Morgunblaðið - 11.05.1982, Page 44

Morgunblaðið - 11.05.1982, Page 44
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1982 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ1982 25 HSV heldur efsta sætinu - ósannfærandi frammistaða toppliöanna Bayern Miinchen sigraði Stuttgart með einu marki gegn engu í vestur-þýsku deildarkeppninni í knattspyrnu. Ásgeir Sigurvinsson kom inn á hjá Bayern undir lok leiksins í stað Paul Breitners og lék síðustu mínúturnar gegn félaginu sem hann mun ganga til liðs við í lok þessa keppnistímabils. Þetta var annars hörkuleikur og lið Stuttgart átti fullt eins mikið í leiknum og heimaliðið Bayern. Það var Paul Breitner sem skoraði sigurmark Bayern á 51. mínútu leiksins. IJrslit leikja urðu annars sem hér segir: Karlsruhe — Niirnberg 3—2 Kaiserslautern — Bochum 2—1 Arm. Bielef. — Mönc.gl.bach 5—0 Bayern — Stuttgart 1—0 Bayer Leverkusen — Duisburg 2—1 Darmstadt 98 — Hamb. SV 2—2 Werder Bremen — E. Frankf. 2—1 Fort. Diisseldorf — FC. Köln 1 — 1 Dortmund — Braunschweig 1—0 HSV heldur efsta sætinu, en heldur var frammistaðan gegn botnliðinu Darmstadt ósannfær- andi. Darmstadt var lengst af mun betra liðið þó svo að HSV næði tvívegis forystunni í leiknum með mörkum Jimmy Hartwigs og Manfred Kaltz. Fyrirliði og mið- herji Darmstadt, Cestonaro, skor- aði bæði mörk liðsins. Möguleikar FC Köln jukust ekki heldur við slaka frammistöðu gegn Fortuna Dússeldorf. 1—1 urðu lokatölurnar og með smá heppni hefði sigurinn hafnað hjá heimaliðinu. Pierre Littbarski skoraði í fyrri hálfleik fyrir Köln, en Dusend jafnaði fyrir Fortuna í síðari hálfleik. Borussia Dortmund var enn á höttunum efti sæti í UEFA- keppninni og trúlega landar félag- ið slíku sæti. Sigur gegn Braunschweig leit dagsins ljós á laugardaginn og það var marka- klóin óviðjafnanlega Manfred Burgsmuller sem skoraði sigur- mark liðsins tveimur mínútum fyrir leikhlé. Werder Bremen er að reyna við hið sama og Dortmund og félagið steig ákveðið skref í þá átt um helgina með því að sigra Frank- furt 2—1. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik, en Kóreumaðurinn Tscha Bum náði forystunni fyrir Frankfurt í upphafi þess síðari. Norbert Siegman jafnaði þó metin og finnski landsliðsmaðurinn Rautianien skoraði síðan sigur- markið þegar aðeins tvær mínútur voru til leiksloka. Kaiserslautern á enn möguleika á UEFA-sæti og liðið náði tveimur stigum gegn Bochum á laugardag- inn. Patzke skoraði fyrst fyrir Bochum, en á 61. mínútu jafnaði Brehme og Eilenfeldt skoraði síð- an sigurmarkið nokkrum mínút- um síðar. Einhver sérkennilegustu úrslit umferðarinnar voru þó stórsigur Armenia Bielefeldt gegn Borussia Mönchengladback. Bielefeldt hef- ur á þessu keppnistímabili alveg eins og á því síðasta, átt stórgóðan lokasprett eftir að hafa staðið í fallbaráttu framan af. En yfir- burðir liðsins gegn BMG voru með mörk þeirra Hartungs og Schulers færðu því sigurinn. Loks sigraði Leverkusen dæmt lið Duisburg 2—1 á heimavelli sín- um, en hvort liðið