Morgunblaðið - 25.07.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1982
47
Fyrstu kandídatarnir brautskráðust frá framhaidsdeildinni á Hvanneyri vorid 1949. Hér eru þeir ásamt þremur
aðalkennurum sínum. Frá vinstri: Stefán Jónsson, kennari, Guðmundur Jónsson, skólastjóri, Haukur Jörundarson,
kennari. Sitjandi fremst: Sigurjón Steinsson frá Bakka í Olafsfirði, Skafti Benediktsson frá Garði í Aðaldal, Egill
Bjarnason frá Uppsölum, Akrahreppi, Grímur Jónsson frá Ærlækjarseli, Axarfirði, Hjálmar Jónsson frá Húsey,
Skagafirði, Þorsteinn Valgeirsson frá Auðbrekku, Hörgárdal, Bjarni Arason frá Grýtubakka, Höfðahverfi, Aðalbjörn
Benediktsson frá Aðalbóli í Miðfírði.
Hvanneyri.
starfinu á Hólum um veturinn.
Mér leist ekkert á það í fyrstunni
og fannst þar að auki að Jósef
Björnsson, gamall kennari minn á
Hólum, væri hæfari til starfans.
Ég tókst þetta nú samt sem áður á
hendur og með reynslu og góðvild
Jósefs mér við hlið gekk þessi vet-
ur, 1925—’26, á skólastjórastóli á
Hólum slysalaust fyrir sig.
Sumarið 1926 var ég svo við
mælingar í Húnavatnssýslu, en
um haustið fór ég til Búnaðarfé-
lagsins í Reykjavík, þar sem Sig-
urður Sigurðsson útvegaði mér
aukastarf. Raunar var ekki um
margt að velja fyrir búfræði-
kandidata á þeim árum. Pálmi
Einarsson, seinna landnámsstjóri
hafði útskrifast tveimur árum áð-
ur en ég og fékk fullt starf hjá
búnaðarfélaginu, en fyrir mig var
eiginlega ekkert starf á lausu. Svo
var það árið 1928, að Halldór
Vilhjálmsson réði mig sem kenn-
ara á Hvanneyri, þegar Stein-
grímur Steinþórsson gerðist
skólastjóri að Hólum.
Ég kenndi verklegar greinar á
Hvanneyri og samkennarar mínir
voru auk Halldórs skólastjóra,
sem kenndi mikið, Þórir Guð-
mundsson og Þorgils Guðmunds-
son, sem kenndi smíðar og leik-
fimi. Afbragðs menn og farsælir í
starfi. Ég var skikkaður til að
kenna íslensku á Hvanneyri og féll
það illa í fyrstu. Ég taldi mig ekki
mikinn íslenskufræðing, en allt
hafðist þetta nú samt og seinna
varð ég því feginn að hafa gerst
íslenskukennari. Tilfinningin fyrir
tungunni jókst svo mjög. Ég fór
brátt að kenna jarðræktarfræði
og búreikninga, þegar áhuginn á
þeim kviknaði fyrir alvöru. Á
sumrum mældi ég jarðarbætur á
Snæfellsnesi, í Dölum og Húna-
vatnssýslum og náði með því lagi
nokkurn veginn endum saman í
fjárhagnum.
Mælingastarfið varð mér strax
mikils virði. Það var skemmtilegt
starf og lærdómsríkt og ég hefði
ekki fyrir nokkurn mun viljað
missa af þeirri reynslu. Lengst var
ég hjá Snæfellingum og Dala-
mönnum og minnist þeirra hjart-
anlega. Ég fór allt á hestum, hafði
tvo til reiðar og kom á hvern bæ,
þar sem ég fór yfir. Ég gaf mér
góðan tíma og kom jafnan inn í
bæ og spjallaði mikið við bændur.
Það var jafnan tekið vel á móti
mér og stundum kannski meira af
gestrisni en getu. Á einum bæ, þar
sem ég dvaldi næturlangt, sváfu
allir í einni baðstofu og þar var
eldavélin og þar var matast. í einu
rúminu svaf húsfreyjan með börn-
in, í öðru rúminu húsbóndinn, í
þriðja rúminu gömul kona og ég
svaf í rúmi á miðju gólfi. Þarna
sofnaðist mér ákaflega vel.
