Morgunblaðið - 11.05.1982, Page 42

Morgunblaðið - 11.05.1982, Page 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ1982 1 Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu Luis Arconada þykir n«sta öruggur i markið. Frá Holgu Jónsdóttur, fróttaritara Mbl. í Burjros, Spáni. ENDA þótt aðeins séu eftir 2 mán- uðir að setningu heimsmeistara- keppninnar í knattspyrnu á Spáni er endanlegt val leikmanna spænska landsliðsins enn ekki ráðið. Þar sem Spánn er það land er sér um undir- búning og skipulag HM í þetta sinn, leikur spænska landsliðið í loka- áfanga keppninnar án þess að hafa þurft að taka þátt í undankeppni. Fyrir nokkrar þjóðir, og þá sérstak- lega þær sem hafa náð að komast áfram í keppninni, er Spánn einmitt það land sem mesta möguleika hef- ur til sigurs fyrir að vera gestgjafí. Enda hefur reynslan sýnt sig að sú þjóð er hefur skipulag HM hverju sinni er skeinuhætt á heimavelli. Stuðningur frá áhorfendum hefur alltaf geysimikið að segja og getur verið hvati að sigri hvaða félags sem er. Síðasta dæmið af þessu er Arg- entína. Vissulega var það allri arg- entínsku þjóðinni að þakka að landslið hennar í knattspyrnu sigr- aði á heimavelli á HM árið 1978. Ef keppnin hefði ekki verið haldin í Argentínu er ómögulegt að vita hvaða þjóð hefði borið sigur úr být- um. Af þessum sökum telja margir líklegt að Spánn verði sigurvegari á HM í sumar. Samt sem áður eru stuðnings- menn spænska landsliðsins ekki á eitt sáttir með lið sitt; ef til vill vegna sífelldra breytinga í liðinu, ef til vill vegna mjög misjafns árangurs þess. Líklega verður sig- ur eða tap liðsins að miklu leyti háð þeirri hvatningu og þeim styrk er liðið mun fá frá áhorf- endapöllum Luis Casanova- leikvangsins þar sem lið José Em- ilio Santamaría leikur fyrstu leiki sína á HM. Eins og áður segir eru Spánverj- ar ekki alls kostar ánægðir með spænska landsliðið í knattspyrnu; val landsliðseinvaldsins Santa- maría og árangur liðsins síðan hann tók við stjórn þess. Þótt sig- ur hafi unnist í ýmsum leikjum hefur leikur liðsins ekki alltaf ver- ið sannfærandi. Santamaría hefur notað 55 leikmenn til undirbúnings lands- liðsins, og hefur hann skipt þeim í A- og B-úrval. Allmargir þessara leikmanna voru aðeins einu sinni kallaðir á æfingu hjá Santamaría. Hann þurfti ekki meira til að sjá að þeir voru ekki það sem hann leitaði að. Aðrir hafa orðið fastir á æfingum; eru stoð og stytta í landsliðinu og nokkrir þeirra munu verða í úrvalinu er leikur fyrir hönd Spánar á HM í sumar ef ekkert verður því til fyrirstöðu. Tveir fræknir sigrar Miklar og óreglulegar breyt- ingar á spænska landsliðinu hafa haft þær afleiðingar í för með sér að árangur þess í landsleikjum hefur verið mjög misjafn. Fyrsti leikur liðsins undir stjórn Santa- maría var á móti Ungverjum. Leikurinn fór fram í Búdapest þann 24.9.1980. Jafntefli varð 2—2 og voru Spánverjar mjög ánægðir með þau úrslit. Þann 15.10 sama ár gerðu Spánverjar aftur jafn- tefli í landsleik og þá gegn Þjóð- verjum er fram fór í Leipzig. Fyrsta tap spænska landsliðsins var í leik þess við pólska landslið- ið, þann 12.11. 1980 í Barceiona; 2—1 fyrir Pólverja urðu úrslit leiksins. Spænska landsliðið hefur leikið yfir 25 landsleiki á einu og hálfu ári. Það á eftir að leika einn vinnáttulandsleik við Svisslend- inga fyrir heimsmeistarakeppn- ina. Fræknasti sigur liðsins til þessa er tvímælalaust sigur þess yfir enska landsliðinu. Liðin mættust á hinum fræga Wembley-leik- vangi í marz í fyrra. Spánverjar sigruðu 2—1. Menn Santamaría áttu fyllilega skilið að sigra og á sama tíma byrjaði slæmt tímabil enska landsliðsins, sem nærri missti af farseðlinum á HM. • Spánska landsliðið í knattspyrnu. Kemur það á óvart ! HM-keppninni á Spáni? Margir telja að hróp áhorfenda geti fleytt liðinu yfír erfíðustu fíúðirn- ar. Heimaliðum hefur líka allaf gengið vel í heimsmeistarakeppninni á undanförnum árum. mikil og góð samstaða meðal þeirra. Santamaría leitaði lengi að þeim manni er gæti stýrt liðinu. Kannske er Zamora rétti maður- inn, en mörgum þykir hann vanta ýmislegt til að gegna starfi fyrir- liða. Þrátt fyrir það er Zamora í þessu hlutverki. Santamaría hefur stillt upp Víctor, Alonso og Zam- ora á miðjuna í