Morgunblaðið - 25.07.1982, Síða 2
3 g MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ1982
í
leiðinni
„Himneskt samband" heitir fyrirtæki nokkurt í
Bandaríkjunum sem tekið hefur að sér að koma
skilaboðum til látinna í himnaríki ...
Wyatt Earp gat það ekki, en
sex miðaldra kaupsýslu-
menn í Morton Grove gátu það.
Þeir ákváðu einn daginn á fundi
í bæjarstjórninni að banna
íbúum bæjarins að eiga
skammbyssur! Þar með vissu öll
Bandaríkin um þetta litla út-
hverfi Chicagoborgar í Illinois-
fylki, Morton Grove — fyrsti
bærinn í Bandaríkjunum, þar
sem bannað er að halda
skammbyssur.
Viðbrögðin voru misjöfn: Fjöl-
margir smábæir hafa tekið mál-
ið til umræðu, hundruð bæjaryf-
irvöld víðs vegar um landið hafa
beðið um eintak af nýju lögun-
um, og Jane Byrne, borgarstjóri
Chicago, hefur reynt að nota
tækifærið til að hefta sölu á
skammbyssum í borginni allri.
Hins vegar eru félagar í Lands-
sambandi skotvopnaeigenda
uggandi og ekki sáttir við þessar
aðgerðir. Þeir segja: Það eru
ekki byssur sem drepa fólk —
það er fólk sem drepur fólk!
*
Ibúar í Morton Grove standa á
bak við bæjarstjórn sína og
hverjir fjórir íbúar af fimm
styðja bannið. En sumum líst
ekki á blikuna.
Hvað ef allir glæpamenn
Chicago-borgar stefna í áttina
til okícar, sagði kona nokkur í
örvæntingartón: ég er viss um að
það gerist um leið og þessi tíð-
indi breiðast út!
Önnur kona, sem slapp naum-
lega við nauögun, sagði við
fréttamenn:
Ef ég hefði haft byssu í hand-
tösku minni hefði ég sent þrjót-
inn beina leið inn í eilífðina!
Það eru semsé ýmsar blikur á
lofti, þó þorri manna í Morton
Grove styðji enn bæjarstjórn-
armenn sína. Lögreglustjórinn í
bænum kveðst ekki hafa nokkra
hugmynd um fjölda skotvopna í
einkaeign í Morton Grove og
hann ætlar sér ekki að leita á
heimilum manna að skotvopn-
um. En finnist byssa i fórum
manns á hann yfir höfði sér 250
dollara sekt og allt að 6 mánaða
fangelsi. Það er hægur vandi aö
verða sér úti um skammbyssur í
Illinois. Raunar auðveldara en
að kaupa sér hundaleyfi — og
ódýrara í þokkabót: Sæmileg
skammbyssa kostar einungis um
tvo og hálfan dollar.
Ibúar Morton Grove vísa til
þeirrar óhugnanlegu stað-
reyndar að nálægt 11 þúsund
manns voru drepnir með
skammbyssum í Bandaríkjunum
á síðasta ári. Já, ellefu þúsund
manns! Á meðan 42 Vestur-
Þjóðverjar féllu fyrir skamm-
byssukúlu á sama tíma — og var .
það met í Evrópu ...
w
Ismábæ einum í Georgíu-
fylki, Kennesaw, fylltust
menn hryllingi þegar tíðindi
bárust frá Morton Grove. Bæjar-
yfirvöld hafa nú ákveðið að lög-
leiða byssueign: Hver fullveðja
maður í bænum er skyldur að
halda skotvopn, ellegar á hann
yfir höfði sér sekt og tugthús-
vist! Þeir í Kennesaw segjast
ekki kunna annað ráð við fjölgun
innbrota og ofbeldisverka, en
skjóta.
Bandarískir koma gjarnanr
fyrir skiltum á lóðum sínum,
eins konar leiðbeiningum til
óæskilegra gesta, þar sem oft er
vakin athygli þeirra á sérlega
grimmum hundi hússins, en
skiltin í Kennesaw hljóða nú
eitthvað á þessa leið:
Gleymdu hundinum — Gættu
þín á húsráðandanum!
essi lagasetning hefur vak-
ið mikla athygli víða um
heim. Rétt eins og með Morton
Grove, vita nú allmargir um til-
vist Kennesaw, og jafnvel sjón-
varpsmenn í Japan hafa heim-
sótt Kennesaw-menn og frönsk
útvarpsstöð átti langt samtal við
bæjarstjórann. íbúar bæjarins
standa einarðir með bæjar-
stjórnarmönnum sínum, eins og
fram kom nýverið í pistli blaða-
manns hins enska Daily Mail.
Hann hitti nokkra íbúana aö
máli, meðal annarra Kattheel
Rutledge, miðaldra húsmóður
sem sagði um leið og hún hengdi
þvott á snúrur:
„Ég veit satt best að segja
ekki, hvað við eigum margar
byssur heima en ég ætla að vona
að við eigum nægar! í mínum
huga er jafn nauðsynlegt að
halda skotvopn og læsa útidyr-
unum.“
Kattheel kvaðst ætla að kenna
börnum sínum að meðhöndla
skotvopn, þegar þau næðu „rétt-
um aldri, svona 15—16 ára*.
Enski fréttamaðurinn hélt
áfram göngu sinni um bæ-
inn og mætti manni nokkrum,
sem hafði hallað sér upp að
grindverki og strauk byssuhólk
sinn. Hann kvaðst nýverið hafa
skotið stóran hund, sem réðst að
honum, og hann myndi ekki hika
við að skjóta mannlega veru, ef
hann væri neyddur til þess.