bjargar sér frá falli þrátt fyrir það er ekki útséð um. Szech og Hermann skoruðu mörk liðsins eftir að Bússers hafði náð forystunni fyrir Duisburg. Lítum svo að lokum á stöðuna: ■ • Manfred Kaltz, bakvörðurinn sterki hjá Hamborg, átti góðan leik og skoraði mark. ólíkindum og mörkin hlóðust upp. Þó var ekkert skorað í fyrri hálf- leik, en í þeim síðari brustu flóð- gáttirnar. Pagelsdorf braut ísinn og Edwald Lienen, fyrrum leik- maður BMG, bætti síðan marki við, 2—0. Síðan fylgdu mörk frá þeim Dronia, Schröder og Riedl. Karlsruhe styrkti stöðu sína nærri botninum með góðum sigri og nauðsynlegum gegn Núrnberg, sem hafði mark yfir í hálfleik, Heck skoraði. Gross jafnaði í síð- ari hálfleik, er Weyerich náði for- ystunni fyrir Núrnberg á ný. Heimaliðið átti þó síðasta orðið og Hamburger 31 17 10 4 84:39 44 FC Köln 31 17 8 6 63:30 42 Bayern Miinch. 30 19 3 8 73:46 41 Bor. Dortmund 31 17 5 9 55:33 39 Bremen 30 M 8 8 50:44 36 Kaisersl. 31 13 10 8 62:56 36 Bor. Mönch. 31 13 9 9 52:50 35 VFB Stuttgart 31 12 8 11 53:46 32 Kintr. Frankfurt 31 II 2 14 73:68 :i2 Kintr. Braunsch. 31 14 3 14 55:54 31 VFL Bochum 31 II 7 13 46:46 29 Arminia Bielef. 31 12 5 14 42:43 29 Karlsruher SC 31 1 7 15 45:61 25 Diisseldorf 31 6 12 13 44:64 24 Núrnberg 31 9 S 16 45:70 24 Baver Leverk. 31 8 6 17 40:67 22 Darmstadt 98 31 4 10 17 40:73 18 Duisburg 31 7 3 21 37:69 17 Standard varð belgískur meistari — þrjú „íslendingalið“ í UEFA-sætum BKLGÍSKII deildarkeppninni er nú lokið, síðasta umferðin var háð um hclgina og að henni lokinni stóð Standard Liege uppi sem belgískur meistari, meistari siðasta árs, And- erlecht, hafnaði í 2. sæti. L’rslit éikja urðu sem hér segir: Winterslag — FC Liege 1—0 FG Brugge — Molenbeek 5—0 Ueringen — Ghent 1—2 Lierse — Beveren 4—2 fortryjk — Waregem 1—0 Lokeren — FC Mechlin 2—1 Tongeren — Antwerpen 1—2 Anderlecht — Cercle Brugge 3—1 Standard — Waterschei 3—1 Sem sagt, Standard meistari og Anderlecht í 2. sæti. UEFA-sæti hreppa einnig auk Anderlecht Ghent og Lokeren. í 2. deild féllu FC Mechlin, Beringen og FC Liege. En lokastaðan varð þessi: Standard 19 10 5 59:28 48 Anderlecht 19 8 Ghent Lokeren 7 56:31 46 16 13 5 36:21 45 17 10 7 56:32 44 Antwerpen 17 9 8 45:23 43 Kortryjk 14 10 10 39:35 38 Beveren 14 9 11 45:33 37 Lierse 14 8 12 49:51 36 Waterschei 11 8 15 44:55 30 Tongeren II 8 15 40:54 30 RWI) Molenbeek II 7 16 41:50 29 Waregem 10 9 15 30:34 29 Winterslag 10 • 15 24:49 29 FC Brugge 10 8 16 46:46 28 SK Brugge 1(1 8 M 57:61 28 FC Liege 10 8 16 36:50 28 Beringen 9 !( 16 33:50 27 FC Mechlin 6 5 23 28:65 17 • Tveir íturvaxnir kappar. Guðmundur Sigurðsson sem sigraði í karlaflokki og Magnús Oskarsson. Ljósm. Emilí*. íslandsmótið í vaxtarrækt: Sænska stúlkan Pernilla Gunnarsson vakti mikla athygli á vaxtarræktar sýningunni en sýndi sem gestur. Guðmundur og Hrafnhildur sigruðu ÞAU HRAFNHILDUR Valbjörnsdóttir og Guðmundur Sigurðsson urðu hlutskörpust i fyrsta íslandsmótinu i vaxtarrækt sem fram fór i veitingahús- inu Broadway um helgina. Hrafnhildur hlaut titilinn vaxtarræktarkona ís- lands 1982 og Guðmundur titilinn vaxtarræktarmaður íslands 1982. Bæði hljóta þau í sigurlaun ferð og keppnisrétt á Evrópumótið í vaxtarrækt sem fram fer i Sviss dagana 20.