Morgunblaðið - 07.05.1982, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAÍ1982
„Skipið var hvítglóandi
og málningin flagnaði af ‘
sagði skipstjórinn á Sheffield, James Salt
Georce Bush
Sammála um
flest mikil-
væg atriði
— segir Bush í Kína
Hangzhou, 6. maí. Al*.
GEORGE Bush varaforseti Banda-
ríkjanna, sem er í heimsókn í Kína,
segir að í viðræðum við kinversku
stjórnina hafl komið i Ijós að stjórnir
ríkjanna séu sammála um flest mik-
ilvæg atriði en ágreiningur sé um
fáein mál. Sambúð stjórnanna í Pek-
ing og Washington hefur verið stirð
að undanfornu vegna Formósu og
hafa Kínverjar krafizt þess að
Bandaríkin tiltaki hvenær þau ætli
að hætta vopnasölu þangað.
Bush fer til Peking á morgun til
að ræða við helztu ráðamenn og
hefur hann sagt að viðræðurnar
séu afar mikilvægar. Varaforset-
inn mun m.a. ræða við Deng Xi-
aoping, sem talinn er valdamesti
maður landsins nú um stundir, og
Huang Hua utanríkisráðherra.
Ixindon, 6. maí. AP.
„VIÐ fundum hitann vel í
gegnum skósólana. Yfírbygg-
ing skipsins var einn gufu-
mökkur og málningin á síð-
unni flagnaði af. Staðurinn
þar sem eldflaugin hafnaði í
skipinu var hvítglóandi,"
sagði James Salt, skipstjóri,
á breska tundurspillinum
Sheffíeld, sem sökk undan
Falklandseyjum eftir að hafa
orðið fyrir argentínskri eld-
flaug.
Fréttamenn ræddu við hann um
borð í HMS Hermes en allir þeir
úr áhöfn Sheffield, sem komust
lífs af, voru fluttir yfir á það skip.
Salt skipstjóri hældi áhöfn sinni á
hvert reipi fyrir stöðugleika, sam-
vinnu og rétt viðbrögð. Andrúms-
loftið um borð í HMS Hermes hef-
ur að sögn eins skipverjans ger-
breyst við árásina á Sheffield.
Menn eru nú farnir að gera sér
grein fyrir því að deilan við Falk-
landseyjar kunni að snúast upp í
blóðuga styrjöld.
Svo virðist, sem skortur á rat-
sjárflugvélum sé helsti veikleiki
Breta í deilunni við Falklandseyj-
ar. Komið hefur í ljós að eldflaug-
inni, sem grandaði Sheffield, var
skotið af tiitölulega stuttu færi.
Kanadíski aðmírállinn, Robert H.
Falls, yfirmaður hernaðarnefndar
NATO, telur líklegt að sprenging-
in um borð í Sheffield hafi fyrst
og fremst orsakast vegna elds-
neytis í eldflauginni en ekki vegna
sprengjuoddsins sjálfs.
Ennfremur var þess getið, að
Sheffield hefði ekki yfir að ráða
eldflaugum, sem notaðar eru til
þess að verjast skeytum af þeirri
gerð, sem skotið var að skipinu.
Hefði það getað bjargað skipinu
frá örlögum sínum. Ennfremur
sagði Falls að verjast hefði mátt
skeytinu með stanslausri skothríð
úr fallbyssum á það. Hefði hugs-
anlega mátt hæfa það áður en það
hafnaði í skipinu og sprakk.
Ratsjárstöð Norðmanna á
Svalbarða eða Bjarnarey
Osló, frá Jan Krik Lauré,
frétUritara Mbl., 6. maí.
ÁKVEÐIÐ hefur veriö aö
reisa svonefnda Loran-C-stöð
á Svalbaröa eða Bjarnarey.
Loran-C er mjög fullkomið
ratsjárkerfi, sem nota má
jafnt fyrir herskip, sem
venjuleg flutningaskip. Þessi
stöð verður hins vegar ekki
rekin af hernum eins og aðr-
ar svipaðar stöðvar í eigu
Norðmanna.
Ástæðan fyrir því er sú stað-
reynd að Norðmenn óttast mjög
að Sovétmenn mótmæli harðlega
uppsetningu stöðvar í hernaðar-
legum tilgangi, sem Norðmenn og
bandamenn þeirra innan NATO
gætu hagnýtt sér. Auk þess myndi
Svalbarða-sáttmálinn trúlega
standa í vegi fyrir því að herinn
gæti sett upp ratsjárstöð á Sval-
barða eða Bjarnarey. Herinn rek-
Stórtjón í Osló er tvö tonn
af dýnamíti sprungu í loft upp
Osló, frá Jan Krik l^iuré, fréitarilara Mbl., 6. maí.
TUGIR þúsunda Oslóarbúa vöknuðu upp i nótt við gífurlega
sprengingu er um 2 tonn af dýnamíti og TNT sprungu í loft
upp með tilheyrandi látum. Ekki er vitað um nein alvarleg
slys af völdum sprengingarinnar er þúsundir rúða í húsum í
allt að eins km fjarlægð méluðust.
Sprengiefnið var geymt á lög-
legan hátt í grjótmulningsnámu í
Ammerud, sem er 30.000 manna
hverfi í útjaðri borgarinnar. Ekki
er enn vitað hvað olli sprenging-
unni, sem varð rétt fyrir klukkan
eitt í nótt.
