Morgunblaðið - 11.05.1982, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ1982
39
\l (.I.VSIM, \-
SIMINN FH:
22480
ingu. Hann miðlaði öllum, sem á
hann vildu hlýða af reynslu sinni
og þekkingu og hvatti til andlegra
iðkana með orðunum: „Leitið og
þér munið finna."
Það var mjög runnið á æviskeið
Óskars, er leiðum hans og þess,
sem þetta ritar, bar saman, fyrir
réttum tíu árum. Óskar var þá
hættur störfum og sinnti hugðar-
efnum sínum. Það þurfti ekki löng
kynni af Óskari til þess að finna
hvern mann hann hafði að geyma.
Þar fór traustur maður, skoðana-
fastur og hófsamur. Hann hafði
iétta lund og frásagnarlist var
honum í blóð borin. Höfuðdyggð-
irnar gömlu, sem ekki eru sem
vinsælastar nú á tímum, þ.e.
sparsemi og nægjusemi, sátu til
öndvegis í lífi hans. Hann var
bæði Ijúfur og reifur gestgjafi,
sem miðlaði jafnt hinu andlega og
líkamlega fóðri.
í eilífðarlandinu handan vídd-
anna vissi hann að sín biðu ný
ævintýri, miklu stórkostlegri en í
landi klukkunnar. Hann var ferð-
búinn. Megi Guðs blessun fylgja
honum á nýjum vegum.
M.S.S.
Sigurður Guðbrands-
- Minningarorð
son
Sigurður Guðbrandsson, fv. bif-
reiðarstjóri, Sogavegi 138, Reykja-
vík, lést í Landakotsspítala að-
faranótt 29. apríl si., tæplega 68
ára að aldri. Hann var fæddur 19.
maí 1914 í Reykjavík.
Sigurður var sjómaður og vöru-
bílstjóri að iífsstarfi og var lengi
féiagsmaður í Vörubílstjórafélag-
inu Þrótti.
Hann var sjálfstæðismaður og
einn af stofnendum málfundafé-
lagsins Óðins í Reykjavík, félags
sjálfstæðismanna í launþegasam-
tökum, sat í fyrstu stjórn þess fé-
lags og var heiðursfélagi síðustu
árin.
Eftirlifandi kona Sigurðar er
Guðrún Olga Gilsdóttir. Þau eign-
uðust einn son, Alexander Sig-
urðsson, forstjóra Stálbergs.
Útför Sigurðar fer fram í kyrr-
þey að ósk hins látna.
P.H.
Minning:
^ _______
Gestur Oskar Frið-
bergsson yfirvélstjóri
Hinn 30. apríl sl. varð bráð-
kvaddur hér í Reykjavík Gestur
Óskar Friðbergsson, fv. yfirvél-
stjóri hjá Eimskip. Óskar var
fæddur hinn 7. okt. 1902 í húsi,
sem stóð við Aðalstræti, þar sem
nú gnæfir Morgunblaðshöllin.
Foreldrar hans voru þau hjónin
Friðberg Stefánsson (1874—1918),
járnsmiður frá Auðsholti í Bisk-
upstungum, og Agnes Gestsdóttir
(1878-1965), frá Skúfslæk í Flóa.
Þau hjónin eignuðust þrjú börn og
var Óskar elstur, þá Haraidur Þór,
f. 1906, sem lifir bróður sinn, og
yngst var dóttir þeirra Kristín,
sem lést á barnsaldri.
Óskar hóf ungur nám í járn-
smíði hjá föður sínum, sem hann
naut skammt, því Friðberg andað-
ist í spönsku veikinni 1918, og varð
Óskar þá stoð móður sinnar og var
svo jafnan síðan. Járnsmíðanámi
lauk Óskar í Hamri og vann hann
síðan í nokkur ár að því starfi,
m.a. við byggingu kolakranans
fræga.
A þessum árum unnu menn án
refja þá vinnu er bauðst og var
Óskar um tíma kolamokari á tog-
urum. Vildi svo til að í fyrsta
túrnum sem Óskar fór, þá rak á þá
fárviðri, sem síðan hefur verið
kallað Halaveður, og þótti hinum
unga kolamokara starfinn æði
snúinn, því oft skipti milli gólfs og
súðar. Hvort sem það hefur verið í
Halaveðrinu eða síðar, þá upp-
götvaði Óskar fljótt þau sannindi
að betra var að vera vélstjóri en
kolamokari. Hann hóf nám í
Vélskólanum í Reykjavík og lauk
þaðan prófi 30.04. 1929. Eftir það
var hann vélstjóri á ýmsum togur-
um og í afleysingum hjá Eimskip
til 1937 er hann fastréðst til Eim-
skipafélags íslands og þar starfaði
hann uns hann lét af störfum fyrir
aldurs sakir 1968.
Starfsferill Óskars var giftu-
drjúgur og áfallalaus og kunni
hann vel að meta hamingju sína
um val á Iífsstarfi. Ekki verður
svo skilið við starfsferil Óskars, að
ekki verði minnst þess, að hann
fann upp einfalt tæki (1937) til
austurs á nótabátum, sem hér
voru notaðir um árabil við síld-
veiðar. Á stími hélt tækið bátun-
um þurrum vegna ferðar þeirra,
en það sparaði tíma og erfiði, en
sem meira var vert, að mannslíf-
um hafði verið hætt við austur
bátanna í misjöfnum veðrum.
I einkalífi sínu varð Óskar ekki
síður farsæll en í starfi. Hann
kvæntist hinn 14. júlí 1934 önnu
Maríu, f. Andreasen, frá Fugla-
firði í Færeyjum, hinni mætustu
dugnaðarkonu. Þau hjónin eignuð-
ust fimm dætur og ólu upp að auki
tvö dótturbörn sín. Einnig átti
Óskar eina dóttur áður en hann
kvæntist. Hafa allar dætur hans
gifst og eru barnabörnin orðin 23
og barnabarnabörnin 17.
Tilvera mannsins, hringrás lífs-
ins og eðli guðdómsins voru þau
mál, sem Óskari voru hugleiknust.
Hugieiðsla og lestur um þau mál
voru hans lífsfylling. Ævilangt
lifði hann eftir því boðorði, að ekki
dygði að iðrast eftir dauðann og að
tímann hérna megin grafar skildu
menn nota til að rækta sinn innri
mann og til leitar á sannri lífsfyll-
FALLEG HUSGO
I FALLEG HEIMILI
Itölsk
sófasett
með
tau- og
leðuráklæði
'í úrvali
1'
a ém
PREMK)
LINEA D'ORO
Dcsísjti& t
Stvk’ \
á K
Gullverðlaun
fvrir
«
hönnun & stíl
KM-
HUSGOGN, Langholtsvegi 111, R. símar 37010 — 37144