár hafa nýlega opnaö vinnustofugallerí. Hér er ekki um aö ræöa eiginlegan sýningarsal, heldur vinnustaó, þar sem almenningur er velkominn í heimsókn. I frétt frá þeim félögum um opnun gallerísins segir m.a.: „Gallerí Stíll mun vera eina fyrir- tæki sinnar tegundar hérlendis, Vinnustofugallerí sem þetta eru viða erlendis, þ.e.a.s. staður, þar sem almenningi gefst kostur á að sjá menn að störfum við grafíska myndgerð, jafnframt því að sjá af- rakstur vinnu þeirra hanga á veggjum. Þetta á einkum við um grafísk verkstæði, en það er ein- mitt slíkt verkstæði sem við vilj- um gefa fólki kost á að kynnast. Við munum hafa á boðstólum grafísk verk, teikningar og svart- list. Grafísku verkin eru unnin sem dúkristur og tréristur, sem þrykktar eru með frumstæðum en fullgildum aðgerðum. Silkiþrykk er einnig gömul og gild aðferð til fjölföldunar mynda og vinnum við bæði eftir gamalli og nýrri tækni, (fótógrafískri). Þessar aðferðir gefa allar mikla möguleika við fjölföldun mynda, til dæmis má fjölfalda myndir í eins mörgum litum og vill M (.I.VSIM.ASIMINN KR: Þeir, sem eiga frátekiö sæti í Nepalferö ( Útsýnar (Indland og Nepal) þann 14. ^ okt. nk. eru vinsámlega beðnir aö sækja ferðaáætlun og feröaskjöl á skrifstofu okkar einhvern næstu daga. Þar, sem takmarkaöur fjöldi kemst meö í þessa óvenjulegu fjalla- og bátsferö um Himalaya-héruðin viljum viö vinsamlega benda þeim, sem áhuga hafa á aö slást í hópinn að hafa samband viö Guörúnu Gyöu hjá Útsýn, sem veitir allar nánari upplýsingar. Ævintýraferöinni til Nepal, veröur hagaö á eftirfarandi hátt: mÖKU sér Pa Það þarf varla að taka þaö fram að Nepal- ferð Útsýnar er ein stórkostlegasta ævin- týraför, sem viðskiptavinir okkar eiga völ á í ár. semW9£rra«wa'a('dS \4epa' FYRSTA VIKA: Menning og trúarbrögð Flogið um London til Delhi, þar sem dvaliö er í 3 daga; siðan áfram til Kathmandu, höfuöborgar Nepal. Þarna gefst kostur á að skoða menningar- verðmæti, s.s. hið fræga musteri Taj Mahal í Agra, hina fornu höfuðborg Fatehpur Sikri, svo og hin stórkostlegu hof Buddhatrúarmanna og Hindúa í Katmandu. ONNUR VIKA:_______________________ Fljóta- og frumskógarferð Siglt niður fossa og flúðir á gúmbátum meðfram stórbrotnu landslagi Akvörðunrstaður er Toyal Citwan þjóögarðurinn, friöaö svæði i miðjum frumskógi. Þar er gist i hinum frægu gistiskálum Tiger Tops. Þar gefst góður tími til þess að skoöa hið fjöbreytta dýra- og jurtalíf frumskógarins, fót- gangandi sem og á fílabaki. ÞRIOJA VIKA:_________________________ Ganga um í hlíðar Himalaya Undir öruggri leiösögn Sherpa er gengið um stiga og troöninga — þjóðvegi innfæddra — þar sem einu farartækin eru uxar og asnar. i þessu ægi- fagra umhverfi gefst einstakt tækifæri til þess að kynnast lifi og menningu þessara harðgeru þjóð- flokka. Feröaskrifstofan ÚTSÝN Reykjavík: Austurstræti 1, sími 26611. Akureyri: Kaupvangsstræti 4, sími 22911.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.