Morgunblaðið - 06.05.1982, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 06.05.1982, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MAÍ1982 33 Hafskipsmenn svara tveim- ur áleitnum spurningum • Hverjar eru skýringar á hærri flutn- ingsgjöldum yfir hafid til og frá íslandi en oft á lengri siglingaleiðum erlendis? • Af hverju hækkuðu flutningsgjöld jafn mikið og raun bar vitni á árinu 1981? SKIPAFÉLAGIÐ Hafskip hf. hefur gefið út bækling, þar sem tveimur áleitnum spurningum er varpað fram og þeim svarað. Spurningarnar eru: 1) Hverjar eru skýringar á hærri flutningsgjöldum yfir hafið en oft á lengri siglingaleiðum erlendis. 2) Af hverju hækkuðu flutningsgjöld jafn mikið og raun bar vitni á árinu 1981? Svar Hafskipsmanna við fyrri spurningunni er: Hér búa margar ástæður að baki og eru eftirtaldar meðal þeirra veigamestu: 1) Erfiðar siglingaleiðir. Þótt erfiðar siglingaleiðir finnist víðar en á Norður-Atlantshafinu, þá er það svæði með þeim viðsjárverðari, sökum veðurs. Skipin nýtast verr fyrir bragðið vegna tafa og meiri olíueyðslu. Viðhaldskostnaður verður einnig hærri. 2) Meiri tjónatíðni. Þótt sífellt sé leitazt við að beita fyrirbyggjandi aðgerðum til að koma í veg fyrir vörutjón, eru þau þó meiri í flutn- ingum til og frá íslandi en að jafn- aði erlendis. Þetta er ein af afleið- ingum hinna erfiðu siglingaað- stæðna af veðurvöldum. 3) Mönnunarreglur. Á íslenzkum kaupskipum eru að jafnaði töluvert fleiri, 2—3, í áhöfn en erlendis tíðk- ast. Hærri kostnaður krefst hærri flutningsgjalda. 4) Smæð markaðarins. Smæðin segir til sín í mörgum myndum, sem flestir skilja og þekkja af eigin raun. Þannig er kostnaður vegna smærri skipa hlutfallslega miklu hærri en þeirra stærri. Sá kostnað- ur hlýtur, að öðru jöfnu, að endur- speglast í flutningsgjöldum. 5) Lánaviðskipti. Á íslandi eru lánaviðskipti skipafélaga og við- skiptamanna þeirra snöggtum al- gengari en gengur og gerist erlend- is. Þótt vextir séu greiddir má segja að lánaviðskipti séu fjár- mögnuð með gjaldeyri, enda skuld- ir skipafélaganna fyrst og fremst erlendar. Þessi þáttur, sem kostn- aðarþyngjandi, kallar því á hærri flutningsgjöld. 6) Vöruhúsarekstur. Hvergi, svo vitað sé, tíðkast í jafn ríkum mæli, að viðskiptamenn noti vöruhús skipafélaga í stað eigin vöruhúsa. En staðreynd er, að meðalgeymslu- tími í vöruhúsum er nokkuð á ann- an mánuð eftir að varan kemur til landsins. Endurspeglast hér að nokkru nauðsyn þess fyrir íslenzkt viðskiptalíf, að eðlilegur gjaldfrest- ur verði veittur á aðflutningsgjöld- um. Þar sem þjónustugjöld vöru- húsanna, uppskipun og pakkhús- leiga, hafa ekki fengizt hækkuð til samræmis við verðlagsþróun er stórtap á þessum þætti rekstrarins, trúlega ekki minni en 40—50 millj- ónir króna hjá skipafélögum árið 1981. Þetta tap eru skipafélögin nauðbeygð til að leitast við að brúa með hærri flutningsgjöldum en ella þyrftu að vera. Ljóst er, að þar verður jafnt yfir alla að ganga til að greiða niður kostnaðarauka, er skapast vegna þeirra, sem „seigast- ir“ eru við geymslu. 