Morgunblaðið - 06.05.1982, Page 35

Morgunblaðið - 06.05.1982, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1982 alveg lýtalaust á allan máta. En svo dró ský fyrir sólu þegar kom í ljós að hún hafði veikst af ólækn- andi sjúkdómi. Hún fór í uppskurð og meðferð og um tíma leit út fyrir að Kiddý mundi fá heilsuna aftur. En sú von brást og síðustu 2 árin var okkur ljóst að hún mundi tapa í þessari miskunnarlausu baráttu. Síðasta árið var mikið á hana lagt og við sem á horfðum gleymum aldrei þeim sálarstyrk og vilja sem bar hana uppi eins lengi og raun bar vitni. Þegar svo loks dauðinn kom var það sem lausnari fyrir þjáðan líkama. Ef satt er, að eins og þú sáir munir þú upp skera, trúi ég því að enginn fái betri heimkomu en Kiddý. Við þökkum henni það sem hún var okkur og sérstaklega allt það sem hún gerði fyrir syni okkar. Það var þeim ómetanlegt að hafa Kiddý og Má að trúnað- arvinum, einnig voru þau guðfor- eldrar yngri sonar okkar. Því skal ekki gleymt hér hvern- ig allir á deild 13 A á Landspítal- anum reyndust Kiddý í hennar erfiðu veikindum, enginn hefði getað reynst öðrum betur. Þar lögðust allir á eitt um að létta henni erfiðleikana, sem svo ríflega voru á hana lagðir. Þung sorg er nú hjá mági mín- um, Má, sem reyndist Kiddý svo vel og var hjá henni öllum stund- um. Eg vona að Ella, Maja og Guð- ný sem misst hafa ástkæra móður megi með tímanum muna meira af góðum minningum en sjúkdóm- inn, þannig að sorgina verði auð- veldara að bera. Tíminn læknar ekki öll sár, en að með tímanum verði hægt að læra að lifa með þeim. Innilega samúð sendi ég Krist- jáni Má, sem hefur misst ömmu sína aðeins 2 ára gamall og for- eldrum Kiddýjar, Elínu Krist- jánsdóttur og Jóhannesi Hannes- syni. Bræðrum hennar, Hannesi og Svavari, sem misst hafa einka- systur sína og mágkonu og litlu Halldóru. Einnig Guðnýju Guð- mundsdóttur frænku hennar sem hjúkraði henni og var henni stoð í hennar þungu veikindum og síðast en ekki síst Klöru móðursystur sem henni þótti svo undurvænt um. Karen Hún folnadi, bliknadi, fagra rósin mín, því froslid var napurt. Hún hnei^i lil foldar in hlíóu blöóin sín við banaslríð dapurl. Kn guð hana í dauðanum hneigði sór að hjarta og himindvrð tindraði um krónuna bjarta. Sof, rós mín, í ró, djúpri ró. Það eru hinir góðu eiginleikar nýlátinnar frænku minnar, sem mér eru efst í huga þegar jarðvist hennar er lokið, kærleikurinn og umhyggjan hjá henni sem hún átti í svo ríkum mæli. Guðlaug Kristjáns Jóhannes- dóttir var fædd í Reykjavík 4. sept. 1939, dóttir hjónanna Jó- hannesar Hannessonar bifreiðar- stjóra og konu hans, Elínar Kristjánsdóttur. Hún ólst upp ásamt bræðrum sínum, Hannesi og Svavari, við mikið ástríki. Kiddý, eins og hún var ávallt köll- uð, var sannur sólargeisli foreldra sinna frá vöggu til grafar. Hún hlaut gott veganesti að heiman svo og góða menntun. Hún fór ung í Kvennaskólann og lauk þaðan námi, en þar eins og annars staðar naut hún vinsælda vegna fram- komu sinnar. I skólanum tengdist hún órjúfandi vináttuböndum nokkrum skólasystrum sínum sem allar reyndust eins og einn maður, og ekki síst þegar mest reið á. Hinn 18. sept. 1960 gekk hún í hjónaband með eftirlifandi manni sínum, Má Karlssyni. Það var mikill gæfudagur fyrir þau, því hjónaband þeirra var til sannrar fyrirmyndar, og í sameiningu