Morgunblaðið - 25.07.1982, Page 14

Morgunblaðið - 25.07.1982, Page 14
50 Þótt heimsmeistara- keppnin í knattspyrnu hafi ekki orðiö sú sigurganga á knattspyrnuvellinum, sem allur almenningur á Spáni vonaðist eftir, fer því fjarri að vonbrigða hafi gætt í röðum veitinga- og gisti- húsaeigenda. Vissulega varð einn og einn fyrir baröinu á óheppninni, en allur fjöldinn kom út úr keppninni mun betur stæður en áður en hún hófst. Þeir sprengdu verð- lag á gistingu og veiting- um upp úr öllu valdi á meðan á keppninni stóð, ekki hvaö síst í Madrid. Þá var ekki síður upp- skerutími hjá minjagripa- framleiðendum og minja- grípasölum, sem seldu reiðinnar býsn af alls kyns varningi. Ekki gátu allir staðist freistingarnar og talsveröur fjöldi manna var handtekinn fyrir aö framleiöa fyrsta flokks minjagripi með hinu eina sanna og opinbera HM-merki á, en án tílskyl- inna leyfa. Svo vikið sé aftur að knattspyrnunni var það bláköld staðreynd, að hver og einn einasti hreinrækt- aður Spánverji trúöi því statt og stööugt, allt þar til flautaö var til leiksloka í leik heimaliösins og V-Þjóðverja, að heims- meistaratitillinn myndi hafna hjá Spánverjum. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JtLl 1982 Texti og myndir: Siguröur Sverrisson Dulur og hálmstrá Alls kyns rökum var beitt til aö styrkja hálmstrá þjóöarinnar og dulur af hvers kyns tagi voru dregnar yfir þá einföldu staöreynd, aö spænska landsliðiö var ekki nándar nærri nógu gott til aö eiga nokkurn möguleika á aö standast sterkustu liöum keppninnar snún- ing, jafnvel ekki einu sinni þeim veikari. Margir hölluöust aö því að Spánverjar yröu heimsmeistarar af þvi þeir léku á heimavelli. Sú rök- semdafærsla náöi allt aftur til árs- ins 1970 en þar var kenningunni hrundiö. Brasilía sigraöi í Mexíkó. Enn aörir voru sannfæröir um aö Spánverjar myndu vinna af því aö nafn landsins hefst á sérhljóöa. Espana. Þannig höföu Argentínu- menn unniö (væntanlega meö dyggri aöstoö sérhljóöans góöa) sigur á heimavelli sínum í HM 1974 og V-Þýskaland, sem Spánverjar nefna Alemania á eigin tungu, varö heimsmeistari á heimavelli 1974. Brasilíumenn eyöilögöu á ný þessa kenningu með því aö sigra í Mex- íkó 1970, en menn hugguöu sig viö aö Englendingar, Inglaterre eins og Spánverjar nefna þá, unnu á heimavelli 1966. Því ekki Espana í ár? Það kom i hlut ítala og V-Þjóö- verja aö leika til úrslita í mesta sýningarleik knattspyrnunnar hverju sinni, leiknum um heims- meistaratitilinn. Italir komust í úr- slitin eftir lítt buröuga byrjun þar sem þeir uröu m.a. aö láta sér lynda jafntefli viö Kamerún og Perú. Margir voru á því, aö betur heföi fariö á því aö „grænu Ijónin", en svo eru Kamerúnmennirnir nefndir af eigin aödáendum, heföu átt aö fylgja Pólverjum í milliriöl- ana. Illur þefur V-Þjóðverjar fóru illa af staö í keppninni. Tap gegn lítt þekktu liöi Alsír í fyrsta leik. Þaö var 1—0 sig- ur gegn Austurríki, sem megnasti óþefur var af, sem færöi V-Þjóð- verjunum sæti i milliriölinum á kostnaö Alsírbúanna, sem brugö- ust æfir viö úrslitunum og sökuöu liðin um aö hafa samiö um úrslitin. V-Þjóöverjunum nægöi minnsti sigur og Austurríkismenn máttu tapa meö tveimur mörkum, en komast samt áfram. Altalaö var á Spáni, aö þjóöirnar heföu samiö um úrslitin fyrirfram og eftir aö hafa séö leikinn er erfitt aö bera á móti aö svo hafi verið. Þegar eina mark leiksins, réttu megin auövitaö, haföi litiö dagsins Ijós hættu báöir aöilar aö leika þaö, sem almennt er nefnt upp- byggjandi knattspyrna. Dúlluöu fram og aftur um allan völl án þess aö gera minnstu tilraun til þess aö skora. Báöar þjóöir haröneituöu