Morgunblaðið - 07.05.1982, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1982
Fiskifræðingar
á karfamiðunum
„VIÐ EKl'M nú komnir hór inn á milli
rússnesku logaranna og hölum séð (vo
þeirra taka talsverl stór höl. Okkur
viróast þeir vera í krinf>um 30, en erfitt
er að ){era sér grein fyrir fjölda þeirra.
Við erum að byrja að toga nú, klukkan
rúmlega 18, og þangað til við höfum
híft og rannsakaó aflann, get ég ekkert
sagt um hvers konar karfa þeir eru að
veiða,“ sagði Jakob Magnússon, fiski-
fræðingur, er Morgunblaðið haföi sam-
band við hann um borð í hafrann-
sóknaskipinu Hafþóri í gær.
Jakob sagði ennfremur að hér
gæti hugsanlega verið um þrjár teg-
undir af karfa að ræða, þann karfa
sem Islendingar veiða mest, djúp-
karfa eða úthafskarfa. Væru Rúss-
arnir að veiða úthafskarfann hefði
það engin áhrif á karfaveiðar íslend-
inga, þar sem þeir hefðu ekki nýtt
hann hingað til, öðru máli gegndi um
hinar tvær tegundirnar. Sagði hann
að vitað væri að á þessum slóðum
væri stór karfastofn, úthafskarfinn,
sem ekki hefði verið nýttur og því
kæmi það ekkert á óvart að Rússar
reyndu fyrir sér þarna. íslendingar
hefðu gert tilraunir til að veiða hann
fyrir allnokkru, en því hefði verið
hætt vegna vanbúnaðar. Nú væri
hins vegar möguleiki á að kanna
svæðið þarna suðvestur af Reykja-
nesi með tilkomu Hafþórs. Rann-
sóknir á karfa stæðu nú yfir og hefði
meðal annars verið ætlunin að
kanna þetta svæði nú, en því verið
flýtt vegna veiða Rússa.
Þrír gamlir kvaddir
Síðastliðinn þriðjudag voru þrír bátar brenndir í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og varð af því mikill eldur og
nokkrar minni háttar sprengingar. Svo mikill var eldurinn að enn logaði í rústum bátanna er Morgunblaðið
ræddi við Óskar Guðmundsson yfirverkstjóra í gær. Sagði Óskar að vaninn væri að ónýtt skip skyldi brenna á
Syðra-Hrauni á Kaxaflóa, samkvæmt fyrirskipunum siglingamálastofnunar, en vegna þess hve bátarnir voru
gamlír og illa farnir var gripið til þess ráðs að brenna þá á staðnum í stað þess að leggja mikla vinnu í að þétta
þá og draga á haf út. Sagði Oskar að elzti báturinn hefði verið hálfrar alda gamall og hinir nokkru yngri. Lengst
til vinstri er Ingþór frá Seyðisfirði, elzti báturinn, í miðið er Ölver og loks Bjarney. I.jósmynd snorrí Snorraxon.
Síðasti fundur
borgarstjórnar
SÍÐASTI fundur borgarstjórnar
Keykjavíkur fyrir borgarstjórnarkosn-
ingarnar þann 22. maí nk., var haldinn
í gærkveldi. Á fundinum þakkaöi Sig-
urjón l’étursson, forseti borgarstjórn-
ar, borgarfulltrúum samstarfið. Sér-
staklega þakkaöi hann þeim Birgi ísl.
Vinstri glundroði í gjaldskrárstríði:
Bótaskylda ríkissjóðs
ítrekuð í borgarráði
Gunnarssyni, Elínu I’álmadóttur og
Ólafi B. Thors, en þau gefa ekki kost á
sér til frekari setu í borgarstjórn.
Davíð Oddsson þakkaði borgar-
fulltrúum samstarfið fyrir hönd
sjálfstæðismanna.
Fyrir hönd þeirra þriggja sem
hverfa úr borgarstjórn, flutti Birgir
Isl. Gunnarsson þakkir. Sagði hann
að þau þrjú gæfu ekki kost á sér,
a.m.k. ekki að sinni! Kvaðst hann
hafa átt sæti í borgarstjórn í 20 ár
og kveddi hann þennan starfsvett-
vang því með söknuði. Þessi 20 ár
væru stór hluti af lífi hans, en
ánægjulegur tími, þótt stundum
hefði á móti blásið og oft hart deilt.