—23. mai nk. Alls var keppt i átta flokkum á þessu fyrsta Islandsmóti í vaxt- arrækt. Keppnin fór mjög vel fram, var mikill áhugi fyrir keppninni. Fullt var út úr dyrum í Broadway og vaxtarræktarfólkinu hvað eftir annað klappað lof í lófa fyrir sýningu sína. Mikill fjöldi keppenda tók þátt í þessu fyrsta íslandsmóti og er með ólíkindum hversu góðum árangri keppendur virðast hafa náð á skömmum tíma, en vaxtarrækt er ung íþróttagrein hér á landi. Það sem lagt er til grundvallar í svona keppni eru vöðvar, vöxtur. hlutföll, framkoma, þokki og íþróttamannsleg reisn, vöðvaskil, samræmi í líkamshluta, jafnvægi og húðfegurð. Tveir Svíar voru gestir þessa fyrsta íslandsmóts. Andrés Ca- hling og Pernilla Gunnarsson og vöktu þau mikla athygli fyrir itur- vaxna líkama sina svo og skemmtilega sviðsframkomu. — ÞR • Viðar Guðjohnsen, fyrr- um judó- kappi, hefur hellt sér út í vaxtarrækt- ina og er orðjnn vel vöðv- aður eins og sjá má. Margar stúlkurnar sem sýndu voru Töngulegar eins og sja ma. • Hrafnhildur Valbjörnsdóttir fagnar sigri sinum i kvenna- flokki. Cruyff og félaga vantar eitt stig AJAX verður enn að biða eftir því að titillinn sigli endanlega í höfn, fyrst liðið gat ekki herjað út sigur gegn Roda JC Kerkrade. Peter Boeve náði snemma forystunni fyrir Ajax, en Rene Hofman jafnaði áður en hálftími var liðinn af leiknum og fleiri urðu mörkin ekki í leiknum. Möguleikar PSV eru ekki um- talsverðir, en meðan þeir eru þó fyrir hendi ber að útiloka ekkert. Liðið hélt enn í vonina með 2—1 sigri gegn Spörtu frá Rotterdam. Jurrie Koolhof og Hallvar Thore- sen skoruðu mörk PSV, en Jan Tiktak svaraði fyrir Spörtu. Huub Stevens hjá PSV og David Loggie hjá Spörtu voru reknir af leikvelli fyrir slagsmál. Þriðji brottrekstur Englendingsins á keppnistímabil- inu. Hinum toppliðunum gekk vel, Alkmaar sigraði De Graafchap 4—0 með mörkum Pier Tol (2), Kees Kist og John Metgod og Haarlem vann FC Tvente 3—0 með mörkum Jo Bockling (2) og Ruud Gullit. Ajax hefur forystu, 52 stig eftir 32 leiki, PSV hefur 49 stig og Alk- maar 45 stig. Ajax nægir eitt stig út úr tveimur síðustu leikjum sín- um til að hreppa titilinn. mm • Johan Cruyff í búningi Ajax fyrir nokkrum árum, er hann lék kveðjuleik sinn með Ajax gegn Bayern Miinchen. Kveðjuleikurinn reyndist svo ekki vera neinn kveðjuleikur, því kerapan hóf að leika með liðinu á nýjan leik í vetur og er Ajax nú aðeins millimetra frá því að næla í hollensku meistara- tignina undir stjórn hans. Fyrir aftan Cruyff grillir í kunnan kappa, Simon Tahamata, sem leikur nú með Standard Liege. Gtúlkurnar settu Islandsmet Þ/ER Guðrún Ingólfsdóttir og fris Grönfeldt stóðu í metaslætti um helgina og er óhætt að spá frekari afrekum á næstunni, enda báðar greinilega sterkar um þessar