Morgunblaðið - 11.05.1982, Page 14

Morgunblaðið - 11.05.1982, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ1982 Davíð Oddsson svarar spurningum lesenda Spurt og svarað um borgarmál LESENDAÞJÓNUSTA MORGUNBLAÐSINS Davíð Oddsson, efsti maður á framboðslista Sjálfstæðisflokksins og borgar- stjóraefni sjálfstæðismanna, svarar spurningum í Morgunblaöinu um borgar- mál fram aö kjördegi 22. maí. Lesendur Morgunblaðsins geta hringt til ritstjórn- ar Morgunblaðsins í síma 10100 á milli klukkan 10 og 12 árdegis, frá mánudegi til föstudags, og mun blaöiö koma spurningunum til Davíðs. Svör Davíðs Oddssonar munu birtast skömmu eftir að spurningar berast. Einnig má senda spurningar i bréfi til blaösins. Utan á bréf skal rita: Spurt og svaraö um borgarmál, ritstjórn Morgunblaösins, pósthólf 200, 101 Reykjavík. Nauðsynlegt er að nafn og heimilisfang spyrjanda komi fram. Lagfæringar hafnar Elín Sigþórsdóttir, Ljárskógum 17, spyr: Róluvöllurinn á milli Hléskóga og Bláskóga er í óreiðu og þannig á sig kominn að fólk sem um hann gengur er í vandræðum vegna aurs og grjóts. Hvenær má vænta lagfæringar á vellinum? Svar: Eftir því sem ég best veit, þá eru lagfæringar hafnar þessa dagana og ég vænti þess að völlurinn verði kominn í nokkuð sæmilegt stand með sumrinu. Verslun ekki úthlutað enn María Sigurðardóttir, Klyfjaseli 6, spyr: Hvenær er von á að verslun og róluvöllur rísi suð-austan Selja- skóla, en á skipulagi er gert ráð fyrir starfsemi þessari? Svar: Þessari verslun mun enn ekki hafa verið úthlutað og róluvöllur- inn suð-austan Seljaskóla er ekki á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár, þannig að enn er óráðið hvenær hann kemur. Nauðsynlegt að taka mið af vilja íbúanna Ellen Sætre, Prestbakka 13, spyr: Getum við íbúar í Breiðholti fengið að greiða atkvæði um hvort áfengisútsala verður sett á fót í Mjóddinni? Margir í Breiðholti kvíða því að þarna verði sett niður áfengisútsala. Svar: Miðað við áfengislöggjöfina, er ekki gert ráð fyrir því að greidd séu atkvæði í einstökum borgar- hverfum eða einstökum hverfum sveitarfélaga um það hvort áfeng- isútsala verður opnuð eða ekki. Hins vegar finnst mér að nauð- synlegt sé að yfirvöld taki mið af því, hver vilji íbúanna er til slíkra útibúa og gangi úr skugga um hann með eins tryggilegum hætti og fært er. Aukin lánafyrir- greiðsla brýnasta verkefnið Halldór S. Gröndal, Bólstaðarhlið 56, spyr: Hvað hyggst Sjálfstæðisflokk- urinn gera til þess að stöðva þá þróun í Reykjavík að íbúum fækk- ar stöðugt í eldri hverfum en ný hverfi eru byggð á sama tíma og ibúum borgarinnar fjölgar sama og ekkert. Svar: í því aðalskipulagi sem sam- þykkt var 1977 af Sjálfstæðis- flokki, Alþýðuflokki og Framsókn- arflokki, en Framsóknarflokkur- inn og Alþýðuflokkurinn hurfu því miður frá, til þess að geta farið í Rauðavatnsskipulagið, var gert ráð fyrir að gamli bærinn yrði tekinn til endurmats. Honum var skipt í þrjá þætti: verndunar- svæði, athugunarsvæði og upp- byggingarsvæði. I því sambandi var gert ráð fyrir að inní gömlu hverfunum gæti orðið um veru- lega uppbyggingu að