Morgunblaðið - 11.05.1982, Page 26

Morgunblaðið - 11.05.1982, Page 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ1982 Akranes: Skipaskagi AK bætist við flotann Akranesi, 2. maí. í GÆRMORGUN, þann 1. maí, kom togbáturinn Skipaskagi AK 102 hingað í höfn frá Hull. Skipið er tæp- ar 300 lestir að stærð, búið góðum tækjun, til veiða og siglinga. Kaupar.di og eigandi skipsins verður Hraðfrystihúsið Heima- skagi hf., og standa vonir til þess að afli þess bæti úr þeim verk- efnaskorti, sem háð hefir fram- leiðslunni að undanförnu. — Skipverjar prófuðu veiðarfæri skipsins í Norðursjónum, áður en lagt var af stað heim til íslands og reyndist allt vel um borð. — Afl- inn var reyndar ekki mikill í tog- inu, einn poki blandaður fiskur, sem bresku sjómennirnir sem með þeim voru til aðstoðar, fengu í soð- ið. Skipstjóri á Skipaskaga er Oddur Gíslason, kominn af dug- miklum aflamönnum í ættir fram. — Þess má geta til gamans og fróðleiks, að langafi hans, Gísli á Hliði, hjálpaði 5 ungum mönnum hér á Akranesi, með því að lána þeim peninga, þegar þeir keyptu fyrsta þilfarsvélbátinn (mótorbát- inn) Fram, sem kom hingað árið 1906, en hann kostaði þá kr. 8.000. Einn þeirra ungu manna var Þórð- ur Asmundsson, sem síðar stofn- aði Heimaskaga hf. Skipaskagi fer á veiðar nú fljótlega. Július Vertíð í meðallagi lokið í Þorlákshöfn l*orlákshöfn, 10. maí. NÚ ER þessari vetrarvertíð hér lok- ið. Hún var, að sögn Gests Ámunda- sonar á hafnarvoginni, i meðallagi og jafnari afli á þessa miðlungsbáta en oft áður, t.d. í fyrra. Toppskipið frá i fyrra, Jón á Hofi, vantar mikið upp á sitt aflamagn, eða milli 5 og 6 hundruð tonn. Smærri bátarnir urðu illa úti vegna ótiðar og gæftaleysis, sem að sjálfsögðu kom verst niður á þeim. Tíðarfarið var þó sannarlega erfitt fyrir alla. Bátaafli á land kominn á vertíð- inni er sem hér segir: 28.950 tonn í 2.456 löndunum á móti 24.850 tonnum í fyrra i 2.027 löndunum. Togaraafli nú frá áramótum eru 2.726 tonn í 24 löndunum á móti 2.594 tonnum í fyrra í 27 löndun- um. Aflahæstu bátarnir hér nú eru þrír Njörður, Stokkseyri, með 1.070 tonn, Arnar, Þorlákshöfn, 997 tonn og Húnaröstin, Þor- lákshöfn, 969 tonn. Mikil atvinna hefur verið hér í saltfiskverkunarstöðvunum í vet- ur og mikil vinna eftir hjá þeim eins og venjulega, endist fram eft- ir sumri. Jöfn og góð vinna var í frystihúsi Meitilsins hf. á vertíð- inni og framundan er að vinna humar, en það hefur ekki verið gert sl. 6 ár. Nú er sem sé annað upp á teningnum sem betur fer, því að sjálfsögðu er það aðalatrið- ið að vilja taka við hráefni til vinnslu. Þetta skapar svo góða at- vinnu fyrir skólafólkið okkar ef vel veiðist og að sjálfsögðu verður togaraaflinn unninn í húsinu eins og venjulega. Ragnheiður Ný sportvöruverzlun í Garðabæ Ný sportvöruverzlun var opnuð fyrir skömmu í Garðabæ. Heitir hún Garðasport og er til húsa í Iðnbúð 4. Verzlunin býður upp á allan sportfatnað og sportvörur, m.a. frá Adi- das, Henson og sundfatnað frá Speedo. Þá selur verzlunin garðáhöld, sláttuvélar, garðhúsgögn og leikföng í garða. Ennfremur verða á boð- stólum barnaleikföng frá Playmobil. í framtíðinni mun Garðasport bjóða upp á útileguvörur, skíðavörur og fleira, sem tengist útivist og tómstundaiðju. Eigendur Garðasports eru Gunnar Einarsson og Guðmundur Jónsson og er Guðmundur í verzluninni á meðfylgjandi mynd. Frá einu alþjóðlega stangaveiðimótinu í Eyjum. Ljiem. Mbl. Sigurgeir. Hvítasunnan: Alþjóðlegt stangaveiði- mót í Eyjum Sjóstangaveiðifélag Vestmanna- eyja mun gangast fyrir Alþjóða- sjóstangaveiðimóti um hvítasunn- una í vor i Vestmannaeyjum. Mótið mun standa yfir í tvo daga, laugar- daginn 29. og sunnudaginn 30. maí, en mótinu verður slitið þá um kvöldið. Róið verður út frá Eyjum kl. 6 á morgnana og komið aftur að landi 8 tímum seinna, eða kl. 14. Mótið verður sett föstudaginn 28. maí í Akoges-húsinu kl. 21. Verð- laun verða veitt að venju og er um að ræða mjög veglega far- andbikara sem keppt verður um. Einnig eru eignarverðlaun eins og á undanförum mótum. A undanförum hvítasunnumót- um í Vestmannaeyjum hefur fjöldi stangveiðimanna af fasta- landinu tekið þátt í mótinu og einnig útlendingar, en mjög er vandað til allrar móttöku og framkvæmdar