Morgunblaðið - 25.07.1982, Side 3

Morgunblaðið - 25.07.1982, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ1982 39 Enn eykst spennan á millisvæðamótinu Skák Margeir Pétursson Þau undur og stórmerki gerðust i níundu umferð millisvæðamóts- ins í Las Palmas að Vassily Smysl- ov, heimsmeistari i skák á árunum 1957—1958, 61 árs að aldri, tók forystuna á mótinu einsamall og skákar því sem stendur sér langt- um yngri og stigahærri mönnum. Engu skal spáð um hvort Smyslov heldur forystunni en árangur hans er hreint og beint ótrúlegur. í fjór- um síðustu umferðunum teflir hann við þá Browne, Pinter, Ribli og Bouaziz og ætti því að eiga frá- bæra möguleika á því að komast áfram. Smyslov komst síðast I áskorendakeppnina árið 1965. Mjög hætt er við að níunda umferðin verði örlagarík fyrir tvo skákmenn sem verið hafa í sviðsljósinu í Las Palmas. Vlad- imir Tukmakov, tók snemma forystuna í mótinu, en tapaði nú fyrir hættulegasta keppinaut sínum, Ungverjanum Ribli. Þetta tap var enn sárara fyrir þá sök, að í umferðinni á undan hafði Tukmakov orðið að lúta í lægra haldi fyrir landa Riblis, alþjóðameistaranum Joszef Pinter. Fyrirfram höfðu flestir talið næsta öruggt að hinn litríki stórmeistari, Jan Timman frá Hollandi, kæmist loksins í áskorendamót, en eftir tap fyrir Rúmenanum Michael Suba í ní- undu umferðinni, hefur Timman hverfandi möguleika á því að verða annar þeirra tveggja sem komast áfram á mótinu í Las Palmas. Fleiri skákmenn en Timman hafa valdið vonbrigðum. Lev Psakhis, sem orðið hefur skák- meistari Sovétríkjanna tvö ár í röð, þrátt fyrir ungan aldur sinn, en hann er 23ja ára, er nú í botnbaráttunni og má þakka fyrir að verða ekki neðstur. Gömlu jaxlarnir, Petrosjan og Larsen, hafa orðið fyrir skakka- föllum, en hefur þó samt báðum tekist að halda sér volgum í toppbaráttunni. Hvort þeim tekst að brúa bilið upp í toppinn í þeim fjórum umferðum sem eru eftir, kemur í ljós eftir helgi. Enn sem komið er, hafa fáar skákir frá Las Palmas-mótinu rekið á fjörur mínar, en hér skal þó birt hin óvænta tapskák Lar- sens gegn Mestel. Danska stór- meistaranum hefur að vísu oft vegnað illa á móti hinum ungu ensku meisturum, þannig að þessi úrslit koma ekki stórlega á óvart, heldur fremur það, að Larsen hafði gert jafntefli í fimm skákum í röð áður en hann tapaði þessari. Mörgum aðdáendum Larsens hér á landi skal bent á það til huggunar að við þetta tap virðist hann hafa fengið „blod pá tand- en“, eins og danskir segja við slík tækifæri, því í næstu umferð á eftir vann hann Sunye frá Brazilíu og á þvi ennþá dágóða möguleika á því að komast áfram. Skák þeirra Larsens og Mestel var löng, en þó athyglisverð. Daninn beitti uppáhaldsafbrigði sínu, Kóngsindverskri vörn og upp kom mjög lokuð staða, þar sem hvítur virtist eiga sóknar- færi á kóngsvæng. En Larsen tókst ekki að nýta sér það og sá sér siðan þann kost vænstan að leggjast í vörn. Mestel flutti þá auðvitað lið sitt yfir á drottn- ingarvæng, þar sem kóngur Larsens var staðsettur. Með 30. Bxc5!? tók Larsen síðan af skarið og lét af hendi biskupaparið til að draga tennurnar úr svörtu sókninni. Eftir það virtist staða hans um tíma viðunandi, þar til hann lék 46. f4? Þá opnaðist staðan, svörtu biskuparnir vökn- uðu til lifsins og Larsen fékk ekki við neitt ráðið. E-peð svarts tryggði Mestel síðan sigur. llvítt: Bent Larsen Svart: Jonathan Mestel Kóngsindversk vörn 1. c4 — g6 2. Rc3 — Bg7 3. d4 — d6 4. e4 — Rf6 5. Rf3 — 0-0 6. Be3 — Rbd7 7. h3 — e5 8. d5 — Rc5 9. Rd2 - a5 10. g4 — Re8 11. Dc2 — Bf6 12. Rf3 — Rg7 13. 