mörgum leikjum. Tveir „mótorar" og einn „heili" sem hafa mikla reynslu í að spila saman og virðist sem Santamaría hafi valið vel. Að áliti Santamaría er framlína liðsins mikilvægast. Hann hefur enn ekki valið leikmenn. Quini hefur fengið tækifæri til að sýna hvað í honum býr, en hann olli Santamaría vonbrigðum, lék ekki eins og hans er vani með liði sínu FC Barcelona. Sá eini er virðist koma til greina er Satrústegui, sem hefur sýnt og sannað oftar en einu sinni að hann er besti mið- framherji Spánar. Þrátt fyrir fá tækifæri sem Santamaría hefur gefið López Uf- arte hefur leikmaðurinn sýnt Santamaria að hann er mikils virði og það er hugsanlegt að þjálfarinn reikni með honum. Ekki má heldur gleyma hinum snjalla Juanito, né leikmönnum eins og Saura, Marcos, Esteban, Santillana, Quini o.fl. Spænska landsliðið verður stóra spurningin á HM. Hvenær verður endanlega valið í liðið? Hugsan- lega munu leikmenn þess ekki leika neina glæsiknattspyrnu, eins og áður hefur verið minnst á. Aft- ur á móti gæti gæfan orðið þeim hliðholl, sérstaklega ef allir Spánverjar munu standa með liði sínu. Hróp þeirra á áhorfendapöll- um gætu ráðið úrslitum. Satrustegui er almennt talinn besti miðherji Spánverja. Áform Santamaría reyndust full- komin, eins og í flest skipti þegar liðið lék á útivelli. Spænska lands- liðið kom öllum á óvart; vörn þess var eins og múrveggur, miðjan barðist eins og ljón og sókn liðsins var illstöðvandi. Hún kom boltan- um tvisvar sinnum í mark and- stæðinganna. í Lodz (Póllandi) gerðu Spán- verjar garðinn aftur frægan og sigruðu heimamenn 3—2. Leikur- inn fór fram þann 18.11. 1981 þeg- ar Pólverjar höfðu stuttu áður sigrað Þjóðverja í Leipzig og Arg- entínumenn í Buenos Aires. Það sem gerðist á Wembley og í Lodz eru tveir sögulegir leikir á tima- bili umróta í spænska landsliðinu. Spænska landsliðið getur sem sé komið á óvart; unnið bestu lið á útivelli eða tapað fyrir lélegum liðum á heimavelli og þótt það beri sigur úr býtum þá fer yfirleitt lítið fyrir glæsileika í leikjum þess. Varnarleikur of algengur Þrátt fyrir allt á J.E. Santa- maría ekki alla sök á þeim lélega sóknarleik er einkennir spænska landsliðið. Landsliðseinvaldurinn takmarkar sig við, — í þau fáu skipti sem hann starfar með leikmönnunum — að kalla þá saman til að leika fyrir hönd Spánar þegar þess þarf. Liðið er spegilmynd þeirrar knattspyrnu sem leikmennirnir leika með sín- um eigin félagsliðum i deildar- keppninni. Og þannig er mál með vexti að spönsk knattspyrna er fá- tæk af nýjum hugmyndum og er byggö á þeirri staðhæfingu að mikilvægasti liðurinn sé vörnin. Það fara fáir knattspyrnu- áhugamenn á Spáni á völlinn með það i huga að sjá fallega leikna knattspyrnu, stöðuga sókn liðanna og mörg mörk. Leikmenn lands- liðsins sýna sama varnarleik með liðinu í landsleikjum og þeir gera með þeirra eigin félögum. Þar af leiðandi er líklegt að á HM í sumar muni menn sjá liðið ein- göngu sýna daufa knattspyrnu; aðallega varnarleik með fáeinum hraðaupphlaupum. Fá mörk verða því skoruð, þ.e.a.s. í heild léleg knattspyrna byggð á spörkum til og frá og ætli árangur verði ekki eftir því. Það er bót í máli fyrir Spán- verja að aðrar þjóðir leika svipaða knattspyrnu. Þeir eru ekki einir á báti hvað varðar að spila varnar- leik og krydda hann örlítið með skyndisókn við og við. Það er næstum óhætt að fullyrða að flest liðin er leika munu á HM í sumar munu sýna þess konar knatt- spyrnu. Enda þótt spænska landsliðið sé ekki endanlega ákveðið, þá er það víst að Santamaría hefur þegar ákveðið nokkrar stöður í liðinu. Markmaður verður Arconada. (Hann hefur leikið nær 20 lands- leiki.) Vörn liðsins verður mjög líklega skipuð eftirtöldum leik- mönnum: Camacho, Tendillo, Ale- sanco og Gordillo. Gagnrýnendur hafa verið harðorðir við landsliðs- þjálfara fyrir að setja Camacho sem hægri útherja þar sem leik- maðurinn sparkar með vinstri fæti, en Santamaria er ákveðinn að nota Camacho í þessa stöðu enda hefur hann sýnt að hann er fær í flestan sjó. Varnarlína liðs- ins hefur sannað ágæti sitt; ef til vill vegna langs tíma sem leik- mennirnir hafa spilað saman; er Spænska landsliðið stóra spurningin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.