Morgunblaðið - 06.05.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.05.1982, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MAÍ1982 VIÐSKIPTI • iVSZ&gV 4 .\/ : ^ v r\ 7|F VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF — umsjón Sighvatur Blöndahl Samdráttur í inn og útflutningi í marzmánuði I’áll Guömundsson, verzlunarstjóri, t.h. og Helgi Benediktsson i mnni nýju skátabúö. Ljósmynd Mbl. Kmilia. Skátabúðin flytur í nýtt húsnæði: Sérhæfum okkur í vörum fyr- ir fjalla- og útivistarfólk segir Páll Guðmundsson, verzlunarstjóri SKÁTABÚÐIN flutti nýveriö í nýtt og glæsilegt húsnæði í hinu nýja Skátahúsi við Snorrahraut, en það stendur við hlið gömlu búðarinnar. Páll Guðmundsson, verzlunarstjóri, sagði í samtali við Mbl., að aðstaðan hefði verið mjög bágborin í gömlu búðinni en væri nú eins og bezt verður á kosið. INNFLUTNINGUR landsmanna var að verömæti um 744 milljónir í marzmánuði sl., en til samanburö- ar var innflutningurinn að verö- mæti um 572 milljónir króna í marzmánuöi á síöasta ári. Aukning- in í verömæti er því um 30%, sem þýöir aö um allverulegan samdrátt hefur verið aö ræöa í magni, ef tekiö er miö af verðlagshækkunum almennt. Þessi samdráttur kemur í kjölfar töluverðrar aukningar í janúar og febrúarmánuði og ef tímabilið janúar til marz er tekið saman, kemur í ljós, að verð- Birgðir ÍSAL 20 þús. tonn BIRGÐIR íslenzka álfélagsins eru nú um 20 þúsund lestir og hafa ekki verið svo miklar um tíu ára skeið. Af þeim hafa 10 þús- und tonn þegar verið seld, en 10 þúsund á ÍSAL. Verð á hverju tonni er nú um eitt þúsund dollarar, en fyrir tveimur árum var verð á hverju tonni um 1600 dollarar. Astandið hefur aldrei verið verra, en á síðari hluta árs 1981 og fyrri hluta þessa árs hjá fyrirtækinu. Iðnþróunarsjóður: SAMþYKKT lán Iönþróunarsjóðs árið 1981 námu um 31,2 milljón- um króna og var því um veru- legan samdrátt í lánaveitingum að ræða miðað við árið 1980, eða um 28%. Þessi minnkun útlána verður rakin til minni eftirspurnar eftir lánum frá sjóðnum í út- mætaaukningin milli ára er um 50%. Heildarverðmæti innflutn- ingsins fyrstu þrjá mánuðina var 2.048,6 milljónir króna, en til samanburðar var verðmætið 1.362,8 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Það má því segja, að innflutningurinn hafi aukizt lít- ilsháttar þessa fyrstu þrjá mán- uði, ef miðað er við verðlags- þróun milli ára. Ef útflutningur landsmanna er hins vegar skoðaður kemur í ljós, að verðmætaaukningin í marz- mánuði var aðeins um 24%, en heildarverðmæti útflutnings var 552,2 milljónir króna, samanbor- ið við 446 milljónir í marzmánuði á síðasta ári. Það er því ljóst, að um töluverðan samdrátt er að ræða í útflutningi landsmanna í marzmánuði. Það sama er reynd- ar uppi á teningnum ef tímabilið janúar til marz er tekið, en verð- mætaaukningin frá fyrra ári er um 33,7%. Heildarverðmæti út- flutnings janúar til marz sl. var 1.484,3 milljónir króna, saman- borið við 1.110,3 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Vöruskiptajöfnuður lands- manna var því óhagstæður í marzmánuði sl. upp á 191,8 millj- ónir króna og sé tímabilið janúar til marz tekið, var vöruskipta- jöfnuðurinn óhagstæður upp á liðlega 564,2 milljónir króna. flutnings- og samkeppnisgrein- um á heimamarkaði. Fjöldi fyrirtækja er fengu lánafyr- irgreiðslu var 39, en voru 49 ár- ið 1980. Auk þess veitti sjóður- inn styrki til hagræðingarað- gerða, eins og undanfarin ár, að upphæð 645,6 þúsund krónur og lán til vöruþróunar að upphæð 1,8 milljónir króna. Páll sagði, að vörusamsetn- ing búðarinnar hefði mikið breyzt í gegnum árin. Það voru skátasamtökin, sem settu búð- ina á stofn árið 1947 með það fyrir augum, að verzla með þann varning, sem skáta van- hagaði um og gekk sá rekstur fram til ársins 1970, þegar Hjálparsveit skáta í Reykjavík keypti búðina og rekur hana enn þann dag í dag. Verzlun með skátavörur ein- göngu