Morgunblaðið - 11.05.1982, Qupperneq 40
r
Síminn á afgreiðslunni er
83033
ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1982
Mjög slæm staða viðskiptabankanna:
Mikill samdráttur í út-
lánum til atvinnuvega
VÍST ER VORIÐ GENGIÐ í GARÐ
Mynd Mbl. OI.K.M.
Hámarkslán til einstaklinga verður 25 þús. kr.
VEGNA mjög slæmrar stöðu viðskiptabankanna hafa þeir nú ákveðið,
að draga verulega saman útlán sín næstu mánuðina, eða a.m.k. fram á
haustið, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsjns, en í dag er staðan
sú, að flestir bankanna eru með verulega neikvæða stöðu við Seðla-
banka íslands og hefur staða þeirra ekki verið jafn slæm á þessum
árstíma um langt árabil.
Varðandi einstaklinga hafa
bankarnir ákveðið að hámarkslán
til þeirra í venjulegum tilfellum
skuli ekki verða hærri en 25 þús-
und krónur, en síðan geti sú upp-
hæð hækkað eitthvað hafi viðkom-
andi að baki löng og mikil inn-
lánsviðskipti við viðkomandi
banka. Þess ber hins vegar að
geta, að útlán til einstaklinga
nema ekki nema um fjórðungi af
útlánum bankanna.
Þrír fjórðu hlutar útlánanna
fara til fyrirtækja og því er ljóst,
að rekstrarfé fyrirtækja verður
verulega skert á komandi mánuð-
um, en sumarið er einmitt sá tími,
sem hvað mest ásókn er í lánsfé af
hendi einstaklinga og fyrirtækja,
m.a. vegna húsbygginga og fleiri
þátta.
í sambandi við fyrirtækin má
segja, að t.d. er lokað á yfirdrátt
þeirra vegna söluskattsgreiðslna
og fleiri slíkra þátta með þessum
hertu útlánareglum, sem mun
koma þungt niður á mörgum
þeirra.
Ástæður þessa mikla vanda
bankanna eru einkum þrjár, aukin
bindiskylda, hægara innstreymi
fjár og loks mun meiri útlána-
aukning, en nemur innlánaaukn-
ingunni síðan um áramót. Sér-
staklega var útlánaukningin mikil
í aprílmánuði s.l.
Bindiskylda bankanna er nú
40%, eða 28% í formi hinnar
hefðbundnu bindiskyldu, 5% í
sveigjanlegri bindiskyldu og 7% í
formi skuldbindinga bankanna til
að kaupa ríkistryggð skuldabréf.
Þessu til viðbótar eru svo uppi
hugmyndir hjá Seðalbanka Is-
lands, að óska eftir því við ríkis-
stjórnina, að hækka sveigjanlegu
bindiskylduna upp í 8%.
Hart deilt um réttmæti
verkfallsaðgerða strax
Byggingamenn hafa boðað eins dags verkfall 18. maí nk.
MJÓG harðar deilur urðu á 72ja
manna samninganefndarfundi ASI í
gærdag um hvort rétt væri, að fara
út i verkfallsaðgerðir mjög fljótlega
eftir að samningar renna út 15. mai
nk., en ekki náðist nein samstaða
um málið. Hins vegar tilkynntu flest
félög í Sambandi byggingarmanna,
að þau myndu fara í eins dags verk-
fall 18. maí nk. hafi samningar ekki
náðst fyrir þann tíma og síðan tvisv-
ar í dags verkfall í vikunni á eftir.
Þeir tveir menn, sem mest höfðu
sig í frammi og vildu fara í verkfall
þegar eftir 15. maí voru Benedikt
Davíðssson, formaður Sambands
byggingarmanna, sem hefur reyndar
boðað vinnustöðvanir og Sigurður
Guðmundsson, formaður Félags
starfsfólks í veitingahúsum.
Hins vegar mæltu Sigfinnur
Karlsson, formaður Alþýðusam-
bands Austurlands og Þórður
Ólafsson, formaður verkaíýðsfélags-
ins í Hveragerði og Þorlákshöfn,
hvað harðast gegn því, að farið yrði
út í harðar verkfallsaðgerðir svo
fljótt. Þeir félagar og fleiri töldu það
alls ekki tímabært, að stefna í harð-
ar aðgerðir. Sigfinnur Karlsson
bendi m.a. á, að á land hefði borizt
um þriðjungi minni afli en á sama
árstíma í fyrra, sem gerði það að
verkum, að fólkið væri alls ekki til-
búið í harðar aðgerðir, án þess að
láta reyna á samningaleiðina.
Á 72ja manna-nefndarfundinum
var ný kröfugerð Verkamannasam-
bandsins kynnt, en hún felur m.a. í
sér verulegar flokkatilfærslur og
breytingar á aldurshækkunum, auk
þess sem þess er krafizt, að ákvæði
samninga um kauptryggingu verði
endurskoðuð, en ASI hafði farið
fram á 13% grunnkaupshækkun.
Næsti samningafundur fulltrúa
ASÍ og VSÍ hjá Sáttasemjara ríkis-
ins vérður haldinn í dag og hefst
hann klukkan 14.00.
Magnús L. Sveinsson, sem sæti á í
72ja manna-nefndinni, sagði að-
spurður um hina nýju kröfugerð
Verkamannasambandsins, að hún
myndi væntanlega draga samninga-
viðræður á langinn, auk þess sem nú
yrðu öll önnur félög að endurskoða
sínar kröfur. Þau væru hreinlega
nauðbeygð til þess.
