Morgunblaðið - 07.05.1982, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1982
Katrín Oddsdótt-
ir - Minningarorð
Fædd 17. marz 1923
Dáin 27. apríl 1982
Fyrstu minningar mínar um
Katrínu Oddsdóttur eru frá árun-
um í Verzlunarskóla íslands. Ég
kom inn í hóp bekkjarsystkina,
sem voru búin að sitja saman í
stofu og kynnast heilan vetur, og
mér fannst ég vera ærið utangátta
og allt að því umkomulaus. Þess
vegna minnist ég þess ævinlega
með þakklæti, þegar hún Kata gaf
sig á tal við mig í frímínútunum
með því hispursleysi, sem henni
var eiginlegt, og vann þar með bug
á feimni sveitastúlkunnar, svo að
upp frá því urðu samskipti léttari
við þetta unga ágætisfólk.
Það var einstaklega samstilltur,
glaðvær og tápmikill hópur, sem
útskrifaðist úr Verzlunarskólan-
um 1940 og í mörg ár eftir það var
iðulega stofnað til endurfunda
með ferðalögum og ýmsum
skemmtunum. Við lærðum saman
nýjustu dansana hjá Rigmor Han-
son, fengum okkur snúning í hlöð-
unni á Hreðavatni og rerum kajak
á Þingvallavatni. Þá var Kata
hætt komin, er farkostinum
hvolfdi undir henni á ísköldu
vatninu og óttahroll setti að okkur
í svip, en allt fór vel. Það er ekki
út í hött, að talað er um skóla-
systkin, því að samband þeirra
verður einatt líkt og með systkin-
um. En systkin tvístrast, er þau
stofna eigin heimili, og svo fór
einnig að mestu um þennan sam-
rýmda árgang úr Verzlunarskólan-
um. Böndin eru samt sterk, það
finnum við gleggst í hvert sinn
sem höggvið er skarð í okkar rað-
ir.
Við vorum allmargar skólasyst-
ur, sem héldum hópinn áfram,
höfðum raunar þegar í 3ja bekk
stofnað með okkur saumaklúbb,
sem hefur starfað óslitið síðan.
Við höfum því átt langa samleið,
sumar allt frá bernskudögum i
barnaskóla. Það er einkum fyrir
munn þessa hóps, sem kveðjuorð
eru hér fest á blað, og þeim fylgja
hlýjar hugsanir okkar allra.
A meðan við vorum enn í skóla,
var piltum stundum boðið á
saumafundina til okkar. Þeir létu
ekki á sér standa og þá auðvitað
eingöngu af áhuga á faginu. Ekki
man ég lengur glöggt, hverjir
sóttu þá fundi, en a.m.k. einn
skólabróður veit ég um, sem síðan
hefur unnið margt listaverkið með
nál og spotta.
Sumar okkar í saumaklúbbnum
hafa dvalið langdvölum erlendis,
en jafnan átt afturkvæmt í hóp-
inn, a.m.k. um sinn, rétt eins og
þær hefðu aldrei farið neitt. Hins
vegar varð okkur öllum það brátt
Ijóst, að þessu mundi verða á ann-
an veg farið með Kötu, eftir að
veikindi hennar tóku að ágerast sl.
haust. Því var okkur hver stund
dýrmæt, sem hún treysti sér til að
eiga með okkur í vetur, og við
hlutum að dást að kjarki hennar,
viljastyrk og æðruleysi. Þar komu
einmitt hvað skýrast fram eigin-
leikar þeir, sem svo mjög ein-
kenndu skaphöfn hennar.
Katrín Oddsdóttir fæddist á
Heimaskaga á Akranesi 17. marz
1923, af góðum og traustum ætt-
um. Foreldrar hennar voru Sigríð-
ur Kristín Halldórsdóttir og
Oddur Björnsson afgrm., heiðvirð
og elskuleg hjón, sem lengst af
bjuggu í húsinu nr. 130 við Lauga-
veginn. Þar ólst Katrín upp ásamt
þremur yngri systkinum sínum,
Andreu Halldóru, sem starfar á
skrifstofu Strætisvagna Reykja-
víkur, Kristjáni, bankastjóra
Verziunarbanka íslands, og Birnu,
meinatækni við Rannsóknastofn-
un Háskólans við Barónsstíg. Við
þá stofnun starfaði Katrín einnig í
nokkur ár, eða þar til 1945, að hún
giftist Eiríki G. Asgeirssyni, sem
síðar varð forstjóri Strætisvagna
Reykjavíkur. Eiríkur er maður
virtur og vel látinn af öllum sem
hann þekkja, sonur Ásgeirs
Guðnasonar, kaupmanns og út-
gerðarmanns á Flateyri, og konu
hans, Jensínu Hildar Éiríksdóttur.
