Morgunblaðið - 25.07.1982, Side 13

Morgunblaðið - 25.07.1982, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1982 49 Sýslunefnd Austur- Barðastrandarsýslu: Lög um bann við selveiðum á Breiðafirði eru brotin Miðhúsum, 23. júlí. AÐALFUNDUR sýslunefndar Austur-Barðastrandarsýslu var hald- inn 22. og 23. júlí í Hótel Bjarka- lundi og voru mættir allir sýslu- nefndarmenn. Fundi stjórnaði Jó- hannes Árnason, sýslumaður, Pat- reksfirði, en þetta er síðasti sýslu- fundurinn er hann stjórnar, en hann tekur við sýslumannsembætti I Stykkishólmi um miðjan næsta mán- uð. Jóhannes hefur verið vel látinn embættismaður og fylgja honum hlýjar kveðjur úr héraði. Á aðalfundinum voru afgreidd mörg mál og skal þriggja tillagna er afgreiddar voru getið. Sýslu- nefnd Austur-Barðastrandarsýslu lýsir óánægju með aðgerðir til fækkunar sela í kjölfar ákvörðun- ar hringormanefndar um verðlaun í því skyni, þar sem meðal annars er vitað að lög númer 30 frá 1925 um bann við selveiðum á Breiða- firði hafa verið brotin. Það er skoðun sýslunefndarinnar að verðlaun sem þessi ættu einungis að vera bundin við landeigendur og ábúendur bújarða og verka þannig hvetjandi til hefðbundinn- ar nýtingar á selnum til þess að halda honum í jafnvægi. Enn- fremur beinir sýslunefnd því til landbúnaðarráðuneytisins að vinna að kynningu á því, að kópa- veiði sé nauðsynleg hér á norður- slóðum til þess að halda lífríkinu í jafnvægi og að selskinnspelsar séu flíkur, sem heiður sé að klæðast. Sýslunefnd Austur-Barða- strandarsýslu lýsir yfir fullum stuðningi við stjórn og fulltrúaráð dvalarheimilisins á Reykhólum og samþykkir að veita 30.000 krónur á þessu ári til starfseminnar og hvetur stjórn og fulltrúaráð til aukinnar sóknar í málefnum aldr- aðra í sýslunni í náinni framtíð. Sýslunefnd Austur-Barðastrandarsýslu hvet- ur öll félög í sýslunni, sem að menningarmálum vinna, til að efla skógrækt og beinir því til skógræktarstjóra ríkisins, að koma hingað vestur og skipu- leggja það starf. Jafnframt bendir sýslunefnd á þessi svæði sem heppileg til skógræktar í Reykhólasveit; 1. Barmahlíð, 2. Skógar í Þorskafirði; í Gufu- dalssveit, 1. Hallsteinsnes, 2. Gufudalur, 3. Eyrarland. í Múla- sveit eru víða ákjósanleg skilyrði sem þurfa athugunar við, en þar er landrými nóg og auðvelt að friða það fyrir ágangi búfjár. Sveinn ÞUFMNUR AJANHEMNN IHOLMNDI Það er nánast sama hvers þú leitar - þú finnur allar útgáfurnar í Amsterdam! Fólk,verslun, tíska, menning, listir, veitingahús, skemmtistaðir, kaffihús, -Amsterdam á þetta allt - alls staðar að úr heiminum. Arnarflug flýgur til Amsterdam alla sunnudaga og miðvikudaga. Hafðu samband við söluskrifstofuna - Amsterdamflugið opnar þér ótal leiðir til styttri eða lengri ferða um Amsterdam, Holland eða Evrópu - sprengfullra af spennandi dægradvöl fyrir þig og þína. /4msterdam áœtlunin - frábœr ferdamöguleiki Hafið samband við söluskrifstofu Arnaflugs eða ferðaskrifstofurnar. Flugfélag með ferskan blæ ARNARFLUG Lágmúla 7, sími 84477 VBGNA GÆÐANNA AMPEX TAKK! £&»

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.