Morgunblaðið - 25.07.1982, Qupperneq 6
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ1982
trúa á alþingi, sem þá var Jóhann
Þ. Jósefsson.
Frá því Samábyrgð íslands á
fiskiskipum var stofnað 1909 hef-
ur Bátaábyrgðarfélagið endur-
tryggt áhættuna hjá félaginu.
Hafa samskipti við Samábyrgðina
ávallt verið félaginu til mikilla
hagsbóta.
Arið 1885 voru fæst skip í trygg-
ingu, eða 6 að tölu, 1922 voru bát-
arnir orðnir 53, 1942 81, 1959 104,
1972 68 og 1982 32, þar af 3 yfir 100
tonn.
Þessar tölur segja sína sögu, en
eftir 1960 fóru að koma stærri
skip, sem félagið hafði ekki tök á
að fá í viðskipti, enda lengi reglur
þar um og ekki eru í skyldutrygg-
ingu hjá félaginu skip yfir 100
tonn. Skipin sem stærri eru, hafa
dreifst á stóru tryggingarfélögin,
sem með miklum lánafyrirgreiðsl-
um hafa getað náð í viðskipti
þeirra. Þessa hefur félagið goldið
og þannig misst mikil viðskipti
margra ágætra fyrrverandi við-
skiptamanna, sem endurnýjað
hafa skip sín sl. 2 áratugi.
Til þess að bæta sér þetta upp
hefur félagið reynt að auka rekst-
urinn á annan veg. Ekki hefur þó
ennþá tekist að fá húsatryggingar
í bænum, sem væri mjög æskilegt;
að tryggja þannig að þeir miklu
fjármunir, sem er um að ræða í
tryggingargjöldum, væru ávaxtað-
ir hér innanbæjar. Fyrir 5 árum
tók félagið umboð fyrir alhliða
tryggingar fyrir Tryggingarmið-
stöðina, en félagið er með flest af
bátum og skipum hér yfir 100 tonn
og alla togarana í tryggingu. Hef-
ur þessi umboðsstarfsemi gengið
vel, t.d. varð um 120% aukning frá
1980—1981. öll innheimt iðgjöld
eru ávöxtuð innanbæjar, og er það
stefna félagsins að stuðla með því
að auknu veltufjármagni á staðn-
um.
Á 120 ára starfsferli Báta-
ábyrgðarfélagsins hefur það átt
góðan þátt í ýmsum framfaramál-
um byggðarlagsins og lagt fé til
margra góðra mála. Má nefna
kaupin á björgunarskipinu Þór, og
siðan hefur félagið árlega veitt
Björgunarfélaginu fjárstuðning til
rekstrarins, lánað til hafnarfram-
kvæmda. Þá átti félagið þátt í
kaupum á dýpkunarskipinu og
byggingu sundlaugarinnar, svo
nokkuð sé nefnt. Þá hefur félagið í
áratugi lagt fram nokkuð fé til
Ekknasjóðsins og aldraðra og ein-
stæðra, auk margra stórgjafa til
ýmissa áhugamála bæjarbúa.
Á spjöldum sögunnar ber að
líta, að oft hefur syrt í álinn hjá
Eyjabúum og mikil áföll dunið yf-
ir, sá hluti sem metinn hefur verið
til fjár, hefur verið allverulegur
fyrir Bátaábyrgðarfélagið. Á
fyrstu 76 árum vélbátaútgerðar
fórust 67 bátar í tryggingu hjá fé-
laginu, 6 sinnum munu 3 bátar
hafa farizt á sama árinu. Sl. 3 ár
hafa verið mikil slysaár, þar sem 9
sjómenn og 5 bátar hafa farizt.
Þetta er áminning um að ekki
má slaka á neinu sem lítur að ár-
vekni og búnaði áhafna og báta
þeirra og hefur stjórn félagsins
m.a. ákveðið í tilefni þessara stór-
merku tímamóta elzta tryggingar-
félags landsins að stuðla að kynn-
ingu á meðferð björgunartækja og
búnaðar með björgunaræfingum
og sýningum á afmælisárinu í
samráði við þau öflugu félags-
samtök er hér starfa að þessu göf-
uga málefni.
Stjórnarformaður Bátaábyrgð-
arfélagsins er Björn Guðmunds-
son og með honum í stjórn: Jón I.
Sigurðsson, Haraldur Hannesson,
Eyjólfur Martinsson og Ingólfur
Matthíasson. Forstjóri
Bátaábyrgðarfélags Vestmanna-
eyja er Jóhann Friðfinnsson.
— á.j.
