Morgunblaðið - 11.05.1982, Síða 16

Morgunblaðið - 11.05.1982, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1982 Glundroði á framboðs- fimdi í sjónvarpinu Hafi einhver efast um gildi hinnar svonefndu glundroðakenningar, áður en þeir settust fyrir framan sjónvarpið á sunnudaginn og tóku til við að fylgjast með framboðsfundi fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík, hljóta þær efasemdir að hafa horfið við að hlusta á málfiutning vinstri manna á fundinum. Meira að segja virðist vera glundroði innan Alþýðuflokksins um það, hvað flokkurinn ætli að gera að kosningum loknum, standi hann frammi fyrir þeim vanda, að vinstri menn fái aftur meirihluta. Það var greinilegur blæmunur á málflutningi Sjafnar Sigurbjörnsdóttur og annarra Alþýðuflokksmanna að þessu leyti og raunar einnig um það mál, sem vinstri menn deildu harðast um á fundinum: Hvort þeir ætli að lækka skatta, nái þeir aftur meirihluta. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir sagði, að Alþýðuflokkurinn ætlaði að lækka fasteignaskattana. Tuttugu mínútum síðar sagði svo annar frambjóðandi Alþýðuflokksins, Guðríður Þorsteinsdóttir, í svari við spurningu Helga E. Helgason- ar, fréttamanns, að því miður gætu Alþýðuflokksmenn ekki lof- að kjósendum skattalækkunum. Og jafnvel Sigurjóni Péturssyni, leiðtoga Alþýðubandalagsmanna, biöskraði það, sem hann kallaði lýðskrum framsóknarmanna, þeg- ar þeir hrópuðu hver eftir annan, að með því að kjósa Framsóknar- flokkinn væru menn að lækka fasteignaskattana um 20%. Sig- urjón spurði, hvað svona mál- fiutningur ætti að þýða hjá þeim mönnum eins og Kristjáni Bene- diktssyni, efsta manni á lista Framsóknarflokksins, sem greitt hefðu atkvæði með öllum skatta- hækkunum vinstri manna á kjör- tímabilinu frá 1978. Tók Sigurjón fram, að einhuga hefðu vinstri menn hækkað útsvar, aðstöðu- gjald og fasteignaskatta, bæði á íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Þetta hefði verið gert til að hrinda í framkvæmd stefnumálum vinstri manna og þó sérstaklega Alþýðu- bandalagsins og frá þessari skattastefnu yrði ekki horfið, næðu vinstri menn meirihluta að nýju. Kristján Benediktsson rökstuddi sína stefnu með því að segja, að skatta hefði orðið að hækka vegna þröngrar fjár- hagsstöðu Reykjavíkur 1978, þeg- ar vinstri menn tóku við af sjálfstæðismönnum, nú hefði fjárhagurinn batnað og þvi mætti lækka skatta að nýju. Eins og áð- ur sagði, taldi Sigurjón Pétursson þessi rök Kristjáns Benediktsson- ar röng, og í ræðu sinni benti Al- bert Guðmundsson, Sjálfstæðis- fiokki, á það, að rækileg úttekt hefði farið fram á fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar eftir kosn- ingarnar 1978 og ekkert það kom- ið fram, sem sannaði málflutning Kristjáns Benediktssonar. Allur málfiutningur framsókn- armanna í þessum umræðum ein- kenndist af endurteknum slagorð- um um fjögur atriði: Lækkun fasteignaskatta, afsal á Borgar- spítala í hendur ríkisins, að Egill Skúli Ingibergsson verði áfram borgarstjóri, fái þeir einhverju ráðið, og teknar verði upp skoð- anakannanir. Markús Örn Ant- onsson, Sjálfstæðisflokki, vakti máls á því, að nú væri búið að draga Egil Skúla Ingibergsson með þeim hætti inn í kosninga- baráttuna, að ekki væri lengur unnt að tala um hann sem ópóli- tískan borgarstjóra. Bragi Jósepsson, Alþýðuflokki, notaði ræðutíma sinn til að út- húða Alþýðubandalaginu fyrir þvermóðsku og þvergirðingshátt í skólamálum. Hann hóf þó mál sitt á því, að vinstri stjórnarsam- starfið í borgarstjórn hefði tekist vonum framar og hefði Alþýðu- flokkurinn