I ætt hans eru margir dugmiklir
og landskunnir athafnamenn.
Börn Katrínar og Eiríks eru:
Oddur, líffræðingur, kvæntur
Katrínu Finnbogadóttur ritara;
Hildur, kennari, gift Magnúsi Pét-
urssyni hagsýslustjóra; Halldór,
landfræðingur, kvæntur Svan-
laugu Vilhjálmsdóttur kennara;
og Ásgeir, hagfræðingur, kvæntur
Kristrúnu Davíðsdóttur lyfja-
fræðingi.
Katrín flíkaði ógjarna einka-
málum sínum, en okkur fannst
jafnan sem fáa skugga bæri á
lífshamingju hennar. Af ýmsu
mátti ráða, að hún hafði eignazt
ástríkan mannkostamann fyrir
lífsförunaut, sem hún mat afar
mikils, og að þau hjónin væru
samhent í flestum efnum. Einnig
var okkur ljóst, að þau Eiríkur
áttu miklu barnaláni að fagna.
Álit þetta hefur styrkzt æ meir
undanfarna mánuði, þegar fjöl-
skyldan öll lagðist á eitt um að
gera Katrínu lífið eins ánægjulegt
og kostur var. Sjálf lét hún ekki
sitt eftir liggja, umvafin ástúð
sinna nánustu, og fram til hins
síðasta var hún fær um að miðla
öðrum af viljastyrk sínum og
óbuguðu andlegu þreki.
Óhætt er að fullyrða, að Katrín
leit aldrei svo á, að hún gegndi
ómerkara hlutverki en þær konur,
sem sækja sjálfar út á frama-
brautina. Á síðari árum greip hún
þó iðulega í að vinna utan heimil-
isins, en henni var það ekki kapps-
mál. Að vísu var Katrín svo hepp-
in að hafa oftast meðbyr í lífinu,
en það breytti henni ekki, og ég
hyKK. að það hefði í rauninni verið
næstum því sama, hvernig hún
hefði verið sett og hvaða erfiðleik-
um hún hefði þurft að mæta,
henni hefði tekizt að færa allt til
betri vegar, eftir því sem aðstæður
leyfðu. Hún bar sig með sömu
frjálsmannlegu reisn í litla húsinu
við Bræðraborgarstíg og í einbýl-
ishúsinu við Selvogsgrunn, og hún
gekk að öllum störfum af sömu
alúð og ósérhlífni, hvort sem þau
voru fólgin í því að annast heimil-
ið eða yrkja jörðina, sinna börnum
eða taka á móti gestum, stundum
stórum hópum, innlendum og er-
lendum, sem þau hjónin ræktu við
gestgjafaskyldur vegna stöðu eig-
inmanns hennar. Þeim hjónum
var einkar lagið að skemmta gest-
um og skapa notalegt andrúms-
loft. „Það hefur það hver eins og
honum hentar bezt,“ sagði Katrín
oft, og það var einnig viðkvæði
hennar, þegar rætt var um hagi
náungans eða háttu, einkum það
sem miður fór. Þar með var málið
útrætt af hennar hálfu og talinu
vikið að öðru, til dæmis nýjustu
leiksýningu, því að Katrín þekkti
fáar skemmtanir betri en að
sækja leikhús, eða þá einhverri
bók, sem hún hafði nýlega lesið.
En umfram allt virtist hún leggja
rækt við listina að lifa vel; og heil-
brigð lífsviðhorf hennar hafa orð-
ið börnum þeirra hjóna gott vega-
nesti úr heimahúsum.
Þegar börnin voru öll flutt að
heiman, þótti hjónunum of rúmt
um sig í húsinu við Selvogsgrunn,
jafnvel svo, að þau gætu týnt
hvort öðru nema um talstöð, eins
og Katrín orðaði það. Þau fluttu
sig þá umsvifalaust um set, niður
að Rauðalæk. Síðasti saumafund-
urinn, sem hún hélt þar, verður
okkur jafnan minnisstæður.
Blómstrandi og gróskumiklar St.