byggðu þau fallegt heimili og eignuðust þrjár yndislegar dætur, Elínu Jóhönnu, Stefaníu Maríu og Guðnýju Viktoríu. Það sást best nú síðast hvílíkur ágætismaður Már er, þar sem hann vakti nánast nótt sem dag hjá konu sinni og gerði allt sem hann gat til þess að létta henni síðustu stundirnar. Kiddý var mjög dugleg að öllu sem hún tók sér fyrir hendur og fyrir ca. þremur árum hóf hún sjúkraliðanám og lauk því helsjúk. Það eiga margir um sárt að binda við fráfall hennar, því hennar sæti verður aldrei fyllt, en minningin lifir eins og bjartur sólargeisli um ókomin ár. Og í kærleiksríku lífi sínu hefur hún varðað leiðina fyrir dætur sínar með góðu for- dæmi. Slíkar minningar eru sá fjársjóður sem aldrei glatast. Engin orð megna að hugga eft- irlifandi ástvini hennar. Og litli dóttursonurinn, sem allt of stutt fékk að njóta ömmu sinnar, biður guð að blessa hana. Eg bið guð að blessa eiginmann- inn, dæturnar og dóttursoninn, foreldra og bræður, tengdaföður og háaldraða ömmu svo og aðra ástvini, og gefa þeim styrk í sorg- inni. Klara í dag, fimmtudaginn 6. maí, verður til hinstu hvílu borin Guð- Fædd 24. júlí 1904 Dáin 28. apríl 1982 I dag er kvödd hinstu kveðju frú Una Sigfúsdóttir en hún andaðist þann 28. apríl síðastliðinn og er útför hennar gerð frá Dómkirkj- unni í dag. Una fæddist 24. júlí árið 1904 að Haukabrekku í Skógarstrandar- hreppi á Snæfellsnesi, dóttir hjón- anna Júlíönu Kristjánsdóttur og Sigfúsar Jónssonar er þar bjuggu. Barn að aldri fluttist Una til Stykkishólms þar sem hún ólst upp með móður sinni. Þær mæðg- ur voru mjög samrýndar og miklir kærleikar með þeim og urðu þær þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vera samvistum nær óslitið uns Júlíana andaðist á heimili dóttur sinnar hér í Reykjavík árið 1944. Eftir að bernsku og unglingsár- um lauk, fluttist Una til Reykja- víkur og flutti móðir hennar skömmu seinna. 4. júní árið 1932 giftist Una Sigurði Ámundasyni frá Rútsstöðum í Gaulverjabæj- arhreppi en hann lést árið 1971. Þau Sigurður og Una reistu bú sitt að Ásvallagötu 16 hér í borg laug Kristjáns Jóhannesdóttir, Hraunbæ 41, Reykjavík. ..KalliÁ er komið, komin er nú stundin,’ vinaskilnadur viökva>m slund. Vinirnir kvoðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síAasta blund. Marys er að minnast, margt er hér að þakka. I.uði sé lof fyrir liðna líð. Margs er að minnast, margs er að sakna. <úið þ«*rri Iregalárin slríð." Kiddý, eins og hún var ávallt nefnd, var mikil fríðleikskona, sem geislaði af lífshamingju og at- orku. Ekki brást henni hugrekkið í sinni löngu og ströngu sjúkdóms- baráttu sem hún háði með ein- stökum dugnaði og æðruleysi er hún vissi hvert leiðin lá. Orðin verða ekki mörg og aðrir verða til þess að segja frá lífsferli hennar og persónuleika. Nú, er elsku Kiddý hefur verið kölluð burt frá okkur langt um aldur fram, mun minningin um hana vera sem Ijósgeisli í hjörtum en það hús höfðu þeir bræður Sig- urður og Gestur byggt í félagi. Ár- ið 1934 fluttu þau í glæsilegt hús sem þau höfðu byggt af miklum stórhug að Hávallagötu 7 og bjuggu þar æ síðan. Frú Una bjó manni sínum og börnum fallegt og hlýlegt heimili og mátti sjá þar á.