Morgunblaðið - 07.05.1982, Síða 16

Morgunblaðið - 07.05.1982, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1982 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, simi 10100. Auglýsingar: Að- aistræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 110 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 7 kr. eintakið. Hvers vegna þetta óðagot á Alþingi? Af fréttum frá Alþingi að dæma mætti halda, að það skipti höfuð- máli fyrir framtíð þjóðarinnar, veiferð og afkomu, að þingmenn hverfi sem fyrst frá störfum og komist í frí úr þingsölum fram til 10. október næstkomandi. Það skapast jafnan furðulegt andrúmsloft á Alþingi eftir að þingmenn koma úr jólaleyfi. Þeir eru varla sestir til starfa á nýju ári, en vangaveltur byrja um það, hvenær þeir fari aftur í frí. Verður þingi slitið fyrir páska? Eða kannski ekki fyrr en 1. maí? Spurningum eins og þessum velta menn fyrir sér, en hinu minna, hvort skynsamlegt sé að þing sitji lengur eða skemur vegna þeirra verkefna, sem bíða þingmanna. Áður fyrr þurftu þingmenn að komast til vorverka. Sú ástæða er ekki Tengur fyrir hendi. Á sínum tíma miðaðist þingfararkaup við þingsetu. Nú sparast ekkert í þingmannslaunum við þinglausnir. Mál- um er siglt í óeðlilega spennu með því að skapa það ástand, sem nú ríkir í þingstörfum. Það er engin furða þótt almenningur velti vöng- um og spyrji: Hvers vegna þetta óðagot á Alþingi? í fyrra taldi ríkisstjórnin sér það til tekna, að geta slitið þingi á einhverjum fyrir fram ákveðnum degi. Er ríkisstjórnin að reyna að slá persónulegt met? Eða vilja ráðherrarnir geta stjórnað án Alþingis? Ráðherrar og kjarabaráttan Ráðherrar Alþýðubandalagsins kveða fast að orði um það í ræðu og riti, að kosningar séu kjarabarátta. Er það í samræmi við annað, að þeir láti mest til sín heyra um mál, sem þeir svindla svo á í ráðherrastörf u m. Heilbrigðisráðherra er Svavar Gestsson, formaður Alþýðubanda- lagsins, fjármálaráðherra er Ragnar Arnalds, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins. Við þessa tvo ráðherra heyja hjúkrunarfræð- ingar kjarabaráttu. Harkan í henni er nú orðin svo mikil, að neyðar- ástand er að skapast á sjúkrahúsum. í Morgunblaðinu í gær kvartar Ólafur Örn Arnarson, yfirlæknir á Landakotsspítala, undan því, að stjórn sjúkrahússins hafi ekki vald til að ráða samningum við starfs- fólk sitt, Svavar Gestsson og Ragnar Arnalds ráða ferðinni. Ólafur Örn sagðist ekki draga dul á það, að sín samúð væri með hjúkrunar- fræðingum, þeirra laun væru alls ekki nógu góð. Þeir Svavar og Ragnar eru annarrar skoðunar, þeir beita fyrir sig lögum og hafa tekið ákvörðun um það, að uppsögnum hjúkrunarfræðinga hjá ríkis- spítulunum skuli frestað um þrjá mánuði — hjúkrunarfræðingar skuli skyldaðir til að starfa áfram. Talsímaverðir gengu á fund Ragnars Arnalds, fjármálaráðherra, í fyrradag og afhentu honum mótmæli vegna úrskurðar kjaranefndar. Telja talsímaverðir laun sín svo lág, að þau dugi ekki til að draga fram lífið. Talsímaverðir ætla að grípa til frekari ráðstafana, gerist ekkert eftir ferð þeirra á fund ráðherra Alþýðubandalagsins. Ætli Svavar Gestsson og Ragnar Arnalds sjái ekki svo um, að talsímaverðir verði beittir lögþvingunum eins og hjúkrunarfræð- ingar? Ráðherrar, sem þannig fara með vald sitt, að þeir reyna ekki að leysa mál með samningum heldur sigla þeim í hnút og hóta svo að láta fólk starfa áfram með lögþvingunum, hljóta auðvitað að telja kosningar kjarabaráttu. I orðum þeirra felst: Kjósendum var nær að greiða Alþýðubandalaginu atkvæði og fá okkur sem ráðherra! Brýnar upplýsingar Nú í vikunni var lögð fram skýrsla, sem hefur að geyma sameigin- lega niðurstöðu aðildarlanda Atlantshafsbandalagsins um sam- anburð á herstyrk austurs og vesturs. í stuttu máli er niðurstaðan ógnvekjandi, því að staðfest er, að Varsjárbandalagslöndin ráða yfir fleiri vígtækjum en Atlantshafsbandalagslöndin, hvort heldur litið er á kjarnorkuherafla eða venjulegan vopnabúnað. Þessi niðurstaða kemur í sjálfu