ræða í því skyni að nýta þá þjónustu sem fyrir hendi er í hverfunum. En jafnframt gera menn sér grein fyrir því, að í ýmsum eldri hverf- unum er ekki fyrir að finna þá þjónustu sem gert er ráð fyrir í nýrri hverfum, því er nauðsynlegt að jafnhliða uppbyggingu gömlu hverfanna verði hugað að því að koma slíkri þjónustu fyrir. Mesta vandamálið sem snýr að því að byggja upp eldri borgarhverfin og fá yngra fólk til að flytjast þangað lýtur að lánafyrirgreiðslu hins opinbera. Við sjálfstæðismenn beittum okkur fyrir því á sínum tíma að hafnar voru viðræður við yfirvöld húsnæðismála um það að lán væru aukin verulega til þeirra sem keyptu eldra húsnæði. Nokk- ur árangur náðist þá en síðan hef- ur enn sigið á ógæfuhliðina. Menn verða að horfast í augu við það, að á meðan lánafyrirkomulag er með þeim hætti sem nú er, er ekki veruleg von til þess að úr þessu verði bætt og þarna er því um brýnasta verkefnið að ræða. Lóðaframboð í samræmi viö eftirspurn Magnús H. Skarphéðinsson, Grettis- götu 40, spyr: Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn lýst því yfir að hann muni leggja niður punktakerfið er notað hefur verið við lóðaúthlutanir við miklu meiri ánægju borgarbúa og meiri sanngirni en tíðkaðist við úthlut- un lóða í tíð Sjálfstæðisflokksins. Því spyr ég: 1. Hvað sér Sjálfstæðisflokkur- inn nákvæmlega að þessu kerfi? 2. Hvaða reglur eru enn betri við þessar úthlutanir sem Sjálf- stæðisflokkurinn ætlar nákvæm- lega að innleiða, sitji hann við stjórn borgarinnar næstu 4 árin. Svar: í spurningum þínum Magnús, eru ýmsar fullyrðingar, sem ég tel að vart fái staðist. Eg efast t.d. um að það sé rétt hjá þér, að meiri- hluti borgarbúa telji að punkta- kerfið sé til bóta. Ég er ekki held- ur viss um að /nenn telji það sann- gjarnara helaúr en annað fyrir- komulag þegar þeir hafa kynnt sér það. Þær fullyrðingar þínar í spurningunni orka því mjög tví- mælis svo ekki sé meira sagt. Það er ekki sanngjarnt að menn geti búið sér til rétt til lóðaúthlutunar með brögðum, t.d. með því að sækja um lóðir, þegar þeir þurfa alls ekki á þeim að halda, ein- göngu til þess að búa sér til stig til að standa betur að vígi síðar við lóðarumsókn heldur en aðrir. Það Stúdentasamband VI Aðalfundur Stúdentasambands VÍ veröur haldinn þriöjudaginn 11. maí kl. 17.30 í Versl- unarskóla íslands viö Grundarstíg. Venjuleg aöalfundarstörf. fulltrúar afmælisárgangs eru sérstaklega hvattir til aö mæta á fundinn. Stúdentshóf VÍ veröur haldiö föstudaginn 28. maí í Víkingasal Hótels Loftleiöa. Stjórnin. STYRKTARFÉLAG LAMAÐRAOG FATLAÐRA Aóalfundur Styrktarfélags lamaðra og fatlaöra veröur haldinn fimmtudaginn 13. maí nk. aö Háaleitisbraut 11 —13 og hefst kl. 17.30. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar og reikningar ársins 1981. 2. Ákvöröun um félagsgjöld. 3. Kjör fulltrúa í Framkvæmdaráö SLF. 4. Kjör fulltrúa og varafulltrúa á þing Öryrkjabanda- lags íslands. 5. Skiþulagsskrá fyrir Ferilsjóö SLF. 6. Önnur mál. Reykjavík, 5. maí 1982. Stjórn Styrktarfélage lamaðra og fatlaöra. EF ÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.