Morgunblaðið - 11.05.1982, Side 17

Morgunblaðið - 11.05.1982, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ1982 17 Sambærileg far- gjöld hjá Flugleið- um og Arnarflugi í SUMAR þegar tvö íslenzk flugfélög, Arnarflug og Flugleið- ir, munu halda uppi áætlunarflugi milli íslands og Mið- Evrópu er ekki óeðlilegt, að fólk spyrji hvort einhver munur sé á fargjöldum félaganna. Samkvæmt upplýsingum Mbl. er svo ekki. Bæði félögin eru með svokölluð IATA-fargjöld, auk ýmiss konar sérfargjalda. Bæði félögin munu fljúga milli Keflavíkur og Amsterdam í Hol- landi og verður verð á ársmiða beggja félaganna 8.812 krónur báðar leiðir. Síðan verður hægt að fá svokölluð sérfargjöld, en ferðin fram og til baka kostar þá 6.237 krónur, en þá er viðkomandi bundinn af því, að vera eigi skem- ur en 6 daga og ekki lengur en 30 daga. Þá verður hægt að fá svo- kallað Pex- eða Apex-fargjald, sem hefur enn frekari takmark- anir og kostar miðinn þá báðar leiðir 4.406 krónur. Þá fljúga bæði félögin til Dúss- eldorf í sumar, en ársmiði þangað kostar sömuleiðis 8.812 krónur og er þá miðað við báðar leiðir eins og í fyrra tilfellinu. Ef sérfar- gjald með þess afmörkunum er keypt kostar það 6.237 krónur og loks er það Apex-fargjald, en það kostar 4.472 krónur báðar leiðir. Loks má geta þess, að nú í sumar verður í fyrsta sinn reglu- legt áætlunarflug milli íslands og Sviss, eða nánar tiltekið til Zur- ich, en það er Arnarflug, sem þangað flýgur. Ársmiði til Zúrich kostar 10.438 krónur og er þá átt við báðar leiðir. Sérfargjaldið til Sviss er 7.380 krónur og Apex- fargjaldið verður 5.219 krónur. Loks má geta þess, að við allar tilgreindar upphæðir bætast 200 krónur í flugvallarskatt, en sam- kvæmt upplýsingum Mbl. er flugvallarskattur hvergi í veröld- inni jafn hár og hér á landi. Fullkomíd öryggi fyrir þá sem þú elskar EINKAUMBOD JOFUR HF Nýbýlavegi 2 fire$tone hjólbardar hjálpa þér ad vernda þína Firestone S-211 radial-hjólbarðar upp- fylla ströngustu kröfur sem gerðar eru. Þeireru sérstaklega hannaðirtil aksturs á malarvegum. Þeir grípa mjög vel við erfiðaraðstæður og auka stórlega öryggi þitt og þinna í umferðinni. Tire$tonc Fullkomiö öryggi • alls staðar - Kópavogi - Simi 42600 * Æ’ Island kynnt í riti IBM í MÁNAÐARLEGIJ frétUblaði Evr- ópusvæðis IBM-fyrirtækisins, sem gcfið er út í Paris, var ítarleg kynning á starfsemi IBM á íslandi og almenn kynning á landi og þjóð nú á dögun- um. Þar er rakin saga IBM á íslandi í stórum dráttum og þess getið að hún nái um þrjá áratugi aftur í tím- ann, en um 1950 kom fyrsti tækja- búnaðurinn af IBM-gerð hingað til lands og átti að nota hann við gerð þjóðskrár í tengslum við rannsókn- arverkefni á vegum Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar. Þá er þess getið að IBM-tölvur og tækjabúnaður sé nú í notkun í 45 byggðarlögum landsins. I greininni um Island í þessu fréttablaði IBM sem ber nafnið EHQ NEWS er komið víða við varð- andi sögu landsins, menningu, at- vinnulíf og efnahagsmál og auk þess rætt við forstjóra IBM á ís- landi, Ottó A. Michelsen. Frábærar niðurstöður fslonskra sérfræðinga. Efnaverkfræðingar MÁLNINGAR h/f hafa staðið fyrir viðtækum prófunum á STEINAKRÝLII rúmlega þrjú ár. Niðurstöður þeirra eru m.a. þær, að STEINAKRÝL er hægt að nota á fiestum árstfmum og STEINAKRÝL er endingargóð úfimálning. STEINAKRÝL er þvl einstaklega hæf fyrir fslenskar aðstæður. Duftsmitandl ftetir valda ekkl lengur erflðlelkum. Með STEINAKRÝLI geturöu málað beint á duftsmitandi fleti án þess að eiga á hættu flögnun málningar, sem er óhugsandi með hefðbundinni plastmálnlngu. Rlgnlngarskúr er ekkert vandamál. STEINAKRÝL er terpentlnuþynnanleg málning, sem er óvenjulega hæf fyrir islenskar aðstæður.STEIN- AKRÝL endist. Rigningarskúr skiptlr litlu máli, þú færð þér bara kaffisopa á meðan rigningin gengur yfir - og heldur svo áfram að mála; STEINAKRÝL þolir rigningu fljótlega eftir málun. Nú geturðu málaft f frostl. Yfirburðakostur nýju útimálningarinnar frá MÁLNINGU h/f er einfaldlega sá, að þú þarft ekki lengur að hafa áhyggjur af veðrinu. STEINAKRÝL er akrýlbundin útimálning með sléttri áferð. Þú getur málað með STEINAKRÝLI við mjðg lágt hitastig. Jafnvel 110 gráðu frosti (celcius) ef þú endist til að mála I svo miklum kulda. STEINAKRÝL ENDIST! STEINAKRÝL - mélnlngin sem andar má!ningh/f

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.