Morgunblaðið - 25.07.1982, Side 9

Morgunblaðið - 25.07.1982, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1982 45 Nú finnst... 86% Frakka aö allt sé í lagi þótt fólk sprangi um/ / nakið a.m.k. á ákvðnum svæðumfc w (Sjá: FRAKKLAND) TRÚARBRÖGÐ Eru tárin ekki tú- skildings virði? Kraftaverk eda ksnskubrögð? Um það eru menn ekki á einu máli en hitt er þó víst, að tárin, sem hripuöu niður vanga „Meyjarinnar grátandi" í Granada, drógu til sín á annað hundrað þúsund trúaðra manna hvaðanæva af Spáni. Sagan hófst að morgni 13. maí sl. þegar presturinn í Jóhannes- arkirkjunni í Granada uppgötv- aði, að um nóttina hafði Mærin grátið og mátti enn sjá fjórar blóðrauðar rákir eftir táraflóðið í andliti hennar og í vasaklút, sem af einhverjum ástæðum var kominn í hendur henni. Frétt- irnar bárust um allan Spán eins og eldur í sinu og trúað fólk, sem taldi að hér hefði átt sér stað kraftaverk, flykktist til Granada þúsundum saman. Efasemdamenn gerðu góðlát- legt grín að uppákomunni og þegar ringulreiðin hafði varað í heila viku skipaði erkibiskupinn í Granada svo fyrir, að styttan yrði flutt til Madrid í vísinda- lega rannsókn. Af rannsókninni hafa hins vegar engar fréttir farið og það eina, sem eftir erki- biskupnum er haft, bendir til, að hinir trúuðu hafi látið blekkjast. „Það er ekkert sem bendir til yf- irnáttúrulegra hluta í þessu sambandi," sagði hann. „Maðurinn, sem gaf kirkjunni styttuna af „Meynni grátandi" fyrir um átta mánuðum, Mo- desto Velasco, telur að einhver bræðranna í reglu heilags Jó- hannesar hafi sett kraftaverkið á svið og vill ekki treysta þeim lengur fyrir styttunni. Erfitt er að átta sig á hvað býr að baki. Var hér bara um sak- laust grín að ræða eða var verið að reyna að ýta undir hægrisinn- aðar skoðanir í kosningunum, sem fram áttu að fara eftir viku? Hver sem ástæðan var er kirkj- an í klípu. Hún hefur vísað kraftaverkinu á bug en ef hún skilar styttunni aftur hvitskúr- aðri er hætt við að söfnuðinum líki það ekki alltof vel. I síðasta mánuði mátti raunar sjá, að hinir trúuðu láta sig engu skipta orð vísindamannanna. Reyndar voru biðraðirnar ekki jafn langar og áður, en þrátt fyrir það var stöðugur straumur miðaldra manna og kvenna inn í kirkjuna og fólkið fór með bæn- irnar sínar frammi fyrir auðum en fagurlega skreyttum stallin- um þar sem áður hafði staðið styttan af „Meynni grátandi". — ROBERTLOW Rúmlega helmingur íbúa í Guat- emala er af indíánakyni. Hér hlóð- arsteikir ung kona einhverskonar flatkökur. konur og 25 börn, að þeir möl- brutu á því höfuðið og ristu það á kvið. Öryggissveitir stjórnarinnar eru samt sem áður langstórvirk- astar í manndrápunum og „refsa" öllum, sem þær gruna um samúð með skæruliðum. Inn- an þessara sveita hafa verið stofnaðar dauðadeildir, sem kallast ýmsum nöfnum eins og t.d. „Hvíta höndin", „Auga fyrir auga“ og „Andkommúníski her- inn“. Stundum er það nóg, að einhver „Ladino", maður með spánskt blóð í æðum, segist hafa komið auga á „undirróðurs- menn“ í einhverju indíánaþorp- inu og þá er herinn óðara farinn af stað í enn eina morðförina. I annan tíma er ráðist á þorp vegna þess, að skæruliðar hafa þingað þar eða í hefndarskyni fyrir árás á herflutningalest. „Refsingar" hersins eru ekki bara fólgnar í því að brenna hús- in ofan af fólki og spilla matnum heldur er búfénaðurinn og fólkið sjálft drepið þar sem til þess næst. Þegar herinn réðst á þorp- in í grennd við Chiche í maí sl. hélt bóndi nokkur og þrír vinnu- menn hans áfram vinnu sinni á akrinum og töldu að þeim yrði ekkert rhein gert. Þeir féllu allir í skothríð hermannanna. Ef marka má afstöðu her- stjórnarinnar í Guatemala „er ólíklegt að þessu þjóðarmorði á saklausum indíánum linni í bráð“ svo vitnað sé í eitt dag- blaðið í landinu. „Hjá þjáningum óbreyttra borgara verður ekki komist," segir Rios Montt, hinn sjálfskip- aði forseti landsins. - ANSON NG Höfum opnað verzlun fyrir dömur ap valentino JDHN ANTHONY hanson imj the monaco group joel ma.i ALFRED SUNG DEBORA KUCHMÉ JACK MULQUEEN JOHN YANG albert-maxmie Grassian o SCAA. oU JCL Verzlunin Sér, Aðalstræti 8, sími 25260 BUCHTAL Eigum nú fyrirliggj- andi flestar gerðir af hinum viöurkenndu v-þýzku vegg- og gólfflísum, fyrsta flokks vara á viðráð- anlegu verði. • Ath. aö Buchtal- flísarnar eru bæöi frostheldar og eld- fastar. ., .1 * í - ' ■ó//> ( f 1100 9010 9020 1400 2120 9130 PORTO-Antik No 947 Abrasion qroup iV 9066 1600 1610 Ótrúlega hagstæðir greiðsluskilmálar, allt niður í 20% útborgun og eftirstöðvar til allt aö sex mánaöa. Opiö mánud.—fimmtud. 9—18 föstudaga 8—19 Ath. að inngangur er frá Sólvallagötu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.