mund- Ir. Guðrún sneri sér að kringlukast- inu á fostudagskvöldið og nýtt ís- landsmet leit dagsins Ijós, kastaði hún kringlunni 53,86 metra, meira en metra íengra en gamla metið sem hún átti sjálf. Reyndar er hæpið að tala um gömul met í þessu sam- bandi, þvi metið sem hún sló setti hún sjálf aðeins fáeinum dögum áð- ur. íris var hins vegar að keppa í Borgarnesi og náði hún þeim stór- góða árangri að kasta spjóti 51.58 metra. Er það íslandsmet og íris varð þar með fyrsta íslenska stúlkan sem kastar spjóti yfir 50 metra. Sigurvegararnir i Finlux-mótinu með verðlaun sín. Ljósm. Osksr Sjpm. Hörður sigraði á Finlux-mótinu FYRSTA meiri háttar golfmót Golfklúbbsins Keilis á þessu sumri, Finlux-mótið árlcga, var haldið um helgina á Hvaleyrarholtsvellinum. Var hér um punktamót að ræða og keppendur rétt tæplega 100 talsins. Hörður Morthens úr GR sigraði á 70 punktum og Sigurður Pét- ursson, einnig úr GR, varð annar á 68 punktum. Páll Ketilsson GS lék einnig á 68 punktum, en hann tap- aði í bráðabana fyrir Sigurði. Sama sagan var í 4.-5. sætunum, Gylfi Kristinsson GS og Jóhannes Gunnarsson NK voru báðir með 67 punkta, en Gylfi nældi í efra sæt- ið. Gísli Sigurðsson GK varð sjötti á 65 punktum, Arnar M. ólafsson GK sjöundi á 64, Baldvin Jóhanns- son GK áttundi á 63 og síðan voru þrír keppendur jafnir í 9,—11. sætunum. Þar af var ein af þrem- ur kvenkeppendum mótsins, Kristín Þorvaldsdóttir GK sem lék á 63 punktum. Óskar Sæ- mundsson GR og Tryggvi Trausta- son GK léku einnig á 62 punktum. Mótið fór fram við sæmilegar aðstæður ef á heildina er litið og þótti spilamennska keppenda mjög góð miðað við árstíma. — gg- IA vann litlu bikarkeppnina AKRANES varð meistari í Litlu bikarkeppninni um helgina. er liðið hreppti eitt stig gegn ÍBK er liðin áttust við á Skaganum. Ekkcrt mark var skorað í leiknum. UBK og FH mættust einnig í sömu keppni og loka- tölur þess leiks urðu 1 — 1. Sem fyrr segir bar ÍA sigur úr být- um, liðið fékk 6 stig. ÍBK fékk einnig 6 stig, en markatala liðs- ins var mun lakari en hjá ÍA, 8-3 á móti 12—1. UBK fékk 5 stig, FH 3 stig og liaukar ráku lestina með ekkert stig. Ballesteros hreppti hnossið SPÆNSKl golfsnillingurinn Sevri- ano Ballesteros bar sigur úr býtum á opna franska golfmótinu sem haldiö var í Saint Nom La Breteche um helgina. Hann lék síðasta hringinn á 7 höggum undir pari, 65 höggum og tryggði sér þannig sigur, en par vall- arins er 72 högg. Ballesteros varð þar með 4 höggum á undan sigurveg- ara mótsins 1981, Sandy Lyle frá Skotlandi, sem lék samtals á 282 höggum og síðustu umferðina á 67 höggum. Samanlagt lék sá spænski á 278 höggum. Ballesteros fékk í sinn hlut 12.700 dollara fyrir sigurinn, en verðlaunaféð nam 76.000 dollurum. Lokastaða nokkurra efstu keppend- anna varð þessi: 1. S. Ballesteros 278 (71-70-72-65) 2. Sandy Lyle 282 (72-64-79-67) 3. Juan Anglada 287 (73-73-71-68) 4. MarkJames 287 (68-73-75-71) 5. T. Horton 287 (73-69-73-72) * fur *

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.