Morgunblaðið - 07.05.1982, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAÍ1982
7
Utankjörstaðakosning
Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins,
Valhöll, Háaleitisbraut 1,
símar 86735 — 86847 — 86747.
Upplýsingar um kjörskrá o.fl.
Sjálfstæöisfólk! Vinsamlegast látiö skrifstofuna vita
um aila kjósendur, sem ekki veröa heima á kjördegi.
Utankjörstaöakosning fer fram að Fríkirkjuvegi 11
alla virka daga kl. 10—12, 14—18 og 20—22.
Sunnudaga kl. 14—18. ____
Glæsileg karlmannaföt frá cofinca
nýkomin, einhneppt og tvíhneppt. 1. fl.
efni. Einnig fyrirliggjandi vinsælu fötin frá
kr. 998 og kr. 1.098.
Terylenebuxur, flauelsbuxur, gallabuxur.
Frábært verö.
Andrés, Skólavörðustíg 22a.
Vorkappreiðar
Vorkappreiðar Fáks veröa haldnar laugardaginn 15.
maí. Keppt veröur í eftirtöldum greinum:
Skeiö, 150 metrar, hestar 5—7 vetra.
Skeiö, 250 metrar.
Stökk 250, 350 og 800 metra.
Brokk, 300 og 800 metra.
Skráning fer fram í dag á skrifstofu félagsins kl.
13—18 og lýkur mánudaginn 10. maí kl. 18.00. Aldur
knapa miðast viö aö vera fæddir 1966 eöa fyrr.
Skráningareyöublöö á skrifstofu Fáks. /Etlast er til
aö greint sé frá hvaðan hesturinn sé ættaöur, einnig
hver sé faðir hans og móöir.
Kynbótahross sem keppa aö því aö komast á lands-
mótiö í sumar mæti fimmtudaginn 20. maí.
Hestamannafélagið Fákur.
Úrvals
kjötá
góðu verði
Svínakjöt Vi og 'h skrokkar af nýslátruðu
t.b. i kistuna kr. 65 kr. kg.
Úrvals nautakjöt, alikálfakjöt, folaldakjöt.
Beikon á tilboösverði
Kryddlegiö lambakjöt.
Reykt folaldakjöt á góöu verði.
Þykkvabæjarbjúgu.
Nýju kartöflurnar úr Þykkvabænum.
Allt kaffi á eldgamla verðinu.
Verið velkomin.
Opið föstudag til kl. 8,
laugardaga til hádegis.
vamsBL
Þverbrekku 8, Kópavogi.
Símar 42040 og 44140.
EF ÞAÐER FRÉTT-
NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐLNU
DAVÍO ALBERT
Albert og Davíð
„Samstarf okkar hefur ávallt veriö gott. Á reynslu minni af því
góða samstarfi byggöi ég þá tillögu mína, aö Davíð Oddsson yrði
staðfestur í það forystuhlutverk, sem hann hefur nú einróma
veriö valjnn-vtil að gegna. Hann er ungur, þó reynsluríkur, vel
menntaður maður, sem ég treysti. Því bind ég vonir mínar viö
glæsilega framtíð borgarflokksins undir hans forystu. Vona ég að
þeir stuðningsmenn mínir, sem mér treysta, styöji hann og
Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnarkosningunum."
(Albort Quömundsson í grsin í DV 5. msí sl.)
Stöndum og
sigrum saman
Grein Alberts Guð-
mundssonar er svohljóð-
andi:
„Dagblaðið & Vísir birti
nvlega lesendabréf frá Ág-
ústi Arasyni, er ræddi
vandamál sitt vegna vænt-
anlegra borgarstjórnar-
kosninga þann 22. maí og
óskaði eftir svörum frá for-
sætisráðherra og mér um
það, hvernig hann og fleiri
ættu að greiða atkvæði til
þess að styðja okkur, þann-
ig að það komi okkur sem
best. Forsætisráðherra
hhvtur aö svara fvrir sig. Ég
vil þakka það traust, sem
bréfritari ber til mín. Þess
vegna lcyfi ég mér að vona
að hann treysti dómgreind
minni og styðji dyggilega
framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins og borgarstjóra-
efni hans.
Hvað varðar borgar-
stjóraefni SjálfstæðLs-
flokksins, þá bendi ég á, að
Davíð Oddsson var valinn
sem formaður okkar fyrir
tveimur árum, og á þeirri
reynslu sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur af forustu
hans, var hann staðfestur
sem borgarstjóraefni
okkar.
Davíð Oddsson hefur
víðtæka reynshi af borg-
armálum, og hefur verið
nánasti samstarfsmaður
minn í borgarráði og i
borgarstjórn, síðan Birgir
ísleifur Gunnarsson lét af
embætti.
Samstarf okkar hefur
ávallt verið gott. Á reynslu
minni af því góða samstarfi
byggði ég þá tillögu mína,
að Davíð Oddsson yrði
staðfestur í það forustu-
hlutverk sem hann hefur
nú einróma verið valinn til
að gegna.
Hann er ungur, þó reynslu-
ríkur, vel menntaöur mað-
ur, sem ég treysti. Því bind
ég vonir mínar við glæsi-
lega framtið borgarflokks-
ins undir hans forustu.
Vona ég að þeir stuðn-
ingsmenn mínir, sem mér
treysta, styðji hann og
Sjálfstæðisflokkinn í borg-
arstjórnarkosningunum.
Við búum okkur undir
erfiða baráttu fyrir framtíð
Sjálfstæðisflokksins og
Reykjavíkurborgar. I>ví
ríður á, að sjálfstæðisfólk
standi saman, og berjist
hlið við hlið, svo að saman
getúm við glaðst þann 22.
maí."
