Morgunblaðið - 11.05.1982, Qupperneq 1
48 SIÐUR
100. tbl. 69. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Floti Breta reiðubúinn til
innrásar í Falklandseyjar
l/ondon, lO.maí. AP.
BKEZK herskip héldu i dag uppi hörðum árásum á
stöðvar umhverfis Port Stanley á Falklandseyjum,
annan daginn í röð, til undirbúnings hugsanlegri
innrás í eyjarnar að sögn fréttaritara Press
Association um borð í flugvélamóðurskipinu
„Hermes“, Peter Archer.
Árásarsveitir 2.500 úrvalshermanna, búnar fimm
landgönguprömmum, voru væntanlegar í kvöld til
Falklandseyja-svæðisins með farþegaskipinu
„Canberra“ og brezka landvarnaráðuneytið sagði
að brezki flotinn verði bannsvæðið af fullum krafti.
í fylgd með „Canberra“ eru freigáturnar „Ardent“
og „Argonaut", sem eru búnar Exocet-eldflaugum.
Þar með hefur John Woodward aðmiráll allan
nauðsynlegan útbúnað til innrásar.
Landganga á Vestur-Falklandi er
talin líklegasti kosturinn, en þar
hafa Argentínumenn aðeins nokkur
hundruð hermenn, umhverfis Fox
Bay. Talið er að um 100 sérþjálfaðir
landgönguliðar hafi verið á Falk-
landseyjum í nokkurn tíma. Heim-
ildarmaður AP sagði í kvöld: „Bret-
um kann að finnast að tíminn vinni
ekki lengur með þeim.“
Embættismenn láta í ljós vantrú
á friðartihaunir framkvæmda-
stjóra SÞ, Perez de Cuellar. Sir
Anthony Parsons, aðalfulltrúi
Breta, sagði að hann hefði snúið sér
að „kjarna málsins" í tilraunum
sínum. „Ég tel að næsti sólarhring-
ur ráði úrslitum," sagði Par-
sons í viðtali við ITN. ITN sagði að
viðræðurnar væru að því komnar að
fara út um þúfur.
Heimildarmaður í brezku ríkis-
stjórninni hermdi, að engin ástæða
væri til að búast við skjótri lausn
frá SÞ, þótt Bretar gerðu allt sem
þeir gætu til að stuðla að því. Cecil
Parkinson, formaður íhaldsflokks-
ins, sagði í viðtali við BBC í kvöld
að friðartilraunum hefði ekki verið
hætt. Aðspurður hvort innrás væri
á næsta leiti kvaðst hann vona að
ekki þyrfti að koma til slíks. „En að
því kemur að við eigum ekki ann-
arra kosta völ en að grípa til hern-
aðarleiðarinnar, þegar við verðum
að fara inn og fleygja Argentínu-
mönnum út. Ég held ekki að sú
stund sé komin.“
Ian McDonald, talsmaður land-
varnaráðuneytisins, sagði að brezka
flotaliðið hefði átt annasaman dag í
gær og tilkynnti: að brezk herskip
hefðu gert fallbyssuárásir á hern-
aðarskotmörk umhverfis Port
Stanley, Harrier-orrustþotur hefðu
barizt við argentínskar flugvélar á
leið til eyjanna og neytt þær til að
snúa við, Harrier-flugvélarnar
hefðu staðið fyrir „áreitnis-
aðgerðum“ yfir eyjunum og ráðizt á
argentínskan njósnatogara undan
ströndinni og að brezkt skip hefði
skotið niður argentínska Puma-
þyrlu.
Tveggja manna áhöfn er á
Puma-þyrlum, sem geta flutt 16
hermenn, en ekki er vitað um
manntjón í þyrlunni. McDonald
sagði, að einn áhafnarmeðlimur
hefði beðið bana og 13 særzt, einn
þeirra alvarlega, í togaranum
„Narwal“, sem var neyddur til að
gefast upp eftir árásina í gær. Tog-
arinn sökk í dag að sögn brezkra
fréttaritara.
Útbúnaður, skjöl og vera sjóliðs-
foringja um borð í „Narwal“ sýna
að togarinn var njósnaskip að sögn
Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri SÞ, heilsar sendiherra Breta hjá
SÞ, Sir Anthony Parsons.
Pólverjar reka 2
Bandaríki amenn
Varsiá. 10. maí. AP.
V arsjá, 10. maí. AP.
PÓLSK yfirvöld vísuðu tveimur
bandarískum stjórnarerindrekum úr
landi í dag, mánudag, greinilega til að
leggja áherzlu á nýjar viðvaranir gegn
óeirðum eins og þeim sem brutust út i
Varsjá og fleiri borgum i síðustu viku.
