Morgunblaðið - 11.05.1982, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 11.05.1982, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ1982 31 Fjölmenni í kosningakaffi Hvatar Á SUNNUDAG bauð Sjálfstæð- iskvennafélagið Hvöt í kosn- ingakaffi í Valhöll. Voru þar mættir hátt í 300 manns, og mikill hugur í fólki. Ólafur B. Thors borgarfulltrúi flutti skelegga dagskrárræðu, Elín Sigurvinsdótt- ir söng við píanóundirleik Selmu Kaldalóns, Sigriður Hannesdóttir söng gamanvísur og samkomunni stjórnaði Margrét S. Einarsdóttir. En Hvatarkonur sáu um rausnar- legar veitingar. Bessí Jóhannsdóttir, formaður Hvatar, og varaformaðurinn, Unnur Jónsdóttir, tóku á móti gestum og buðu velkomna. En til þessa kosningakaffis hafði verið boðið sérstaklega Hvatarkonum eldri en sextugum. Og létu þær sig svo sannarlega ekki vanta. En auk þeirra voru að sjálfsögðu fleira sjálfstæðisfólk og núverandi og verðandi borgarfulltrúar. Var setið fram eftir degi og rabbað saman, og í öðrum salnum var opið sjónvarp meðan fram- boðsfundur var á skjánum. Spunn- ust af því líflegar umræður við borðin um borgarmálefni og voru menn mjög ánægðir með mál- flutning og rök frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins. Ólafur B. Thors, borgarfulltrúi og aðalræðumaður fundarins og Bessí Jó- hannsdóttir, formaður Hvatar. Að baki þeim má þekkja Val Jóhannsson, Elínu Pálmadóttur og Jóhönnu J. Einarsdóttur. Elín Sigurvinsdóttir, óperusöngkona skemmti gestum með söng við undirleik Selmu Kaldalóns. I baksýn má sjá yfir á annað af velbúnum kaffiborðum Hvatarkvenna. Spilakvöld í Valhöll í kvöld FÉLAG sjálfstæðismanna í Laugarness- og Háaleitis- hverfí gengst fyrir spilakvöldi í Valhöll, Háaleitisbraut 1, klukkan 20.30 í kvöld. Þetta er fimmta spilakvöld vetrarins. Hin fjögur fyrri hafa þótt takast mjög vel og hafa verið vel sótt. Auk spila- mennskunnar er boðið upp á kaffi og kökur, sem konur stjórnarmanna hafa séð um af miklum myndarskap. Veitt eru verðlaun, ein fyrir karla og ein fyrir konur, heim- ilistæki, bækur, úttekt í verzl- unum og fleira. Búast má við því að ein- hverjir frambjóðendur sjálf- stæðismanna í komandi kosn- ingum komi og taki þátt í spilamennskunni. Meðfylgjandi mynd er frá spilakvöldinu, sem haldið var í janúar sl. Fjölmenni mikið var i kosningakaffi Hvatar. Þessi mynd er tekin úr öðrum salnum meðan hlýtt var á dagskrá. ”|lver reiknaði þad út?” Spurði Jón Spæjó þegar hann komst að því hvað verðið á nýja Skodanum var hlægilega lógt. Og ekki varð hann minna hissa þegar það kom í Ijós að ekki þyrfti að borga nema 40.000 kr. út og afganginn á 6 mánuðum. Þetta fannst Jóni Spæjó greiðsluskilmálar í betra lagi. Nybýtavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.