Kauphækkun-
arbann Al-
þýðubanda-
lagsins
Svarthöfði DV fjallar i
fyrradag um „kaupauka"
til skrifstofufólks Bl'R og
segir m.a.:
„I>að er nefnilega orðið
Ijóst nú nokkru fyrir kosn-
ingar að kauphækkanir
varða brottrekstrarsök
framkvæmdastjóra borg-
arfyrirtækis eigi Alþýðu-
bandalagið að ráða ferð-
inni.
Svo vill til að fram-
kvæmdastjóri BÚK og
skrifstofustjórinn eiga
stóra afsökun fyrir
„ódæði" sínu, svo notað sé
orð yfir hugarfar Alþýðu-
bandalagsins til málsins.
Skrifstofufólkið, sem hjá
þeim vinnur, hafði uppi ýt-
arlegar spurnir um vinnu-
laun skrifstofufólks á
vinnumarkaði almennt, og
komst að raun um, að
hvergi þekktust eins lág
laun og hjá Bl R. Fram-
kvæmdastjórinn og skrif-
stofustjórinn vissu auðvit-
að að þetta var satt og þess
vegna töldu þeir eðlilegt að
gott starfsfólk fengi þann
„kaupauka", sem um ræð-
ir.
En þetta má ekki.
Verkalýðsforusta Alþýðu-
bandalagsins vill láta kjósa
um 22. mai hvað fólk sem
vinnur hjá borginni eigi að
hafa í laun. Hún vill halda
þeirri áróöursaðstöðu, sem
hún telur sig hafa, með því
að þvarga í launadeilu við
Vinnuveitendasambandið i
miðjum kosningaslagnum.
Að vísu er nú ekki minnst
á samningana i gildi eða
timavissar vísitöluskerö-
ingar, heldur sagt beinum
orðum. að Alþýðubanda-
lagiö verði að halda meiri-
hluta í borginni eigi ein-
hver árangur að nást í
launaþjarkinu. Vinnuveit-
endur hafa eðlilega krafist
þess að samningum verði
frestað fram yfir kosningar
til að þessi lífsréttur laun
þega, sem launin eru, verði
ekki hafður aö leiksoppi í
þágu Alþýöubandalagsins.
En þá gera fram-
kvæmdastjóri og skrif-
stofustjóri Bl’R þann
fjanda að veita fólki sínu
20' i „kaupauka", auövitað
alveg blindir á þau áhrif
sem slík greiðasemi hefur
á vinnuveitendur þeirra,
Alþýðubandalagið. Á tím-
um vinstri stjóma hefur
það nefnilega verið venjan
aö Alþýðubandalagið
skammtaði kaupið. I>etta
kemur fram m.a. í óvenju
kurteisum kröfum ASÍ sem
vill aðeins 15rt hækkun á
sama tíma og skrifstofu-
fólk BÚR Hnnur út að þaö
vinnur undir venjuiegum
greiðslutöxtum skrifstofu-
fólks. En Alþýðubandalag-
iö er harður húsbóndi, sem
semur fyrir rikisstjórnina i
ár. og lætur sig litlu skipta
þótt samið verði um mikið
lægri laun er þegar eru
greidd velflestum stéttum.
Kosningabaráttan er
>arla hafin. Verkalýðsfor-
kólfar Alþýöubandalagsins
revndu þó að láta kjósa um
kauphækkanir. I’eir töldu
sig hafa stór boð á hendi,
en svo kom þetta blessað
skrifstofufólk til sögunnar
með sín 20't, og hækkun
til þess verður að banna.
Svarthöfði."
Gáfu sjúkrabað
Nýlega heimsóttu félagar í Kiwanisklúbbnum Heklu Hrafnistu
í Reykjavík og færðu heimilinu að gjöf fullkomið sjúkrabað af
ARJÖ-gerð. Baðið er ætlað til nota á hjúkrunardeildum Hrafn-
istu og er þegar komin reynsla á það og líkar vel. Myndin er
tekin af stjórn og styrktarnefnd Kiwanisklúbbsins Heklu við
afhendingu á baðinu.
Skólaskák-
mótið um
næstu helgi
LANDSMÓT skólaskákar verð-
ur haldið um næstu helgi í
Hafralækjarskóla í Aðaldal, en
það sækja þeir er orðið hafa
kjördæmameistarar. Hefst mót-
ið á föstudag og er teflt um titil-
inn skólaskákmeistari Islands
1982.
Á mótinu verður teflt í tveim-
ur flokkum, eldri og yngri. Sækja
það því alls 18 skákmenn, en það
er nú haldið í fjórða sinn.
Hefur það alltaf verið haldið
úti á landi, á Kirkjubæjar-
klaustri fyrst, síðan á Varma-
landi, í fyrra í Varmahlíð og nú í
Hafralækjarskóla.
Mæðrablómið selt næstu daga
MÆÐRADAGURINN er á sunnu
daginn kemur. Mæörablómið verð-
ur selt næstu daga á ýmsum stöð-
um í borginni, m.a. í nokkrum
blómabúðum og á skrifstofu
Mæðrastvrksnefndar Njálsgötu 3.
Tekjum Mæðrastyrksnefndar
af blómasölunni er varið til
sumardvalar fyrir eldri konur.
Mæðrablómið hefur verið selt
í áratugi til ágóða fyrir hið
mikla starf, sem nefndin vinnur.
En hún rekur m.a. lögfræði-
ráðgjöf, sumardvöl fyrir eldri
konur og styrkir þá sem með
þurfa fyrir jólin.