Pálíur, sem hún hafði ræktað sjálf
í ýmsum litum, prýddu stofuna, en
þegar við fórum, leysti hún hverja
okkar út með ungri jurt af þessu
yndislega blómi, sem hún hafði
komið til nokkurs þroska í glugga-
kistunni hjá sér. Það var sem hún
væri að gefa okkur einhvern hluta
af sjálfri sér, en við áttuðum
okkur ekki fyllilega á þessum for-
boða fyrr en síðar.
Hverri tómstund sem gafst að
sumrinu hin síðari ár, eyddu Katr-
ín og Eiríkur í sumarbústað sínum
við Hafravatn. Þar hefur þeim
tekizt að koma upp myndarlegum
skógarreit, sem húsbóndinn hefur
sjálfur sáð til að mestu. Þangað
leituðu hjónin sl. sumar eins oft
og Katrín treysti sér til, og þangað
mun Eiríkur væntanlega leita eft-
ir hretviðri vorsins til að hlúa að
nýgræðingnum, sem ber í sér
frjómagn lífsins.
Ásdís Arnalds
Þegar góðir vinir og jafnaldrar
deyja fer einhverskonar stingur í
gegnum hjartað. Þó var vitað að
hverju fór síðustu mánuði en allt-
af kemur kallið að óvörum.
Katrín var af sterkum stofni, ól
manni sínum fjögur myndarbörn
og hélt um þau vörð eins og æður
sem breiðir vængin^ yfir hreiður
sitt. Gekk jafnan ótrauð að öllum
störfum og gaf aldrei eftir. Hún
var líka hraust, verklagin og
smekkleg.
Ótal ánægjustundir áttum við
saman bæði á heimilum okkar, í
vinahópi eða í sumarleyfum er-
lendis. Katrín var væn kona,
skemmtileg og glaðvær á góðum
stundum, og einstakur félagi. Við
ætluðum líka að eyða ellinni sam-
an ásamt öðru vinafólki í fjölbýl-
ishúsi, sem þegar er byrjað að
byggja. Eiríkur er framkvæmda-
stjóri fyrir því. En ýmislegt fer
öðruvísi en ætlað er og hafa nú
þegar nokkrir félaganna fallið. Að
þeim er líka mikill söknuður. Með
Katrínu Oddsdóttur er farin frá
okkur fágæt kona. Börnin hafa
misst umhyggjusama móður og
Eiríkur sína stoð og styttu um ald-
ur fram. Það er mikil þolraun.
Eina huggunin er hlýjan, sem
minningarnar geyma.
Með samúðarkveðju.
Björg og Páll Ásgeir
Þegar ég frétti að Kata frænka
væri dáin, var það á vissan hátt
léttir. Loksins var baráttunni við
erfiðan sjúkdóm lokið. En Katrín
var ekki auðunnin, það var ekki
fyrr en á síðustu dögum hinnar
miklu rimmu, að hún varð að láta
undan síga.
Ekki hafa allir slíkt baráttu-
þrek, og fáir jafn fjarri sjálfsvor-
kunn og Katrín. Samt vantaði
ekkert á hlýju í garð annarra.
Alltaf sóttist maður eftir að heim-
sækja Katrínu og Eirík. Ég minn-
ist þeirra tíma meðan lífið var
okkur frændunum ennþá leikur.
Við bræðurnir og yngri synir
þeirra hjóna allir á sama aldri.
Alltaf var Katrín frænka tilbúin
að sýna okkur betri aðferðir við
föndrið okkar, hræra ískalt kókó-
malt, baka vöfflur eða elda ofan í
okkur. Ófáar ferðir fórum við uppí
sumarbústaðinn þeirra við Hafra-
vatn, til að húkka fisk eða sigla á
sumrin og í berjamó á haustin.
En kærum minningum fylgir
mikill harmur. Ég votta Eiríki,
börnum hans og fjölskyldum
þeirra einlæga samúð mína.
Bjössi
Nú hefur enn einn kær vinur
okkar hjónanna lokið sinni jarð-
lífsgöngu. Katrín Oddsdóttir and-
aðist hinn 27. þ.m. Kynni okkar af
Katrínu eru nú orðin meira en 30
ára gömul, en við kynntumst
henni fyrst er þær Þórunn unnu
saman ungar stúlkur á Rannsókn-
arstofu Háskólans og höfum við
haldið kunningsskap síðan.
Nánari varð þó vináttan eftir að
hún giftist eftirlifandi eiginmanni
sínum, Eiríki Ásgeirssyni for-
stjóra, og um skeið var samgangur
mikill og náinn milli heimila
okkar þótt vik hafi verið milli vina
hin síðari árin.