7) Taprekstur. Flutningsgjalda- hækkanir eru háðar samþykki Verðlagsstofnunar. Tregar og síð- búnar hækkanir fyrri ára hafa því iðulega valdið miklu um taprekstur íslenzkra áætlanasiglinga í heild. Sé litið til síðustu fimm ára er tal- ið, að uppsafnaðar rekstrarskuldir, sem til hefur verið stofnað vegna taprekstrar félaganna, séu á bilinu 7—9% af heildarflutningstekjum árið 1981. Þessi staðreynd kallar augljóslega á þörf fyrir meiri hækkun á flutningstöxtum en ella, ef eðlilegs jafnvægis hefði gætt ár- in á undan. Sem svar við seinni spurning- unni segir: 1) Gengisþróun. Meginhluti rekstrartekna skipaútgerðarinnar er mældur í Evrópugjaldmiðlum, en allt að 40% rekstrargjalda í bandaríkjadollurum og stærstur hluti fjármagnskostnaðar. Árið 1981 varð því íslenzkri kaupskipa- útgerð afar óhagstætt m.t.t. geng- isþróunar, þar sem bandaríkjadoll- ari styrktist jafnt og þétt gagnvart Evrópugjaldmiðlum. Þörfin fyrir hækkanir flutningstaxta árið 1981 skapaðist því einkum af tveimur veigamiklum þáttum, þ.e.a.s. óhagstæðri gengisþróun annars vegar og uppsöfnuðu taxtamisræmi til margra ára hins vegar. 2) Hækkun í raun. Þegar reiknað er út, hvernig flutningstaxtahækk- anir vega til tekjuauka á árs- grundvelli verður að taka eftirfar- andi þætti í dæmið: ★ Hlutfallslega hækkun hvert sinn. * Dagsetningu hækkunar. * Vægi hvers gjaldmið- ils. ★ Þróun hvers gjaldmiðils gagnvart íslenzkri krónu. Þegar dæmið er reiknað út fyrir árið 1981 m.t.t. ofangreindra forsenda, kem- ur í ljós, að samtals meðaltals- hækkun tekna hefur numið 25,9% á ársgrundvelli. Sé aftur á móti litið á kostnað- arsamsetningar eru eftirgreindir þættir lagðir til grundvallar: ★ Almennar kostnaðarhækkanir á íslandi. ★ Almennar kostnaðar- hækkanir í viðskiptalöndum. ★ Þróun olíuverðs. ★ Kostnaðar- skipting milli íslenzkra króna og erlendra gjaldmiðla. Þegar þessi hlið mátsins er reiknuð fyrir árið 1981 verður út- koman sú, að samtals vegin meðal- talshækkun kostnaðar hefur numið um það bil 26—27% á ársgrund- velli. Hinar „miklu“ hækkanir ársins 1981 gerðu því í raun ekki meira en að nálgast rekstrarjöfnuð. Þetta er þó mikil framför og átak frá fyrri árum t.d. 1979 og 1980, þegar sam- bærilegri útreikningar sýna að óbætt í verðlagi hafi verið 15—20% hvort ár. Vonir standa til, að það jafn- vægi, sem aukinn skilningur verð- lagsyfirvalda á s.l. ári hefur skilað, ríki áfram, þannig verði flutnings- taxtahækkanir í samræmi við þær forsendur, sem þörfin miðast við, svo stefnt sé að eðlilegum rekstr- arjöfnuði hjá íslenzkri kaupskipa- útgerð. Að síðustu segir: Svo sem sýnt hefur verið fram á, liggja margar og samverkandi skýringar að baki háum flutningsgjöldum, og er ekki allt gull sem glóir í þeim efnum fyrir útgerðina. Hins vegar skal þó undirstrika, að markmið þeirra, sem stunda verzlunarskipaútgerð, hlýtur og verður sífellt að vera að beita öllum tiltækum hagræðingar- aðgerðum í formi nýrrar tækni og betri vinnubragða, svo þessi þjón- ustugrein geti innt mikilvægt þjóð- hagslegt hlutverk sem bezt ,af hendi. Norskur áliðnaður tapar um 166 dollurum á hverju tonni NORSKUR áliðnaður tapar á degi hverjum 300—400 þúsund dollur- um á framleiðslu sinni, en að með- altali er tapið um 166 dollarar á hvert tonn og hefur aldrei verið meira. Gert er ráð fyrir, að á næst- unni verði tilkynnt um framleiðslu- minnkun. Á sama tíma tapar jarnblendi- iðnaðurinn