Morgunblaðið - 07.05.1982, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAÍ1982
13
Samhent átak í tómstunda-
starfæskulýðsmálum
eftir Ingibjörgu Rafnar
Á undanförnum árum hafa
æskulýðsmál verið í brennidepli,
ekki síst vegna þess ástands, sem
ríkir á Hallærisplaninu um helg-
ar. Núverandi meirihluti borgar’-
stjórnar hefur ekki tekið á því
máli sem skyldi og forsvarsmenn
hans jafnvel sagt, að það sé ríkis-
ins en ekki borgarinnar að leysa
þann hluta vandans, sem snýr að
neyslu unglinga á vímugjöfum.
Slíkur vandi, er náð hefur að grafa
um sig í þeim mæli, er hér um
ræðir, verður auðvitað ekki leyst-
ur á einni nóttu. Við megum
hinsvegar ekki loka augunum
fyrir honum eins og gert hefur
verið sl. fjögur ár, heldur leysa
hann með margskonar almennum
aðgerðum í æskulýðsmálum.
Stirt samstarf
meirihlutans
í tíð núverandi borgarstjórn-
armeirihluta hefur ekkert nýtt
verið gert í æskulýðsmálum af
hálfu borgarinnar, meirihlutinn
hefur enga nýja heildarstefnu
mótað. Þess var enda ekki að
vænta, þar sem þeir stjórnmála-
flokkar, sem hann mynda, kynntu
hver sína stefnu fyrir síðustu
kosningar, stefnur, sem voru
ósamrýmanlegar í meginatriðum.
Samstarf fulltrúa meirihlutans í
ÚT ER kominn hjá Nimsgagnastofn-
un námsefnisflokkur í samfélags-
fræði fyrir 7. bekk, Náttúruhamfarir
og landmótun, eftir Aðalstein Eiríks-
son og Tryggva Jakobsson.
í flokknum eru tvær nemenda-
bækur, Jón Steingrímsson og
móðuharðindin og Heimaeyjargos-
ið 1973, sex leskaflar um landmót-
un, Rek hafsbotns og meginlanda,
Eldgos, Jarðskjálftar og jarðhiti,
ísöld, Hringrás vatns, rof, Veðrun,
sjór og stöðuvötn. Þá fylgir eining-
unni Töfluhefti, Ýtarefni með ýms-
um sagnfræði- og landfræðilegum
fróðleik, Vinnuspjöld og kort,
Flettiglæra (V-Skaftafellssýsla) og
Kennsluleiðbeiningar með vinnu-
blöðum. Fyrirhuguð er útgáfa
skyggnuflokks með þessu efni.
„Náttúruöflin hafa víðtæk áhrif
á líf manna og sögu þjóða“ eru ein-
kunnarorð þessa námsefnis, en því
er m.a. ætlað að vekja nemendur til
umhugsunar um tengsl mannsins
við landið og náttúruöflin. Athygli
er beint að móðuharðindunum og
högum þjóðarinnar á þeim tíma.
Með bókinni um Heimaeyjargosið
1973 er gefið færi á að bera saman
fortíð og nútíð í þeim efnum.
í bókinni Jón Steingrímsson og
móðuharðindin er stuðst við Ævi-
sögu og Eldrit sr. Jóns Steingríms-
Listi Alþýðuflokks
á Seltjarnarnesi
BLAÐINU hefur borizt framboðs-
listi Alþýðuflokksins til bæjarstjórn-
arkosninganna á Seltjarnarnesi maí-
mánuði næstkomandi. Listann skipa
eftirtalin:
(iunnlau^ur Árnason, verkstjóri. Krna l»or-
geirsdóttir, bankastarf.smaóur. Njáll Ingjald.s-
son, skrifstofu.stjóri. Kost'-Marie ('hristiansen,
bankastarfsmaður. Hróðný l’álsdóttir. húsmóðir.
