Morgunblaðið - 11.05.1982, Síða 36

Morgunblaðið - 11.05.1982, Síða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1982 el?g>Unr ilCUAAllfí iimi 11— Iriif'iTT______________________________________ „Vcasinn -Patfst flí úisoluver&l þecc«. viku oi iSo.ooo icr. ÍJV ást er... ... að hjálpa honum með skaltskýrsluna. Til Rao. U.S. Pat. Off.—aH rlqhts ressrved •1962 Loc Angetm Tlmm Syndlcete Með morgunkaffinu HÖGNI HREKKVÍSI .. ÓVE93AMDÍ rv\ARK • “ „Árið 999 eða 1000“ Bjartmar Kristjánsson skrifar: „Góði Velvakandi. Yfirskrift þessa smápistils míns er undirfyrirsögn í kafla um kristnitökuna, er prófessor Sigurður Líndal skrifar í I bindi Sögu íslands, bls. 239. Þar segir hann svo: „Sú skoðun er harla rótgróin, að kristni hafi verið lögtekin ár- ið 1000, en fjarri fer, að hún sé óyggjandi." Ekki er ætlun mín að rengja þessi orð. Nokkra athugasemd vil ég þó gera við síðari hluta setningarinnar. Öllum er kunn- ugt, sem eitthvað hafa lært í ís- landssögunni, að kristnitakan hefir verið tengd árinu 1000. Prófessor Björn M. Ólsen skrif- aði um síðustu aldamót mikla ritgerð er heitir: „Um kristnitök- una árið 1000“. Og próf. Jón Jó- hannesson gerir enga athuga- semd við þetta ártal í Islend- ingasögu sinni. Þannig hafa bæði „háir og lágir" haft fyrir satt, eins og próf. Sigurður líka segir, að kristnitakan hafi orðið á þessu ofannefnda ári. í almanakinu stóð þetta sama einnig skrifað, þar til 1970 að svo bregður við, að kristnitakan er ársett 999. Almanakið er hávís- indalegt rit og hefði maður hald- ið, að þessu mundi ekki breytt þar, nema óyggjandi sönnun lægi fyrir í málinu. En nú er mikil spurning, hvort svo sé. Próf. Sigurður Líndal segir: „Ólafía Einarsdóttir hefur leitt gild rök að því, að kristni hafi verið lögtekin árið 999.“ Og seinna segir hann, að „sterkar líkur mæli með því, að kristnin hafi verið lögtekin sumarið 999“. Ennfremur segir hann: „Fyrst er þess að geta, að Ari fróði segir hvergi, að kristni hafi verið lög- tekin árið 1000, heldur einungis þetta: „En Olafur Tryggvason féll hið sama sumar að sögu Sæmund- ar prests.“ Hann miðar þannig kristnitökuna við fall Ólafs Tryggvasonar árið 1000, sem fræðimenn hafa talið fyrsta nokk- urn veginn örugga ártaiið i sögu Norðurlanda.“ (Allar lbr. B.K.). Til þess að gera langt og flókið mál stutt, eru rökin fyrir ártal- inu 999 í meginatriðum þessi: Talið er „líklegt" og jafnvel „nokkurn veginn víst“, að Ari hafi látið árið byrja 1. septem- ber. Orrustan við Svoldur, þar sem Ólafur Tryggvason féll, er telin hafa staðið dagana 9.—12. september árið 1000. („Þær dagsetningar eru þó fjarri því að vera óyggjandi“.) Kristnitakan, sem fór fram seint í júnímánuði, verður því árinu áður en Svold- arorrusta, þótt samsumars sé. Ef fall Ólafs Tryggvasonar er rétt ársett, fer kristnitakan því fram árið 999. Þannig skilst mér að rökin fyrir ártalinu 999 séu, í grófum dráttum. En nú ber þess að gæta, að við erum hér með tímatal Ara fróða en ekki núgildandi tímatal. En eins og menn vita, eru áramótin nú annars staðar en var á dögum Ara fróða. Nú fylgir sumarið, heilt og óskipt, sama árinu. Hvað ártalið snertir, hljóta þvi kristni- takan og Ólafur kóngur að fylgjast að, ef það er rétt hjá „Sæmundi presti", að þessir atburðir hafi gerzt „hið sama sumar". Nú veit ég ekki betur en það standi enn óhaggað, að Ólafur Tryggvason hafi fallið árið 1000. Enda segir próf. Sigurður, að „fræðimenn hafi talið það fyrsta nokkurn veginn örugga ártalið í sögu Norðurlanda", svo sem áður getur. Vegna þessa sýnist mér, að svo lengi sem ekki er hróflað við ár- setningu Svoldarorrustu, og svo lengi sem við tökum þá Ara fróða og Sæmund prest trúanlega, sé þess einn kostur að halda sig enn við það fornkveðna, að kristni hafi verið lögtekin á Alþingi árið 1000.“ Hverjar eru skyld- ur olíufélaganna? „Reiður ökumaður" skrifar: „Velvakandi. Hverjar eru skyldur olíufélag- anna í landinu? Þetta er spurning, sem ég hef velt fyrir mér að und- anförnu vegna slæmrar reynslu af þjónustu þeirra. Tvisvar með stuttu millibili hef ég orðið fyrir þeirri leiðu reynslu að koma að lokuðum bensínstöðv- um þegar ég taldi alveg öruggt að þær væru opnar, enda ekki orðið var við auglýsingar um annað. í fyrra tilfellinu var búið að loka bensínstöðvum kl. 16 á sumardag- inn fyrsta og varð ekki meira um Fyrirspurn til Pósts og síma K.Þ.K. skrifar: „A síðasta símareikningi, janúar til mars, er nýr gjalda- liður, sem kallast „talfæri/- venjulegt... kr. 10,13“. Nú er spurt: Á að fara að borga sérstaklega fyrir taltæk- ið, ofan á árvissar fjórar hækk- anir afnotagjalda? Hver hefur veitt heimild til gjaldtöku fyrir þennan lið?“ akstur hjá mér þann daginn. í seinna tilfellinu 1. maí, var alveg lokað og ekkert bensín að fá. Þeir góðu menn á BSR björguðu þá deginum fyrir mig en vafalaust hafa margir farið fýluferð á bens- ínstöðvarnar þennan dag. Og nú kem ég að spurningunni: Hvers vegna geta olíufélögin þrjú, sem hafa einokun á bensínsölu, ekki veitt betri þjónustu en þetta? Bensín er meiri nauðsynjavara en flest það sem fæst í sjoppunum og eru þær þó opnar frá morgni og fast að miðnætti. Með von um svör frá olíufélögunum."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.