Morgunblaðið - 07.05.1982, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAÍ1982
5
í DAG er síðasti dagur Stendhal-snyrtivörukynningarinnar í húsakynn-
um Modelsamtakanna, Skólavöröustíg 14. Opið er kl. 14—19 og klukk-
an 16 í dag verða einnig sýnd tízkuföt frá verzluninni l'rður. Meðfylgj-
andi mynd var tekin í gær á snyrtivörukynningunni. í frétt í blaðinu í
gær urðu þau mistök, að snyrtidaman var nefnd Erika Sigurhannesdótt-
ir, en hún heitir Svanborg Daníelsdóttir.
I.jnsimnd Mhl. (iurtmundur I lilmarssun.'
Fyrsti farsedillinn!
Fyrsti farmiðinn var keyptur á nýopnaðri söluskrifstofu Arnarflugs í vikunni, en eins og kunnugt er hefur félagið
fengiö leyfi til áætlunarfíugs til þriggja borgar í Mið-Evrópu í sumar, Amsterdam, Diisseldorf og Ziirich. I‘að var
Guöbjörg Jóhannsdóttir, sem keypti sér farmiöa til Ziirich i Sviss. í tilefni þess, að hún er fyrsti farþegi félagsins í
áætlunarfluginu milli landa var henni afhent bréf til staðfestingar því, að næsti farmiði, sem hún kaupir hjá félaginu
verður með 50% afslætti. Á myndinni sést Gunnar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Arnarflugs, afhenta Guðbjörgu
miðann, en auk þeirra eru á myndinni starfsmenn söluskrifstofunnar.
Akureyri:
Skrifað und-
ir sérkjara-
samning
Starfsmannafélag Akureyrarkaup-
staðar hefur skrifað undir sérkjara-
samning við vinnuveitanda sinn og
gildir hann frá áramótum fram á mitt
sumar. Hækka laun starfsmanna að
meðaltali um 4,5%.
Meðal atriða samningsins má
nefna að starfsmat var endurskoðað
og raðað í launaflokka í samræmi
við það, ný ákvæði eru um starfsald-
urshækkanir og breytingar á launa-
flokkum sjúkraliða og skrifstofu-
fólks sem er að hefja störf.
Mæðrablómið
í Kópavogi
l)M LEIÐ og Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs óskar öllum Kópavogsbúum
gleðilcgs sumars vill hún vekja athygli
á mæðradeginum sem er 9. maí nk.
Þá verður kaffisala og sýning á
listvefnaði eftir Elínbjörtu Jónsdótt-
ur og verða nokkur verkanna til sölu
að Hamraborg 1, niðri, til styrktar
bágstöddum bæjarbúum. Einnig
verður mæðrablómið selt þá helgi.
Þau börn er hefðu hug á að selja
mæðrablómið fá þau afhent föstu-
daginn 7. maí kl. 14—16 hjá Ingu H.
Jónsdóttur, Hjallabrekku 7, og Guð-
nýju Pálsdóttur, Álfhólsvegi 12.
Þær konur er vildu gefa kökur,
vinsamlegast komi þeim að Hamra-
borg 1, niðri, á sunnudaginn 9. maí
kl. 10-2.
Við heitum á Kópavogsbúa að
styrkja nefndina í starfi.
Tónleikar í
Hafnarfirði
TÓNLEIKAR verða haldnir í Góð-
templarahúsinu i llafnarfirði í dag
klukkan 21. Þar munu þau syngja/-
leika Margrét Pálmadóttir, sópran,
Machiko Sakurai, píanóleikari og
Joseph Fung, gítarleikari.
Á dagskrá hljómleikanna eru
verk eftir Pergolesi, Praetorius,
Bach, Schubert, Haydn, Mozart,
Sigvalda Kaldalóns, Pál ísólfsson,
Jón Þórarinsson, Áskel Másson og
fleiri.
Ananda Marga
mótmælir moröum
FÖSTHDAGINN 7. maí munu féiagar í
Ananda Marga á Islandi gangast fyrir
mótma-laaðgerðum á skákborðinu á
La'kjartorgi.
Þetta er gert í minningu um 19
yóga kennara hreyfingarinnar, sem
voru myrtir á hinn hryllilegasta hátt
þann 30. apríl sl. af kommúnistum
(CPM) í Indlandi. Félagarnir munu
fasta þennan dag, einnig hafa nokkr-
ir fastað í fimm daga í mótmæla-
skyni. Dreifibréfum verður dreift til
frekari útskýringa. Meðlimir munu
svara fyrirspurnum frá kl. 13.15—18.
Skrúðganga mun leggja af stað frá
Aðalstræti 16 kl. 13. Kjörorð aðgerð-
anna er: Gegn ofbeldi kúgun.
„UNISEX" buxur
EFNI DFNIM OG 100% GÆDA-
BÖMULL. MARGIR LITIR,
mimo
# KARNABÆR
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
Cesar — Akureyri, Eplið — Isafirði, Eyjabær — Vestmannaeyjum, Fataval — Keflavík,
Hornabær — Hornafirði, Álfhóll — Siglufirði, Óðinn — Akranesi, Ram — Húsavík,
Bakhúsið — Hafnarfirði, Austurbær — Reyðarfiröi, Kaupfél. Rangæinga — Hvolsvelli,
Sparta — Sauðárkróki, Skógar — Egilsstöðum, Isbjörninn — Borgarnesi, Lea — Olafsvík,
Lindin — Selfossi, Paloma — Vopnafirði, Patróna — Patreksfiröi, Báran — Grindavík,
Bjólfsbær — Seyöisfirði, Þórshamar — Stykkishólmi, Inga — Hellissandi, Aþena — Blönduósi.