Morgunblaðið - 07.05.1982, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1982
Elín Einarsdótt-
ir — Minningarorð
Fædd 20. nóvember 1917
Dáin 28. apríl 1982
gi'stur t*r i hcimi ht*r.
timinn lírtur. hoA t*i bíAur.
St-nn úu hfim til ftrtra ft-rrt.
(I)av.sl.)
Nú er enn einni heimsókn lokið
o« gesturinn hefur kvatt og farið.
Þannig gengur þetta hér hjá
okkur, fólk er sífellt að koma og
fara. Það dvelur misiengi, það fer
eftir því hversu viðamikið starf
það hefur með höndum hjá höf-
undi tilverunnar. Reyndar hafa
allir þar mikilvægu starfi að
gegna, það tekur bara mismun-
andi langan tíma fyrir fólk að
inna það af hendi, eins og hér.
Gesturinn, sem við kveðjum í
dag og kvaddi okkur hinn 28. apríl
(við erum eitthvað svo svifasein,
mannfólkið), var Elín Einarsdótt-
ir. Með henni yfirgaf okkur kosta-
kona, greind og vel menntuð, bæði
úr skóla verslunarfræða og lífsins,
en umfram allt vönduð kona til
orðs og æðis, vinur vina sinna í
þess orðs fyllstu merkingu, gjaf-
mild og góð. Hún fæddist í
Reykjavík hinn 20. nóvember 1917,
elst af 11 börnum þeirra mætu
hjóna, Ragnhildar Jónsdóttur og
Einars Tómassonar, kolakaup-
manns. Hún ólst upp á Bergstaða-
strætinu, í húsi því sem faðir
hennar byggði af mikilli framsýni
á þeim erfiðu árum og hafði hún
+
Maöurinn minn og faöir okkar,
ÁRNI BJÖRNSON,
mafsvoinn,
Molabraut 6,
andaöist i Vífilstaöaspitala aö morgni 5. maí.
Holga Holgadóttir,
Sigrún Hanna Árnadóttir,
Hallur Árnaaon,
Björgvin Magnúason.
+
Konan mín,
GUOBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR,
Haukabergi, Voatmannaoyjum,
andaöist í sjúkrahúsi Vestmannaeyja 5. maí.
Fyrir mina hönd og barna hinnar látnu,
Ingvi Gíslason.
t
Jaröarför bróöur okkar og mágs,
BERGS BALDVINSSONAR,
Hofsósi,
er lést 27. apríl i sjúkrahúsinu á Sauðárkróki, fer fram frá Hofsós-
kirkju á morgun, laugardaginn 8. mai kl. 2.
Gunnar Baldvinsson, Margrét Þorgrímsdóttir,
Friórika Baldvinsdóttir, Hoimir B. Jóhannsson.
t
Bróöir okkar.
ADALSTEINN HJARTARSON
frá Grjóteyri,
Sandabraut 6, Akranesi,
sem andaðist 4. maí, veröur jarösunginn frá Akraneskirkju, laug-
ardaginn 8. maí kl. 14 15.
Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeim. sem vildu minnast hans. er
andaðist í Vifilsstaöaspítala aö morgni 5. maí.
Systkinin.
t
Utför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
ADALHEIOAR VILBERGSDÓTTUR,
Ásgerði 3, Reyðarfirði,
fer fram fra Reyöarfjaröarkirkju, laugardaginn 8. mai kl. 14.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeim, sem vildu minnast hennar,
er bent a Slysavarnafélagið eöa aðrar líknarstofnanir
Hjalti Gunnarsson,
Erla Hjaltadóttir,
Gunnar Hjaltason,
Alfheiður Hjaltadóttír,
Vilbergur Hjaltason,
Sigurbjörg Hjaltadóttir,
og barnabörn.
Arnþór Magnússon,
Halla Einarsdóttir,
Kristján Kristjánsson,
Jenný Ingvarsdóttir,
t
Þökkum auösynda samuð og vináttuhug við andlát og útför móöur
okkar.
SÓLVEIGAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Stigahlíð 42.
Hólmfríóur Magnúsdóttir, Vigfús Magnússon,
Guðmundur K. Magnússon.
ætíð sterkar taugar til þess húss,
sem ennþá er í eigu meðlima fjöl-
skyldunnar.
Hún var elskuð og virt af for-
eldrum sínum og systkinum, enda
bar hún hag þeirra mjög fyrir
brjósti.
Svo eignaðist hún sína eigin
fjölskyldu þegar hún giftist Sigur-
hans Halldórssyni og eignuðust
þau soninn Einar, en nokkrum ár-
um áður hafði dóttirin Ragnhildur
komið.