Frá samverustundum okkar
með þeim hjónum eigum við
margar ánægjulegar minningar
en eigi skulu þær allar raktar hér.
Þó get ég ekki stillt mig um að
geta sérstaklega um ferðalag
okkar þriggja hjóna um Vestfirði
fyrir 12 árum síðan. Er það ein-
hver ánægjulegasta ferð sem við
höfum farið og hjálpaðist þar allt
að, góðir samferðamenn, fagurt
umhverfi, veðurblíða og frábærar
móttökur þess fólks er við heim-
sóttum og nutum við þar auðvitað
þess hversu gagnkunnugur og
vinsæll Eiríkur er á þessum slóð-
um. En fleiri ferðir fórum við sem
einnig er gott að rifja upp við
þessi þáttaskil.
Katrín var frábærlega myndar-
leg húsmóðir og var heimili þeirra
bæði fagurt og aðlaðandi svo unun
var þar að dvelja. Þó var það eigi
hinn ytri búnaður, þótt glæsilegur
væri, sem dró okkur vinina þang-
að, heldur viðmót og alúð húsráð-
enda beggja.
Vildu þau hvers manns vand-
kvæði leysa og voru samhent í því
sem öðru. Glaðværð og góðvild
einkenndi allt þeirra dagfar svo og
barna þeirra fjögurra, er öll eru
prýdd þessum frábæru eiginleik-
um.
Söngur og önnur hljómlist var
þar í hávegum höfð og var sam-
eign fjölskyldunnar allrar, en við
þau hæfileikaminni fengum líka
að vera með og ekki látin finna til
þess hversu langt við stóðum hin-
um að baki. Þetta er meðal annars
vitnisburður hinnar eðlislægu
kurteisi er einnig á svo fjölmörg-
um öðrum sviðum kom fram í við-
móti Katrínar heitinnar.
Hún var fríð kona og gjörfuleg.
Hún var og drengur góður,
Eiríki vini okkar sendum við
einlægar samúðarkveðjur svo og
börnum þeirra, tengdabörnum og
barnabörnum.
Það er bjart yfir minningu
Katrínar Oddsdóttur. Megi sú
birta lýsa fjölskyldunni fram á
veginn.
Kaupmannahöfn, 29. apríl 1982,
Einar Ágústsson.
„Iég nú bæéi líf og önd
Ijúfi Jcsús í þína hönd,
síöast þcgar ég sofna fer
silji (>uös englar yfir mér.“
(II. I'élursson)
Katrín Oddsdóttir er látin, 59
ára að aldri.
Að henni er mikill sjónarsviptir
því að hún var sönn heiðurskona í
sjón og reynd.
Leiðir okkar lágu fyrst saman
þegar Kvenfélag Ásprestakalls
var stofnað og störfuðum við þar
saman um árabil. Samstarfið við
Katrínu er mér ógleymanlegt og á
ég dýrmætar minningar um það,
því áð allt dagfar hennar ein-
kenndist af sérstakri góðvild og
háttvísi. Frá henni andaði jafnan
svo mikilli hlýju og velvild, að
okkur sem fengum að njóta sam-
funda við hana, fannst við vera
betri manneskjur eftir.
Katrín sat í stjórn kvenfélags-
ins um nokkurra ára skeið og alla
tíð var hún boðin og búin til starfa
þar. Þegar ég hugsa til þessara
ára, horfi um öxl, finnst mér að
alltaf hafi verið sólskin og heið-
ríkja þar sem Katrín var, og
tryggð hennar við mig og vinátta
var mér og verður alltaf mikils
virði. V
Aldrei heyrði ég Katrínu hall-
mæla nokkurri manneskju eða
niðrandi orð frá henni um sam-
ferðamennina — jákvæð persónu-
gerð hennar leyfði það ekki. Þessi
háttvísa kona var svo stór í snið-
um, svo mikið umburðarlyndi
hennar og lítillæti hjartans.
Allt lék í höndum Katrínar. Mér
er hún minnisstæð er hún um
tíma var við afgreiðslu í verslun.
Það var svo gott að koma í búðina
til hennar, hjálpsemi naut sín þar
í ríkum mæli.
Á heimiii hennar sat gestrisnin
í öndvegi, þar sem eðlislæg
smekkvísi og hjartahlýja settu
svip sinn á umhverfi friðar og
sátta. Katrín verður ávallt minn-
isstæð þeim sem kynntust henni
og fengu notið óvenjulegra
mannkosta hennar.