0-0-0 — b6 14. Be2 — Be7 15. Hdgl — Rd7 16. Hg2?! — Rf6 17. Bd3 — h5! 18. g5 — Rd7 19. Ddl — Rc5 20. Bc2 - Bd7 21. Kbl — Dc8 22. Hg3 — I)a6 23. De2 — a4 24. Hcl — Hfb8 25. h4 — Re8 26. Rd2 — Bf8 27. Kal — Bg7 28. Hggl — c6 29. Hgcl — Rc7 30. Bxc5!? — bxc5 31. Bd3 — a3 32. b3 — Da5 33. Kbl — Ha7 34. Rfl — Ra6 35. Re3 — Rb4 36. Dd2 — Dd8 37. Be2 — cxd5 38. Rexd5 — Rxd5 39. Dxd5 — Ha6 40. Rb5 — Bc6 41. Dd3 — Hb7 42. De3 — Hd7 43. Hd2 — f6 44. Hcdl — fxg5 45. hxg5 — Bf8 46. f4? — exf4 47. Dxf4 — Hf7 48. De3 — De8! 49. e5 — Dxe5 50. Dxe5 — dxe5 51. Hd8 — Kg7 52. Hc8 — Be4+ 53. Bd3 — Bf3 54. Hel e4! 55. Bc2 — Bg4 56. Hd8 — e3 57. He8 — Be7 58. Rc7 — Hc6 59. Rd5 — Bxg5 60. Rxe3 — He6 61. Hxe6 — Bxe6 62. Rd5 — Bg4 63. Hgl — Kh6 64. Rc3 — Be3 65. Hhl — Bf3 66. Hfl — h4 67. Re4 — Hf4 68. Rc3 — h3 69. Rd5 — Bxd5 70. Hxf4 — Bxf4 71. cxd5 — Kh5 72. Be4 — g5 73. Kc2 — g4 74. Kd3 — g3 75. Ke2 — Kh4 og Larsen gafst upp. Timinn: Hvítur: 2 klst, 13 mín., Svartur: 4 klsL 13 mín. LA5 P/)LM/?5 1 z 3 V 5 0 7 2 10 11 12 11 n vm 1 BR0UJNE (BarMr) ö ^ 'A ’/t O i /z 0 /z 0 3+f' 1 PINTER. (Unyl) /x p 'k /í o /z i /z 0 3i + /1 3 R/BLI (UryttrjtJ. /z /z % /z /z i /z i 'fz 6 H HOUtZIZ (Túnis) 1 /t 0 m /z /z /z /z /z /z Hz T SUOA (Rúrwxn',u) 0 1 /z /z w/r O 1 /z i i 5Í 6 KMLSS0Nfal>j;i) /l /l /z /z V/S/ \ 0 O /z 0 /z 3 ? TUKMK0V (SovéL, i O 0 Mi /z i /z i /z 5i ' s PETR0STM(So±t, - /z /z i /z /z i Hz LP\RSEti(0*rmiÁ i /z /z % /z /z O L /z Hí i0 SWSL0V(So*éU) A i Q /z /z Wy '/Ya l i i /z (cí n PSAtHIS&vitr.) '/z 0 /z /z ö /z 0 w/, /z 2i*1 ii mSTEL&ribrU) 'L /z /z 1 0 /z 1 0 I w n SUNYE (tbraiilíu) % O % 0 /z •L /z 0 0 É 2i 1H TimfiNlHolloJt 1 i /x /z o 0 % /z /z W/, Hi Einn merkasti íþróttaviðburður undanfarinna áratuga Þeir sem ekki þekkja Manchester United er bent á næsta knattspyrnuáhugamann Meðal leikmanna sem koma, má nefna: Gordon McQueen, skosKa landsliöiö. Garry Birtles, enska landsliöiö. Steve Coppell, enska landsliöiö. Garry Bailey, enska landsiöiö undir 21 árs. Brian Robson, enska landsliöiö. Lov Macari, skoska landsliöiö. Ray Wilkins, enska landsliöiö. Martln Bucham, skoska landsliöiö. Frank Stapleton, írska landsliðiö. N. Jovanovic, jógóslavneska landsliöiö. John Gidman, enska landsliöiö. Arnold B. Murhei, hollenska landsliöiö. Norman Whlteside N-írska landsliöiö, yngsti knattspyrnumaöurinn sem leiklö hefur til úrslita i helmsmelstarakeppninnl nú á Spáni '82. MANCHESTER mönnum Bretlandseyja. UNITED flagga í dag mörgum af dýrustu knattspyrnu- MANCHESTER UNITED er með bestu miövallaspilara Englands í dag, enda allir í landsliðinu. MANCHESTER UNITED bókin kom út á íslandi 1981 og fæst í bóka- verslunum — þar er sögð glæst saga þessa risafélags i máli og myndum. Nú er veriö aö undirbúa gerð kvikmyndar um þetta fræga félag — í fyrsta sinn sem slíkur viðburöur og viðurkenning á sér staö. MANCHESTER UNITED hefur fengiö hæstu greiöslu sem um getur fyrir auglýsingasamning í Englandi frá SHARP, en þetta fræga lið ber nú auglýsingar frá þessu heimsþekkta fyrirtæki. FORSALA HEFSTí Austurstræti næstkomandi fimmtudag, 29. júlí, þar verða einnig seldir Manchester United bolir. HLJOMBÆR ■ a 1177II HLJOM'HEIMILIS'SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGOTU 103 (D PIOMEER

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.