Jón l*orsteinsson, fyrrv. alj)ingi.smaóur. Ólafur
Stefánsson, lögfra*óingur. Ágúst Kinarsson, út-
gerðarmaður. Sigurjón Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri. Sigurhans l»orbjörnsson, vél-
stjóri. l»orsteinn llalldórsson, rakarameistari.
Birgir Berndsen, vélstjóri. (>uðjón Vigfússon,
skipstjóri. (iuðmundur lllugason, fyrrv. hrepp-
stjóri.
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
æskulýðsráði hefur m.a. af þeim
sökum verið mjög stirt. Það starf,
sem unnið hefur verið, svo sem við
uppbyggingu félagsmiðstöðva og
starf í þeim, svo og tómstunda-
starf í skólum auk annarrar æsku-
lýðsstarfsemi, hefur verið í beinu
framhaldi af því starfi, er hafið
var í tíð sjálfstæðismanna. Lokið
var framkvæmdum við félags-
miðstöðvarnar Þróttheima og
Ársel, sem voru langt komnar í
maí 1978, og Tónabær var gerður
upp og starfsemi þar endurskipu-
lögð. Hinsvegar hafa ýmis nýmæli
ekki náð fram að ganga vegna
ósamkomulags meirihluta æsku-
lýðsráðs.
Stefna sjálfstæðismanna
um samhent átak
Við sjálfstæðismenn teljum, að
hér þurfi að verða breyting á, og
að gera þurfi samhent átak til að
efla áhugavekjandi og þroskandi
tómstundastarf í borginni. Hafa
verður í huga að framsýnir menn
hafa spáð því, að tölvubyltingin
svokallaða muni hafa þau áhrif,
að vinnutími styttist verulega á
næstu árum og hefur sú þróun í
för með sér mjög aukna þörf fyrir
fjölbreytta tómstundaiðju. í
stefnuskrá okkar sjálfstæð-
ismanna fyrir borgarstjórnar-
sonar, fjallað er um Vestur-Skafta-
fellssýslu, sögu hennar og þau
landmótunaröfl sem þar hafa haft
áhrif á líf fólksins. Þá er lögð
áhersla á tengsl mannfjölda og ár-
ferðis og á samanburð milli lands-
hluta.
(Krétutilkynning.)
lngibjörg Rafnar
„Við sjálfstæðismenn
teljum, að hér þurfi að
verða breyting á og að
gera þurfi samhent átak
til að efla áhugavekjandi
og þroskandi tómstunda-
starf í borginni. Hafa
verður í huga að framsýnir
menn hafa spáð því, að
tölvubyltingin svokallaða
muni hafa þau áhrif, að
vinnutími styttist verulega
á næstu árum og hefur sú
þróun í för með sér aukna
þörf fyrir fjölbreytta
tómstundaiðju ...“ segir
Ingibjörg Rafnar í þessari
grein, en Ingibjörg er
fimmti maður á fram-
boðslista sjálfstæð-
ismanna við borgarstjórn-
arkosningarnar í Reykja-
vík nú í maí.
kosningamar í vor leggjum við
áherslu á eftirfarandi atriði við
skipulagningu og framkvæmd
æskulýðs- og tómstundamála í
borginni:
Háfa ber að leiðarljósi, að ein-
staklingurinn fái sem best notið
hæfileika sinna, sköpunargleði og
atorku.
Frjáls félagasamtök verði studd
með aðstöðu til starfsemi sinnar
og styrkveitingum, enda verði
settar ákveðnar reglur um úthlut-
un slíkra styrkja. Efla þarf sam-
starf og samvinnu borgaryfir-
valda, almennings og félagasam-
taka m.a. með því að fjölga
fræðslu- og leiðbeinendanám-
skeiðum fyrir almenning og þá,
sem starfa að æskulýðs-, íþrótta-
og félagsmálum.
Jafnframt þarf að tryggja ófé-
lagsbundinni æsku aðstöðu til
þroskandi tómstundaiðju í félags-
miðstöðvum og skóium borgarinn-
ar.