Hvað er það sem er og verður
einna eftirsóknarverðast í lífinu?
Þegar ég lít yfir farinn veg er
mér ljóst að ekkert mun nokkru
sinni jafnast á við þá gæfu að hafa
þekkt og umgengist góðar mann-
eskjur. Þær minningar eru gullið
sem ekkert fær grandað og enginn
getur frá manni tekið.
Þakkir eru hér fluttar fyrir
dýrmætar minningar um trygg-
lyndi og góðvild þeirrar mætu
konu, sem nú er kvödd hinstu
kveðju.
Við hjónin sendum Eiríki og
börnunum innilegustu samúð-
arkveðjur okkar.
Guðrún S. Jónsdóttir
Dauðinn er það sem koma skal.
Það er aðeins spurningin hvenær?
Sumir deyja á sóttarsæng, en
aðrir skyndilega af slysförum. Að
sætta sig við dauðann af okkur
sem enn eftir lifum getur verið
erfitt, sérstaklega eftir að barist
hefur verið við að fá að lifa og allt
gert af læknum til að komast fyrir
sjúkdóminn.
Þeir sem þjást óska eftir hvíld,
en oft er sú hvíld fólgin í meðulum
eða Ijúka þessu lífi hér á jörðinni.
Von okkar var að læknavísindin
væru komin það langt að meðul og
aðgerðir gætu unnið á sjúkdómn-
um svo við fengjum að búa og lifa
lengur saman í okkar sterku fjöl-
skyldutengslum.
„Einhvern tímann allir munu
deyja“ stendur einhvers staðar.
Við verðum að sætta okkur við
það.
Katrín Oddsdóttir mágkona
mín, kölluð Kata meðal vina og
fjölskyldu, giftist Eiríki bróður
mínum 8. september 1945. Hún
var dóttir sæmdarhjónanna Sig-
ríðar Halldórsdóttur og Odds
Björnssonar stýrimanns, síðar af-
greiðslumanns um árabil í bóka-
forlagi Isafoldarprentsmiðju og
jafnframt bókaútgefandi. Heimili
þeirra hjóna var lengst af á
Laugavegi 130.
Kata útskrifaðist úr Verslun-
arskóla íslands 1940 og hóf þá
störf á Rannsóknarstofu Háskói-
ans við Barónstíg, þar sem hún
vann þar til húsmóðurstörfin tóku
við.
Fljótlega fluttu þau í lítið hús á
Bræðraborgarstíg 10 og mynduðu
þar sitt eigið heimili. Þegar fjöl-
skyldan stækkaði byggðu þau sér
einbýlishús að Selvogsgrunn 23.
Fyrir nokkrum árum seldu þau
það hús og fluttu í íbúð að Rauða-
læk 73, sem þeim fannst henta sér
betur, þegar öll börnin voru flogin
að heiman.
Þau byggðu sér einnig sumar-
bústað við Hafravatn fyrir mörg-
um árum, þar áttu þau sæluríkar
stundir vetur sem sumar og má
sjá verksummerkin, gróðurinn
sprettur þar upp alls staðar, enda
voru þau bæði önnum kafin við
gróðursetningu og ræktuðu jafn-
vel sínar plöntur sjálf í sínu eigin
gróðurhúsi.
Kata og Eiríkur, eiga miklu
barnaláni að fagna. Börn þeirra
eru Oddur, líffræðingur, fram-
leiðslustjóri Loðskinns á Sauðár-
króki, kvæntur Katrínu Finnboga-
dóttur og eiga þau eina dóttur.
Hildur, gift Magnúsi Péturssyni,
eiga þau tvo syni og eina dóttur.
Halldór, landfræðingur og kenn-
ari við Valhúsaskóla, kvæntur
Svanlaugu Vilhjálmsdóttur og
eiga þau einn son. Ásgeir, rekstr-
arhagfræðingur, fulltrúi í Vöru-
markaðnum hf., kvæntur Krist-
rúnu Davíðsdóttur og eiga þau
einn son. Það er mikill styrkur
fyrir Eirík bróðir, þegar hans
ástkæra eiginkona er nú kölluð frá
honum, að börnin, tengdabörnin
og barnabörnin standa við hlið
hans.
Seinustu mánuðir hafa verið
erfiðir fyrir fjölskylduna þar sem