Morgunblaðið - 06.05.1982, Page 17

Morgunblaðið - 06.05.1982, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MAÍ1982 17 Steinullariðnaður og heilsufarsáhrif á starfsmenn Athugasemd frá Vilhjálmi Rafnssyni yfirlækni Þann 1. maí síðastliðinn birtist grein í Morgunblaðinu undir fyrir- sögninni Könnun á starfsmönnum í dönskum steinullariðnaði: Sjúk- dómar í húð og öndunarfærum mun algengari en hjá öðru fólki. í vikuriti dönsku læknasamtakanna frá 29. mars 1982 birtust tvær greinar um steinull, og fjallar önnur þeirra um dánartíðni hjá starfsmönnum, sem unnið höfðu við uppsetningu einangrunar. Þessir starfsmenn höfðu bæði orð- ið fyrir asbest- og steinullar- mengun. Niðurstöður þessarar könnunar sýndu að dánartíðni þessara starfsmanna var talsvert mjkið hærri en annarra vinnandi stétta og skýringin var fyrst og fremst vegna aukinnar tiðni krabbameins í öndunarfærum, koki, berkjum og lungum auk brjósthimnu. Dönsku höfundarnir telja þessar niðurstöður staðfest- ingu á þeirri vel þekktu staðreynd að asbestmengun valdi krabba- meini. Þó að notkun asbests til einangrunar hafi verið bönnuð í Danmörku 1972 gætir ennþá heilsufarsáhrifa asbestmengunar á þá verkamenn, sem fyrir henni hafa orðið. Þessi rannsókn sannar þvi ekki að steinullin valdi krabbameini en getur á hinn bóg- inn ekki útilokað það. Síðari greinin í danska blaðinu fjallar almennt um líffræðileg áhrif af steinull. í henni er vitnað í um 30 vísindagreinar um heilsu- farsáhrif steinullar á menn og til- raunadýr. Greint er frá nokkrum þessara kannana í greininni. í niðurlagi kemur réttiiega fram að starfsmönnum er talsvert hætt við kláða og húðútbrotum, sérstak- lega þeim, sem vinna við uppsetn- ingu einangrunarinnar. Ennfrem- ur að vinna við steinull leiðir oft til óþæginda í augum, nefi og hálsi. í aprílmánuði síðastliðnum var haldin alþjóðleg ráðstefna í Kaup- mannahöfn um heilsufarsáhrif steinullar. Var þar sérstaklega fjallað um rannsóknir, sem leituðu svara við spurningunni hvort steinull ylli varanlegu heilsutjóni svo sem krabbameini eða lungna- sjúkdómum. Engar óyggjandi sannanir komu fram fyrir því að svo væri, en það kom heldur ekki fram rökstuðningur fyrir því að steinullin væri algjörlega skað- laus. Það er því enn nauðsynlegt að gera frekari rannsóknir til þess að hægt sé að gefa ákveðnari svör við þessari alvarlegu spurningu. Aðstandendur námsmanna fylgist með kjörskrá MORGIJNBLADINU hefur borizt eft- irfarandi frá stjórn SÍNE, Sambandi íslenzkra námsmanna erlendis: Stjórn Sambands ísl. námsmanna erlendis — SÍNE — vill koma eftir- farandi á framfæri: Vegna þess skipulags sem verið hefur við gerð kjörskrár fyrir alþingis- og sveitar- stjórnakosningar undanfarin ár hafa námsmenn á Norðurlöndum átt það á hættu að falla út af kjör- skrá. Þrátt fyrir þær breytingar sem nú hafa verið gerðar til lagfær- ingar á þessu hefur komið í ljós að fjölmargir námsmenn á Norður- löndum og makar þeirra sem ættu að vera á kjörskrá eru það ekki. Stjórn SÍNE beinir þeim tilmælum til aðstandenda og umboðsmanna námsmanna erlendis að kanna hvort umbjóðendur þeirra séu á kjörskrá og ef svo er ekki að færa þá inn á kjörskrá nú þegar. ALLT I UTILIFIÐ Gönguskór i urvali Brenta St. 36—42 Kr. 710,- Karwendel St. 41—47 Kr. 829,- fe.SPOKTIKt '7 Lhoste St. 41—46 Kr. 827,- Futura plast-gönguskór 410 Kr HaicMe Combi-skór Turing — skíða Kr. 1.834,- * -r ÚTILÍF Glæsibæ, simi 82922. BENIDROM1982:11. MAI11.& 22.JUNI 13.JULI13.& 24. AGUST 14.SEPT. 5.0KT0BER BEINT FLUG í SÓLINA OG SJÓINN r * UMBOÐSMENN: Sigurbjörn Gunnarsson, Sporthusió hf., Akureyri — simi 24350 Helgi Þorstemsson, Asvegi 2. Dalvik — simi 61162 Feröamiöetöö Austurlands, Anton Antonsson -*■ Selas 5. Egilsstöóum — simi 1499 og 1510 Viöar Þorbjornssonn, Noröurbraut 12. Höfn Hornafiröi — simi 8367 m FERÐA iU!l MIDSTOÐIIV AÐALSTRÆTI 9 S. 28133 Fhófinnur Finnbogason, c/o Eyiabuó. Vestmannaeyium — simi 1450 Bogi Hallgrimsson, Mánagerói 7. Grindavik — simi 8119 Bjarni Valtýsson, Aóalstöóinni Keflavik, Keflavik — simi 1516 Gissur V. Kristjánsson, Reykjavikurvegi 62. Hafnartiröi. sími 52963 Ólafur Guóbrandsson, Merkurteig 1. Akranesi — simi 1431 TéjjW^

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.