Eins og gefur að skilja greip um
sig mikil hræðsla í norðurhluta
borgarinnar og allar símalinur til
lögreglustöðva i grendinni voru
rauðglóandi. Eitt dagblað segist
hafa fengið um 300 símhringingar
á um 10 mínútum. Hélt fólk að
styrjöld hefði brotist út.
Ekki er talið loku fyrir það skot-
ið að „sprengjumaðurinn", en svo
hefur sá verið nefndur, sem kom
fyrir sprengju undir bifreið fyrir
utan stórþingið, hafi verið hér á
ferð. Sprakk sú sprengja með lát-
um, gereyðilagði bílinn og braut
rúður í næsta nágrenni. Undan-
farið hafa þrjár sprengingar orðið
í borginni og almennur ótti ríkir
nú um að fleiri kunni að fylgja í
kjölfarið.
STALHF
SINDRA
Fyrirliggjandi í birgðastöð
STANGAJÁRN
Fjölbreyttar stæröir og þykktir
SIVALT JÁRN
FLATJÁRN
VINKILJARN
L
FERKANTAÐ JÁRN
□
Borgartúni31 sími27222
m m
ur í dag ratsjárstöðvar í norður-
hluta Noregs svo og á Jan Mayen.
Uppsetning slíkrar stöðvar á
norðlægum fiskimiðum hefur mik-
ilvæga þýðingu fyrir norska sjó-
menn. Mun auðveldara verður að
sigla um Barentshafið fyrir togara
og um leið hættuminna. Það eina,
sem í raun mælir á móti slíkri
stöð, er hvernig fjármagna á
rekstur hennar. Það er nefnilega
ekki víst að stöðvarhúsið komist
inn á fjárlög næsta árs.
„Fannst ég ekki
lengur eiga heima
í þessu landi“
— segir fyrrverandi eiginkona Rakowskis
Frankfurl, *». maí. Al*.
WANIÍA Wilkomirska, fyrrverandi eiginkona Kakowskis, varaforsætis-
ráóherra í l’óllandi, segir að hún hafi farið frá Bóllandi fýrir tveimur
mánuðum af því að hún hafi ekki getað hugsað sér að búa við herlög. „Mér
fannst ég ekki lengur eiga heima i þessu landi ... ekkert efnahagsástand
hefði megnað að flæma mig úr landi mínu, engar biðraðir við verzlanir og
yfirleitt ekkert annað en þetta.“
Wilkomirska, sem er hljóð-
færaleikari, kom heim úr tón-
leikaferð til Parísar daginn áður
en herlögin voru sett 13. desem-
ber sl. Kveðst hún þá ekki hafa
verið mönnum sinnandi í margar
vikur, eða þar til hún tók ákvörð-
un um að hverfa úr landi. Hún er
nú búsett í Wiesbaden.
Rakowski-hjónin skildu í fyrra.
Um eiginmanninn fyrrverandi
segir Wilkomirska að hann hafi
einstaka hæfileika til að aðlagast
aðstæðum sem séu honum sjálf-
um í hag og þar af leiðandi sé
hann fljótur að afla sér nýrra
vina og snúa baki við gömlum.
Wilkomirska kveðst fús til að
snúa aftur til Póllands ef tryggt
sé að hún fái að fara aftur til
Vesturlanda en alfarin muni hún
ekki fara aftur til Póllands nema
líkur séu á því að þjóðskipulagið
breytist. „Ég veit ekki hvort lýð-
ræði er hugsanlegur möguleiki í
Póllandi. Ég held að mín kynslóð
eigi ekki eftir að lifa það.“
Hóta að myrða
Hosni Mubarak
Nikósíu, 6. maí. AP.
LEYNISAMTÖKIN, sem stóðu á bak
við morðið á Sadat, Egyptalandsfor-
seta, hafa hótað að ráða eftirmann
hans, Hosni Mubarak, af dögum.
AP-fréttastofunni í Nikósíu á Kýpur
barst orðsending frá AI-Aksa-samtök-
unum í dag, en orðsendingin er dag-
sett 16. apríl og póstlögð á Kýpur.
„Niðurstaðan er endanleg," segir
í orðsendingunni. „Dómnum verður
fullnægt af foringjum samtak-
anna.“ Orðsendingin er undirrituð
af „Hernaðardómstól Al-Aksa-
samtakanna.
I tilskrifinu stendur að eftir
morðið á Sadat hafi Mubarak verið
varaður vjð og látinn vita að ef
hann fylgdi svikastefnu Sadats, þá
hlyti hann sömu örlög. Nú sé komið
á daginn að Mubarak kæri sig koll-
óttan. Hann haldi áfram á sömu
braut og Sadat og því hafi hann
verið dæmdur til að falla fyrir
byssukúlu.
Pólskur flugmaður fær þungan
dóm - er óhultur í Vestur-Berlín
Varsjá, 6. maí. Al*.
PÓGSKUR herdómstoll hefur dæmt í máli flugmannsins, sem flaug flugvél pólska
flugfélagsins LOT til Vestur-Berlínar. Fékk hann 12—15 ára fangelsisdóm. Var
réttað i málinu í fjarveru hans.
Þá var hann sviptur almennum
borgararéttindum í 6 ár, eignir hans
gerðar upptækar og að auki var hon-
um bannaö að vinna við starf sitt í
heilan áratug.
Ennfremur báru pólsk yfirvöld til
baka þær fregnir um að pólskt skip
hafi farist við Falklandseyjar. Yfir-
völd í Buenos Aires hafa skýrt frá
því að pólskt fiskiskip gæti hafa
sokkið eftir tundurskeytaárás fyrir
slysni.