Alþýðublaðið - 11.09.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.09.1920, Blaðsíða 2
ÁLÞYÖUBLAÐÍÖ Æ.figr’eiHssIa, bSaðsins er í Albýðuhúsmu við (agólfsstræti og Hverfisgötu. Síml 988. Auglýsingum sé skilað þangað íða í Gutenberg í síðasta lagi ki. íO, þann dag, sem þær eiga að íorna í blaðið. Hreystiverk. 3 unglingar bjarga 2 mönnum. í apdl í fyrra fóru tveir menn á báti úr Fiatey, til þess að sækja mó til Hvalvatnsfjarðar. Lending er afleit og skerjótt. í firðinum. Mennirnir hlóðu bátihn og héldu heimleiðis, en er skamt var kom- ið frá landi, tók að hvessa af norðri, svo sýnilegt var að ógern- ingur var að halda áfram. Snéru þeir því við, en er þeir ætluðu að lenda tók báturinn niðri á rifi skamt undan landi og hvolfdi. Báðir ménnirnir komust á kjöl og tóku að kalla á hjálp. Báturinn sat fastur á rifinu. Fólk í landi tók eftir hvernig komið var, en af karlmönnum var énginn heima, nema þrír unglings- piltar, sá elsti um tvítugt, en hinir um fermingu. Bátur var i naustum niður við sjóinn og settu piltarnir hann á flot, en hann háiffylti, svo ekki var árennilegt að leggja út á hon- um og sýnileg lífshætta. En pilt- arnir hugsuðu ekki um það, held- ur um það eitt, að freista þess að bjarga Iffi tveggja' nauðstaddra manna. Þeir klöngruðust því á bátnum hálffullum af sjó út að þeim sem á hvolfi var og tókst að bjarga báðum mönnunum og komast heilu og höldnu í land. Fyrir þ'etta hreystiverk hafa pilt- arnir nú hlotið sín 30© kr. verð- launin hver úr verðlaunasjóði Car- negie. Þeir hétu: Bj'órn Bj'órnsson og Jónatan og Júlíus Steýánssyn• ir. Hafa þeir þannig hlotið nokk- ura viðurkenningu fyrir ósérplægni sfna. ■ Einnig hefir Sigurbj'org Sigurð- ardóttir úr Suður-Múlasýslu hlotið 600 kr. verðlaun úr sjóðnum. Því miður er oss eigi kunnugt um hver afrck hún hefir urmið, ep þætti vænt um ef einhver vildi fræða oss á því. 200 prósent. Standard Oil Co. — steinolíu- hringur Rochefellers hefir borgað hluthöfum sínum 200% ársgróða fyrir árið sem leið, það er: 200 kr. í ársgróða af hverjum 100 kr. Hið svo nefnda »íslenzka« stein- olíufélag er einn anginn af stein- olíuhringnum, og þar sem stein- olía er dýrari hér en í öllum ná- lægum löndum, má ganga út frá því að »íslenzka« stenolxufélagið hafi grætt langt yfir 200 prósentl Það er ekki að furða þó kvartað sé yfir að mótorbáta útgerðin beri sig ekki altaf. Tóveri. Di dap 09 Yoginn. Kreitja ber á hjólreiða- og bifreiðaljóskerum eigi síðar en kl. 71/2 f kvöld. Bíóin. Gamla Bio sýnir: »Kven- tannlækniririn", gamanleik. Nýja Bio sýnir: „Amerískt bluff", gam- anleik. Aðalleikari Douglas Fair- banks. Aukamynd: „Á flugi yfir Washington". Yeðrið í morgun. Vestm.eyjar ... A, biti 6,1. Reykjavík . . ísafjörður . . Akureyri . . Grímsstaðir . Seyðisíjörður Þórsh., Færeyjar A, hiti 7,6 logn, hiti 6,3 logn, hiti 4,o. S, hiti 4,5. logn, hiti 5,7. logn, hiti 8,5. Stóru stafirnir merkja áttina. Loftvægisiægð fyrir suðvestan land, loitvog ört fallandi á Suður- landi, hvöss suðaustiæg átt, Útlit fyrir norðaustlæga átt á Vestfjörð- um, hvassa suðaustlæga átt ann- arsstaðar. Fólkinn er nú aftur farið að fjölga stórum hér í bænum, má þegar sjá það af götuumferðinni. Fáir flytjast samt til bæjarins, sem ekki voru hér heim ilisfastir áður, enda væri slíkt lítt ráðlegt á þessum húsnæðisleysis- og vand- ræðatímum. Húsnæðisekla er fyrir- sjáanlega miklu meiri en dæmi eru til áður. Hvað ætla stjórnar- völdin t. d. að gera við námsfólk það, er hingað kemur í haustf Þeim ber að minsta kosti siðferðis- leg skylda tii þess, að sjá þeim fyrir skjóli yfir höfuðið, fyrst öll- um helztu skólum landsins er komið hér fyrir. Að öðrum kosti væri heppilegast, að loka þeim öilum. Lagarfoss kom í gærkvoldi norðan um land frá útlöndum. Hefir hann tekið stórum stakka- skiftum. Loftskeytatæki eru á honum, farþegarúm hefir verið aukið og bætt, siglurnar hækkað- ar og hann gerður upp af nýju að miklu leyti. Fjöldi fólks kom á skipinu, mest verkafólk úr síld arvinnu. Bifreiðarslys. í gær ók bifreið á tvö stúlkubörn rétt á móts við verzlun Jóns Þórðarsonar. Kom bifreiðin ofan Bankastræti en börn- in gengu jafn snemma út af gang- stéttinni. Og vildi svo slysalega til, &ð bifreiðarstjórinn gat ekki stöðv- að vagninn nógu fljótt, svo önnur telpan fékk höfuðhögg cg kast- aðist til á götunni en hin varð undir með fæturnar. Læknir var þegar sóttur og kvað hann meiðsl- in mjög Iítil á börnunum. Fór þar betur en áhorfðist. Alt of lítið eftirlit er haft með framferði bifreiðarstjóra. Einn ó- vatii, sem mjog^ er heimskulegur er sá, að þeir aka reykjandi oft og tíðum, einnig brennur það við, að ekið er of hart og síðast og jafnframt verst er það, að sumir þeirra aka stundum drukknir um göturnar. Þeir sem lausir eru við þessa galla, ættu sjálfra sín vegna að kæra þá, sem brotlegir verða. Hjónahand. í dag verða gefin saman í hjónaband á Akureyri, þau: ungfrú Sigurlaug Sigurgeirs* dóttir og Guðmundur Bergsson póstmeistari. Páll ísólfsson ætlar í kvöld að halda hljómleik í dómkirkjunni. MessaÖ. Síra Bjarni Jónsson messar kl. 11 á morgun í Dóm- kirkjunni. Engin messa í Fríkirkj- unni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.