Morgunblaðið - 07.05.1982, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAÍ1982
15
Eitt glæstasta farþegaskip
heims notað til herflutninga
FARÞEGASKIPIÐ „Queen Eiizabeth 2“ hefur verið kallað til aðstoðar
breska flotanum við Falklandseyjar. Skipið er 13 ára gamalt, 67.500 tonn
að stærð, og hefur skapað sér nafn sem eitthvert glæsilegasta farþegaskip
heims. „Queen Elizabeth 2“ er eina farþegaskipið sem haldið hefur uppi
reglubundnum siglingum á milli Ameríku og Evrópu um nokkurt skeið.
Skipið státar af margs konar
þægindum, sem eiga lítið skylt
við nútímahernað. Fjórar sund-
laugar eru í skipinu — tvær úti
og tvær inni. Fjögur veitingahús
eru ennfremur um borð, auk 7
bara, spilavítis og kvikmynda-
salar, sem tekur 531 í sæti.
Líklegt þykir að flotinn hafi
meiri áhuga á sjúkrastofu skips-
ins, sem er búin öllum fullkomn-
ustu tækjum svo og þeirri stað-
reynd að ganghraði skipsins er
28,5 hnútar.
QE2 var byggt 1969 fyrir
Cunard-skipafélagið í Clyde í
Skotlandi. Kostaði þá 30 milljón-
ir sterlingspunda. Hvorki meira
né minna en 943 klefar eru um
borð í skipinu, allir með síma,
sturtu og salerni eða þá full-
komnu baðherbergi. Alls tekur
skipið um 850 farþega og 1000
manna áhöfn er á því.
Gert var ráð fyrir því að koma
mætti fyrir 1500 hermönnum
með létt vopn í skipinu ef til þess
kæmi að það yrði notað sem her-
flutningaskip. Skipið lagði af
stað frá Southampton í vikunni
með 5. herdeild landgönguliðs-
ins.
Óeirðir í Belfast í
minningu Bobby Sands
Belfasl, 6. maí. AP.
HÓPAR ungra rómversk-kaþólskra réðust að lögreglunni í Belfast í gær-
kvöldi með eldsprengjum og grjótkasti í kjölfar göngu 3000 kaþólikka til að
minnast þess að þá var eitt ár liðið frá dauða Bobby Sands, sem lést eftir
langvarandi hungurverkfall.
I árásunum slasaðist einn lög-
reglumaður og hermaður, er
sprengja sprakk við fætur hans.
Þá slapp lögreglumaður í fiski-
þorpinu Kileel naumlega undan
árásarmönnum, sem réðust til
inngöngu á heimili hans.
Lögreglan skýrði frá því að hún
hefði gert um 3000 bensínsprengj-
ur upptækar í kaþólska hlutanum
í Belfast. Var óttast að til stór-
felldra óeirða kæmi i tilefni dags-
ins.
Bobby Sands
JT
Iranir segja
íraka hafa
skotiö flugvél
Benyahia niöur
Boirúl, 6. maí. Al'.
LIK Benyahia og þrettán annarra sem
létu líflð í flugslysinu á landamærum
Tyrklands og Irans var flogið heim til
Alsír frá Teheran í dag, en byltingar-
stjórnin í íran hefur espazt mjög i garð
Iraka sem hún segir að beri ábyrgð á
því að flugvélin meö utanríkisráðherra
Alsírs fórst.
íranir halda því fram að írösk
MiG-þota hafi grandað vél utanrík-
isráðherrans með eldflaug og hefur
það eftir yfirmanni írönsku rann-
sóknarmannanna að brot úr sprung-
inni eldflaug af rússneskri gerð hafi
fundizt í flaki alsírsku flugvélarinn-
ar. Fleiri eldflaugabrot segjast Ir-
anir hafa fundið í fimm kílómetra
fjarlægð frá flakinu og telja þeir
það sanna enn frekar að írakar hafi
verið hér að verki.
Með Benyahia utanríkisráðherra
Alsírs voru á ferð átta starfsmenn
utanríkisráðuneytis hans, svo og
alsírskur blaðamaður, en áhöfnina
skipuðu fjórir menn.
Benyahia, sem var fimmtugur að
aldri, vakti athygli á alþjóðavett-
vangi þegar hann hafði milligöngu
um að bandarísku sendiráðsföngun-
um í Teheran var sleppt.
Landamæra-
vörður myrðir
yfirmann sinn
Braunsrhwcig, V-býskalandi, fi. maí. Al\
GEFIN hefur verið út handtökuskip-
un á hendur 19 ára a-þýskum landa-
mæraverði, Klaus Decker að nafni.
Decker flýði yfir landamærin og er
sakaður um að hafa drepið yfirmann
sinn til að komast undan.
