Morgunblaðið - 25.07.1982, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.07.1982, Blaðsíða 4
4 0 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1982 „Að efla og styrkja sjáv- arútveg Vestmannaeyja“ Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja 120 ára og eykur sifellt tryggingamöguleika Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja hélt fyrir skömmu upp á 120 ára afmæli sitt, en Bátaábyrgðarfélagið er elzta tryggingarfélag landsins og í hópi elztu starfandi félaga á landinu. Elzt er Hið íslenzka bókmenntafélag, sem var stofnað 15. apríl 1816. Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja var stofnað 26. janúar 1862. Á blaðamannafundi fjallaði núverandi formaður, Björn (iuðmundsson, um upphaf og feril Bátaábyrgðarfélagsins sem hann kvaö stofnað að frum- kvæði Bjarna E. Magnússonar, sýslumanns í Eyjum. Báta- ábyrgðarfélag Vestmannaeyja gjörbreytti stöðu útvegs- bænda í sambandi við tryggingar skipa og alla tíð hefur félagið látið sig varða og stutt við bakið á ýmsum framfara- málum í Eyjum. Björn Guðmundsson gat þess, að Bjarni E. Magnússon hefði ver- ið Breiðfirðingur, fæddur í Flatey á Breiðafirði árið 1831. Hann lauk lögfræðiprófi í Kaupmannahöfn 1858 og fékk veitingu fyrir Vest- mannaeyjum 1869. Þar lét hann sig varða ýmis framfaramál, svo sem stofnun Bókasafns Vest- mannaeyja, jarðrækt og barna- uppfræðslu. Meðal þeirra sem ljáðu honum lið í stofnun bóka- safns var Jón Sigurðsson, sem hafði verið samtímamaður hans í Kaupmannahöfn og sendi Jón bækur í bókasafnið í Eyjum. Bjarni E. Magnússon var sýslu- maður i Eyjum í 10 ár, eða þar til hann fékk veitingu fyrir Húna- vatnssýslu. Björn sagði, að Bátaábyrgðarfé- lagið hefði aukið verksvið sitt fyrir nokkrum árum með því að taka upp margs konar trygg- ingarmöguleika i Eyjum. Nú kvað hann félagið leggja mesta áherzlu á aukningu í húsatryggingum og kvað félagið hafa bolmagn til að gera betur við heimamenn í þeim efnum en önnur tryggingarfélög og að auki væri þarna um að ræða tryggingarfélag sem velti fjár- munum sínum innan byggðarlags- ins. í tilefni 120 ára afmælisins færði Bátaábyrgðarfélagið ýmsum félögum gjafir, en Bátaábyrgðar- félagið hefur víða komið við í starfi sínu varðandi stuðning við hjálparfélög og annað menning- arstarf sem hefur stuðlað að auknu öryggi. Alls gaf félagið nú 55 þúsund kr. til Björgunarfélags Vestmannaeyja, Hjálparsveitar skáta, Eykyndils og Vélskólans til kaupa á nýjum tækjum til kennslu í rafmagnsfræði. Hér fer á eftir samantekt Jó- hanns Friðfinnssonar, forstjóra Bátaábyrgðarfélags Vestmanna- eyja um nokkra helztu þætti í sögu hins gróna tryggingarfélags: Sjálfstæðisbaráttan á öldinni sem leið markaði heillarík spor, sem þjóðin býr að og upp úr standa víða kennileiti og minnis- varðar, sem vert er að hafa í huga og eru áminning til okkar um að heiðra og halda á lofti til hvatn- ingar og eftirbreytni. Frá því sögur hófust, hafa Eyj- arnar og íbúar þeirra verið sam- ofnir hafinu, sem þær umlykur og eins og kveðið var: „Þangað lífs- björg þjóðin sótti, þar mun verða stríðið háð.“, hefur lífsafkoman fyrst og fremst byggst á öflun lífsviðurværis úr greipum hafsins. Um aldaraðir var sjórinn sóttur á opnum skipum með þess tíma handfærabúnaði, einasta veiðar- færinu, er notað var allt fram undir síðustu aldamót. Þarf eng- um getum að því að leiða, hve sult- ur og allsleysi var jafnan nærri bæjardyrum manna og öll orkan beindist að því að bægja hungrinu frá, sem oft var erfitt þegar afla- og gæftaleysisár komu og það jafnvel mörg ár í röð. Sem dæmi má þess geta, að í byrjun 19. aldar var íbúatala Eyjanna komin niður í 173, en var orðin 237 árið 1787. Þegar kom fram á öldina, fór heldur að rofa til, farið var að gæta tilslakana á einokunarvald- inu, sem svo lengi hafði þjakað og harkalegar kvaðir voru nærri bún- ar að drepa allan dug úr þjóðinni. Tilhugsun um athafnafrelsi leysti úr læðingi niðurbæld öfl og vonin um að eignast eigin skipa- stól eftir aldalanga nauðungar- vinnu á skipum Danakonungs, var nánast fjarstæðukenndur draum- ur. Og eins og slysfarir og dauði fylgir öllu lífi höfðu Eyjabúar ekki farið varhluta af manntjónum og skipsköðum, og oft voru skörðin stór og sorgin þungbær. Þegar auk þessa fylgdi óbættur eignamissir þeirra, sem eftir stóðu og fyrir- sjáanleg örbirgð, er ekki að undra þótt úrræða hafi verið leitað til að vega hér upp á móti. Sú var gæfa Eyjanna, að um þetta leyti, eða 1861, kom hingað ungur sýslumaður, Breiðfirðingur- inn Bjarni E. Magnússon, en segja má að með komu hans hafi verið brotið blað í sögu okkar. Má í því sambandi nefna forgöngu hans um stofnun Skipaábyrgðarfélags, bókasafns, upphaf barnafræðslu og ræktunar á Heimaey, en Skipa- ábyrgðarfélagið á nú 120 ára af- mæli, var formlega stofnað 26. janúar 1862. Er félagsstofnun þessi ein hin merkasta sem um getur meðal þjóðarinnar á þeim tíma, er hún var gerð, og sú lang- árangursríkasta miðað við að hafa staðið af sér öll áföll á sínum langa starfsferli og rís í dag hátt yfir allar sambærilegar tilraunir, er síðar voru gerðar annars staðar í svipuðu skyni. Má fyrst og fremst þakka það brautryðjandanum og þeim ágætu mönnum, sem gegnum tíðina hafa haldið kyndlinum á lofti, eða eins og segir í stofnskránni, „að efla og styrkja sjávarútveg Vestmanna- eyja með því að tryggja þá, er í skipum eiga er ganga til fiskveiða í Vestmannaeyjum á hverri vertíð gegn skaða þeim, er skip þessi geta orðið fyrir á sjó og landi". Margir af kunnustu borgurum Eyjanna hafa verið í stjórn félags- Frá vinstri: Jóhann Friðfinnsson, forstjóri Bátaábyrgðarfélagsins, Ingólfur Matthíasson og Eyjólfur Martinsson stjornarmenn. Ljósmyndir Mbl. (iuólaugur Sigurgeirsson Björn Guðmundsson afhendir Sigríði Björnsdóttur, formanni Slysavarnafélagsins Eykyndils, peningaupphæð að gjöf. Sitjandi eru Haraldur Hannesson og Jón í. Sigurðsson stjórnarmenn. Búnkaður poki á Sjöfninni?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.