Þú ert sagður hafa unnið mikið
brautryðjendastarf á Hvanneyri í
sambandi við búreikninga?
Já, segir Guðmundur, ég lagði í
það, ungur maður, að búa út bú-
reikningaform fyrir íslenskar að-
stæður. Studdist ég þá nokkuð við
norskt form, en ég lagði mest upp-
úr sundurliðuðum formum, vinnu-
skýrslu og tvöföldu bókhaldi.
Þetta var erfitt í byrjun, en reynd-
ist strax traust aðferð. Ég kynnti
þetta fyrir bændum árið 1932 á
vegum Búnaðarfélags íslands og
tók að leiðbeina þeim. Þeir voru
fyrst tíu sem héldu búreikninga,
en fjölgaði brátt uppí fjörutíu.
Bændur tóku þessari nýjung mjög
vel og voru hinir heiðarlegustu í
færslum sínum.
Árið 1943 var sexmannanefnd
skipuð á Alþingi. Hennar hlutverk
var að ákveða verðlag á
framleiðsluvörum bænda, svo að
hagur þeirra yrði sambærilegur
við aðrar stéttir og byggði hún álit
sitt á þessum fjörutíu búreikning-
um. Nefndarmönnum fannst það
sumum ólíklegt, að 40 búreikn-
ingar gætu gefið góðan þverskurð
af búskap í landinu. En brátt kom
á daginn, að búreikningarnir
sýndu þar sama og hægt var að
finna út eftir öðrum leiðum og
flóknari — sem varð til þess að
menn tóku að treysta búreikning-
unum. Raunar er það furðulegt,
hve fáa búreikninga þarf til að fá
góða hugmynd um búskap manna
yfirleitt.
í skólastjóratíð Guðmundar
Jónssonar á Hvanneyri var efnt
þar til framhaldsmenntunar í
búfræði. Mikil saga er á bak við
framhald málsins, sem mæddi
mjög á skólastjóranum. Þá var í
tíð Guðmundar ráðist 1 nýbygg-
ingu skóla á Hvanneyri, jafnframt
sem tilraunastarfsemin var aukin
og bryddað uppá ýmsum nýjung-
um öðrum.
Guðmundur Jónsson útskrifaði
um 800 búfræðinga á skólastjóra-
árum sínum 1947—1972, en í kenn-
aratíð hans. allri á Hvanneyri,
1928—1972, voru útskrifaðir um
1400 búfræðingar. Þegar Guð-
mundur lét af embætti skólastjóra
flutti hann, sem fyrr segir, til
Reykjavíkur og tók að gefa sig að
fræðistörfum og bókargerð.
Ég starfaði á Hvanneyri til sjö-
tugs, segir hann. Sumir höfðu nú á
orði, að ég hefði mátt hætta fyrr,
en það varð nú ekki! Eftir að við
hjónin fluttum í höfuðstaðinn,
starfaði ég að ýmsu, til dæmis við
matsgerðir, en tók svo að helga
mig ritstörfum. Nei, það hafði
ekkert blundað með mér í gegnum
árin að skrifa. Ég hafði að vísu
gefið út tímarit um nokkurt ára-
bil. Það kom til tals á Hvanneyri
að gefa út tímarit um búfræði, og
eftir heilmikla umræðu nemenda
og kennara árið 1930, tókum við
Þórir heitinn Guðmundsson okkur
til og hófum útgáfu fjölritaðs
blaðs; Búfræðinginn. Við gáfum
hann út á eigin kostnaö og seldum
blaðið á 3 krónur, að mig minnir.
Fjórir fyrstu árgangarnir komu út
fjölritaðir og fjölritaði ég blaðið
sjálfur heima á Hvanneyri. Bú-
fræðingurinn þótti býsna gott
tímarit á sinni tíð og sagði fréttir
úr skólastarfinu á Hvanneyri og
síðar einnig frá Hólum, greint var
frá ýmsum nýjungum og svo feng-
um við ýmsa kunnuga menn í lið
með okkur að skrifa í ritið. Eftir
lát Þóris sá ég einsamall um út-
gáfuna, en þegar ég gerðist skóla-
stjóri guggnaði ég. Búfræðingur-
inn leið þá undir lok sautján ára
gamall og fannst mér þar skarð
fyrir skildi.