En hún Ella átti fleiri börn, eða
svo sagði hún að minnsta kosti og
hver efast þá um það. Það eru
systursynir hennar og vegna eins
þeirra kynntist ég henni. Þessir
strákar áttu alltaf athvarf hjá
Ellu og Sigga og þegar þeir voru
búnir að finna sér konuefni, þá
voru þau leidd til þeirra svo þau
gætu lagt blessun sína yfir ráða-
haginn. Og þvílíkar móttökur,
þeim gleymi ég aldrei. Fyrir þetta
og allt annað skal þakkað hér.
Árin liðu og Ella og Siggi tóku
vissan þátt í lífi okkar, í gleði
okkar og sorgum. Þau voru ómiss-
andi.
Já, minningarnar hrannast upp
og þær eigum við öll sem þekktum
hana og unnum henni. Þær eru
hreinar og góðar og þær tekur
enginn frá okkur, þótt gesturinn
kveðji.
Ó, Ijiifi fartlr, lii til mín,
að ég megi, ég þóu deyi,
koma heim til þeirra og þín.
(Dav.nl.)
Henni verður vel fagnað af
mörgum sem kvatt hafa á undan
henni og ég veit með vissu um litla
stúlku, er kölluð var til starfa ný-
lega, sem kemur hlaupandi með
bros í augum á móti frænku sinni
og leiðir hana inn. Þær eiga eftir
að skemmta sér vel saman og rifja
upp ýmislegt.
Elsku Siggi, Ragga, Einar og þið
öll. Megi algóður guð styrkja ykk-
ur og hjálpa á þessum erfiðu tíma-
mótum. Minnist orða frelsarans:
„Ég lifi og þið munuð lifa.“
„Litla fjölskyldan" kveður Elínu
Einarsdóttur með þakklátum
huga og biður henni guðs blessun-
ar.
K.Á.
í dag, 7. maí, er Elín Einars-
dóttir til moldar borin. Hún lést
þann 28. apríl sl. í Landakotsspít-
ala. Elín var fædd 20. nóvember
1917 hér í Reykjavík, elst af 11
börnum hjónanna Einars Tómas-
sonar, kolakaupmanns, og Ragn-
hildar Jónasdóttur er bjuggu að
Bergstaðastræti 24b hér í bæ. Þau
hjón eru látin fyrir allmörgum ár-
um.
Rannveig Gísla-
dóttir — Minning
í dag verður til moldar borin frá
Fossvogskapellu hjartkær vin-
kona okkar, Rannveig Gísladóttir,
sem lést á Landspítalanum hinn
27. apríl síðastliðinn.
Rannveig var fædd á Bíldudal
27. septemþer árið 1918, dóttir Jó-
hönnu Olafsdóttur og Gísla Jóns-
sonar á Bræðraminni, dugnaðar-
og myndarhjóna. Rannveig var
yngst sex systkina, en heimilið
hafði viðurværi sitt af sókn bæði
til lands og sjávar eins og þá var
siður. Föður sinn missti Rannveig
níu ára að aldri, og þá kom það í
hlut móður hennar að sjá heimil-
inu farborða, með aðstoð eldri
barnanna, sem þá voru vaxin úr
grasi.
Hún ólst upp á Bíldudal, og
vann þar við öll almenn störf er til
féllu, svo sem títt var á þeim ár-
um, síðar lá leiðin til Flateyrar í
Önundarfirði til sumarstarfa, og
þar kynntist hún eftirlifandi eig-
inmanni sínum, Hálfdáni G. Vi-
borg, sem hún gekk að eiga hinn
16. júní 1937. Þau hófu búskap á
Flateyri, en fluttust síðan til
Bíldudals og þaðan til Reykjavík-
ur, þar sem þau hafa búið allar
götur frá 1948. Þeim Rannveigu og
Hálfdáni varð tveggja barna auð-
ið; dætranna Maríu, sem býr í
Kanada með fjölskyldu sinni,
Olafi Friðrikssyni og börnum
þeirra tveimur, og Jóhönnu Dúnu,
sem býr í Reykjavík með fjöl-
skyldu sinni, Höskuldi Frímanns-
syni og litlum syni þeirra. María
er nú komin að kveðja móður sína
hinstu kveðju.
Nú er við fylgjum Veigu síðasta
spölinn, langar okkur að þakka
áratuga langa vináttu, allt frá
æskudögum til hins síðasta. Þau
hjónin hafa verið okkur tryggir og
ómetanlegir vinir alla tíð, og
myndarlegt heimili þeirra hefur
alltaf staðið okkur opið. Gestrisni
þeirra og hlýhugur var alla tíð til
staðar, og einkum varð vinátta
okkar náin eftir að við höfðum
einnig flutt suður til Reykjavíkur.