Bandarísku sendiráðsmennirnir,
John W. Zerolis vísindafulltrúi og
James D. Howard menningarfulltrúi,
eru fvrstu bandarísku stjórnarerind-
rekarnir, sem hafa verið reknir frá
Póllandi siðan herlög voru sett, og ef
til vill fyrstu erlendu diplómatarnir,
sem hafa verið reknir siðan þá af póli-
tískum ástæðum.
Því er haldið fram að Ryszard
nokkur Harczynski hafi verið hand-
tekinn í gær þegar hann afhenti
Zerolis „gögn sem stofna hagsmun-
um Póllands í hættu“. Bandariska
sendiráðið vísaði ásökununum gegn
starfsmönnum þess afdráttarlaust á
bug.
Sjónvarpið hefur varað við hörð-
um gagnráðstöfunum gegn „tilraun-
um til að trufla lög og almanna-
reglu“. Slíkar viðvaranir eru sjaldan
birtar án þess að yfirvöld ætli að
standa við orð sín og gefa oft til
kynna að þau óttist að eitthvað sé í
vændum.
Pólska sjónvarpið sagði að 2.269
hefðu verið handteknir í óeirðunum
í síðustu viku og 211 úrskurðaðir í
varðhald. Það sagði að stúdentar,
sem tóku þátt í óeirðunum, hefðu
„glatað réttindum sínum" og þeir
sem fundnir yrðu sekir um þátttöku
í þeim yrðu reknir úr skóla um tíma.
Skömmu áður skoruðu leiðtogar
Samstöðu á páfann, verkalýðsfélög í
heiminum og Amnesty Internation-
al að veita aðstoð til að binda endi á
svokölluð „sýniréttarhöld" yfir
meðlimum verkalýðsfélaga, sam-
kvæmt bréfi sem dreift var í dag.
Varað var við að lagðar yrðu fram
falsaðar sannanir og yfirlýsingar til
að ásaka verkalýðsfólk og ráðgjafa
Samstöðu um áform um fjöldamorð,
njósnir og fleira.
Askorunin var undirrituð af sex
verkalýðsleiðtogum, sem enn ganga
lausir, þeirra á meðal leiðtoga Sam-
stöðu í Varsjá, Zbigniew Bujak, og
Bogdan Lis, sem áður var þriðji
valdamesti maður hreyfingarinnar,
en bréfið var ódagsett.
Bujak og flestir félagar hans eru
meðal Samstöðuleiðtoga, sem hafa
hvatt til 15 mínútna mótmælaverk-
falls á fimmtudaginn og skorað á
alla ökumenn og gangandi vegfar-
endur að nema staðar og minnast
fimm mánaða afmælis herlaganna í
eina mínútu.
Blöðin halda áfram að birta les-
endabréf, þar sem hvatt er til
endurreisnar Samstöðu. í bréfi frá
„gömlum kommúnista" segir: „Við
munum aldrei njóta trausts unga
fólksins ef við endurvekjum ekki
Samstöðu, sem var verkalýðsfélag
þess.“
Breta, sem vísa á bug staðhæfing-
um Argentínumanna um að Harr-
ier-þotur hafi ráðizt á björgunar-
báta af skipinu. Áhöfnin var flutt
um borð í flugvélaskipið „Invinc-
ible“ og farið er með meðlimi henn-
ar sem stríðsfanga.
McDonald sagði að eftir öllum
sólarmerkjum að dæma hefði orðið
talsvert tjón í árásunum á Falk-
landseyjar og þær hefðu haft
„sálfræðileg áhrif“ á argentínska
setuliðið. Press Association segir að
litlar flugvélar hafi getað notað 15
metra braut á flugvellinum í Port
Stanley fyrir árásirnar í dag.
Brezka utanríkisráðuneytið segir
ekkert hæft í því að „nýr leikur"
fælist í ummælum argentínska
utanríkisráðherrans þess efnis, að
stjórn hans krefjist þess ekki að
Bretar viðurkenni yfirráð Argent-
ínu yfir Falklandseyjum „í byrjun".
Hann bætti því við að argentínsk
yfirráð væru ekki samningsatriði.
Bretar hafa beðið EBE að fram-
lengja mánaðarlangt viðskiptabann
á Argentínu. Francis Pym sagði eft-
ir viðræður í Belgiu að ekki hefði
dregið úr stuðningi EBE.
Bretar hafa komið á 100 sjómílna
„eftirlitslofthelgi" umhverfis Asc-
ension-eyju. Þrjú brezk herskip
fóru frá Bretlandi í dag.