A-þýsk yfirvöld fóru strax fram á
að Decker, sem var í einkennisbún-
ingi er hann flýði, yrði framseldur.
Samkvæmt v-þýskum lögum þurfa
flóttamenn frá austurhluta lands-
ins ekki að sækja um pólítískt hæli.
Fá þeir v-þýskt vegabréf þegar í
stað.
■ ■■ 1
ERLENT
KYNNING
Komdu og
láttu Dröfn sýna þér byltingu í
matreiðslu í
TOSHIBA
örbylgjuofnunum í verslun okkar á Bergstaöastræti
10A á morgun, laugardaginn 8. maí kl. 10—12.
Sjáðu hvernig bakaö er á 1 mínútu, matur hitaöur á
örskammri stund, hvernig krakkarnir geta poppað án
þess aö brenna sig eöa eyðileggja pottana þína.
Og sunnudagslærið stiknar á 20—30 mínútum.
TOSHIBA-örbylgjuofnarnir bjóöa upp á stórkostlega
möguleika fyrir fjölskyldur, sem boröa á mismunandi
tíma, boröa mismunandi fæöi (megrun, magasjúkl-
ingar). Toshiba ofnarnir eru svo einfaldir og öruggir í
notkun, aö börn geta matreitt í þeim.
Toshiba örbylgjuofn er meira en bara venjulegur örbylgju-
ofn, þú getur matreitt og bakaö í honum flestar uppskrift-
irnar þínar.
Og síöast en ekki síst, svo þú fáir fullkomiö gagn af
Toshiþa ofninum þínum, býöur Dröfn þér á mat-
reiðslunámskeið án endurgjalds.
Heimilisfang
Stærstir í gerð örbylgjuofna
Toshiba
Verö frá 4.510.
Vinsamlega póstsendið frekari
upplýsingar.
Til Drafnar H. Farestveit,
hússtjórnarkennara
Einar Farestveit & Co. hf.
Bergstaðastræti 10A.
ISLANDS
Lestun í erlendum
höfnum
AMERÍKA
PORTSMOUTH
Mare Garant 17. maí
Junior Lotte 27. maí
Mare Garant 7. júni
Junior Lotte 18. júní
NEWYORK
Junior Lotte 18. mai
Mare Garant 28. maí
Mare Garant 8. júní
HALIFAX
Hofsjökull 10. mai
Selfoss 28. mai
BRETLAND/
MEGINLAND
ROTTERDAM
Eyrarfoss 10. maí
Alafoss 17. maí
Eyrarfoss 24. mai
Alafoss 31. mai
ANTWERPEN
Eyrarfoss 11. mai
Alafoss 18. mai
Eyrarfoss 25. mai
Alafoss 1. júní
FELIXSTOWE
Eyrarfoss 12. maí
Álafoss 19. mai
Eyrarfoss 27. mai
Alafoss 2. júni
HAMBORG
Eyrarfoss 13. maí
Alafoss 20. maí
Eyrarfoss 28. mai
Alafoss 3. júni
WESTON POINT
Helgey 18. maí
Helgey 1. júni
NORÐURLÖND/
EYSTRASALT
BERGEN
Múlafoss 13. mai
Dettifoss 24. maí
Dettifoss 7. júni
KRISTIANSAND
Múlafoss 12. maí
Mánafoss 17. mai
Mánafoss 31. maí
MOSS
Mulafoss 11. mai
Dettifoss 11. maí
Manafoss 18. mai
Dettifoss 26. maí
TRONDHEIM
Vessel 4. júni
GAUTABORG
Dettifoss 12. mai
Mánafoss 19. mai
Dettifoss 27. maí
Mánafoss 2. júni
KAUPMANNAHÖFN
Dettifoss 13. mai
Mánafoss 20. maí
Dettifoss 28. maí
Manafoss 3. júni
HELSINGBORG
Dettifoss 14. maí
Manafoss 21. mai
Dettifoss 29. mai
Manafoss 4. júni
HELSINKI
írafoss 17. mai
Múlafoss 2. júni
Irafoss 16. júni
RIGA
Irafoss 14. mai
Mulafoss 4. júni
Irafoss 18. júni
GDYNIA
Irafoss 13. mai
Múlafoss 5. júni
irafoss 19. júni
HORSENS
Múlafoss 10. mai
Irafoss 24. mai
Múlafoss 7. júni
THORSHAVN
Manafoss 27. mai
VIKULEGAR
STRANDSIGLINGAR
- framog til baka
frá REYKJAVÍK alla mánudaga
frá ISAFIROI alla þriðjudaga
frá AKUREYRI alla fimmtudaga
EIMSKIP
SlMI 27100