Margra ógleymanlegra sam-
verustunda er að minnast; á heim-
ili þeirra við Hvassaleiti; er þau
komu heim til okkar, og síðast en
ekki síst í mörgum sumarleyfis-
ferðum til fjarlægra landa. Eink-
um er okkur minnisstæð ferð
okkar til Kanada í fyrrasumar,
þar sem við nutum gestrisni dótt-
ur þeirra og tengdasonar. Verður
sú ferð okkur ógleymanleg. Ári áð-
ur hafði Veiga kennt þess sjúk-
dóms er loks hafði yfirhöndina.
En á sólskinsstundum í Kanada á
liðnu ári trúðum við því að él það,
er um skeið hafði skyggt á tilver-
Afmælis- og
minningargreinar
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig
getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn
látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morg-
unblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með
góðu línubili.
Við Elín vorum systkinadætur.
Var að kalla daglegur samgangur
á milli heimila foreldra okkar, svo
margs er að minnast frá þeim
glaðværu dögum. Elín var níu ár-
um eldri en ég, svo í æsku minni
voru það yngri systur hennar sem
voru leikfélagar mínir. Vinátta
okkar hófst raunar ekki fyrr en ég
var uppkomin.
Eftir fermingu fór Elín í Versl-
unarskóla íslands og útskrifaðist
þaðan vorið 1935. Ég minnist
hennar frá þeim árum, er hún ung
og lagleg geislaði af lífsgleði og
því hrifnæmi, sem við viljum
kenna við æskufólk, en er ekki öll-
um gefið.
Elín vann við verslunar- og
skrifstofustörf þar til hún giftist
Sigurhans Halldórssyni árið 1953.
Hún átti þá dótturina Ragnhildi
Ásmundsdóttur er Sigurhans gekk
í föðurstað. Eignuðust þau hjón
soninn Einar. Hjónaband þeirra
var farsælt og kom það best í ljós
í veikindum Elínar undanfarna
mánuði hve kærleiksríkt var á
milli þeirra.
Er börn hennar uxu upp, fór
þún að vinna utan heimilis og síð-
ustu árin við símavörslu á Landa-
kotsspítala.
Fáar manneskjur hef ég þekkt,
sem voru eins gjafmildar og óeig-
ingjarnar og Elín. Hún var vina-
föst og frændrækin. Ég þakka
henni sérstaklega tryggð hennar
við foreldra mína og hvað heim-
sóknir hennar urðu þeim til mik-
illar gleði.
Votta ég eiginmanni, börnum,
tengdasyni og dótturbörnum mína
dýpstu samúð og þakka Elínu
fyrir allar ánægjustundirnar og
góðvild hennar við mig og dætur
mínar.
Ásta Karlsdóttir
una, hefði stytt upp. Er leið að
hausti kom þó í ljós að sjúkdómur-
inn hafði ekki sleppt taki sínu, og
ekki varð undan komist.
í langri baráttu sinni sýndi
Veiga mikið hugrekki, og huggun
og kjark fann hún í óhagganlegri
trú á framhaldslíf og miskunn
hins almáttuga í erfiðleikum
mannanna. Þá var henni einnig
mikill styrkur að eiginmanni sín-
um, er stóð við hlið hennar til
hinstu stundar. Síðustu mánuðina
fann hún svo mikla gleði í heim-
sóknum og í nálægð dóttur sinnar
og vinarins hennar ömmu, sem
var sannkallaður sólargeisli í lífi
hennar. Læknar og annað starfs-
fólk Landspítalans reyndust henni
afar vel, og hún var innilega
þakklát fyrir þá umönnun er
henni var veitt í baráttunni við
sjúkdóminn. Þar var ekki aðeins
um að ræða eðlileg samskipti
sjúklings og lækna, heldur vináttu
er létti hina erfiðu þraut, og gerði
lífið bærilegra þótt á móti blési.
Um leið og við þökkum sam-
fylgdina og óskum Veigu góðrar
heimkomu, biðjum við góðan Guð
að styrkja ástvini hennar.
BiðjiA og yður mun gefaMl,
leitið og þér munuð Hnna.
knvið á og fyrir yður mun upp lokið verða.
I*ví að sérhver sá öðla.st, er biður,
og sá finnur, er leitar,
og fyrir þeim mun upp lokið, er á knýr.
(Matt 7, 7—H.)
í slíka hugsun sótti hún styrk í
erfiðleikum sínum. Guð blessi
minningu Rannveigar Gísladótt-
ur.
Fríða Pélursdóttir og
Brynjólfur Kiríksson.