Villti maðurinn er alþekktur í
Kennesaw. Það er auknefni sem
Dent nokkur Myers hefur, en
hann rekur vopnasölu bæjarins
og gengur jafnan með tvær
skammbyssur við beltið. Sá
enski spurði hann varfærnislega,
hvort hann væri með fleiri byss-
ur á sér? Þá brosti Villti maður-
inn kaldranalega, benti á stórt
spjald í glugganum á verslun
sinni og lét orðin, sem þar voru
letruð, tala fyrir sig:
Búðarþjófar verða skotnir —
þeir sem lifa verða dregnir fyrir
rétt!
Skrifandi um byssur og
morð, kemur upp í hugann
fyrirtæki nokkurt í Kaliforníu,
sem sér um að koma skilaboðum
til annars heims. „Himneskt
samband" heitir fyrirtækið og
forstjóri þess er Gabe nokkur
Gabor, og hefur hann þegar
fjóra menn sér til aðstoðar, en
fyrirtæki þetta er nýtt af nál-
inni. Gabor segir að markaður-
inn í þessum „bissness" sé geysi-
stór og hann anni varla eftir-
spurn. Siðan í desember síðast-
liðnum, þegar fyrirtækið hóf
starfsemina, hefur það komið
um 600 skilaboðum til annars
heims. Tíðast eru það látnir ætt-
ingjar, sem fólk vill koma kveðj-
um og ýmsum fréttum á fram-
færi við og þá er bara að slá á
þráðinn til „Himnesks sam-
bands"!
Gabor fékk hugmyndina að
fyrirtækinu, þegar móðir hans
lést árið 1978. Sex mánuðum síð-
ar lést ein besta vinkona hennar
úr svipuðum sjúkdómi og Gabor
var henni til huggunar á dánar-
beðinu ásamt dóttur sinni. Deyj-
andi konan hafði þá að orði, að
það væri leitt að móðir Gabors
vissi ekki hversu yndislegt
barnabarn hún ætti! Gabor bað
hana fyrir alla muni að segja
móður sinni, hversu yndislegt
barnabarn hún ætti, og hversu
mjög hann sjálfur hefði unnað
móður sinni. Þegar hér var kom-
ið brustu þau öll í grát!
Sstarfsemin fer þannig fram,
að fólk úti í bæ sendir Gab-
or skilaboð, sem það óskar eftir
að komist til náins ættingja eða
kunningja. Gabor gengur með
skilaboðin til tölvu sem hann
hefur í þjónustu sinni og lætur
hana vinna úr, hver sé heppi-
legastur til að koma þessum til-
teknu skilaboðum á framfæri —
en Gabor fullyrðir að hæfustu
sálfræðingar hafi lagt blessun
sína á tölvuforskrift þá er hann
noti, og hún gefi bestu niður-
stöður. Töivan hefur á skrá nöfn
geysimargra sjúklinga og til-
nefnir „einn heppilegan" og Gab-
or arkar þá af stað á fund sjúkl-
ingsins (vonandi að hann sé ekki
þegar dauður) og les upp fyrir
honum skilaboðin, lætur hann
svo kvitta fyrir og þakkar svo
fyrir sig. Það er nauðsynlegt að
„sjúklingurinn" kvitti að skila-
boðin hafi verið lesin fyrir hann,
svo viðskiptamenn gruni ekki
Gabor um gæsku!
Það er nægjanlegt að lesa
skilaboðin einu sinni, segir Gab-
or, sjúklingarnir leggja þau ekki
á minnið. Þeir eru þegar komnir
í návist við Himnaríki svo skila-
boðin berast mjög greiðlega!
essi þjónusta kostar skild-
inginn allt upp í 100 doll-
ara hver skilaboð. Gabor segir
að fólk sendi mest ástarkveðjur
til látinna ættingja, en einnig sé
mikið um það, að fólk vilji koma
á framfæri þakklæti til látinna
stórmenna. Sumir biðja hina
látnu að hafa samband við tæki-
færi, en Gabor segir það ekki á
sinni könnu að ábyrgjast um
svör frá Himnaríki! Ein skila-
boðin hljóðuðu svo:
„Kæri Eddi.
Þú hafðir á réttu að standa.
Tommi kvæntist Siggu, kvend-
inu því, hóf svo störf hjá tengda-
föður sínum. Við höfum séð lítið
af honum síðan. Söknum þín
ákaflega, gamli skarfur.
Klíkan (að frátöldum
Tomma).“
Gabor segir að efasemdir
manna muni smámsaman eyðast
og fyrirtæki hans dafna. En
skyldi hann ætla að færa út kví-
arnar og senda kveðjur til Vítis?
Nei, kemur ekki til mála, segir
hann og hleypir brúnum:
Himnaríki er opið öllum!
Jakob F. Ásgeirsson
mmi to
msicnosirwwiríiTT
íbúar í Morton Grove — einu
úthverfa Chicagoborgar tóku
sig til og bönnuðu eign á
skammbyssum!
íbúar í smábænum Kennesaw brugðu hins
vegar á það ráð til að sporna við fjölgun
glæpa og ofbeldisverka, að lögleiða byssu-
eign! Hér situr Dent Myers í vopnabúri sínu
í bænum, en hann gegnur jafnan með tvær
byssur við beltið.