sér ekki á óvart, því að ýmsar rannsóknastofnanir hafa bent á þessar staðreyndir áður svo og tals- menn ríkisstjórna. Hins vegar er til þess að líta, að sú skýrsla, sem hér um ræðir, er hin ítarlegasta og víðtækasta á vegum Atlantshafs- bandalagsins frá stofnun þess 1949. í skýrslunni er ekkert sagt um- fram það, sem fulltrúar allra aðildarlandanna gátu samþykkt, en það þýðir í raun, að sá réð að lokum, sem skemmst vildi ganga. Hér verður ekki farið út í efni þessarar skýrslu. Hins vegar er nauðsynlegt, að hún verði gerð þannig úr garði af íslenskum stjórn- völdum og upplýsingadeild Atlantshafsbandalagsins, að höfuðþættir hennar séu aðgengilegir öllum almenningi á íslensku. Dagblöð hafa auðvitað mikilvægu hlutverki að gegna í þessu samhengi og sumir íslenskir fjölmiðlar hafa þegar kynnt höfuðdrættina í þessari skýrslu, en meira þarf til. Þar sem þéttar sprung- ur eru geta flekarnir á milli þeirra hallast segir Jón Jónsson jarðfræöingur um Rauðavatnssvæðið ÞEGAR ég kortlagði Reykjavíkur- svæðið og merkti inn á jarðfræðileg fyrirbæri, sem sjást á yfirborðinu, á árunum 1954 og 1955, man ég ekki eftir að hafa séð neinar sprungur á yfirborðinu vestan við Elliðaárstíflu og ekki heldur síðan, sagði Jón Jónsson, jarðfræðingur, sem í ára- tugi hefur unnið að athugunum á sprungusva’ðum á Reykjanesskaga, er borin voru undir hann ummæli ýmissa fulltrúa vinstri flokkanna í borgarstjórn í sambandi við hugsan- lega byggð við Rauðavatn, þar sem þeir láta að því liggja að Reykjavík sé öll byggð á sprungum og þá eink- um Breiðholtið. En Jón Jónsson var- aði einmitt við því fyrir meira en ári að byggingarsvæði væri varasamt norðan Rauðavatns þar sem sprungubelti lægi um Rauðavatns- svæðið, svo sem sæist á kortum hans. — Maður verður að ætlast til þess af þeim, sem tala um sprung- ur undir byggðasvæðum í sjálfri Reykjavík, að þeir bendi á þau og komi vitneskju sinni á framfæri, bætti Jón við. Það er einmitt mjög nauðsynleg ef byggingarmeistar verða varir við sprungur í grunni að gera aðvart um það. Því þótt ekki sjáist missmíði á yfirborði, þá er ekki þar með sagt að sprunga geti ekki leynst undir jarðvegi. Ýmsir arkitektar eru raunar vakandi fyrir þessu, og ég hefi verið gegn um árin beðinn um að athuga húsagrunna við undir- búning byggingar, svo sem undir Þjóðarbókhlöðunni, Norræna hús- inu, Árnagarði og víðar, en aldrei orðið var við sprungur þar. Þessi eina sprunga, sem menn urðu var- ir við austast í Breiðholti III og í Selásnum, þegar teknir voru grunnar, gæti verið framhald af Grafarvogssprungunni, sem er merkt inn á mín kort og gæti legið þarna áfram undir þykku lagi af morenu. — Þótt ekki sjáist merki um sprungur á yfirborði vestar í Reykjavík en við Elliðavatn og Elliðaárstíflu, þá eru sprungur mjög áberandi þar austan við. Það er löngu ljóst að þarna eru sprungusvæði, m.a. kring um Rauðavatnið. Það er orðið langt síðan ég kortlagði á þessum slóð- um sprungusveiminn. Hann er í framhaldi af sprungubeltinu, sem liggur í stefnu frá Vesturhálsi og Sveifluhálsi í norðaustur og fer að þynnast þegar nálgast Esjuna. Hvað af þessum sprungum er á hreyfingu veit maður ekki að öðru leyti en því, að ljóst er að nokkur hluti þeirra er það. Það sýna mæl- ingar Eysteins Tryggvasonar, sem mælt hefur lóðréttu hreyfingarn- ar, sagði Jón. Og aðspurður hvort langan tíma þyrfti til að mæla hreyfingu á sprungu, sagði hann að ekki virtist þurfa nema nokkur ár. — Ég er þeirrar skoðunar, að ef maður á grundvelli sinnar sér- þekkingar sér eitthvað sem ber að varast, þá sé það skylda manns að þegja ekki yfir því, sagði Jón. Það er ekki gaman fyrir fólk, sem legg- ur á sig að reisa sér hús og fá svo kannski á fyrsta ári misgengi und- ir því. Svo verður maður að reikna með því, að ef þéttar sprungur finnast eins og norðan við Rauða- vatn, þá geti flekarnir á milli þeirra farið að hallast. Þótt hægt sé að finna fleka milli sprungna, sem ekki er brotinn, þá er mikil hætta á að slíkur fleki geti farið að hallast við litla