Ljósrit af fyrstu fundargerð Báta-
ábyrgðarfélags Vestmannaeyja, en
þar stendur m.a.: „Ár 1862 hinn 26.
dag janúarmánaðar var eigendum
hinna stóru skipa í Vestmannaeyjum
haldinn fundur í þinghúsi sýslunnar,
og hafði sýslumaður Eyjanna, herra
B.E. Magnússon áður kvatt og boð-
að þá á fund þenna, til þess að ræða
um ýmis mikilvæg málefni skipseig-
endum viðvíkjandi og þar á meðal
að semja lög um ábyrgð stórskipa í
Vestmannaeyjum gegn skaða, er
þeim gæti hent og um hinn svo-
nefnda skipsáróður. — Á fundi þess-
um mættu flestir skipseigenda sem
eftir að hafa rætt um hið framlagða
nefndarálit í máli þessu, er þeir áður
höfðu kynnt sér, komu sér saman
um eftirfarandi lagagreinir:“
/
i rfr /tó // >, >e 26.c/*y r>rrá/>
aJa r 1/a-r 2/■/>?'< S&'f*
/urra /í (o
Kvfí/f cn /rtfí//ta cojfn ttc///■>•»/*',
at rtt/a ,,,,, ýrnS r*>44C/t'*j mn/t/ii • /fiJtS-
tujtru/,,!,, > !<j/> >>r/, t>j /irt-fá r»*J*/a/
/rj ,, > „ a/,fft]jJ s/íy*/C,f>aS tt, /'t.t/t ,,&>•
„ tjt,p, sKn/tVf er/t/i >>> jr /, Á/„/t
,, >>„ />,, /TtV SiT,jSa-crtt,<< _
,>>//. ýn ,,>>■>i onr/f,, j//ts/'-t JX/Jif/tj/tiJ*,
r>>, fj>/>t a/rt> J/>>-*„
tý> >t/,r ftf// f tr>a/> f/t.~U<, / f /’/i-r ti/,,f /t>J//.
*,}>>>,/. /tf t At,, >f, S/r ftifnn/ *,->„ fj> /ii-
/vfw
r
Ji
f >>/r
(Á
}9
j'J"r >a tt/,frtj/ftrr^/'/aj ti//mari, tft£y/il.
-t /Vrr> ft /,j rtf <t,/SC jia,
Sprengisandur - Kjölur
Ferðafólk
Höfum byrjað ferðir okkar um Sprengisand og Kjöl.
Ferðin tekur 1 dag (um 14 klst.) hvor leiö. Farið er frá
Umferðarmiöstööinni í Reykjavík, mánudaga og
fimmtudaga kl. 08.00 norður Sprengisand og frá af-
greiðslu Sérleyfisbifreiöa, Geislagötu 10, Akureyri
suður Kjöl miðvikudaga og laugardaga kl. 08.30.
Ferðir þessar seljast með fæði og leiðsögn og gefst
fólki tækifæri á aö sjá og heyra um meginhluta
miöhálendisins, jökla, sand, gróðurvinjar, jökulvötn,
hveri, sumarskíðalönd og margt fleira í hinni litríku
náttúru íslands.
Hægt er að fara aöra leiðina eða báðar um hálendið
eða aðra leiðina um hálendið og hina meö áætlun-
arbílum okkar um byggð, og dvelja norðanlands eða
sunnan aö vild, því enginn er bundinn, nema þann
dag, sem feröin tekur.
Nánari upplýsingar gefa BSl, Umferöarmiðstöðinni í
Reykjavík, sími 22300 og Feröaskrifstofa Akureyrar
við Ráöhústorg, Akureyri, sími 25000 og 24475 og
viö.
Norðurleið hf. sími 11145.
n
ISUZU
Isuzu verksmiðjurnar eru heimsfrægar tyrir framleiðslu
sína á pick-up bílum og þær njóta alþjóðlegrar viður-
kenningar fyrir vinnuvéla- og vörubílagerð.
Isuzu pick-up með drifi á öllum hjólum uppfyllir óskir hinna
kröfuhörðustu og gerir enn betur.
Isuzu pick-up hentar jafn vel sem flutningatæki og
ferðabíll.
Isuzu pick-up er laglegur, lipur og leggur lýgilega vel á.
Isuzu pick-up hefur óhemju burðarþol og 4-hjóla drifið gerir
honum alla vegi færa.
Isuzu pick-up vönduð vinnubifreið með aksturseiginleika,
útlit og þægindi fólksbifreiðar.
Komið og kynnið ykkur hvers vegna Isuzu pick-up nýtur
heimsfrægðar.