Orkusparnaður hefur verið fyrir-
skipaður í Argentínu, þar sem beðið
er hermanna og óbreyttra borgara,
sem Bretar tóku til fanga og ákváðu
að skila. Argentínsk blöð birta
svæsnar árásir á Breta vegna árás-
arinnar á „Nerwal". Hún er kölluð
„sviksamleg" og Bretar eru sagðir
„verri glæpamenn en nazistar“.
Marcos setur
hæstarétt af
Manila, 5. maí. AP.
FERDINAND MARCOS, forseti
Filippseyja, hefur samþykkt lausn-
arbeióni allra 14 dómara Hæsta-
réttar landsins, þar sem álít réttar-
ins hafi beðið hnekki, og hyggst
skipa nýjan hæstarétt.
Ástæðan er hneyksli vegna
þess að hagrætt var úrlausnum
sonar eins af dómurunum svo að
hann stæðist próf í lögfræði.
Forseti Hæstaréttar, Enrique
Fernando, og fjórir af dómurum
hans voru viðriðnir svindlið.
Fernando viðurkenndi að ein-
kunnum Gustavo, sonar Vicente
Ericta dómara, hefði verið
breytt, en neitaði því að það
hefði verið óheiðarlegt, þar sem
prófdómaranum hefðu orðið á
mistök.
Hinir dómararnir annað hvort
neituðu að hafa verið viðriðnir
málið, eða sögðu að ekkert væri
athugavert við það sem þeir
gerðu.
Marcos forseti sagði í bréfi til
forseta Hæstaréttar, að hann
hefði ákveðið að reka dómarana
til að endurreisa það góða orð,
sem hefði farið af Hæstarétti og
til þess að heiðarleiki fengi að
sitja í öndvegi.
Marcos skipaði alla hæstarétt-
ardómarana 14 á sínum tíma.
íraksher hefur
mikla gagnárás
Beirút, 10. maí. AP.
ÍKAKAK héldu því fram í kvöld að
þeir hefðu hafið gífurlega gagnárás á
íranska herliðið sem sækir til hafnar-
borgarinnar Khorramshahr sem hefur
verið á valdi íraka í 19 mánuði.
íranir segjast nánast hafa umkringt
íraska herliðið i Khorramshahr og til-
kynntu að þeir hefðu náð á sitt vald
íröskum moldarvirkjum og varðstöðv-
um í útjaðri borgarinnar.
Samkvæmt tilkynningum íraka
virðast þeir hins vegar hafa hafið
tangarsókn gegn írönum og sækja
fram á tveimur vígstöðvum — vest-
an Karun-fljóts og norðan Khorr-
amshahr.
Iranir segja að herlið þeirra sæki
suður eftir 120 km þjóðvegi frá
Ahvaz, höfuðborg Khuzistans, til
Khorramshahr. Karun-fljót rennur
í suður frá Ahvaz og nokkurn veg-
inn samhliða þjóðveginum, sem ír-
anir hafa notað í sókninni síðan
hún hófst fyrir 11 dögum.
í tilkynningu íraka sagði að her-
lið þeirra ætti í hörðum bardögum
á báðum vígstöðvum gagnárásar-
innar. Talsmaður þeirra sagði að
tilraun írana til að ná Khorram-
shahr hefði algerlega verið brotin á
bak aftur og nokkur þúsund írana
hefðu fallið. Vígvöllurinn væri þak-
inn líkum íranskra hermanna og
mikill fjöldi Írana hefði verið tek-
inn til fanga.
Teheran-útvarpið segir hins veg-
ar að sókn írana haldi áfram.
íranir og írakar segjast hafa
skotið niður eina óvinaflugvél hvor
í dag. íranir segjast hafa eyðilagt
rúmlega 100 íraska skriðdreka og
brynvagna, en írakar segja að
sprengjuþotur þeirra og fallbyssu-
þyrlur hafi eyðilagt 23 íranska
skriðdreka og sjö brynvagna.
Áður sagði íranski herinn í til-
kynningu að sóknin niður eftir
Ahvaz-Khorramshahr-veginum
héldi áfram og íranska herliðið
væri nú á suðurhluta þjóðvegarins.
Steyptist
í sjóinn
Adon, 10. maí. Al*.
ÞKJÁTÍl' biðu bana og 19 var bjarg-
að þegar suður-jemensk farþegaflug-
vél hrapaði í sjóinn þegar hún reyndi
að lenda í Aden í mikilli rigningu og
hvassviðri.
Flugvélin var af gerðinni Dash-
7 og var í innanlandsflugi, frá nýj-
um flugvelli í Mukalla til Aden,
þegar hún steyptist allt í einu í
Aden-flóa og brotnaði.