hreyfingu. Slík- ar hraunblokkir hafa snarast til og fjarri því að maður geti verið öruggur urn að þær séu kyrrar. Auk þess er vert að hafa í huga í sambandi við sprungur, sem sjást á yfirborðinu, að þarna er ekki bara um eina sprungu að ræða, heldur er að jafnaði bergið í kring um hana meira og minna mölbrot- ið, oft á svæði sem tekur yfir nokkra metra. Því þarf að huga vel að slíkum svæðum. Jón Jónsson sagðist hafa byrjað að skoða Reykjavíkursvæðið fyrir nær 30 árum. Á árunum 1954—55 unnu þeir Tómas Tryggvason jarðfræðingur fyrir borgarverk- fræðing og Atvinnudeild Háskól- ans að gerð jarðfræðikorts af Reykjavík og nágrenni. Um leið og þeir leituðu að jarðefnum, kort- lögðu þeir öll jarðfræðileg fyrir- bæri, sem þeir sáu á yfirborðinu vestan frá sjó og austur að Vífil- felli og Borgarhólum. Gerðu kort af berggrunninum og jarðlögum, sem síðan liggur fyrir. I sambandi við þetta gekk Jón m.a. alla strandlengjuna frá því sunnan við Hafnarfjörð og upp á Kjalarnes og fór út í allar eyjar. Seinna vann Jón að áframhaldandi rannsókn- um og kortlagningu vegna könn- unar á grunnvatni fyrir Vatns- veitu Reykjavíkur og birti í fram- haldi af því grein í Náttúrufræð- ingnum, þar sem hann vakti at- hygli á þessum sprungusvæðum, sem hann hefur allar götur síðan haldið áfram að skoða, bæði fyrir Vatnsveituna og af eigin áhuga og Alusuisse: Iðnaðarráðherra setti Alusuisse úrslitakosti ALUSUISSE sendi frá sér eftirfar- andi tilkynningu: „Viðræðufundir um málefni IS- ALs voru haldnir í gærkvöldi og fyrri hluta dagsins í dag. Á fund- inum voru mættir dr. P. Miiller ásamt öðrum fulltrúum Alusuisse og iðnaðarráðherra ásamt ráð- gjöfum sínum. Dr. P. Muller átti einnig viðræð- ur við forsætisráðherra, dr. Gunn- ar Thoroddsen, og samgönguráð- herra, Steingrím Hermannsson. Viðræður fóru fram í fullri vin- semd. Dr. P. Miiller lagði áherzlu á, að nauðsynlegt væri, að allar ásakanir á hendur Alusuisse verði úr sögunni. Að því loknu sé Alu- suisse reiðubúið að ræða þau at- riði, sem ráðherrann hafi borið fram, þar með talinn orkusamn- ingurinn, eignaraðild íslenzka ríkisins og endurskoðun á samn- ingi um skattlagningu. I lok viðræðnanna lagði iðnað- arráðherra fram nýja yfirlýsingu um samkomulag og óskaði eftir að Alusuisse samþykkti hana. Var þess jafnframt getið, að gæti Alu- suisse ekki samþykkt þessa yfir- lýsingu í dag, væru sáttahug- myndir þær, sem fram koma í yf- irlýsingunni, niður fallnar. Þannig setti ráðherrann Alusuisse úr- slitakosti. Þau atriði, sem yfirlýs- ingin fjallar um, eru mjög flókin og eigi gjörlegt að svara þeim fyrr en eftir nákvæma athugun. Alusuisse telur þessar hug- myndir nothæfan grundvöll fyrir frekari viðræðum. Ráðherrann var hins vegar ekki á sama máli og lýsti því yfir, að hann áskildi sér allan rétt. Ekki var ákveðin dag- setning fyrir frekari fundahöld aðila. Alusuisse er enn þeirrar skoð- unar, að haldi báðir aðilar áfram að ræða ágreiningsmálin með opnum huga, muni reynast unnt að finna lausn, sem aðilar geti sætt sig við.“ Iðnaðarráðuneytið: Taka þarf öll samskiptamál til rækilegrar skoöunar FRÉTTATILKYNNING frá iönað arráöuneytinu um niöurstöður álvið- ræðnanna er svohljóðandi: „Dagana 5. og 6. maí 1982 fóru fram viðræður í Reykjavík milli Hjörleifs Guttormssonar iðnað- arráðherra og Paul Múllers, aðal- framkvæmdastjóra Alusuisse, um málefni álversins í Straumsvík. Iðnaðarráðherra lagði fram á fundunum málamiðlunartillögu um lausn á deilumálum aðila, þar sem krafist var raforkuverðs- hækkunar hið fyrsta og lagt til að deilumál fyrri ára fari í gerð. Þar sem Alusuisse hafnaði alfarið raf- orkuverðshækkun, var eigi unnt að halda viðræðunum áfram og lauk þeim því án samkomulags. Var ekkert ákveðið um framhald. Iðnaðarráðherra lýsti því yfir í fundarlok, að nú þyrfti hann og íslenska ríkisstjórnin að taka öll samskiptamál Islands og Alu- suisse til rækilegrar skoðunar og áskildi hann ríkisstjórninni allan rétt í þessu efni.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.