í Noregi um 125 þús- und dollurum á dag, eðar um 50 dollurum á hvert einasta tonn, sem framleitt er. Áliðnaðarfyr- irtækin hafa til þessa nýtt fulla afkastagetu sína, en hins vegar drógu járnblendifyrirtækin verulega saman framleiðsluna á síðasta ári, jafnvel um 50% í sumum tilfellum. Framleiðslugeta norska áliðn- aðarins er um 700 þúsund tonn og eru þá teknar með nýjar verk- smiðjur, sem teknar hafa verið í notkun á síðustu mánuðum. Tap- ið hjá nýju verksmiðjunum er að sjálfsögðu mun meira heldur en hjá þeim eldri, sem hafa verið afskrifaðar að miklu, eða jafnvel öllu leyti. Auk þess sem fjár- magnskostnaður nýju verk- smiðjanna er gífurlegur. SIEMENS Einvala lið: Siemens- heimilistækin Úrval v-þýskra SIEMENS-heimilistækja þar sem hvert tæki leggur þér liö við heimilisstörfin. Öll tæki á heimilið frá sama aðila er trygging þín fyrir góðri þjónustu og samræmdu útliti. SMITH & NORLAND HF. NÓATÚNI 4, SÍMI 28300. 1 x 2 — 1 x 2 33. leikvika — leikir 1. maí 1982 Vinningsröð: 1XX — 1X1 — 121—22X 1. vinningur: 11 réttir — kr. 7.465,00 18812+ 41423 ** 43865** 76344* 81341 ... 35863** 41922 ** 71168* 79053*** 84649 * + 41301** 42480 **+ 76068*+ 79377 *+ 88998 2. vinningur: 10 réttir — kr. 149,00 151 21676+ 36935+ 42552 70223 77147 86567 779 22170+ 37007 42841 70591 77548 86611+ 780 22171+ 37064 42856 70762 77550 87009 793 22227+ 38575 42897 70779 78076+ 87756 2322 23334+ 38600+ 43342 71166 78084+ 87801 2625 23629 38603 43399 71224 78182 88342 3285 23819 38926 43869+ 72050 78411 88391+ 4493 23821 38962 43871+ 72653 78659 88473 4681 23937 38983 43873+ 72780 78752 88724 5000 25692 39092 43883+ 73729+ 78799 88746 5033 26403 39122 43897+ 73730+ 78867 88952 5041 26666 39504 43915+ 73731+ 78997 88970 5490 26758+ 39513 43961+ 74028 79110 88982 5996+ 35247 39575 56490 74029 79356 88990 7733 35740 39703 58848 74144 79374+ 88997 7788 35792 40481 58936 74284+ 79505+ 89006 7806 35799 40623+ 65622 74365+ 79523+ 89417 8837 35807 40679 65689+ 74479+ 79929 89465+ 8838 35808 40911 65717 74504 80953 89467+ 9853 35828 41141 65742 74528 80957 25264* 10606 35831 41273+ 65935 74678 83658+ 36332* 10645 35841 41305+ 66057 74720 84133 40160* 11867 35848 41323+ 66297 74892 84224+ 40344*+ 12316 35950 41422 66593+ 75019 84540 40709* 12662 36000 41659 66595+ 76612 84577 41384* 15682 36279 41807+ 67342 75870+ 84650+ 42414*+ 17013 36324 41809+ 67534+ 75874+ 84651+ 42865* 17977 41920 67541+ 76069+ 84655+ 59451* 18209 36333 41921 67548+ 76087 84657+ 65621* 18889 36399 41924 68495+ 76103+ 84660+ 66239* 19121+ 36460 41939+ 68507+ 76357+ 84696 66296* 19430 36465 41948 68861 76472 84734 68323*+ 21235 36622 42154 69059 76795 86311+ 68325*+ 21363 36681 42423 69077 77078 86565 70368* 70368* 78383* 87514* *+89233* + 16007 70792* 81131* 88462’ 89259* + 72815* + 84117* 88546* 89261* + 74818* + 84368*+ 88878* 32. vika 76043* + 87245*+ 89231* + 15987 *(2/10) **(4/10) Kærufrestur er til 24. maí kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skrlflegar. Kærueyðublöö fást hjá umboðsmönnum og á skrif- stofunni í Reykjavík. Vinningsupphæöir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla(+) veröa að framvísa stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.