Morgunblaðið - 11.05.1982, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ1982
21
Arnór Guðjohnsen:
„Ánægóur með síðasta
keppnistímabil“
an ég gerðist atvinnumaður, og ég
get því vel við unað persónulega. Nú
er samningur minn við Lokeren að
renna út og alveg óvist hvað tekur
við. Ég hef fengið nokkur tilboð sem
ég get ekki greint frá á þessu stigi
máisins. Lokeren vill halda mér og
eru samningaviðræður að hefjast
milli okkar. En fái ég hinsvegar
eitthvað gott tilboð frá góðu liði hef
ég áhuga á því að skipta um félag.
Sérstaklega hef ég áhuga á
V-Þýskalandi. En það er allt óljóst
hvað skeður í minum málum. Loker-
en fer til Englands nú á næstunni og
leikur þar nokkra leiki. Ég veit
hinsvegar ekki hvort ég leik mikið
með í þeim. Ég hef verið slæmur í
hné og þarf að taka mér hvíld. Ég fer
í skoðun á fimmtudag og þá fæ ég
vonandi úr því skorið hvort ég þurfi
að gangast undir enn frekari með-
ferð eða hvort góð hvíld nægir mér.
Sennilega eru þetta bara bólgur við
liðmús. Verði ég góður kem ég heim
og spila gegn Englendingum og von-
andi lika gegn Möltu. Það verður
gott að komast í sumarfrí og fá
hvíld. Þetta er búið að vera mikið
álag sagði Arnór. —ÞR.
— Við hér í Lokeren-liðinu erum
sæmilega ánægðir með árangurinn i
deildinni í vetur. Við náðum Evrópu-
sæti og það var það sem stefnt var
að í upphafi, sagði Arnór Guðjohn-
sen er Mbl. spjallaði við hann i gær-
dag.
— Þetta er besta tímabil mitt síð-
Hrafnhildur Valbjörnsdóttir og Guðmundur Sigurðsson urðu hlutskörpust á
íslandsmótinu i vaxtarrækt sem fram fór í Broadway um helgina. Þau munu
taka þátt í Evrópumótinu í vaxtarrækt sem fram fer í Sviss síðar í þessum
mánuði. Sjá nánar á blaðsíðum 24 og 25. Ljósm. Kmilia.
I
Þetta var svo sem ekki í fyrsta skipti sem Gilles Villeneuve lenti i honum kröppum og ber meðfylgjandi mynd
það með sér. Hún er tekin íjapanska Grand Prix-kappakstrinum árið 1977 og eru það Villeneuve og fákur hans
sem fá sér mikla flugferð. I þetta skipti sakaði Kanadamanninn ekki þótt ótrúlegt sé. Það er
athyglisvert, að ökumaður bifreiðarinnar sem Villeneuve flýgur yfir á myndinni hét Ronnie Petterson og var
sænskur. Hann lét lífið er bifreið hans fór margar veltur eftir ákeyrslu í Monza á Ítalíu 1978. Ekki að undra að
íþrótt þessi er oft kölluð „leikurinn við dauðann“.
Grand Prix-kappaksturinn:
Villeneuve lést
voveiflegt slys
Þeir sem fylgdust með
íþróttaþætti sjónvarpsins á
laugardaginn muna eflaust eft-
ir fréttamyndinni frá Grand
Prix-kappakstrinum í Zolder í
Belgíu. Þar fylgdust sjónvarps-
áhorfendur með því er Ferr-
ari-bifreið Kanadamannsins
Gilles Villeneuve snerti aðra
bifreið, þeyttist í loft upp og
tættist í sundur. Þegar frétta-
myndin var sýnd aftur, og þá
hægt, mátti sjá hvar Villeneuve
þeyttist tugi metra uns hann
hafnaði á varnargirðingu. Það-
an var hann fluttur í sjúkrahús
þar sem hann lést skömmu síð-
ar, en hann háls- og höfuðkúpu-
brotnaði illa auk þess sem
hann varð fyrir fleiri minni
meiðslum.
Síðasti Grand Prix-ökuþór-
inn sem týndi lífi var Frakk-
inn Patrick Depallier, en
hann lést er Alfa Romeo-
fákur hans fór margar veltur
Gilles Villeneuve
eftir
í Zolder
í reynsluferð í Hockenheim í
Vestur-Þýskalandi 1980. Síð-
asti Grand Prix-kappi sem
lést í keppni var Svíinn
kunni, Ronnie Petterson, en
hann lét lífið á kappakst-
ursbrautinni í Monza á Ítalíu
árið 1978.
Annars var það John
Watson sem sigraði í Zolder,
meðalhraði hans var 187 km
á klukkustund og tíminn
1:35:41,99. Finninn Keke
Rosberg varð annar, tími
hans var 1:35:49,26, þannig að
naumara gat það varla verið.
Þriðji varð svo austuríska
kempan Niki Lauda, en hann
var síðan dæmdur úr leik þar
sem McLaren-bifreið hans
reyndist rúmum tveimur
kílógrömmum of létt.
Pétur Pétursson:
„Ég býst fastlega við
að skipta um felag“
„ÉG BÝST fastlega við því að
skipta um félag. Ég hef talað
við stjórn félagsins og óskað
eftir því að fá sölu. Ég get ekki
hugsað mér að vera hér áfram
meðan þessi þjálfari er hjá lið-
inu. Hann hefur reynst mér
mjög illa vægast sagt. Það er
að visu eitt ár enn eftir af
samningi mínum hér hjá And-
erlecht en vonandi næ ég fram
skiptum," sagði Pétur Péturs-
son í gær. „Ég fékk aðeins að
leika fjóra heila leiki með And-
erlecht i vetur og stóð mig vel,
skoraði í öllum leikjunum en
það skipti þjálfarann litlu máli.
Hann var allur i því að láta
liðið leika varnarkerfi, og fyrir
það hefur hann verið mjög
gagnrýndur í blöðum hér. Að
mínu viti var það til dæmis
fyrir þjálfaramistök að Aston
Villa komst áfram en ekki við i
úrslit í Evrópukeppni meistara-
liða. Hann lét Anderleeht-liðið
leika varnartaktik á heimavelli.
Ég hef mjög oft fengið að
koma inná í leikjum hér en
það er bara ekki það sama og
spila heila leiki. Til dæmis
fékk ég að koma inná í öllum
Evrópuleikjunum nema þeim
síðasta. Anderlecht-liðið er á
förum til Marokko í næstu
viku og leikur þar nokkra
leiki. Én síðan fá leikmenn
sumarfrí. Þar sem mín mál
eru mjög óljós ennþá get ég
engu svarað til um það hvort
ég kemst heim í landsleikina
sem framundan eru. Ég hef
hugsaö mér að fara með fjöl-
skylduna til Grikklands í
sumar og hvíla mig vel. Mál
mín hjá Anderlecht munu
skýrast á næstunni,“ sagði
Pétur. — ÞR
I