gekk einfaldlega ekki upp og því var á síðasta áratug farið að færa sig meira út í almennar ferðavörur og í dag er uppistaðan í okkar vöruúr- vali vörur fyrir fjalla- og ferða- fólk, auk þess sem skíðavörur verða sífellt fyrirferðarmeiri í rekstrinum, sagði Páll enn- fremur. Reyndar hefur samsetning vöruúrvalsins breytzt sérstak- lega mikið alveg á síðustu ár- um, með gífurlega auknum úti- vistaráhuga landsmanna. Það er í raun með ólíkindum hversu mikið fólk fer orðið í fjalla- og útivistarferðir. Við höfum vegna þessarar þróunar reynt að sérhæfa okkur eftir föngum í vörum fyrir þetta fólk, en lát- ið af sölu ýmis konar hliðar- varnings eins og fyrir sumar- bústaði í almennar tjaldferðir. Samhliða þessu hefur skíða- áhugi farið sívaxandi. í sambandi við vörur fyrir fjalla- og útivistarfólk höfum við lagt áherzlu á vandaða vöru, sem hefur þá að sama skapi ekki verið ódýr, en við teljum það einfaldlega væn- legra til árangurs. Þá vil ég nefna, að við eigum marga stofnunar ríkisins hefur unnið skýrslu um vinnumarkaðinn hér á landi árið 1980, en í niðurstöðum skýrslunnar kemur m.a. fram, að á árinu 1980 var fjöldi þeirra, sem fengu laun 147.089, þar af voru karlar 82.244 og konur 64.845. Þeir, sem unnu meira en háift starf töldust rúmlega 89 þús- und, þar af voru karlar 57 þús- und og konur rúmlega 32 þús- und. Rúm 13% störfuðu við frum- vinnslugreinarnar, landbúnað og fiskveiðar, rúmlega 35% við úrvinnslugreinar fiskvinnslu, iðnað, veitur og bygginga- starfsemi og um helmingur vjð þjónustu í víðtækum skilningi. Meðalatvinnutekjur eru hæstar á aldrinum 25-44 ára bæði hjá körlum og konum og eru karlar með um 50% hærri meðaltekjur en konur. Meðaltekjur á ársverk voru um 7,3 milljónir gkróna á árinu og voru hæstar í fiskveiðum, um góða menn að innan vébanda hjálparsveitarinnar sem á búð- ina, sem leiðbeina okkur um vörukaup og þess háttar. Það er í raun ómetanlegum þáttur. Reyndar má geta þess, að björgunar- og hjálparsveit- armenn eru mjög stór við- skiptavinahópur hjá okkur, sem við teljum auðvitað með- mæli með vöruúrvalinu, sagði Páll ennfremur. Það kom fram í samtalinu við Pál, að í fermetrum talið væri nýja búðin lítið eitt stærri, en sú gamla, en hins vegar væri skipulagið mun betra, sem gerði þessa nýju búð mjög aðgengilega bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini. 90% hærri en landsmeðaltalið, en lægstar í landbúnaði, um það bil 48% undir landsmeðaltali. Meðaltekjur í öðrum atvinnu- vegum voru nálægt landsmeð- altali, nema hvað veitur skáru sig nokkuð úr hvað háar tekjur varðaði. Meðaltekjur á ársverk voru hæstar á Reykjanesi og Vest- fjörðum, en lægstar á Norður- landi vestra og Austfjörðum. Meðalvinnutími þeirra karla, sem unnu fleiri en 20 stundir á viku var 44 stundir á viku, en kvenna 35 stundir. Vinnutíminn var mjög mismunandi eftir at- vinnugreinum. Ófaglærðir karl- ar unnu lengsta vinnuviku og öfluðu 31% tekna sinna með eftir- og næturvinnu. Laun og launatengd gjöld á vinnustund voru að meðaltali 4,040 gkrónur hjá körlum og 3,310 gkrónur hjá konum. Launakostnaður var hæstur hjá atvinnugreininni „veitur" hjá körlum en í opin- berri þjónustu hjá konum. Verður 75% skatthlutfall árið 2000? ÞESSA fróélegu mynd er að finna í „Stefnu Verzlunarráðs íslands", en hún sýnir innheimtu skatta til ríkis og sveitarfélaga í hlutfalli við vergar þjóðartckjur. Með sömu aukningu á skatt- heimtu opinberra aðila má gera ráð fyrir 75% skatthlutfalli árið 2000. Athuganir sýna, að vaxandi hlutfa.ll skattheimtu leiðir til stöðnunar í framleiðni, minnk- andi þjóðartekna og atvinnu- leysis. HEILDAR SKATTHEIMTA 1950 1960 1965 1970 1975 1980 Um 28% samdrátt- ur í lánveitingum Skýrsla Framkvæmdastofnunar um vinnumarkaðinn: Karlar með 50% hærri meðal- tekjur en konur Laun í fiskveiðum 90% hærri, en landsmeðaltal ÁÆTLANADEILD Framkvæmda-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.