öllu að þar voru samhentar hendur að verki enda um hvorugt þeirra hjóna hægt að tala nema minnst sé á hitt, slík var samheldni þeirra, ást og virð- ing hvort fyrir öðru. Þau Una og Sigurður eignuðust þrjú börn sem öll eru gift og bú- sett hér í Reykjavík. Þau eru Ámundi Óskar, kvæntur Kristínu Helgu Hjálmarsdóttur, Júlíana, gift þeim sem þessar línur ritar, og Sigríður, gift Kristjáni Fr. Jónssyni. Barnabörnin eru átta og barnabarnábörnin fjögur. Ég kynntist þeim Unu og Sig- urði ekki fyrr en þau voru komin á fullorðinsár og ég var svo lánsam- ur að verða einn af fjölskyldunni. Það vakti fljótt athygli mína í um- gengni við þau hversu tillitssöm þau voru við aðra og umhyggju- söm fyrir velferð fjölskyldu sinnar 35 okkar allra og lifa þar ætíð um ókomin ár. Þegar við nú göngum með henni síðustu sporin á jarð- ríki í djúpri sorg þökkum við henni allar ógleymanlegar stundir á liðnum árum. Við biðjum algóðan Guð að styrkja eiginmann hennar, dæt- urnar þrjár, foreldra, barnabarn og aðra vandamenn í þeirra sáru sorg og sendum þeim okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Enginn finnur betur en þau hver gengin er. „Kar þú í friði, friður <;uðs þijr blessi, hafðu þökk fyrir alll og alll. <;<*kksl þú nu*ð <.uði. <;uð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skall. (irálnir lil grafar jjöngum vér nú héðan, fylgjum þér. vinur. Kar vi*| á braut. <íuð oss það gefi, jjlaðir vér nu*jjum þ«*r síðar fyljjja’ í friðarskaul. (V. l<rii*m) Guð blessi ykkur öll. Tengdafólk og heimilis. Má segja að um það hafi líf þeirra snúist og hamingja barna þeirra og fjölskyldna verið þeirra hamingja. Þegar nú er komið að leiðarlok- um og kveðjustund vil ég þakka minni góðu tengdamóður fyrir allt sem hún var mér og minni fjöl- skyldu og bið hennar allrar bless- unar á nýju tilverustigi þar sem ég er fullviss að hún á góða heim- komu, slíkur hafði lífsferill henn- ar verið hér á jörð. Páll Sigurðsson ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morg- unblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Una Sigfúsdótt- ir - Minningarorð INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 A/KIÆÐNING klæðskerasaumuð á hvert hús. Að undanförnu hafa farið fram miklar umræður um hinargífurlegu steypuskemmdir sem orðið hafa á íslenskum húsum og öðrum mannvirkjum af völdum veðrunar og annarra þátta. Nýleg könnun Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins á steypuskemmdum og sprungumyndunum (íslenskum húsum leiddi í Ijós að ein haldbesta vörnin gegn leka og áframhaldandi skemmdum, er að klæða þau alveg til dæmis með áli. A/klæðning gefur góða möguleika á einangrun. Besti árangurinn fæst með því að einangra hús að utan með t.d. steinull eða plasti þannig að veggir nái ekki að kólna. Með aukinni einangrun sparast hitakostnaður sem getur numið verulegum fjárhæðum þegar til lengdar lætur. Aukin einangrun er sérlega þýðingarmikil á eldri hús þar sem einangrun var verulega ábótavant hér áður fyrr. I A-klæðningu hefur verið hugsað fyrir hverjum hlut til þess að gera uppsetningu sem einfaldasta og spara bæði tíma og peninga. Framleiddir hafa verið ýmsir aukahlutir svo sem gluggakarmar, mænar, vindskeiðar og margt fleira sem hefur þurft að sérsmíða fyrir aðrar tegundir klæðninga. A/klæðning er nýtískuleg lausn - í eitt skipti fyrir öll á veggi, loft og þök. A/klæÓning klæðskerasaumuð á hvert hús.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.