verið kjölfesta í því samstarfi á fyrsta kjörtímabili þess, eins og hann orðaði það. Fór vel á því, að efsti maður Alþýðu- flokksins, Sigurður E. Guð- mundsson, tók til máls næstur á eftir Braga og var það megininn- tak í ræðu hans, að glundroða- Davíð Oddsson, Sjálfstæðisflokki: Kjósendur vita, að nái vinstri menn meirihluta, breytist kjörseð- illinn í skattseðil. kenningin væri „ósvífinn blekk- ingaráróður" — vinstra samstarf- ið hefði gengið vel og ekki ríkt þar neinn glundroði. Var Sigurður E. Guðmundsson harðorðastur ræðumanna á framboðsfundinum í garð Sjálfstæðisfiokksins og mátti ráða það af lýsingu hans á Davíð Oddssyni og öðrum sjálf- stæðismönnum, að ekki kæmi Al- þýðuflokkurinn til með að eiga neitt samneyti með sjálfstæðis- mönnum í borgarstjórn. Sjálfstæðismenn voru afdrátt- arlausir í yfirlýsingum um markmið sín, eða eins og Katrín Fjeldsted orðaði það, þá væri kos- ið um það, hvort borgarbúar vildu styrka stjórn undir forystu sjálfstæðismanna eða vinstri stjórn. Magnús L. Sveinsson vakti athygli á þeirri staðreynd, að 1700 manns væru á biðlista eftir leigu- íbúðum og borgin hefði ekki byggt eina nýja leiguíbúð á kjörtimabili vinstri manna. Ingibjörg Rafnar benti á, að ekki hefðu vinstri menn staðið við loforð sín í dag- vistarmálum. Og Páll Gíslason minnti á þá staðreynd, að ekki ein ný heilsugæslustöð lægi eftir fjögurra ára stjórnartíma vinstri manna. í lokaræðunni fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins komst Davíð Oddsson svo að orði, að nú reyndu alþýðubandalagsmenn enn að fá kjósendur til stuðnings við sig á þeirri forsendu, að kjörseðillinn væri vopn í kjarabaráttunni, þessi áróður væri þó til lítils, því að kjósendur vissu, að kjörseðillinn Kristján Benediktsson, Framsóknarflokki: Kjósið okkur og við lækkum fast- eignaskattana. breyttist í skattseðil að kosning- um loknum, ef vinstri menn héldu völdum áfram. Davíð Oddsson lagði einnig á það ríka áherslu, að í kosningun- um 22. maí væri síðasta tækifæri fyrir Reykvíkinga til að koma í veg fyrir skipulagsmistökin á Rauðavatnssvæðinu, þau yrðu ekki stöðvuð nema með því að greiða Sjálfstæðisflokknum at- kvæði. Katrín Fjeldsted benti á, að 200 til 300 sumarbústaðaeig- endur ættu landið við Rauðavatn og við þá hefði ekkert verið rætt og Markús Örn Antonsson sagði, að kostnaður við holræsagerð á Rauðavatnssvæðinu yrði um 50— 60 milljónum króna meiri en ef farið yrði að hugmyndum sjálf- stæðismanna um skipulag með ströndinni í áttina að Korpúlfs- stöðum og Úlfarsfelli. Bjarni P. Magnússon, Alþýðuflokki, sagðist hins vegar ekki hafa séð neitt ennþá, sem segði vinstri mönnum, að þeir ættu að hverfa frá Rauða- vatnssvæðinu, en það ætti að rannsaka svæðið vel. Og Bjarni bætti því við, að yrði lífi ein- hverra borgara stofnað í hættu með því að setja niður byggð á sprungusvæðinu við Rauðavatn, myndi Alþýðuflokkurinn vilja, að frá skipulagsáformunum yrði horfið! En það yrði fyrst að koma í ljós!! Einkennilegt var að heyra Sig- urjón Pétursson tala illa um byggðastefnuna og kenna henni um, að Reykvíkingar og raunar allir íbúar suðvesturhorns lands- ins, þar sem ódýrast er að virkja, auðveldast og skynsamlegast að reisa orkufrek stóriðjufyrirtæki og mest þörf á nýjum atvinnu- tækifærum, skyldu afskiptir við mótun orku- og stóriðjustefnu stjórnvalda. Sigurjón hefði átt að Sigurjón Pétursson, Alþýðubandalagi: Hvað eru framsóknarmenn að tala um skattalækkun? Þeir hafa stað- ið að öllum hækkunum okkar hingað til og án þeirra hrindum við stefnunni ekki í framkvæmd. beina orðum sínum til flokksbróð- ur