því aö um nokkurt samkomulag heföi verið aö ræða þeirra í milli, en af- staöa v-þýska sjónvarpsmanns lýsir e.t.v. best hvernig ástatt var á vellinum. Þegar um 20 mínútur voru til leiksloka gafst hann upp á aö lýsa leiknum. „Þetta er ekki knattspyrna, ég lýsi þessari endaleysu ekki leng- ur." Viö svo búið gekk hann út úr þularklefanum. Uröu sjónvarps- áhorfendur aö horfa á leikinn án þular lokakaflann. Auövitaö var maöurinn rekinn viö fyrsta tæki- færi, en kjarkur hans og einurö þótti sýna afstööu manna til „hneykslisins" niöri á vellinum bet- ur en flest annaö. Enskur blaöamaöur rifjaöi upp sögu frá HM í Chile 1962 viö þetta tækifæri. Lét hann þess getið aö réttast heföi veriö þá aö báöum liðum, sem í hlut áttu, heföi veriö vikiö úr keppni. Þannig var mál með vexti aö Englendingar og Chilebúar þurftu báöir á marka- lausu jafntefli aö halda til aö kom- ast áfram í keppninni. Auövitaö lauk leiknum án marka. Enginn samherji Eitt tækifæri var sérstaklega eft- irminnilegt úr þessum annars grautfúla leik. Chilebúarnir fengu „óvart" hornspyrnu. Einn leik- manna liösins skokkaöi upp aö hornfánanum og bjó sig undir aö taka hornspyrnuna. Honum varö litiö inn í vítateiginn og brá þá heldur í brún. Þar var ekki nokkurn samherja aö finna, heldur aðeins markvörð Englendinga og nokkra varnarmenn. Sá samherjinn, sem næstur honum var stóö á vallar- miöju. Sá, sem framkvæma átti hornspyrnuna, var þá ekkert aö kippa sér upp viö þetta og ýtti knettinum rétt yfir endamarkalín- una. Þaö vandamál úr sögunni. í milliriölunum kom glöggt í Ijós hvert var sterkasta liö keppninnar. Italir ruddu hverri stórhindrunlnnl úr vegi á fætur annarri, fyrst heimsmeisturum Argentínu, þá sjálfum Brasilíumönnum, sem allir veðjuöu á eftir því sem á leiö keppnina og loks Pólverjum í und- anúrslitum. Allt sannfærandi sigr- ar. V-Þjóðverjarnir áttu í basli. Geröu markalaust jafntefli viö Englendinga en unnu síöan Spán- verja og geröu um leiö út um vonir heimamanna. Komust í undanúr- slitin en lentu í kröppum dansl gegn léttleikandi liöi Frakka. Eftir aö vera 1—3 undir þegar 20 mín- útur voru eftir af framlengingu tókst þeim aö jafna og síöan aö vinna sigur í vítaspyrnukeppni. Ekki alrangt aö ætla aö „þýski komplexinn" hafi oröið Frökkunum aö falli i þessum leik, sem svo oft áöur í viöureignum viö Þjóöverja. italir voru taldir mun sigur- stranglegri fyrir úrslitaleikinn. Enda kom á daginn aö þeir sigr- uöu örugglega þýskar hetjur meö stálvilja en illa þjáöa af þrekskorti eftir maraþonleikinn viö Frakka. Blm. fylgdist grannt meö áhang- endum liöanna fyrir leikinn og var þaö býsna skrautleg sjón. Flautur þeyttar Strax kvöldiö fyrir leikinn tóku bílar aö streyma inn í miöborgina. Voru þar ítalir á ferö í yfirgnæfandi meirihluta, komnir eftir langa ferö frá Barcelona þar sem leikurinn á milli itala og Pólverja í undanúrslit- unum fór fram. Nær undantekn- ingarlaust voru 4—5 í hverjum bíl og ef ekki stóöu ítalskir fánar út um alla glugga bifreiöarinnar var einn heljarstór strengdur yfir þak- iö. Ekki skorti hávaöann í miö- borginni þetta kvöld því ítalirnir, iatir aö eölisfari, nutu þess til fulln- ustu aö geta hallaö sér fram á stýr- iö og legiö á flautunni. Dæml voru þess aö sumir hreinlega límdu flautuna hjá sér niöur til aö þurfa aö hafa sem minnst fyrir hlutunum. Mun minna bar á Þjóöverjunum. Þeir voru garnan 4—5 saman, voru flestir þokkalega vel í kippn- Annar fjölskrúöugur hópur ítala. Sá fyrir miðju meö óvenjulegan útbúnaö fyrir knattspyrnuleik. Kafaragler augu, munnstykki og sundhring um sig miöjan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.