Á þessum tíma hefði hann eignast
góða vini og félaga úr hópi borgar-
fulltrúa og embættismanna. Sagðist
hann vonast til að sú vinátta ætti
eftir að haldast með mönnum og að
menn ættu eftir að lifa saman marg-
ar ánægjulegar stundir þó á öðrum
vettvangi yrði.
BORGAKRÁÐ telur, að veitustofn-
anir Keykjavíkurborgar, hitaveitan
og rafmagnsveitan, eigi rétt til bóta
úr ríkissjóöi fyrir tekjutap sökum
þess, að rikisstjórnin synjaði stað-
festingar á gjaldskrám, sem borgar-
yfirvöld settu löglega að mati borg-
arstjórnar Keykjavíkur. Þetta kemur
fram í bókun, sem samþykkt var á
fundi borgarráös sl. þriðjudag.
Vinstri meirihlutinn í borgarráði
klofnaði í þessu máli.
— málaferli ef viðræð-
ur bera ekki árangur
Bókunin var samþykkt með at-
kvæðum tveggja sjálfstæð-
ismanna, Davíðs Oddssonar og
Markúsar Arnar Antonssonar, og
fulltrúa Alþýðuflokksins, Sjafnar
Sigurbjörnsdóttur, fulltrúi Fram-
sóknarflokksins, Kristján Bene-
diktsson, sat hjá en Sigurjón Pét-
Alþýðubandaiagið og launamálin:
Hættan af fóstrum
VORII) 1981 deildu fóstrur um
laun við hið opinbera. Ilinn 14. maí
það ár ritaði Þröstur Olafsson, að-
stoðarmaður fjármálaráðherra og
einn af hugmyndafræðingum Al-
þýðubandalagsins, grein í Þjóðvilj-
ann og sagði meðal annars:
„Fóstrudeilan er löngu hætt að
vera eingöngu deila um launakjör
fóstra. Hún er orðin spurning um
þróun launamarkaðarins næstu
mánuði. Að vísu má segja sem
svo að slysið sé þegar orðið, það
hafi gerst með samningum
Reykjavíkurborgar. Það má til
sanns vegar færa, en launakerfi
ríkisins.er miklu flóknara og við-
kvæmara gegn svona hækkunum
eins og þarna hafa átt sér stað en
launakerfi nokkurs sveitarfélags.
Fáir málaflokkar sem stjórn-
málamenn þurfa að glíma við eru
jafn viðkvæmir og erfiðir eins og
launamál. Fóstrudeilan er speg-
ilmynd þessa. Fátt er auðveldara
en að réttlæta hækkun fóstra í
launum. Fátt getur þó valdið rík-
inu og síðan verkalýðshreyfing-
unni í heild jafnmiklum erfiðleik-
um og sú hækkun sem krafist er.
Aðgát skal höfð.“
Þröstur
Minna má á, að vegna þessara
skrifa og annarra ummæla kom
fram sú hugmynd, að þeir Þröst-
ur Ólafsson og Ragnar Arnalds
yrðu gerðir að heiðursfélögum í
Vinnuveitendasambandi íslands.
ursson, fulltrúi Alþýðubandalags-
ins, greiddi atkvæði á móti.
I samþykkt borgarráðs segir, að
áður en reikningur er sendur iðn-
aðarráðuneytinu á grundvelli
bótaskyldu þess, verði óskað eftir
viðræðum við ríkisstjórnina um
gerð áætlunar til að ná viðunandi
rekstrargrundvelli veitustofnan-
anna í samræmi við bréf iðnaðar-
ráðuneytisins frá 23. apríl sl. Tel-
ur borgarráð nauðsynlegt, að
niðurstaða fáist í þessum málum
hið fyrsta eða áður en borgar-
stjórn tekur afstöðu til þess hvort
leitað verður til dómstóla, til þess
að ná fram rétti Reykjavíkurborg-
ar til þess að setja gjaldskrár.