Búfræðingurinn og búfræði-
skýrslur þær sem ég tók saman
árlega á meðan ég veitti forstöðu
búreikningaskrifstofunni á
Hvanneyri, voru mínar einu
skriftir á árum áður. Þegar ég
gerðist skólastjóri, gafst mér ekki
tóm til skrifta, eins og ég hefði
viljað, því ég hef í verunni alltaf
haft gaman af því að skrifa. Svo
blossaði þessi árátta upp í mér,
þegar ég kvaddi Hvanneyri.
Ég hef tekið saman á vegum
Rannsóknarstofnunar landbúnað-
arins, yfirlit landbúnaðartilrauna,
sem gerðar hafa verið á íslandi
frá upphafi til 1965, og kom það út
árið 1979. Á annað þúsund til-
rauna, er varða jarðrækt, búfjár-
rækt og vélar, er getið í ritinu. Þá
hef ég tekið saman búfræði-
kandidatatal, sem út kom árið
1974.
Fyrir 90 ára afmæli Hvanneyr-
arskóla árið 1979, skrifaði ég svo
sögu skólans og er það mikil bók.
Einnig hef ég ritstýrt og skrifað
að hluta tvö bindi í bókaflokknum
Bóndi er bústólpi, sem Ægisút-
gáfan hefur gefið út.
Þá hef ég unnið fyrir Hvanneyr-
arskólann að áframhaldi Ritgerð-
artalsins, sem gefið var út árið
1965 — en ég hef tekið saman
bókartitla sem út hafa komið á
íslensku og varða landbúnað. Það
eru hátt á annað hundrað titlar og
má segja að þetta sé gömul hug-
sjón, frá því ég byrjaði að kenna.
Það kostaði oft mikinn tíma, að
leita heimilda, þegar maður vildi
skrifa um eitthvað tiltekið efni í
landbúnaði. Ég raða bókunum
niður eftir efni — og er mikið hag-
ræði að bæði Ritgerðartalinu og
þessu Bókatali, eins og gefur að
skilja.
Og þú hefur ekkert í hyggju, að
leggja árar í bát?
Nei, nei, ekki á meðan heilsan er
í lagi. Ég hef næg verkefni; er að
skrifa tvær bækur um þessar
mundir. Væntanlega kemur þriðja
bindi Bóndi er bústólpi út í haust,
og svo vinn ég að öðru bindi Til-
raunabókarinnar fyrir þá Keldna-
menn. Mun ég þar segja af til-
raunum í landbúnaði frá 1965 til
1980, en þær hafa aldrei verið
fleiri eða fjölbreyttari en einmitt
á þessu árabili. Þá hef ég verið
beðinn að endurskrifa Islenska
búfræðikandidata. Bókin er orðin
gömul og reikna ég með að byrja á
því verki strax á næsta ári — ef
heilsan leyfir. En fleira er ég sem
sagt ekki með í takinu, segir Guð-
mundur Jónsson áttræður ungl-
ingur.
Texti: Jakob F. Ásgeirsson. Myndir: Kristján Örn Elíasson o.fl.
.. FERÐA
!l MIÐSTODIIM
AÐALSTRÆTI 9 S. 28133
SER
TIL
BŒ)
KAUPMANNAHÖFN —
helgarferð í Tívolí
Brottför alla föstudaga —
heimkoma alla mánudaga.
Verð frá 3.980,- barn með
foreldrum i herbergi greiðir
kr. 980,-
DŒBEL
DQKF
Flug og bíll.
Vikuferö, brottför alla
sunnudaga.
Verö frá kr. 3.496.
FRANKFURT - vikuferðir
— flug og bíll.
Brottför alla fimmtudaga —
Verð frá 3.046,-
Helgarferðir — flug og bíll
Verð frá 2.680,-
Helgarferðir — flua og . ^
gisting Verð frá 4^53,- f-
LON
DON
LONDON — vikuferðir —
flug og bíll
Brottför alla föstudaga
Verð frá 4.235,-
GLASGOW — vikuferðir —
flug og blll
Brottför alla föstudaga —
Verð frá 3.706,-
Allskonar sértilboð eru nú á
boöstólum.
Fáðu nánari upplýsingar:
[^jFERDA
0S!!l MIDSTOOIN
AÐALSTRÆTI 9 S. 28133