Morgunblaðið - 07.05.1982, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAt 1982
23
Tímavélin
Kvíkmyndir
Ólafur M. Jóhannesson
TÍMAVÉLIN
Nafn á frummáli: Time After Time
Ilandrit og leikstjórn:
Nicholas Meyer
Myndatökustjóri: Paul Lohman
Tónlist: Miklos Rozsa
Sýningarstaður: Austurbtejarbíó
Oft hljóða blaðaauglýsingar
bíóhúsanna eitthvað á þessa leið:
Afar spennandi ný bandarísk
stórmynd. Oft rætast ekki þessi
gullbrydduðu orð en þó er eitt
víst að kvikmyndahúsin bjóða
uppá sífellt ferskari kvikmyndir
og kemur þar vafalaust til
harðnandi samkeppni einkum
við myndbandaleigur og Video-
son. Virðast kvikmyndahúsin
hafa vaknað af dvala við þessa
samkeppni, þannig auglýsir
Austurbæjarbíó nýjustu mynd
sína „Time After Time“ eða
„Kapphlaupið við tímann" á
einkar hressilegan máta: „Ný,
bandarísk úrvalsmynd, sem hef-
ur allt til brunns að bera: hlægi-
leg, spennandi, gott handrit,
framúrskarandi leikur, litmynd,
Panavision, dolby-stereo."
I gamni bar ég saman þessa
kokhraustu auglýsingu við eigin
upplifun kvikmyndarinnar Time
after Time og kemur hér niður-
staðan.
1) Var myndin hlægileg? Hér
hlýt ég að vísa til eigin kímni-
gáfu sem er máski nokkuð sér-
stæð. Allavega ekki það sérstæð
að ég gat tekið undir með sessu-
naut mínum að minnsta kosti
fimm sinnum sem verður að telj-
ast gott. Þá kurraði í manni
hláturinn og þá stund er H.G.
Wells (Malcolm McDowell) burð-
aðist við í fyrrihluta myndarinn-
ar að aðlaga sig 86 ára tíma-
stökki. 2) Var myndin spenn-
andi? Abyrgur kvikmyndagagn-
rýnir segir sem minnst frá þeim
atriðum í kvikmynd er vekja
spennu. Ég get þó upplýst að elt-
ingarleikur H.G. Wells við
Kobba kviðristi vekur þó nokkur
fiðrildi af svefni í mallakútnum,
jafnvel þótt eltingarleikurinn
eigi sér ekki stað á þokumettuð-
um strætum Lundúna árið 1893
heldur í sólbökuðum lystigörðum
San Francisco árið 1979. 3) Var
myndin byggð á góðu handriti?
Vissulega. I senn markviss upp-
byggt atburðarás vafin hug-
myndaríkri glettni og siðferðis-
þrunginn boðskapur. Hins vegar
var klippingin stundum full
varfærnisleg. 4) Var í kvikmynd-
inni framúrskarandi leikur? Ég
held að þurfi ekki að spyrja að
leikslokum þegar Malcolm
McDowell og David Warner eru
annarsvegar. Það þarf vart gott
handrit né styrka leikstjórn til
að lyfta þessum köppum í hæðir.
Hinn aldagamli breski skóli og
meðfæddir hæfileikar sveifla
þeim yfir hverja báru. Mary
Steenburger kom líka á óvart í
hlutverki hinna alfrjálsu nú-
tímakonu einkum sakir sinnar
fágætu fegurðar sem á stundum
skyggir á leik hennar. Þá mætti
stúlkan gjarnan skipta um radd-
bönd. 5) Var hér um að ræða
litmynd? Ekki sá ég betur. 6) í
Panavision? Ég býst við því. 7)
En dolby-stereo? Minna mátti nú
heyra. Ég held ég þurfi ekki að
draga niðurstöður könnunarinn-
ar saman. Háttvirtum lesanda
ætti nú að vera í lófa lagið að
ganga úr skugga hvort auglýsing
Austurbæjarbíós á Time After
Time stenst.
Fhilips V2000
kerfi framtíðaríimar
Nýja Philips VR 2022 myndsegulbandið slær
öllum öðnun við hvað snertir myndgæði og tækni-
lega fullkomnun.
Við höfum líka mörg hundruð myndir fyrir V2000
kerfið í myndleigunni hjá okkur, jafnt nýju stór-
myndimar sem gömlu meistaraverkin.
Komdu við og fáðu þér oina góða fyrir helginal
heimilistæki hf.
DÆMI:
Mikið úrval
vegghúsgagna á ótrúlega lágu verði
Bæsuð eik
Lengd 2,85 cm. Dýpt 30/48 cm.
Hæð 1,80 cm. Verö kr. 13.345,-
Bæsaður askur
Lengd 2,55 cm. Hæð 1,78 cm.
Verð kr. 9.575,-
Bæsaður askur
Lengd 2,55 cm. Hæð 1,78 cm.
Verð kr. 11.100,-
Þetta verð getum við boðið vegna hagstæðra samninga og magninnkaupa.