Morgunblaðið - 11.05.1982, Page 18

Morgunblaðið - 11.05.1982, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ1982 Vesturbær Skerjafjörður sunnan flugvallar II AUSTURBÆR Hverfisgata 63—120 Upplýsingar í síma 35408 7\T ^HBBHH'T: k fl fsj Heba heldur vió heilsunni Nýtt námskeið að heíjast Dag- og kvöldtímar tvisvar eða íjórum sinnum í viku. Megrunarkúrar - Nuddkúrar Leikíimi - Sauna - Ljós - Megrun Sól-bekkir- Nudd - Hvíld - Kaffi - o.fl. Innritun í síma 42360 - 40935 Heilsurœktin Héba Auðbrekku 53, Kópavogi. Verðlækkun ... tölvan, sem allir hafa beðið efftir, er komin aftur V ^3il 7 f f * i 7 e ö • f|'u * * * m & . o m n m * * « <*« ■ - e a O VIC-20 er heimilistölva O VIC-20 er með 5K meö lit bytes notendaminni O VIC-20n tengist beint O VIC-20 býöur upp á viö sjónvarp mikla stækkunar- O VIC-20 er meö full- möguleika komiö forritunarmál (BASIC) Reagan vill semja um fækkun kjarnaflauga W a-shington, 10. maí frá fréttaritara Mbl. Önnu Kjarnadóttur ÞESS HEFUR verið beðið með mik- illi eftirvæntingu, að Ronald Reagan mótaði stefnu sína í afvopnunarmál- um og gerði þjóðinni og heiminum öllum grein fyrir henni. Hann var loks tilbúinn til þess á sunnudag. Hann kaus að tala um utanríkismál í ræðu, sem hann flutti við skólaslit Eureka-háskólans í Illinois, sem hann útskrifaðist sjálfur frá fyrir 50 árum. „Við höfum unnið að undirbúningi samningaviðræðna við Sovétríkin um afvopnunarmál síðan á fyrstu dögum stjórnar minnar,“ sagði Reagan klæddur vínrauðri skikkju í iþrótta- sal háskólans, sem er nefndur eftir honum, „og nú erum við tilbúnir til að hefja þær“. Reagan vill að stórveldin semji um að fækka verulega langdrægum kjarnorkueldflaugum, kjarna- oddum þeirra og draga úr styrk- leika þeirra og eyðileggingarmætti yfirlejtt.. Hann vonast til, að samn- ingaviðræðurnar, sem hann kall ar Start, geti jafnvel hafist í júní. Hann hefir þegar skrifað Leonid Brezhnev og falið Haig að hafa samband við sovéska fulltrúa. Haig sagði, að samningaviðræðurnar myndu krefjast mikillar vinnu og taka mörg ár. Hann leggur til, að kjarnaoddum verði fækkað um þriðjung og helmingur þeirra verið í eldflaugum, sem eru staðsettar á landi. Sovétmenn eiga nú 2350 langdrægar eldflaugar og 8000 kjarnaodda en Bandaríkjamenn 1700 eldflaugar og 9500 kjarna- odda. Langflestar eldflaugar Sovét- manna eru staðsettar á landi en mikill fjöldi eldflauga Bandaríkja- manna er um borð í kafbátum. Kjarnorkueldflaugar Sovétmanna eru mun kraftmeiri en Bandaríkja- manna. Reagan leggur til, að í ann- arri lotu samningaviðræðnanna verði samið um jafnvægi í styrk- leika éldflauganna fyrir neðan afl bandarísku eldflauganna. Hann sagði, að Bandaríkjamenn myndu krefjast þess, að eftirlit yrði haft í báðum löndum með því að sam- komulagið yrði haldið. Ræða Reagans bar keim af því, að hún var flutt við skólaslit. Hann talaði til unga fólksins, sem var aö útskrifast og gerði því grein fyrir mikilvægi samstarfs Vesturland- anna og samninganna við Sovétrík- in svo friður gæti haldist í heimin- um. Hún var almenns eðlis en þó ein af mikilvægari ræðum á for- setaferfl Reagans. Hennar hefur verið vænst lengi en friðarhreyf- ingin í Bandaríkjunum og ferð Reagans til Evrópu í byrjun júní hafa aukið þrýsting á stjórnina að móta stefnu sína og gera grein fyrir henni. / Viðbrögðin í Washington hafa yfirleitt verið jákvæð. Henry Jackson, demókrati frá Washing- ton, sagði, að Reagan hefði valið rétta leið að verulegri fækkun kjarnorkuvopna í heiminum. Gary Hart, demókrati