Fyrirbyggjandi starf hvers kon-
ar þarf að auka að mun, einkum
með tvennum hætti: Efla þarf
starf Útideildar og auka á ný
tengsl deildarinnar við æskulýðs-
ráð, félagsmiðstöðvarnar og frjáls
félagasamtök, sem vinna að mál-
efnum unglinga. 1 annan stað
verður að auka fræðslu í skólum
og fjölmiðlum um áfengis- og
fikniefnamál.
Leysa verður mál fólks undir
tvítugu varðandi dansleikjahald,
t.d. í samvinnu við skóla, foreldra-
og nemendafélög skóla og frjáls
félagasamtök. Einnig er vert að
kanna, hvort unnt sé að fá sér-
stakt húsnæði til slíks og þá í
samvinnu við unglingana sjálfa og
aðra.
Fjölskyldunni allri verður að
skapa möguleika til að stunda
sameiginlega tómstundaiðju, m.a.
á útivistarsvæðum og í félagsmið-
stöðvum borgarinnar. Við skipu-
lagningu nýrra hverfa verði hugað
að.tómstunda- og útivistarmáium
allra aldurshópa og slík aldurs-
blöndun höfð í huga við hönnun og
byggingu mannvirkja. Þannig
myndu mannvirki nýtast betur,
framkvæmdakostnaður minnka og
rekstrargjöld lækka. Jafnframt
verði áhugamannafélögum, íbúum
hverfa eða öðrum gefinn kostur á
að sjá um rekstur slíkra mann-
virkja að hluta í samvinnu við
borgaryfirvöld.
Kanna verður möguleika í eldri
hverfum á samnýtingu húsnæðis,
sem fyrir er til tómstundastarfa,
svo sem skóla, aðstöðu félaga,
íþróttahúsa o.s.frv. Þar sem slík
aðstaða er ekki fyrir hendi, verði
byggðar upp félagsmiðstöðvar í
samvinnu við aðra aðila, enda
verði gætt sjónarmiða þeirra, er
um getur hér að framan.
Starfsemi Vinnuskólans ber að
efla og endurskipuleggja, m.a. með
það í huga að starf skólans verði
um leið kynning og þjálfun í und-
irstöðuatriðum atvinnuvega þjóð-
arinnar.
Auka þarf tengsl og skilning
reykvískra barna og unglinga á
lífi og starfi í sveitum landsins,
m.a. með skiptiferðum þeirra og
barna og unglinga af landsbyggð-
inni.
Síðast en ekki síst þarf að efla
aðstöðu til hollrar tómstundaiðju
úti við, svo sem siglingaklúbbsins í
Nauthólsvík. Einnig þarf að fá
hentugt útivistarsvæði í stað
Saltvíkur, sem er of fjarri borg-
inni, niðurnídd og að öðru leyti
óhentug til slíks. Benda má á
svæði eins og Elliðavatn og
Heiðmörk auk Bláfjallasvæðisins.
Þar mætti skapa aðstöðu til fjöl-
breyttrar útivistar, svo sem
gönguferða, reiðmennsku, sigl-
inga, silungsveiða, náttúruskoðun-
ar hverskonar og fræðslu um
jarðfræði og flóru svæðisins,
berjatínslu og svo mætti lengi
telja.
Með það í huga að æskan í dag
er þjóðin á morgun telja sjálf-
stæðismenn, að leggja beri ríka
áherslu á þróttmikið og þroskandi
æskulýðs- og tómstundastarf eins
og framangreind samantekt úr
stefnuskrá okkar sjálfstæð-
ismanna ber vitni um.
Radial með Superfiller
Bridgestone Radial hjólbaróar
meö sérstyrktum hliöum veita auk-
iö öryggi viö akstur á malarvegum.
Hjólbaröakaupendur....
Þegar þiö kaupió radial hjólabaróa,
þá athugió hvort þeir eru merktir
S/F, því þaö táknar aö þeir eru meö
Superfiller styrkingu íhlióunum.
BRIDQE STONE á íslandi
BlLABORG HF
Smiðshöföa 23, sími 812 99.
Námsefni um Náttúru-
hamfarir og landmótun