mótsins. Miðað er við að þátttakendur hafi tilkynnt þátttöku fyrir 20. maí nk. í síma 1080 eða 1647 eða til Hjálmars Eiðssonar í síma 1800 eða 1228. Jarðefnaiðnaður hf. ætl- ar að halda sínu striki Morgunblaöinu hefur bor- izt til birtingar eftirfarandi bréf Jarðefnaiðnaðar hf. til Gunnars Thoroddsen forsæt- isráðherra, dagsett 7. maí: Á fundi á alþingi í dag var sam- þykkt tillaga frá Ólafi Þ. Þórðar- syni um að vísa tillögu til þings- ályktunar um steinullarverk- smiðju í Þorlákshöfn til ríkis- stjórnarinnar. Jarðefnaiðnaður hf. hefur áður lýst yfir vilja sínum til að safna hlutafé til byggingar verksmiðj- unnar án eignaraðildar ríkisins. Sú yfirlýsing stendur enn og stjórn Jarðefnaiðnaðar hf. mun til hins ýtrasta vinna að því, að stein- ullarverksmiðja rísi í Þorláks- höfn. Yfirboð iðnaðarráðherra með fjármunum ríkisins og tillögu- flutningi sínum í ríkisstjórn um að ganga til samstarfs við Stein- ullarfélagið hf. með 40% hluta- fjárframlagi ríkisins, meðan Jarð- efnaiðnaður hf. bíður næðis til að halda áfram hlutafjársöfnun, er bersýnilega fjandsamlegt Sunn- lendingum og þeirri félagslegu iðnaðaruppbyggingu, sem undir- búin hefur verið á Suðurlandi. Það er enn eitt skrefið í átt til þess, að atvinnustarfsemi í iandinu færist yfir í hendur ríkisins. Nú, þegar þetta mál er aftur komið til ríkisstjórnarinnar að lokinni umfjöllun Alþingis, gerir Jarðefnaiðnaður hf. þá kröfu, að félaginu gefist ráðrúm til að fylgja eftir samþykkt sinni um söfnun hlutafjár til stofnsetn- ingar steinullarverksmiðju án eignaraðildar ríkisins og að það njóti ákvæða 2. og 3. töluliðar 2. gr. laga nr. 61/1981. Einnig gerir félagið þá kröfu, að engin ákvörð- un verði tekin í ríkisstjórninni um staðsetningu steinullarverk- smiðju, meðan niðurstaða um árangur félagsins til hlutafjár- söfnunar liggur ekki fyrir. Jarðefnaiðnaður hf. stefnir af fullri einurð að því, að fram- kvæma fyrirætlun sína og mun leita allra leiða, hvenær sem færi gefst, til að reisa steinullarverk- smiðju í Þorlákshöfn. Virðingarfyllst, Stjórn Jarðefnaiðnaðar hf. Bíóhöllin sýnir BÍÓHÖLLIN byrjar í dag gýningar á bandarískri bardagamynd sem ber heitið ÁUhyrningurinn. í aðalhlutverki er karatemeistarinn Chuck Norris, en af öðrum leikurum má nefna Karen Calson og Lee Van Cleef. Leikstjóri er Eric Karson. Efnisþráður myndarinnar verður ekki rakinn hér, enda væri það of langt mál að telja upp, en í efnisyf- irliti segir svo í upphafi: „Scott James (Chuck Norris), fyrrverandi meistari í bardagalist- inni karate, dregst inn í hættulegt alþjóða ævintýri þegar Nancy (Kim Atthyrninginn Lankford), stúikan sem hann er með, er drepin af hópi hinna hræðilegu drápsmanna „Ninja". James slær af sér árásarmennina en uppgötvar að öll fjölskylda Nancy hefur verið myrt af þessum drápsmönnum, sem eru þjálfaðir í að drepa á hljóðlátan hátt. James hefur samband við McCarn (Lee Van Cleef), þaulvanan leigu- morðingja, sem gæti vitað eitthvað um hina illræmdu Ninja. McCarn kemst fljótlega að því, að það er ekk- ert löglegt sem getur nálgast þessa illræmdu drápsmenn og enginn virð- ist vita neitt um þá.“ raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar \ Grindavík Kosningaskrifstofa Kosningaskritstofa sjálfstæöismanna i Grindavík er að Austurvegi 14. Fyrst um sinn veröur opið fra kl. 17—19, simi er 8351. Siglufjörður Frambjóöendur D-listans halda fundi i hádeginu á hverjum miöviku- degi aö Hótel Höfn. Stuöningsfólk er hvatt til aö mæta. Frambjóóendur. Seltjarnarnes Frambjóöendur Sjálfstæöisflokksins veröa til vlötals i kosningaskrif- stofunni Melabraut 78, mánudaga/föstudaga kl. 20—21, laugar- daga/sunnudaga kl. 15—16. . Nánari upplýsingar í síma skrifstofunnar 25240. D-llstlnn. Siglufjörður Kosningaskrifstofa Sjálfstæöisflokksins er opin frá 13—19 og 20—22 alla daga. Simi 71154 og 71893. Heimasími hjá Gunnari Ásgeirssyni er 71177. Eskifjörður Kosningaskrifstofa Sjálfstæöisflokksins er aö Strandgötu 1b. Opiö frá kl. 20—22 alla daga, sími 6406. Umboösmaöur Georg Halldórs- son, heimasími 6269. Siglufjörður Happdrættismiöar SjálfstaBÖisflokksins eru seldir í Versluninni Tröö, Siglufiröi Dregiö veröur 15. maí nk. j

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.