síns, Hjörleifs Guttormssonar, iðnaðarráðherra. Sigurjón Pét- ursson skellti skuldinni einnig á byggðastefnuna, þegar hann reyndi að útskýra það, að ekki hefði verið reist heilsugæslustöð í Reykjavík undanfarin fjögur ár. Einnig að þessu leyti hefði hann getað beint orðum sínum til flokksbróður síns og formanns, Svavars Gestssonar, heilbrigð- ismálaráðherra. Sigurjón, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, lét sér þó nægja að segja að byggða- stefnan hefði „tröllriðið þjóðinni". Af 27 frambjóðendum, sem komu fram í sjónvarpinu, voru 14 konur. Áhrifa kvennaframboðsins gætti greinilega að þessu leyti. Hins vegar stendur lítið eftir af því, sem frambjóðendur kvenna- listans höfðu til málanna að leggja. Þær gagnrýndu stjórn- málaflokkana almennum orðum og töldu þá hafa alltof ríka til- hneigingu til að gera þau mál flokkspólitísk, sem ekki væru pólitísk. Síðasti ræðumaður þeirra, Magdalena Schram, taldi það furðulegt að draga jarðfræði inn í pólitískar deilur og átti þar við ólík sjónarmið í skipulagsmál- um — hins vegar væri kvenna- framboðið pólitísk aðgerð, sem ætti fullan rétt á sér til að tryggja frelsi kvenna. Gerði hún sér far um það í ræðu sinni að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn — hins vegar sagði alþýðuflokksmaðurinn Bjarni P. M^gnússon það per- sónulega skoðun sína, þegar hann hafði lýst því yfir, að Alþýðu- flokkurinn væri alls ekki óánægð- ur með vinstra samstarfið, að kratar ættu fyrst eftir kosningar að snúa sér til kvennalistans um samstarf í borgarstjórn, ef hann kæmi að manni. Heildarmyndin af sjónvarps- umræðunum var sú, að vinstri menn ætla að starfa saman áfram, fái þeir til þess fylgi. Hins vegar greinir þá á um meiriháttar mál og þá sérstaklega skattamál- in, yfirboð framsóknarmanna í þeim efnum gerði þá að nokkru leyti marklausa á þessum sameig- inlega framboðsfundi — skattar verða ekki lækkaðir af endurnýj- uðum vinstri meirihluta. Tveir frambjóðendur Alþýðubandalags- ins, Adda Bára Sigfúsdóttir og Sigurður E. Guðmundsson, Alþýðuflokki: Það er „ósvífinn blekkingaráróð- ur“, að glundroði ríki meðal vinstri manna — samstarfið hefur gengið vel. Álfheiður Ingadóttir, voru svart- sýnastir um það, hvað myndi ger- ast í Reykjavík, ef Alþýðubanda- lagið og fylgifiskar þess misstu meirihlutann. Adda Bára sagði nauðsynlegt að bægja „svartnætti kreppu og kvíða" frá borgarbúum og Álfheiður sagði, að „kreppa og atvinnuleysi" tæki við, ef komm- únistar töpuðu fylgi. Þegar þann- ig er talað, eru kommúnistar ekki að hræða fólk með því að vísa til ástandsins í Póllandi eða á Kúbu, heldur eiga þeir við Bretland. Nú vill svo til, að fyrir fáeinum dög- um fóru fram bæjar- og sveitar- stjórnakosningar í Bretlandi. Úr- slit í þeim urðu á þann veg, að flokkur Margaret Thatchers vann mikinn sigur og fékk meira fylgi en nokkur breskur stjórnmála- flokkur í ríkisstjórn hefur fengið við slíkar aðstæður frá stríðslok- um. Bj.Bj. Megrunarnámskeið Vegna mjög mikillar eftirspurnnr hefst nýtt megrunarnám- skeiö 29. apríl (banáarískt megrunarnámskeið sem hefur notið mikilla vinsælda og gefiö mjög góðan árangur). Nám- skeiðið veitir alhliða fræöslu um hollar lífsvenjur og vel sam- sett mataræði, sem getur samrýmst vel skipulögðu, venju- legu heimilismataræöi. Námskeiðiö er fyrir þá: • sem vilja grennast • sem vilja koma í veg fyrir aö vandamáliö endurtaki sig • sem vilja foröast offitu og það sem henni fylgir. Upplýsingar og innritun í síma 74204. Kristrún Jóhannsdóttir, manneldísfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.