Ósk litla er ekki með minkinn á
þessari mynd, heldur kisuna sina
„Dúddu“.
*
Osk litla kom
heim með lifandi
mink í fanginu
MÖNNUM varð heldur en ekki
hverft við, þegar Ósk litla Þrast-
ardóttir, þriggja ára gömul og
býr á ísafirði, kom kjagandi
heim til sin í fyrradag með
spriklandi mink í fanginu. Ósk
litla hélt sig vera með hund og
lét vel að dýrinu. Afturhluti dýrs-
ins var kraminn og hefur það lík-
lega orðið fyrir bifreið. Mildi
verður að teljast að minkurinn
skuli ekki hafa bitið frá sér.
Menn brugðu skjótt við og
tóku minkinn úr fangi Óskar.
Dýrinu var lógað og það afhent
lögreglunni. ðsk er að líkind-
um yngsti verðlaunahafi
minkaskotts hér á landi, en
hún fékk 140 krónur fyrir
skottið.
Maöur drukkn-
aöi í hofninm 1
Grundarfiröi
FULLORÐINN maður fannst lát-
inn í höfninni i Grundarfirði á
laugardagsmorgun. Maðurinn var
aðkomumaður í Grundarfirði,
skipverji á Haffara frá Grund-
arfirði. Tildrög slyssins eru
ókunn.
Gunnar Thoroddsen á fréttamannafundi í útvarpinu:
Styö auövitaö minn gamla flokk
„Davíð Oddsson er mjög hæfur maður“ sagði forsætisráöherra
AUÐVITAÐ styð ég Sjálfstæðis-
flokkinn í sveitarstjórnakosning-
um bæði í Reykjavík og annars
staðar, sagði Gunnar Thoroddsen,
forsætisráðherra, á fréttamanna-
fundi í tilefni af þinglausnum í út-
varpinu síðdegis á laugardaginn.
Lýsti forsætisráðherra þvi jafn-
framt yfir, að hann teldi borgar-
stjóraefni sjálfstæðismanna, Davíð
Oddsson, „mjög hæfan mann".
Fyrr á þessum fréttamannafundi
hafði Geir Hallgrímsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagt, að hann
gengi út frá því sem gefnu, að
Gunnar Thoroddsen mundi styðja
sjálfstæðismenri í borgarstjórnar-
kosningunum og teldi það ekki út
af fyrir sig til tíðinda, að sjálf-
stæðismenn væru sameinaðir í
kosningabaráttunni.
Geir Hallgrímsson var spurður
um stöðuna í Sjálfstæðisflokkn-
um. Hann sagðist þeirrar skoðun-
ar, að í vetur hefði samheldni
sjálfstæðismanna styrkst í kjöl-
far landsfundarins, þar sem þeir
hafi allir orðið sammála um
grundvallarstefnuna. Benti Geir
á, að sjálfstæðismenn standa
sameinaðir í sveitarstjórnakosn-
ingunum um allt land og í Reykja-
vík „ganga þeir einhuga í kosn-
ingabaráttuna til þess að ná
meirihlutanum í borgarstjórn
Reykjavíkur og koma í veg fyrir
það, að kommúnistar, Alþýðu-
bandalagið, ráði ferðinni," sagði
Geir Hallgrímsson. Var hann síð-
an spurður um það, hvort hann
væri til þess búinn að taka sæti á
lista með Gunnari Thoroddsen
fyrir næstu alþingiskosningar.
Geir Hallgrímsson svaraði á þá
Ieið, að það færi eftir ákvörðun
Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna
í Reykjavík, hvernig framboðslisti
til Alþingis yrði skipaður og hann
hafi aldrei neitað að taka sæti á
lista sjálfstæðismanna vegna þess
að einhver annar skipaði þar
einnig sæti.
Síðar í þættinum var Gunnar
Thoroddsen spurður þessarar
spurningar: Forsætisráðherra,
styður þú ekki framboðslista
Sjálfstæðisflokksins í hönd far-
andi borgarstjórnarkosningum?
Og ráðherrann svaraði: „Það er
óþarft að spyrja mig um stuðning
minn við minn gamla flokk, sem
ég hef verið í frá stofnun hans. Að
því er Reykjavík varðar þá var ég
nú borgarstjóri Reykjavíkur í nær
13 ár, alla tíð með meirihluta
sjálfstæðismanna að baki í borg-
arstjórn, siðast 10 af 15, og auð-
vitað styð ég flokkinn í sveitar-
stjórnarkosningum bæði í
Reykjavík og annars staðar."
Sagðist forsætisráðherra ekki
eiga von á því, að ágreiningur
sjálfstæðismanna um afstöðu til
ríkisstjórnarinnar „hafi sérstök
áhrif á úrslit sveitarstjórnakosn-
inga“. Síðar var hann spurður,
hvort það truflaði hann ekkert, að
oddviti borgarstjórnarlista
sjálfstæðismanna í Reykjavík
„væri yfirlýstur Geirsmaður og
leiftursóknarmaður hinn mesti".
Gunnar Thoroddsen svaraði með
því að segja: „Davíð Oddsson er
mjög hæfur maður" og bætti við
að gefnu tilefni, að í „Geirs- og
leiftursóknarliði" væru margir
mjög hæfir menn.