frá Colorado, sem vonast til að flytjast í Hvíta húsið einn góðan veðurdag, fagnaði einn- ig ákvörðun Reagans en lýsti yfir vonbrigðum með að hann lagði ekki blessun sína yfir Salt Il-samning- inn. Edward Kennedy, sem talar máli friðarhreyfinga á bandaríska þinginu, sagöist vera ánægður með að samningaviðræður væru á næsta leiti en var óánægður með, að bæði stórveldin munu halda vopnakapphlaupinu áfram meðan á Frá höfninni í Southampton. Breskur herflutningabíll stendur á hafnarhakkanum með varning, sem fara á um borð í Queen Elizabeth 2. Skipið flutti 5. herdeild landgönguliðsins til Falklandseyja. Bandaríkjamenn spá hræðilegum bardögum Washington: Bandarískir embætt- ismenn telja að áframhaldandi þrjózka Argentínumanna gæti haft í lor meö sér „nýja og hræðilega bar- daga“ út af Falklandseyjum og þeim muni líklega lykta með sigri Breta. „Þrákelkni Argentinumanna hefur valdið núverandi sjálfheldu í deilunni um eyjarnar," sagði embættismaður, sem vildi haida nafni sínu leyndu. Ilann taldi ekki líklegt að áfram mundi miða í átt að friösamlegri lausn fyrr en Argentínustjórn félli frá kröfu sinni um viðurkenningu á yflrráðum Argentínu yfir eyjunum. Hann sagði að Bretar hefðu boðið nánast allar þær tilslakanir, sem Beirút, 10. maí. AP. MIKLAR óeirðir brutust út í Trípólí í dag, fjórða daginn i röð, er átök urðu milli stuðningsmanna og and- stæðinga Sýrlendinga í borginni. Alls létust a.m.k. 29 manns og 136 særðust. Hópur 40 manna lokaöist inni i brennandi húsi og ekki var vitað um örlög þeirra seint í dag. þeir gætu boðið, og ekki mætti van- meta staðfestu Breta í máli, þar sem þeir teldu að grundvallarleik- reglur væru í húfi. „Við teljum að Bretar muni gera allar nauðsynleg- ar ráðstafanir til að ná aftur eyjun- um ef Argentínumenn hörfa ekki,“ sagði hann. „Hléið í bardögunum á Suður-Atlantshafi gæti vikið fyrir nýjum og hræðilegum bardögum," sagði hann, „og sennilegt er að Bretar sigri að lokum vegna yfir- burða sinna." Embættismaðurinn sagði að heita mætti að síðasta vonin um að afstýra bardögum væri hin nýja sáttatilraun framkvæmdastjóra Allir íbúar borgarinnar hafa haldið sig innandyra frá því átök- in brutust út á föstudag. Skærur þessar eru ekki nýjar af nálinni og hafa blossað upp af og til allt frá því 1976. Handsprengjuárásir gengu á víxl í dag, auk þess sem eldsprengjum var varpað og vél- byssuskothríð bergmálaði. SÞ, Perez de Cuellar. Bandaríkin vona að tilraunin beri árangur og munu veita alla þá aðstoð, sem er á þeirra valdi að veita, sagði hann. „En það er erfitt að vera bjartsýnn fyrr en afstaða Argentínu verður ljósari." „Argentína er ennþá undirrót vandans. Okkur finnst að lönd, sem vilja frið, verði að gera Argentínu ljóst að brottflutningur verður að fara fram og semja verður um vopnahlé án nokkurra fyrirfram skilyrða um yfirráðarétt." Hann sagði að friðartilraunir Haigs og Fernando Belaunde Terry Perúforseta hefðu farið út um þúf- ur þar sem Argentína neitaði að samþykkja þetta. Hann sagði að Argentínumenn virtust telja að tíminn ynni með þeim og þrýsting- ur annarra landa, sem væru ugg- andi út af nýjum bardögum, mundi neyða Breta til að sætta sig við yf- irráð Argentínu yfir Falklandseyj- um. En hið gagnstæða gæti vel gerzt að skoðun Bandaríkjastjórnar, sagði hann, ef Bretar neyðast til þess vegna minnkandi birgða og versnandi veðurs að grípa til nýrra hernaðarlegra aðgerða fljótlega. 29 létust og 136 slösuð- ust í átökum í Trípólí

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.