Þessi niðurstaða í borgarráði
byggist á áliti tveggja lögfræð-
inga, en þeir telja, að lagaákvæði
um verðstöðvun hafi fallið niður
um síðustu áramót og þess vegna
sé borgarráði frjálst að setja hita-
veitunni og rafmagnsveitunni
gjaldskrár að því tilskildu, að iðn-
aðarráðherra staðfesti þær lögum
samkvæmt. Þessi staðfesting ráð-
herra sé hins vegar frekar forms-
atriði en efnis, ráðherra eigi að-
eins að gæta þess, að rétt sé að
hækkun staðið. Sérstök ráðherra-
nefnd úrskurðaði gjaldskrárhækk-
anir veitustofnananna undir lok
apríl og tók þar efnislega afstöðu
til tilkynninga Reykjavíkurborgar
um gjaldskrárhækkanirnar. Að
fengnum þeim úrskurði telur
borgarráð nauðsynlegt að sækja
málið áfram á grundvelli þeirrar
ályktúnar, sem gerð var á fundi
þess á þriðjudag.
Spurt og
svarað um
garðyrkju
Athygli er vakin á því, að
lesendur geta haft samband
við ritstjórn Morgunblaðsins í
síma 10100 á milli kl. 11 og 12
á morgnana og komið á fram-
færi fyrirspurnum um garð-
yrkjumál.
Morgunblaðið hefur fengið
Hafliða Jónsson, garðyrkju-
stjóra, til að svara spurning-
um lesenda.
Verkamannasambandið ígrundar nýja kröfugerð í dag:
Telur þróun kjarnasamn-
ings VMSÍ mjög í óhag
FRAMKVÆMDASTJÓRN og sambandsstjórn Verkamannasambands ís-
lands kemur í dag saman til fundar, þar sem tekin verður afstaða til
endurskoðunar krafna VMSI í Ijósi breytinga, sem forysta sambandsins
telur að orðið hafi á kjarnasamningi frá því er upphaflega var frá honum
gengið. Hefur nefnd innan sarnbandsins unnið að endurskoðun krafnanna
og mun hún skila áliti á fundinum.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins, gerði formaður VMSÍ,
Guðmundur J. Guðmundsson, fyrir
röskum mánuði athugasemd við þá
þróun, sem orðið hefði á kjarna-
samningnum, en forysta VMSI telur
að aðilar innan Verkamannasam-
bandsins hafi dregizt verulega aftur
úr í launaþróun sérstaklega síðast-
liðið ár. Telur hún að á þeim tíma,
sem liðinn er frá gerð samningsins,
hafi orðið æði mikil riðlun á upp-
itmiMiiMtmmninMaa
byggingu kjarnasamningsins VMSÍ
í óhag. Félagar VMSI eru nú bundn-
ir í launaflokkum 7 til 15 og telja
aðra launþega hafa ýtzt ofar í
flokkastigann. Á þessum fundi fyrir
rúmum mánuði gerði Guðmundur
grein fyrir því að VMSI myndi
endurskoða kröfugerð sína í ljósi
þessa. Geri VMSÍ einhverjar
ákveðnar tillögur, eftir fundinn í
dag, hljóta þær að miða að því að
minnka það bil, sem forysta VMSÍ
telur að hafi myndazt milli umbjóð-
enda sinna og annarra launþega.
í upphaflegum kröfum VMSÍ var
gert ráð fyrir að allir félgar innan
sambandsins færu upp um einn
flokk og yrðu þar af leiðandi í
launaflokkum 8 til 16.
Þá má geta þess, að fulltrúar
Verkamannasamhandsins í 72ja
manna nefnd ASI sóttu ekki síðasta
fund nefndarinnar, m.a. vegna þess
að þeir telja hann hafa verið ótíma-
bæran. Ljóst væri að öll sambönd
innan ASI, nema Samband bygg-
ingamanna, biðu eftir VMSÍ og á
meðan slíkt ástand væri, kvað heim-
ildarmaður Mbl. ótímabært að
halda fund í nefndinni.